Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 59 félagi Reykjavíkur á Melavellinum og einnig á Kvolviðarhóli í skíðadeild ÍR. Einnig lærðum við iðn okkar,, gullsmíði og úrsmíði" á svipuðum tíma og áttum í því sambandi mörg áhugamál þess efnis. Þórarinn tók þátt í frjálsum íþróttum, aðallega spretthlaupum, hann var með sveit IR í öllum Reykjavíkurboðhlaupum og Tjarnarboðhlaupum. Þórarinn var einnig í hópi duglegastu og áhugamestu manna í skíðadeild IR. Margar voru stundir okkar saman með heimsóknum mínum á verk- stæði Þórarins og Bjarna Þ. Fyrst á Laugaveg 18a, síðan oft á dag í Bergstaðastræti 3 og Hverfisgöt- una. Þessir staðir voru einskonar stefnumótastaðir fyrir vini og félaga og voru þá áhugamálin rædd og lausnir fundnar á vandamálum sem upp komu. Hjálp og greiðasemi í gullsmiðafaginu og öðru var þekkt meðal flestra hjá þeim félögum og var það sár missir er Bjami féll frá, sá góði félagi. Þórarinn var dugmik- ill í fagi sínu, hann var greiðvikinn og umhyggjusamur við viðskiptavini sína og leysti þar öll vandamál ef upp komu. Vinskapur fjölskyldna okkar var mjög góður með sameigin- legum áhugamálum. Veiðiferðir voru áhugamál okkar, er ein slík í Laxá í Leirársveit ógleymanleg, ekki síst fyrir listaverk sem þeir gullsmiðirnir færðu mér í afmælis- gjöf sem minnti á þá skemmtilegu veiðiferð, kórónuð með vísu eftir Grím Sveinsson. Þær eru margar góðar minningarnar um góðan vin um langt árabil. Einnig nutum við félagar og bræður hans í Oddfel- lowi’eglunni vináttu, di’engskapar og tryggðar sem hann átti óendalega af. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningamaryfii’. (B.J.) Innilegustu samúð og blessun guðs sendum við Unnur Ástu og fjöl- skyldu. Magnús E. Baldvinsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar míns Þórarins Gunn- arssonar. í þau 45 ár sem við áttum farsæla samleið, brá aldrei skugga á vináttu okkar, en ég kynntist Þórami í fé- lagsstarfi ÍR. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun tókst strax einlæg og góð vinátta okkar í milli. Þórarinn var mjög góður frjálsíþróttamaður á sín- um yngi'i árum og einnig meðal bestu skíðamanna landsins. Hann lét sér ávallt mjög annt um IR og var okkur sem stunduðum skíðaíþrótt- ina oft og einatt mikil hjálparhella. En leiðir okkar áttu eftir að liggja saman á fleiri sviðum, því hann fékk mig til liðs við Kiwanishreyfinguna er hún var stofnuð og síðar urðum við báðir félagar í Oddfellowregl- unni, en þar sem við áttum eftir að starfa mest saman var í félagsskap sem kallaður er „K 21“, þar sem samstarf okkar varð verulega náið. Þórarinn var einn af þessum gæða- mönnum sem verða virkilegir vinir vina sinna, prúðmenni, úrræðagóð- ur, leysti ágreiningsmál með lagni og var áhrifamaður, því oftar en ekki var leitað eftir röksemdum hans í ágreiningsmálum. Einhverju sinni vorum við tveir saman að leggja keppnisbraut, fyrir Reykjavíkurmót í svigi og vorum hálfnaðir með brautina er snjóflóð hreif okkur og brautina með sér niður alla fjalls- hlíðina. Mér var venilega brugðið, en þá reis Þórarinn upp úr fönnini og sagði með sínu einlæga æðruleysi: við verðum víst að byrja upp á nýtt, Þórir minn. Þórarinn var vandvirkur maður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og við eigum honum mikið að þakka félagarnir í „K 21“. Marga árshátíð- ina hefir hann undirbúið, með svo miklum glæsibrag að fátítt má telja og þar kom til góða, nákvæmni hans og vandvirkni. Hann jafnvel setti of- aní við þjónana ef honum líkaði ekki hvernig þeir brutu saman servíett- urnar. Þórarinn var lærður gull- smiður og vann við iðn sína alla tíð eða segjum frekar list sína því hann var listfengur og hafði glöggt auga fyrir mótun skartgripa. Andlát hans bar mjög brátt að, en hann lést á heimili sínu, á afmælisdegi konu sinnar, hinn. 19. desember sl. Allir sem til Þórarins þekktu hljóta að sakna hans, við IR-ingar söknum sárt fallins félaga og við fé- lagarnir í „K 21“ erum harmi slegn- ir. Eftirlifandi eiginkonu hans, Ástu Engilbertsdóttur, og börnum þeirra, sendum við hjónin innilegar samúð- arkveðjur um leið og ég sendi kveðj- ur frá okkur félögunum í „K 21“. Þórir Lárusson. Þórarinn Gunnarsson - Tóti vinur minn er horfinn úr þessu jarðneska lífi. Hann var ekki aðeins vinur minn, hann var heimilisvinur, dáður af konu minni og fjórum dætrum. Ég hrökk illa við er bílasíminn hringdi og mér sagðar þessar fréttir. Til þess að missa ekki sjónar á veg- inum valdi ég fyrsta útskot til hægri og var þar drjúga stund að reyna að ná áttum. Kynni okkar Tóta hófust veturinn 1948 er við vorum á leið á landsmót skíðamanna á Akureyri. Við vorum í kappliði Reykvíkinga. Tóti keppti fyrir ÍR og ég fyrir Armann. Áuð- vitað lögðu menn sig alla fram í keppninni. Það merkilega var að úr- slitin í keppninni skiptu sáralitlu máli, það var keppnisandinn og vin- skapurinn sem réð úrslitum um framtíðina, sama hvort menn voru IR-ingar, KR-ingar eða Ármenning- ar. Upp frá þessu hófst á milli okkar Tóta vinátta er aldrei nokkru sinni bar skugga á. Tóti var einn af okkar bestu skíða- mönnum í alpagreinum á árunum fyrir og eftir 1950. Hann var einnig góður frjálsíþróttamaður, mjög góð- ur spretthlaupari, keppti meðal ann- ars í þeim frægu boðhlaupssveitum IR-inga. Tóti var lærður gullsmiður og rak sitt eigið gullsmíðaverkstæði, sem hann til fjölda ára rak með sínum kollega Bjarna Bjarnasyni gullsmið, miklum öðlingsmanni er látinn er fyrir nokkrum árum. Tóti var sannkallaður perludreng- ur, allra manna hugljúfi, léttur í lund, skemmtilegur og ákaflega traustur vinur vina sinna. Hann var félagslyndur mjög, var félagi í Odd- fellowstúkunni Þorkell máni nr. 7. Hann stundaði stúkustai’fið af mik- illi alvöru og var þar mjög virtur fé- lagi. Félagsstörf ýmiskonar stund- aði hann einnig á öðrum vettvangi. Tóti var mjög sjálfstæður í sínu starfi. Flutti hann inn frá ýmsum Evrópulöndum allt hráefni og vörur tilheyrandi gullsmíðinni og dreifði til gullsmiða og verslana vítt og breitt um landið. Þar sem við stunduðum báðir inn- flutningsviðskipti í áratugi, sam- ræmdum við oft á tíðum viðskipta- ferðir okkar erlendis. Ég fann fljótt hversu mikils álits hann naut hvar- vetna, enda var hans aðall í viðskipt- um heiðarleiki og traust. Þær voru óteljandi ferðimar er við fórum sam- an innanlands og erlendis. Kaup- mannahöfn var nú bara eins og á heimavelli, við flæktumst um á Spáni á bílaleigubíl, og skoðuðum heims- bikarinn á skíðum í Austurríki. Við fórum eitt sinn fjórir félagar saman og keyrðum um Hollywood, Las Vegas, San Francisco o.fl. Þau eru ófá gamlárskvöldin sem Tóti leit við á heimili mínu til að heilsa uppá fjölskylduna og óska gleðilegs árs. Það verður tómlegt að eiga ekki von á Tóta vini mínum á gamlárskvöld. Já, minningarnar hrannast upp óteljandi. Sorgin nístir hjartað við það að missa slíkan félaga sem Þórarinn Gunnarsson var og er hans sárt saknað. Við Didda sendum innilegustu samúðarkveðjur til Ástu, Sigrúnar, Birgis, Dunnu og annarra aðstand- enda. Víðir Finnbogason. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN HERMANNSSON, Álakvísl 41, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt mánudagsins 20. desember. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðju- daginn 28. desember kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, Elísabet Ólöf Guðmundsdóttir, Örk Guðmundsdóttir, Guðmundur Arnar Guðmundsson. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSLEIFUR ÓLAFSSON stýrimaður, áður til heimilis á Vitastfg 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 28. desember kl. 13.30. Tómas Már ísleifsson, Sigríður Dröfn Tómasdóttir, Sunneva Tómasdóttir, Vilborg Auður fsleifsdóttir, Christian Bickel, Tómas Bickel, Höskuldur Bickel. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐJÓNSSON, Hrafnistu í Reykjavík, áður búsettur á Hvammstanga, sem lést fimmtudaginn 16. desember, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 28. desember, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið, Börn hins látna. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞÓRARINN GUNNARSSON gullsmiður, Tjaldanesi 11, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 27. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Ásta Engilbertsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, Ragnar Pálsson, Birgir Þórarinsson, Dóra Sigurðardóttir, Gunnhildur Þórarinsdóttir, Sveinn M. Ottósson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar og tengdafaðir, NÚMI ÞORBERGSSON, Furugerði 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 15.00. Þórdís Númadóttir, Björn Sævar Númason, Guðrún G. Númadóttir, Hafsteinn Númason, Sigríður Númadóttir, Inga Númadóttir, Þorbjörn Númason, Þórunn Ingólfsdóttir, Hlöðver Hallgrímsson, Sigrún Steinþóra Magnúsdóttir, Örn Einarsson, Guðmundur Helgason, Sæfinna Sigurgeirsdóttir. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs afa okkar og langafa, SIGURÐAR AUÐUNSSONAR, áður til heimilis í Varmahlíð 12, Hveragerði. Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Kristján Þór Guðmundsson, Sigurður Vilberg Dagbjartsson, Kadri Hint, Stfgur Lúðvík Dagbjartsson, Garðar Bragason, Baldur Bragason, Jónheiður Kristjánsdóttir og barnabarnabörn. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Margrét G. Einarsdóttir, Baldur Þ. Jónasson, Guðrún ína Einarsdóttir, Rúnar H. Hermannsson, Halla Einarsdóttir. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður míns, frænda okkar og vinar, GUÐBRANDS G. GUÐJÓNSSONAR, Skeggjagötu 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeild- ar Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. + Hugheilar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við fráfall og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR BJARNADÓTTUR frá Geitabergi. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Edda Bergljót Jónasdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Jónas Guðmundsson, Björg Guðmundsdóttir, Kristbjörn Orri Guðmundsson, Þorvaldur, Edda Lind, Karen Ösp, Guðmundur Ragnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.