Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Stækkun Fljótsdalsvirkiunar til skoðunar hjá Landsvirkjun
Hækkun stíflunnar vænt-
anlega besti kosturinn
MEÐAL þeirra virkjunarkosta
sem Landsvirkjun er að skoða er
stækkun Fljótsdalsvirkjunar.
Þetta yrði gert með því að hækka
stífluna við Eyjabakka. Með
stækkun virkjunar væri hægt að
tryggja næga raforku fyrir 120
þúsund tonna álver í Reyðarfirði.
Að sögn Helga Bjarnasonar,
deildarstjóra umhverfisdeildar
Landsvirkjunar, koma einna helst
tveir möguleikar til greina sem
viðbót við Fljótsdalsvirkjun. í
fyrsta lagi er litið til stækkunar
virkjunarinnar með hækkun stíflu
Eyjabakkalóns um eina þrjá metra
og með því að sækja meira vatn
austur af fvi'irhuguðu Eyjabakka-
lóni. í núverandi tilhögun er gert
ráð fyrir Sauðárveitu austur af
lóninu, en ef af stækkun yrði, yrði
þar Hraunaveita meiri sem gerir
ráð fyrir stærri lónum og veitum á
því svæði.
Með fyrrgreindri tilhögun, þ.e.
hækkun stíflunnar um þrjá metra
og stækkun Sauðárveitu í Hrauna-
veitu meiri, er gert ráð fyrir rúm-
lega 260 gígavattstunda orkugetu
til viðbótar við núverandi tilhögun
Fljótsdalsvirkjunar, sem gerir ráð
fyrir 1.390 gígavattstundum. Ef af
þessari stækkun yrði, verður orku-
geta Fljótsdalsvirkjunar alls 1.650
gígavattstundir, sem samsvarar
nokkurn veginn orkuþörf 120 þús-
und tonna álvers, að sögn Helga.
Bjarnarflag annar kostur
I öðru lagi er litið til virkjunar í
Bjarnarflagi í Mývatnssveit, en sá
möguleiki er væntanlega óhag-
kvæmari en sá fyrri, að sögn
Helga. Næsta vor er gert ráð fyrir
að rannsóknir á Hraunasvæðinu
hefjist og ef Hraunaveita meiri
reynist hagkvæm, er það álitlegri
kostur en að fá viðbótarorku með
Bjarnarflagsvirkjun, að sögn
Helga. Að auki fæst viðbótarorka
með samtengingu Fljótsdalsvirkj-
unar við almenna raforkukerfíð,
sem nemur um 100-200 gígavatt-
stundum.
Bjarnarflagsvirkjun, hækkun
stíflunnar og Hraunaveita meiri
eru skyldug til þess að fara í mat á
umhverfisáhrifum samkvæmt lög-
um, að sögn Helga. í heimild Al-
þingis fyrir Fljótsdalsvirkjun er
gert ráð fyrir að hámarkshæð lón-
syfirborðs á Eyjabökkum sé 667,5
metrar yfir sjávarmáli, en sam-
kvæmt núverandi tilhögun er gert
ráð fyrir lónsyfirborði í 664 m,
þannig að leyfi er til þess að
hækka núverandi stíflu um þrjá
metra.
Nýtt skip
í flota
Eimskipa-
félagsins
NÝTT fiutningaskip, Mánafoss,
hefur bæst í flota Eimskipafélags
Islands og kom það til hafnar í
fyrsta skipti í gær.
Á Mánafossi er ellefu manna
áhöfn og skipstjóri verður Guð-
mundur Kr. Kristjánsson, 1. stýri-
maður Ægir Jónsson og yfir-
vélstjóri Valdimar Jóhannsson.
Skipið er 100 metra langt og
smíðað í Qingshan í Kína snemma
á þessu ári en búnaður er að öllu
leyti vestrænn. 5.400 hestafla
MAN aðalvél er í skipinu,
Becker-stýri og bógskrúfa. Skipið
nær 15,5 mflna ganghraða en
ganghraði á öðrum skipum fé-
lagsins er 12 til 14 mflur.
Skipið hefur 5.575 tonna burð-
argetu og tekur 518 gámaeining-
ar þar af 120 frystigáma.
Á Mánafossi eru tveir 40 tonna
kranar og hentar því skipið vel
til strandsiglinga hér við land þar
sem oft er um að ræða þunga-
flutninga og tækjabúnaður í höfn-
um ekki fullnægjandi. Þá er unnt
að opna lestar skipsins f hlutum
sem auðveldar losun og lestun í
smærri höfnum.
Mánafoss mun verða í strand-
siglingum við Island og fer í sína
fyrstu ferð á nýársdag.
Andlát
HARALDUR
MATTHÍASSON
HARALDUR Matt-
híasson, rithöfundur
og fyrrverandi
menntaskólakennari á
Laugarvatni, er látinn
á 92. aldursári. Hann
fæddist í Háholti í
Gnúpverjahreppi hinn
16. mars 1908 en ólst
upp í Skarði. Foreldr-
ar hans voru Matthías
Jónsson bóndi á
Skarði og síðar á
Fossi í Hrunamanna-
hreppi og Jóhanna
Bjarnadóttir húsmóð-
ir.
Haraldur lauk kennaraprófí frá
Kennaraskóla íslands árið 1930 og
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík árið 1948. Þá lauk
hann Cand. mag. prófi í íslenskum
fræðum frá Háskóla íslands árið
1951 og varð dr. phil. við HÍ árið
1959 fyrir rit sitt Setningarform
og stíll.
Haraldur var ritari á Alþingi
1930 til 1951, skrifstofumaður hjá
Skipaútgerð ríkisins 1941 til 1947,
kennari við Héraðsskólann að
Laugavatni árið 1951 til 1955 og
síðan við Menntaskólann á Laug-
arvatni 1951 til 1982.
Þegar Haraldur varð 75 ára lét
hann af kennslu og tók til við rit-
störf og liggja eftir hann ritverk
og þýðingar. Hann
gaf út Landið og
Landnáma árið 1983,
þýddi bók P.E. Kristi-
an Kálund, íslenskir
sögustaðir, árið 1984
til 1986, gaf út orða-
bók um íslenska
tungu, Perlur málsins,
árið 1996 og sl. vor
kom út eftir hann
bókin Þingrofið 14.
apríl 1931. Þá má
geta þess að hann
hefur skrifað ófáar
bækur fyrir Ferðafé-
lag Islands.
Auk þess að starfa sem kennari
lengst af og síðar við ritstörf starf-
aði Haraldur að íþróttamálum á
árunum frá 1930 til 1946 og var í
stjórn Knattspyrnufélags Reykja-
víkur á árunum 1940 til 1946. Þá
var Haraldur þekktur göngugar-
pur varð hann heiðursfélagi
Ferðafélags íslands árið 1977.
Haraldur kvæntist Kristínu Sig-
ríði Ólafsdóttur húsmóður og
fyrrv. kennara árið 1944 og átti
þau fjögur börn. Jóhönnu Vil-
borgu, sem er sálfræðingur í
Reykjavík, Ólaf Örn, sem er al-
þingismaður, Matthías Björn stú-
dent sem lést árið 1981 og Þrúði
Guðrúnu sem er framkvæmda-
stjóri.
Mikil viðskipti hjá kortafyrir-
tækjunum fyrir jólin
Y erslað fyrir
meira en milljön
á mínútu
KAUPMENN eru almennt sam-
mála um að verslun fyrir þessi jól
hafi aukist frá því í fyrra. Hjá VISA
ísland fengust þær upplýsingar að
viðskipti með debet- og kreditkort
fyrirtækisins hefðu verið komin í 15
milljarða síðari hluta Þorláksmessu.
Einar S. Einarsson.forstjóri VISA,
segir að út úr þessari tölu megi lesa
að tveir milljarðar fari í jólahaldið,
en viðskipti með kortin nema um 13
milljörðum í venjulegum mánuði.
Ragnar Ögmundsson, hjá Euro-
Hverfjall en
ekki Hverfell
MENNTAMÁLARÁÐUNEYIÐ
hefur úrskurðað að ömefnið Hverfjall
skuli vera á landakortum frá Land-
mælingum íslands á gjóskugíg einum
í Skútustaðahreppi, en úrskurðurinn
felur það í sér að ömefnið Hverfell
sem einnig hefur verið notað um gíg-
inn skuli fylgja með í sviga. Áður hafði
ömefnanefnd fjallað um málið og úr-
skurðað að hann skyldi kallast Hver-
fjall en úrskurðurinn var kærður.
pay ísland, segir að um fjögurleytið
í gær hafi veltan í posakerfínu verið
orðin álíka mikil og hún var daginn
þar áður, eða hátt í milljarð. Hann
segir að allt útlit væri fyrir að
aukning yrði í viðskiptum frá því í
fyrra.
Verslun var með líflegasta móti í
gær eins og jafnan er á Þorláks-
messu. Til marks um það námu
færslur með kortum frá VISA einni
milljón króna á mínútu uppúr há-
degi en þrem tímum síðar voru
færslurnar komnar upp í eina og
hálfa milljón á mínútu.
Verslunin dreifist vegna
lengri afgreiðslutíma
Einar Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Kringlunar, bjóst við að tæp-
lega 45 þúsund manns myndi heim-
sækja Kringluna á Þorláksmessu.
Hann sagði hljóðið í kaupmönnum
væri gott og verslunin hefði verið
svipuð og í fyrra, en það var mjög
gott ár. Einar segir að vegna lengri
afgreiðslutíma hafí verslunin verið
jafnari en áður og ekki jafn mikið
um toppa í verslun og áður hefur
tíðkast.
Rauði kross
*
Islands
Margir
sendifull-
trúar er-
lendis
ALDREI hafa fleiri sendifull-
trúar Rauða kross Islands
verið við hjálparstörf erlendis,
en þrjátíu hafa verið sendir
utan á þessu ári. Sendifull-
trúar Rauða kross Islands
starfa á vegum Alþjóðasam-
bands Rauðakrossfélaga og
Alþjóðaráðs Rauða krossins
og hafa frá upphafi komið að
205 verkefnum í þágu Alþjóða
Rauða krossins.
Meðal sendifulltrúa RKI
sem eru nýfarnir út til starfa
eru Andri Lúthersson blaða-
maður sem fór til Skopje í
Meakedóníu og starfar þar
sem upplýsingafulltrúi Al-
þjóða Rauða krossins í verk-
efnum til aðstoðar fólki vegna
átakanna á Balkanskaga. Pál-
ína Ásgeirsdóttir hjúkrunar-
fræðingur er farin til starfa á
Austur-Tímor og verður yflr-
hjúkrunarfræðingur á sjúkra-
húsinu Alþjóða Rauða kross-
ins í Dili. Áslaug
Arnoldsdóttir, sem nýlega
hefur lokið störfum í Georgíu
þar sem hún stýrði berkla-
verkefni Alþjóða Rauða kross-
ins meðal fanga, er nýfarin til
starfa sem heilbrigðisfulltrúi
á svæðum Kúrda í Norður-
Irak.
Vinna í frak
og Rúanda
Aðrir sendifulltrúar sem
eru að störfum um hátíðirnar
eru Kristín Ólafsdóttir, sem
vinnur að vernd stríðsfanga
og almennra borgara í
Rúanda, Þorkell Diego Þor-
kelsson, sem sinnir stjórn
flutninga og dreifingu bjálp-
ai-gagna í Belgrad, Omar
Valdimarsson, sem vinnur að
upplýsinga- og kynningar-
störfum fyrir félög Rauða
krossins og Rauða hálfmán-
ans í Suðaustur-Asíu og er
staðsettur í Kuala Lumpur,
Hólmfríður Garðarsdóttir
hjúkrunarfræðingur, sem
vinnur að neyðaraðstoð og
uppbyggingu heilsugæslu í
Norður-Kóreu og Hlín Baldv-
insdóttir, sem stýrir sendin-
efnd Alþjóðasambands Rauða-
krossfélaga í írak þar sem
unnið er að dreifingu matvæla
og hjálpargagna.
Meðal sendifulltrúa sem
eru nýkomnir heim frá störf-
um eru Eva H. Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur og Sig-
ríður Vala Björnsdóttir
sjúkraþjálfari, sem voru í
Súdan þar sem Rauði kross-
inn aðstoðar heimamenn við
rekstur sjúkrahúsa vegna
stríðsátaka í landinu. Jón
Guðni Kristjánsson frétta-
maður er nýkominn heim frá
Albaníu þar sem hann starfaði
sem upplýsingafulltrúi Rauða
krossins vegna aðstoðar við
flóttafólk frá Kosovo og Bryn-
hildur Ólafsdóttir fréttamaður
sem starfaði sem upplýsinga-
fulltrúi í Honduras vegna að-
stoðar við fórnarlömb felli-
bylsins Mitch, er einnig
nýkomin heim. Susan Martin
viðskiptafræðingur og Sólveig
Ólafsdóttir eru líka nýlega
komnar heim frá störfum en
Susan vann við fjármálastjórn
sendinefndar Alþjóða Rauða
krossins í Tibilisi í Georgiu og
Sólveig var í Kína þar sem
hún vann sem upplýsingafull-
trúi í tengslum við flóðin þar
og jarðskjálftana í Tævan.