Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Galdranornin býst til að snæða Hans. Galdranorn og gullhálmur Afaspil heitir nýtt barnaleikrit eftir Örn - Arnason sem frumsýnt verður á Litla sviði Borgarleikhússins annan jóladag. Hávar Sigurjónsson ræddi við höfundinn, leik- stjórann og einn leikarann í sýningunni. „Það er ekki hægt að skemmta börnum nema hafa gaman af því sjálfur,“ segir Örn Arnason, höf- undur, leikstjóri og leikari í Afa- spili, bamasýningu Borgarleikhúss- ins á þessum jólum. Líklega eru fáir leikarar sem hægt er að segja um með meiri sannfæringu að leikgleðin skíni af á sviðinu en Örn Arnason. Hann seg- ist sjálfur ekki treysta sér til að leika fyrir börn ef hann langi ekki til þess. „Ég sagði líka við leikarana að nú skyldum við bara hafa gaman af þessu, þau mættu breyta og skreyta eins og þau vildu, svona innan skynsamlegra marka, því við værum svo heppin að hafa höfund- inn hjá okkur.“ Efniviðurinn er vel þekktur, fjög- ur ævintýri, Geiturnar þrjár, Hans og Gréta, Jói og baunagrasið og Rumputrítill. Sögumaður er Afi af Stöð 2 sem mörg börn þekkja og reyndar mætti álykta að tvær kyn- slóðir barna þekki orðið Afa því þetta er þrettánda árið sem hann kynnir barnaefnið á laugardags- morgnum á Stöð 2. „Eg er eiginlega búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár; að fara með Afa inn í leikhúsið og búa til leikrit úr nokkr- um ævintýrum. Mér finnst svo margt skemmtilegt við ævintýrin. Stíllinn á þeim er svo sérstakur. „Systir mín góð,“ eða „Móðir sæl,“ - þetta eru ávörp sem hvergi heyrast nema í ævintýrunum." Örn segist hafa farið á fund Þór- hildar Þorleifsdóttur leikhússtjóra í haust til að kynna fyrir henni hug- myndina. Kynningin var með frem- ur óvenjulegum hætti og líklega fáir höfundar sem leggja leikrit sín fram með öðrum eins tilþrifum „Ég vildi vera alveg viss um að hún áttaði sig á hvernig þetta ætti að vera svo ég lék leikritið bara fyrir hana. Allar persónurnar, hljóðin og tónlistina, gott ef ekki leikmyndina líka. Ég held hún hafi bara skemmt sér sæmilega, a.m.k. keypti hún allan pakkann á staðnum og vildi ekki heyra á annað niinnst en að ég leik- stýrði þessu. Ég hafði nefnilega ekki hugsað mér það í upphafi því ég hef lítið gert af því að leikstýra. En Þórhildur benti mér á að ég yrði hreinasta kvalræði fyrir annan leik- stjóra því ég væri búinn að ákveða Sögurnar öðlast líf í höndum Afa. Nýjar bækur • SAGA Skáksambands Islands í 70 ár. Af skákakrinum, seinna bindi, er skráð af Þráni Guðmundssyni, fyrr- verandi forseta Skáksambands Is- lands. Bókinni er skipt í 24 kafla og eru öllum alþjóðlegum skákmótum ás- amt Skákþingi íslands frá upphafi gerð skil og sérstaklega þátttöku Is- lendinga í ólympíuskákmótum frá upphafi. Útgefandi er Dís ehf. ísamvinnu við Skáksamband Islands. Bókin er 310 bls., prentuð íSteinholti hf. Bókband Flateyhf. Bókina prýða 600 myndii-. Verð: 6.900 kr. Bi hvernig sýningin ætti að vera. Svo ég lét slag standa og á Þórhildi mik- ið að þakka fyrir að hafa treyst mér fyrir þessu.“ Öm segir öll fjögur ævintýrin hafa sama grunnþema. „Það er fá: tæktin. Það var með ráðum gert. I upphafi hverrar sögu eru allir fá- tækir en í sögulok hafa þeir hagnast og lifa hamingjusömu lífi það sem eftir er. Mér finnst þetta sjálfum svo skemmtilegt sjónarhorn að fyrir eitthvert kraftaverk, baunagras, gullhálm, sætabrauðshús eða heimskt tröll, snúist tilveran á betri veg. I þessu er enginn boðskapur fólginn. Þetta er bara skemmtilegt." Örn er sjálfur landsfrægur húm- oristi og gamanleikari og Afaspil ber skýr höfundareinkenni hvað það snertir. Hann segir að þótt sýningin sé kannski fremur ætluð yngri börnunum þá hafi hann og leikar- arnir kryddað textann og búið til persónur sem höfði ekki síður til hinna fullorðnu meðal áhorfenda. Stjúpan í Hans og Grétu er t.d. sí- talandi í símann og mamma hans Jóa á sér aðdáanda sem gerir sér dælt við hana. „Stjúpan er svolítið erfið persóna, en þá megum við ekki gleyma því að í ævintýrunum eru vondar persónur. Sagan af Hans og Grétu gengur ekki upp ef foreldr- arnir eru hamingjusamir. Þá hefðu börnin ekki verið borin út.“ Öm segist hafa velt því fyrir sér að í ævintýrunum séu karlarnir oft hugdeigari en kvenfólkið. „Getur það verið af því að sögusmiðirnir voru konurnar, mæðurnar? Þær sögðu börnunum sögur og gerðu hlut kvennanna stærri en ella. Þetta er mitt innlegg í jafnréttisbarátt- una.“ En hvers vegna fjórar sögur en ekki ein? Við því hefur Örn tilbúið svar. „Reynsla mín af því að leika fyrir börn er sú að á aldrinum 2-5 ára hafa ekki öll börn eirð í sér til að sitja undir samfelldri leiksýningu, einni sögu, í tvo klukkutíma. Nema sýningin sé þeim mun fjölbreyttari og alltaf eitthvað nýtt að gerast. Út- gangspunkturinn hjá mér var að með þessu móti fá börnin fjögur æv- intýri, hvert í 15-20 mínútur og þegar athyglin er farin að dofna hefst glæný saga. Þau þekkja líka sögurnar sem skiptir máli. Síðasta Geitapabbi kann tökin á tröllinu undir brúnni. ævintýrið, Rumputrítill, er þó lík- lega minnst þekkt, en þar langaði mig aðeins að breyta til þótt ýmis afbrigði þessa ævintýris séu vel þekkt, t.d. sagan af Gilitrutt." Þrátt fyrir að leiknar séu fjórar sögur fer ekkert á milli mála að þetta er ein sýning. Örn segist ein- mitt hafa lagt áherslu á það með ýmsum hætti, t.d. að leikararnir fjórir skipta með sér öllum hlut- verkum og koma fram í ýmsum búningum og gervum. „Við erum ekkert að fela það að þetta er leik- hús, stundum er jafnvel skipt um búninga á sviðinu en það er einmitt galdur leikhússins að leikararnir geta brugðið sér í allra kvikinda líki á augabragði og áhorfendur eru strax með á nótunum." Örn hefur reyndar gert fleira en semja leikritið, leikstýra því og | leika í því, þar sem hann er einnig j: höfundur tónlistarinnar. Hlutverk [ hennar er ekki lítið þar sem Kjartan Valdimarsson píanóleikari leikur undir alla sýninguna og að sögn Arnar hefur hann reynst óþreytandi við að útsetja laglínur og stef sem Örn hefur lagt honum til. „Þessi sýning er afrakstur samvinnu okkar allra, leikaranna, leikmynda- og búningahönnuðarins, tónlistar- mannsins og ljósahönnuðarins. Allir | hafa lagt sitt til málanna og eiga sinn þátt í sýningunni. Það er lykil- atriðið í þessu," segir Örn Arnason 1 í. sem birtist í hlutverki Afa á leik- sviði í fyrsta sinn annan jóladag. Pýðing á Brekkukotsann- ál tilnefnd til verðlauna Kaupmannahörn. Morgunblaðiö. ÞÝÐING Huberts Seelows á Brekkukotsannál Iialldórs Lax- ness var ein fimm þýðinga sem tilnefndar voru til evrópsku Ar- isteion-verðlaunanna. Verðlaun- in voru afhent nýlega í Weimar, sem er menningarhöfuðborg Evrópu í ár, ásamt verðlaunum í bókmenntum. Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt en í fyrsta skiptið sem þýðing á ís- lensku verki er tilnefnd. Verð- launin, sem nema 20 þúsund evrum, voru í ár veitt fyrir ít- alska þýðingu á Ijóðum franska skáldsins Pauls Celan. Þýðing Huberts kom út hjá Steidl-forlaginu 1997. Hubert er prófessor í norrænum fræðum í háskólanum í Erlangen, þar sem hann hefur verið siðan 1989. Áður var hann við háskól- ann í Miinehen, en hann hefur einnig dvalið á íslandi og talar reiprennandi íslensku. Kona hans er Kolbrún Haraldsdóttir, sem einnig fæst við íslensk fræði og kennir við háskólann í Erlangen. Hubert hefur meðal annars þýtt Grettis sögu á þýsku, fengist við textaútgáfur og aðrar þýðingar. Leikarar og listrænir stjórnendur AFASPIL eftir Örn Árnason. Leikendur: Edda Björgvinsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Öm Árnason. Leikstjóri: Örn Amason. Leikmynd og búningar: Þórann María Jónsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Tónlist: Örn Árnason. Píanóleikari: Kjartan Valdimarsson. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.