Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 39
LISTIR
Klaustrin
í Kirkjubæ
og Veri
BÆKUR
H é r a ð s r i t
DYNSKÓGAR
Rit Vestur-Skaftfellinga, 7. hefti
Vík. Dynskógar. Sögnfélag Vest-
ur-Skaftfellinga, 1999, 221 bls.
Af klaustrum og kennimönnum í
Skaftafellsþingi. Sérprent úr
Dynskógum, 7. hefti, 202 bls.
HIÐ myndarlega ársrit Vest-
ur-Skaftfellinga kemur nú út í
sjöunda sinn undir ritstjórn
Hönnu Hjartardóttur, Sigurgeirs
Jónssonar og Sigþórs Sigurðs-
sonar. Að þessu sinni er það að
langmestu leyti helgað erindum,
sem flutt voru á ráðstefnu á
Kirkjubæjarklaustri 13.-14.mars
1999. Alls eru hér prentuð ellefu
erindi og eru þau jafnframt árs-
ritinu gefin út sem sérstök bók.
Þeir sem erindin fluttu voru:
Hjalti Hugason, Gunnar Friðrik
Guðmundsson, Vilborg Davíðs-
dóttir, Asdís Egilsdóttir, Her-
mann Pálsson (tvö erindi), Guð-
rún Ása Grímsdóttir, Sigurjón
Einarsson, Loftur Guttormsson,
Gunnar Kristjánsson og Sigurjón
Páll ísaksson og Þorgeir Helga-
son. Vítt svið spanna þessi erindi:
sagnfræði, bókmenntir og forn-
leifafræði. Ekki er það á mínu
færi að gera neina úttekt á erind-
um þessum. En víst er um það, að
allmiklu fróðari er ég eftir en áð-
ur og áhugaverður þótti mér lest-
urinn. Býst ég við, að sum erind-
anna nýtist einmitt betur við
lestur en hlustun, t.a.m. fyrirlest-
ur Hjalta Hugasonar, Hermanns
Pálssonar og Guðrúnar Asu
Grímsdóttur, sem allir eru mjög
efnismiklir og fræðilegir. Aðrir
eru léttari og aðgengilegri við
íyrstu sýn.
Það fer varla á milli mála, að
ráðstefna þessi hefur verið hin
merkasta og því þarft verk að
koma erindunum á prent.
í ársritinu er að loknu framan-
greindu efni Annáll úr Mýrdals-
hreppi 1990-1998 og Annálar
Skaftárhrepps fyrir sama tímabil.
Heldur þykja mér þeir stuttara-
legir sé miðað við annála sumra
annarra héraðsrita. En gæta ber
þess, að hér er um níu ára tímabil
að ræða. Verði slík skýrsla birt
árlega er líklegt að ítarlegar verði
sagt frá. Þarflaust ætti að vera að
benda á hversu þýðingarmikil slík
skrif eru fyrir sögu héraðsins.
Dynskógar eru fallegt rit,
prentað á góðan pappír og í fal-
legu bandi. Allmikið er af mynd-
um í ritinu.
Sigurjón Björnsson
Hernaðarumsvif
á Austurlandi
BÆKUR
Sagnfræði
FREMSTA VÍGLÍNA
Átök og hemaðarumsvif á Austur-
landi í heirnsstyrjöldinni síðari eftir
Friðþór Eydal. Útgefandi Blá-
skeggur, Reykjavík, 1999, 277 bls.
ÞETTA mun vera önnur bók sama
höfundar um styrjaldarárin síðari.
Nefndist sú fyrri Vígdrekar og
vopnagnýr (1997).
Bók þessi er í tuttugu og fimm
köflum, flestum fremur stuttum.
Eftir að höfundur hefur í fyrstu
tveimur köflunum kynnt efnið með
yfirliti, eru tekin fyrir hemaðarum-
svif í einstökum byggðarlögum,
Seyðisfirði, Reyðarfirði og Eskifirði.
Inn á milli eru kaflar um einstaka
viðburði, s.s. er þýsk flugvél fórst við
Reyðarfjörð, loftárás á Seyðisfjörð
og þegar El-Grillo var sökkt í Seyð-
isfirði - eða einstakar aðgerðir s.s.
herskipalægi í Seyðisfirði, strand-
varnarvirki á Sandsheiði, ratsjár-
stöðvar, ógn af tundurduflum, þýskir
kafbátar á Austfjörðum. I síðasta
kafla segir frá öryggisþjónustu hers-
ins og þýskum njósnurum á Aust-
fjörðum.
Umfjöllun höfundar einkennist af
því, að megnið af upplýsingum hans
er fengið frá hernaðaryfirvöldunum
sjálfum, fjölmörgum skýrslum
þeirra og óprentuðum endurminn-
ingum sumra háttsettra manna í
hernum. Gerii- þetta frásögn hans
ólíka því, sem áður hef-
ur sést, líkari því sem
útlendingur skrifi. Að
vísu er einnig vísað til
íslendinga, s.s. Hjálm-
ars Vilhjálmssonar, en
minna er um það. Ekki
er mér kunnugt um
hvernig höfundur hefur
farið að því að nálgast
öll þessi gögn. En af
þessu leiðir m.a. að frá-
sögnin er oft mjög
tæknileg og því líklega
nokkuð framandleg
venjulegum íslenskum
lesanda. Geysimikið er
af myndum í bókinni og
kemur megnið af þeim
frá herjunum sjálfum. Þær hafa því
ekki sést hér áður og eru margar
hverjar einkar upplýsandi. Þá eru
einnig mörg kort frá hemum, t.a.m.
kort, sem sýna tundurduflalagnir.
Hafa þær vafalaust verið mikið hern-
aðarleyndarmál á sínum tíma, eins
og raunar margar aðrar upplýsing-
ar, sem hér er að finna.
Vissulega er bók þessi afar fróðleg
og mikilsvert framlag til þessara við-
burðaríku ára í sögu þjóðarinnar. Er
ekki að efa, að til hennar mun oft
verða vitnað. En því
ber ekki að neita, að
ekki er hún þægileg af-
lestrar. Stíll höfundar
og frásagnarmáti er
þurr og ópersónulegur,
stuttaralegur og fjar-
lægur. Minnir hann
fulloft á skýrslugerð,
þó að út af bregði raun-
ar stöku sinnum. Býst
ég við að það stafi mest
af eðli þeirra heimilda,
sem notaðar hafa ver-
ið. I sjálfu sér er ekk-
ert við það að athuga
annað en það, að varla
er það vel fallið til vin-
sælda nema hjá þröng-
um hópi manna.
Bókin er prentuð á góðan pappír
og verður það til þess að myndir
prentast vel. Margar þeirra eru
ágætlega gerðar, líklega af
kunnáttumönnum.
Texti er tvídálka með skýru og vel
læsilegu letri. Illa kann ég þó því, að
texti skuli ekki jafnaður hægra meg-
in. Það gefur blaðsíðunum fremur
leiðinlegan svip.
Sigurjón Björnsson
r-WOKPANNA-
Wokpanna kr. 1.600.
Gufu-bamöuspottur frá kr. 950.
Suzi-borðbúnaður.
PIPAROGSALT
Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 I
Friðþór
Eydal
JOLA
Bjarna Arasyni, Ragnari Bjarnasyni, Bogomil Font og Páli Óskari
26. desember, annan í jólum, í Súlnasal á Hótel Sögu
Bjarni Arason
Ragnar Bjamason
Bogomil Font
Laugaveg 168 - www.centrum.is/samspil
Forsala aðgöngumiða í andyri
Súlnasals á Hótel Sögu
26. desember frá kl. 13*20
Spariklæðnaður
Miðaverð kr. 1.800
Húsið opnað kl. 22.00