Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gróska í fræðiheiminum BÆKUR T í m a r i ( SKÍRNIR Tímarit hins íslenska bóknienntafélags, haust 1999. Ritstjórar: Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson. Hið íslenska bókmenntafélag. 1999 -bls. 249 -514 HAUSTHEFTI Skfrnis, tímarits Hins ís- lenska bókmenntafélags geymir margar bita- stæðar ritgerðir og kennir þar margra grasa. Breytingar eru á döfmni í tímaritinu. Þetta er síðasta hefti undir stjóm þehra Jóns Karls Helgasonar og Róberts H. Haraldssonar. Viðar Hreinsson ritar skemmtilega grein í rit- ið sem hann nefnir íslenska akademían: Kot- ungar í andóíi. Með viðmiðun í kenningar Mikhails Bakhtin greinir hann verk þriggja höf- unda, Halldórs Laxness5 Stephans G. Stephans- sonar og Bills Holm. Islenska akademían er ekki fólgin í stofnanagerðu háskólaumhverfi heldur er hún sprottin upp úr lííi fólksins í land- inu, úr lífsbaráttu þess. Viðar líkir henni við sög- ur af Díógenesi hinum gríska sem ástundaði þann kynisisma sem stundum er nefndur hund- ingsspott. í því er fólgið andóf og á það einblínir Viðar fremur en spottið. I verkum þessara höf- unda þykist hann greina andóf gegn hlutgerv- ingu mannsins og náttúrunnai'. Þar er sagt frá fólki sem býr yfir innri styrk sem óréttlæti bítur ekki á. „Það er sannmæli sem gæðir verk hinna þriggja höfunda slíku næmi og virðingu fyrir þeirri merkingarauðgi og mannkostum sem sagan og samtíðin bjóða upp á, að jaðrar við trúarlega dýpt. A svipaðan hátt og Viðar leitar viðmiðunar í kenningar Bakhtins notast Kristín Unnsteins- dóttir við hugmyndir greiningarsálfræðinnar eins og þær birtast hjá Sigmund Freud, Carl G. Jung og ekki síst Erik H. Eriksson sem uppi- stöðu eða rannsóknarlíkan. Grein hennar fjallar um ævintýri sem nefnist Sagan af Kisu kon- ungsdóttur. Þroskakenningar Erikssons falla vel að sögunni og sýna hana í nýju ljósi sem þroskasögu stúlku. Almennt dregur höfundur þá ályktun af athugunum sínum að sá djúpstæði skilningur á þroskaferli mannsins sem birtist í ævintýrum úr munnlegri geymd valdi ef til vill mestu „um þann kynngikraft sem felst í mörg- um ævintýrum. Slík þroskakenning gagnast bersýnilega vel við að skýra út sögu sem þessa. Annars ber að feta varlega þá leið að bera sam- an kenningar manna og söguþráð farandsagna. Með hæfilegri einföldun er auðvelt að fá hvaða fót sem er til að passa í skó kenningarinnar svo að vitnað sé í eitt ævintýrið. Hæll er höggvin hér og tá þar. En það á ekki við um þessa grein. Hér hefurtekistveltil. „Hver á sér fegra föðurland nefnist ritgerð eftir Guðmund Hálfdánarson. I henni færir hann rök fyrir því hvernig hlutverki náttúran hefur gegnt í þjóðemishyggju íslendinga. Á fyrri hluta 19. aldar var náttúrusýnin bundin nytjahyggju sem síðar dagaði uppi með vaxandi borgmenningu. Athygli vert er þó að stjórn- málaumræða samtímans er enn á ný mótuð af orðræðu sjálfstæðisbaráttunnar. Samkvæmt Guðmundi hefur hin seinni ár náttúran tekið við af tungunni sem meginvaki þjóðernislegrar um- ræðu og nytjahyggja tengst náttúrusýninni á ný og nú á kapítalískum forsendum. Hin óspjallaða náttúra Islands hefur sölugildi og aðdráttarafl fyrir erlenda túrista. Vafalaust hefur Guðmundur margt til síns máls en því er þó ekki að neita að tungan hefur enn þá þjóðemislega skírskotun. Það sést á grein Kristjáns Amasonar Landið, þjóðin, tung- an - og fræðin. Hann telur einmitt að málpólitík sé og verði „veigamildll þáttur í stjómmálum hér á landi. Hann bendir hins vegar á að fræði- menn verði að gæta sérstakrar varúðar og mis- nota ekki fræðikenningamar til framdráttar stjórnmálaskoðunum eða beinum hagsmunum. Þannig varar hann við þeim öfgum sem hann telur birtast í málpólitík annars vegar reiða- reksmanna sem telja best að láta málþróun með öllu afskiptalausa og svo málvefrumanna sem leita uppi málgalla manna. Báða hópana telur hann hafa tilhneigingu til að þykjast vita betui-. Hin sanna fræðimennska sé hins vegar hlutlaus. Róbert H. Haraldsson reynfr að nálgast merkingu þein-ar frægu setningar Nietzsches að guð sé dauður út frá öðm sjónarhomi en margir þeir sem það hafa gert. Grein hans nefn- ist Hlæjandi guðir og helgir menn. Hann styður það rökum að ekki beri að skoða þessa fullyrð- ingu þeim frumspekilegum skilningi að í kjölfai- dauða guðs komi óreiðan, tómið og neindin. Nietzsche hafi litið á óreiðuna og nauðsynina sem tvær hliðar tilvemnnar. Óreiðan var því ekki afleiðing heldur forsenda. Guðstrú samtím- ans hafi aftur á móti mótast af gömlum, einráð- um guði sem hafi kæft hlátra annarra guða með einstefnu sinni. Ofurmenni Nietzsches sem hann hefði stillt upp sem arftaka guðs væri í raun sjálfstæð einstaklingsvitund andspænis of- ríki einnar háleitrar fyrirmyndar. Mér þykh- Róbert færa góð rök fyrir máli sínu og óneitan- lega er það algengt að frelsarar manna hneppi þá í andlega fjötra. Jón Hnefill Aðalsteinsson hefur verið drjúgur við það að undanfömu að rita um foma blótsiði. Hann þykist sjá líkindi milli blótsiða Þórsnes- inga og Semnóna. í grein sem hann nefnir Mannblót í Semnónalundi og á Þórsnesþingi bendfr hann á að orðalagið „bmtu þá menn um er þeir blótuðu úr Landnámabók bendi til þess að mannblótið hafi haft líkt og mannblót í Sem- nónalundi írumblótið, sköpunarblót guðanna þar sem fmmveranni, Ými, var fómað sem fyr- irmynd. Fómarmenn hafi því bókstaflega verið brotnir á blótstallinum líkt og Ýmir var bútaður í sundur við sköpun heimsins. Ef satt er hafa blót á Islandi verið jafnvillimannleg og blót Semnóna sem einmitt bratu sína fórnarmenn á stalli. Sveinbjöm Rafnsson leiðir að því rök í grein sem hann nefnir Meriínusspá og Völuspá I sögu- legu samhengi að Völuspá hafi ekki verið til fyr- ir ritunartíma Merlínusspár þrátt fyrir að kvæð- in séu náskyld hvað varðar orðalagslíkindi og merkilega lík hvað varðar efnisatriði. Hann ýjar jafnvel að því að Völuspá hafi verið ort líkt og Merlínusspá sem innlegg í siðvæðingu á 12. öld. Hér er merkileg hugmynd á ferð og athyglivert hversu hugmyndir manna um hin fornu kvæði og fomrit almennt hafa breyst að undanförnu. Loftkennt fólk á staðlausum tímum? nefnist grein um áhrif netsins á fjölmiðlanotkun. Höf- undur er Lóa Aldísardóttir. Það er tímanna tákn að slík grein skuli birt í Skími. í greininni er m.a. greint frá könnun á vefsíðum dagblað- anna á Islandi. Það hefur verið skoðun ýmissa að netvæðing og alþjóðlegri fjölmiðlun leiði til rneiri alþjóðavæðingar og jafnvel afmáun þjóð- menningar. Móti þessu mælir ýmislegt og Lóa hafnar því að hnattvæðing fjölmiðla og sérstak- lega veffjölmiðla mái út menningai-leg landa- mæri. Notendur Nets og annarra fjölmiðla em hluti af ákveðnu menningarsámfélagi „ sem hef- ur mun sterkari ítök í fólki en fjölþjóðafyrirtæki. Grein Lóu er um margt fróðleg en mér ftnnst henni stundum hætta til fullmikilla alhæfinga. Þannig segir m.a.: Póstmódemisminn tvístraði heimsmyndinni á níunda áratugnum ... Ég held raunar að póstmódemisminn eigi ekki þann heiður heldur margir, ólíkir þróunarþættir sam- félags og vitundar en póstmódemisminn er svo að sönnu ein birtingarmynd þeirra. Ágúst Þór Árnason ritar grein um nauðsyn þess að festa í stjþmarskrá ýmis þau mannrétt- indaákvæði sem Islendingar hafa skrifað undir. Lýðræðið sé ófullkomið og vilji meirihlutans sé ekki alltaf réttur. Stjórnarskrárbundin réttindi verði síðui- tekin af fólki en önnur. Ábendingar Ágústs em tímanlegar og löngu tímabært að ís- lendingar sem ekki em beint þekktir fyrir al- varleg mannréttindabrot festi shka réttinda- skrá í stjómarskrá sína. Auk þessa efnis era nokki-ar bókaumsagnir í Skírni, m.a. fjallar Jón Karl Helgason um Borg eftir Rögnu Sigurðardóttur með hliðsjón af Stálnótt Sjóns, Byggingunni eftir Jóhamar og Miðnætursþlborginni pftir Jón Gnarr. Skáld Skírnis er Óskai- Ami Óskarsson og myndlistar- maður Ragnhildur Stefánsdóttir. Þetta hefti Skírnis bendir til mikillai- grósku í fræðiheimin- um enda geta höfundar þess að aðsendum greinum fjölgi jafnt og þétt. Raunar minnist ég þess ekki heldur að jafnmargar bækur um húm- anísk og fræðileg efni hafi komið út og að undan- förnu og er það vel. Skafti Þ. Halldórsson Óöinsgötu 1 s:562 3220 www.guerlain.is Telina Laugavegi 4, sími 551 4473 Hvað leynist í kjallaranum? LEYNDARMÁLIÐ í kjallaranum heitir fyrsta bók Steinunnar Hreinsdóttur, magisters í norræn- um bókmenntum og flugfreyju. Hún er skreytt myndum eftir tví- burasystur Steinunnar, Jóhönnu. „Þetta er spennusaga um fimm krakka sem gætu átt heima í hvaða hverfi sem er í Reykjavík," segir Steinunn. „Þetta eru tvær stelpur og þrír strákar. Stúlka segir sög- una og ætti sagan að höfða bæði til drengja og stúlkna. Aðalsöguhetjan er leiðtoginn í hópnum; Baddi berj- ari, sem er kallaður það þar sem hann er harður og gjarn á að lúskra á skólafélögum sínum ef svo ber undir. Hann býr einn með pabba sínum, sem er fiugmaður og því oft fjarverandi, og undir stóra húsinu þeirra er dimmur og dularfullur kjallari sem hefur mikið að- dráttarafl fyrir krakkana. Þar er enda margt skrítið og skemmtilegt að finna. Þau koma þess vegna oft þangað niður og í lok sögunnar kemur í Ijós hvert leyndarmálið er og um leið leyndarmál Badda berj- ara,“ segir Steinunn, spurð um sög- uþráð bókarinnar. „Ég held að megi fullyrða að þessi sögulok koma á óvart - séu ekki fyrirsjáan- leg,“ bætir hún við. Steinunn kenndi dönsku í Há- skólanum um árabil og vann að kennslubók í málvísindum. „Það gekk mjög vel en mér leiddist hvað markhópur bókarinnar var í raun lítill. Þess vegna datt mér í hug að skrifa eitthvað skemmtilegt með. Ur varð þessi barnabók sem nú kemur út. Það er raunar nokkuð siðan hún var tilbúin, en það var erfitt að finna útgefanda; þeir taka víst ekki nýtt fólk.“ En mun hún halda skriftunum áfram? „Það er aldrei að vita. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Viðbrögð- Steinunn Hreinsdóttir in hafa verið jákvæð og það er hvetjandi fyrir mig.“ Krakkamir vom búnir að vera dágóða stund hjá Badda þegar talið barst að kjallar- anum. Hugrún var ekkert spennt fyrir að fara aftur niður í kjallarann. Henni fannst kjallarinn óhugguleg- ur. En eftir smástund létu vinkon- urnar samt tilleiðast. Kiddi var þegar kominn fram á gang með vasaljósið hans Badda. Hann var alltaf svo ákafur. Hann flýtti sér að rúlla upp teppinu og hjálpaði Badda að lyfta upp hleran- um. Það ískraði í lömunum. Kiddi beindi vasaljósinu niður tréstigann á meðan Baddi fór niður. Baddi kveikti ljósið í kjallaranum og dauf, gulleit birtan kom á móti þeim. Baddi kom aftur upp stigann og skaut höfðinu rétt upp um kjallara- opið. „Þið þekkið reglurnar," sagði hann ákveðið, „þið fylgið mér og ekki hafa hátt.“ Ur Leyndarmálið í kjallaranum Lát hjarta ráða för BÆKUR Þýdd skáldsaga ALKEMISTINN eftir Paulo Coelho. Thor Vilhjálms- son þýddi úr portúgölsku. Mál og menning, Reykjavík 1999. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. 186 bls. Leiðb. verð: 3.680 kr. BÓK brasflska rit- höfundarins, Paulo Coelho, Alkemistinn, er dæmisaga og ævintýri, og ekki hægt að lesa hana sem neitt annað. Sem skáldsaga væri hún ekki nægilega um- brotasöm í forminu. En hvað um það, svo fallegt og skemmtilegt ævin- týri sem hún er þá er hún mannbætandi lesn- ing á dimmu vetrar- kvöldi þegar tákn- stormurinn á skjánum verður hvað svartastur. Sagt er frá dreng sem ákveður að fórna öllu sínu til að geta lagt upp í leit að Örlagakosti sín- um. Hann er fjárhirðir í Andalúsíu og dreymir sífellt sama drauminn um fjársjóð sem bíður hans við pýramíða í Egyptalandi. Öldungur, sem reynist vera konungur fornrar þjóðar, telur hann á að leita fjársjóðsins í krafti þess að „þegar þú þráir eitthvað, þá stuðlar alheimurinn að því að það megi eftir ganga“. Konungurinn sel- ur honum tvo steina sem eiga að vera honum til leiðbeiningar fyrir kindur hans. Ferðin sem drengurinn tekur á sig yfir haf, lönd og eyðimörk verður honum löng en lærdómsrík. Hann ratar í ólfldegustu raunir sem kenna honum að það eina rétta sé að láta hjarta ráða för, að fylgja rödd hjart- ans. Á vegi hans verða bæði ræningj- ar og stríðsmenn með dauðann í aug- unum en það er Alkemistinn sem kennir honum að fylgja hjarta sínu, „því að þar sem það er fyrir, þar er fjársjóðinn þinn að ftnna.“ Drengur- inn lærir Allsheijarmál Heimsins, að skilja órjúfanlegt samhengi hlutanna, órofa tengsl manns og náttúm, mátt ástarinnar og traustsins og vindsins og tmarinnar á forsjón hins góða. Boðskapur sögunnar er einfaldur og skýr, eins og hann á að vera í dæmisögu, eða eins og drengurinn ályktar: „Sannarlega er lífið rausnarlegt við þann sem lifír sam- kvæmt Örlagakosti sín- um.“ Lát hjarta ráða för, fylgdu draumum þínum. I raun drýpur lífsspekin af hverju strái í bókinni en gmnnurinn er sá að maður á að vera heill og sannur í orðum sínum og gjörðum. Bygging sögunnar lýtur hinum hefð- bundnu frásagnarlög- málum ævintýra sem hafa leitina að þema. Hún endurspeglast best í orð- um sögunnar sjálfrar: „Leit hefst ætíð með Glópaláni. Og endar ætíð með Prófraun Sigurvegarans.11 Það er því í sjálfu sér ekkert sem kemur á óvart í sögunni en það er jú eitt af grannlögmálum ævintýranna, við vit- um hvernig þau enda. Það þarf ekki að koma á óvart að þessi fallega og skemmtilega saga hefur náð metsölu viða um heim, æv- intýrin gera sig enn. Ekki veit ég hvernig sagan er aflestrar á fram- málinu en hin íslenska þýðing Thors Vilhjálmssonar er hreint fyrirtak, málsniðið og tónninn eins og beint út úr klassísku ævintýri. Þröstur Helgason Thor Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.