Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 84
84 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð fr' ■■■ •) -Jpl /S k?r\Vl\\! Fjármenn hrepptu fögnuð þann, Þeir fundu bæöi guð og mannj í lágan stall var lagður hanrí^ Þó Jausnarinn heimsins vaeri. Með vísnasöng égvögguna Þínahraeri. Einar SigurSsson. '/•: |VI?m\ mm Ýmsar út- gáfur af Ris á l’amande Af hverju gefum við gjafír á jólunum? Kristín Gestsdóttir hefur aldrei verið í vafa: Til þess að gleðja. Á FORSÍÐU Morgunblaðsins um daginn var þessi breska frétt: „Fjórða hver gjöf gagns- laus. Skv. rannsókn eyða Bretar 1,6 milljörðum punda, andvirði tæpra 190 milljarða króna, á ári í jólagjafir sem þiggjendur vilja ekki eða hafa ekki not fyrir.“ Hvernig skyldi þetta vera hér hjá okkur? Mér hefur alltaf fundist sá siður leiðinlegur að „panta“ jólagjöf frá gefendum. En kannski er það hið eina rétta svo gjafimar lendi ekki uppi á hillu, niðri í kjallara eða jafnvel í Kolaportinu. I mínum huga eiga jólagjafir ekki að vera stórar, þær á að velja af alúð. Þeim er fyrst og fremst ætlað að gleðja, jafnt þann sem þiggur sem þann sem gefur. Við gefum gjafir til að gleðjast yfir jólunum, komu Krists og fagnaðarboðskap hans. Gleðileg jól. mmmmmmmmmmmmmmm Ris á l’amande 2 dl grautarhrísgrjón 1 lítri nýmjólk 1 vanillustöng eða 1/2 tsk. dropar _________'A dl sykur______ _V't tsk. salt____________ 50 g fínt saxaðar, afhýddar möndlur V2 lítri þeyttur rjómi 1. Setjið hrísgrjón í pott ásamt 3 dl af mjólk, látið sjóða upp og hrærið í. Látið sjóða við mjög hægan hita undir hlemm í nokkrar mínútur. Bætið síðan einum dl af mjólk í senn út í, hrærið og látið sjóða undir hlemm. Gætið þess að ekki brenni við botninn. Sjóðið á þennan hátt í 25-30 mínútur, en þá á allur vökvi að hafa gengið upp í grjónin. 2. Kljúfið vanillustöngina, skafið komin úr og setjið saman við sykurinn. Setjið síðan stöng- ina sem búið er að skafa úr út í og sjóðið með í 5 mínútur. Setjið þá sykurinn og vanillukornin ásamt salti út í, hellið í skál og kælið. Fjarlægið vanillustöng- ina. Ef eitthvað hefur bmnnið við botninn, verður að gæta þess að það fari ekki saman við. Setjið saxaðar möndlur út í. Kælið. 4. Þeytið rjómann og blandið saman við kaldan grautinn. Setjið í skál og látið standa í kæliskáp í nokkra klukkutíma. 5. Berið með kirsuberjasósu (fæst tilbúin í kmkkum), appel- sínusósu eða sósu úr blönduðum berjum, sjá hér á eftir. fiwffimnM Hrísblóm Hrísblóm er búið til alveg eins og Ris á l’amande nema matar- lím er sett í það og það sett í mót og því hvolft á fat. í upp- skriftina af Ris á l’amande hér að ofan er bætt fjómm blöðum af matarlími, sem eru lögð í kalt vatn í fimm mínútur, undin síð- an upp úr vatninu og brædd í bolla ofan í sjóðandi vatni. Síðar er þessu blandað vel saman við kaldan grautinn og þeytti rjóm- inn settur í á eftir. Þetta er sett í munstrað mót, það látið standa í kæliskáp í nokka klukkutíma og hvolft loks á fat. Gott er að dýfa mótinu augnablik í heitt vatn áður en því er hvolft á fat- ið. Appelsínusósa 4 dl nýkreistur appelsínusafi __________75 g sykur__________ '/2 tsk. rifinn appelsínubörkur. Rífið appelsínubörkinn og kreistið safann úr appelsínun- um, notið 4 dl af safa, setjið hann í pott ásamt sykri og rifn- um berki og sjóðið við hægan hita þar til þetta þykknar tals- vert. Gæti verið 15 mín. suða. Kælið. Sósa úr berja- blöndu frá Ardo 1/2 pk berjablanda 225 g, ________nota mó önnur ber______ ____________1 dlsykur__________ Vi dl vatn 2 tsk. kartöflumjöl + 1/2 dl vatn 1. Setjið ber, sykur og vatn í pott og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. 2. Hristið saman 2 tsk. kartöflumjöl og 1/2 dl vatn. Takið pottinn af hellunni og hrærið þetta út í. Kælið. í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Með söng í hjarta ÁR aldraðra er senn á enda. Á þessu ári höfum við notið margs af skap- andi starfi eldri borgara. „Smellur" Kópavogsbúa er t.d. mjög minnisstæð- ur, enda bráðsnjallt leik- verk. Einstök var líka söngskemmtun kórs FEB, sem haldin var í Salnum í Kópavogi seint í október. Tónleikamir báru nafnið „Með söng í hjarta“ og það var rétt- nefni því sungið var af hreinu hjarta og einlægri gleði. Kórstjórinn, Krist- ín Pjetursdóttir, býr yfir þvílíkum töfrum að henni lánast að ná fram frá- bærum árangri hjá þessu söngglaða fullorðna fólki. Kristín ávarpaði gestina og kynnti lögin á hlýjan og glaðlegan hátt, stolt af sínum kór, sem hún mátti líka vel vera. Hér á landi er öflug kórastarfsemi og það er yndislegt að eldri borgarar skuli taka virk- an þátt í þessu starfi sjálfum sér til ánægju og okkur áheyrendum til mikillar gleði. Við fórum öll heim að loknum tón- leikum með söng í hjarta, full aðdáunar á snilldar- tökum Kristínar á við- fangsefninu. Til þess að inna slíkt af hendi þarf mikla þolinmæði og natni ásamt umhyggju, mann- kærleika og tónlistar- hæfileikum. Það var vel til fundið að fá Guðmund Jónsson söngvara sem leynigest til þess að syngja einsöng. Þótt fæturnir væru farnir að fúna, eins og hann sagði sjálfur, brást honum hvorki röddin né söng- tækni. Hann heillaði að vanda alla viðstadda. Tveir kórfélaganna stigu fram og sungu einsöng með kórnum og skiluðu sínu af mikilli vandvirkni og stakri prýði. Okkur langar til að þakka kór FEB og sjórnanda hans, Kristínu Pjetursdóttur, innilega fyrir framtakið og þá djörfung að koma fram í besta söngsal landsins af öryggi og reisn og sýna að þau eru vandanum vaxin. Það styrkir sjálfsmynd okkar að upplifa hvers við erum megnug þótt aldurinn færist yfir. Við óskum Kristínu og kórfélögun- um gleðilegra jóla og öfl- ugs starfs á nýrri öld. Rannveig og Pálína, tveir söngelskir sálufé- lagar í Kópavogi Þakklæti HELGI hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til tveggja drengja, 12-13 ára gamalla. Hann hafði verið svo óheppinn að týna gsm- símanum sínum. Þessir tveir ungu heiðursmenn fundu símann hans, fundu út hvar hann átti heima og skiluðu honum símanum. Hann langar að senda þeim sínar bestu þakkir íyrir og ósk um gleðileg jól. Þakkir til Harðar Torfasonar JÓNU langaði að koma á framfæri þökkum til Harð- ar Torfasonar fyrir þáttinn „Sáðmenn söngvanna" á Rás 1 á þriðjudagsmorgn- um. Henni finnst þetta al- veg frábær þáttur. Hörður spili toppinn í músíkinni. Einnig vill hún senda þakk- læti til gömlu gufunnar. Tapað/fundið Gullarmband týndist GULLARMBAND, frekar breitt með hringlás, týnd- ist sennilega á Laugavegi eða á Vitastíg mánudaginn 20. desember sl. Armband- ið var glænýtt. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband við Guðrúnu í síma 581-3757 eftir kl. 14. Kápa tekin f misgripum SPARIKÁPA, dökkblá með fallegu fóðri, var tekin í misgripum hinn 9. nóv- ember sl. í erfidrykkju í Blómasal Hótels Loftleiða. Dökkblá kamelullarkápa númeri minni var skiUn eftir. Upplýsingar í síma 553-28559. Dýrahald Stelpukanínur fást gefins TVÆR sjö vikna kassa- vanar stelpukanínur fást gefins. Vel upp aldar. Upp- lýsingar í síma 564-3927 eftir klukkan 19.30 eða 895-5670. SKAK (Imsjón Margcir Pétnrsson STAÐAN kom upp í úrslita- skákinni á Guðmundar Ara- sonarmótinu. Sævar Bjarnason (2.309), alþjóð- legur meistari, hafði hvítt og átti leik gegn Ágústi Sindra Karlssyni (2305). Svartur lék síðast 27. - Hc8-d8 í mjög erfiðri stöðu. BRIDS Diusjon (iiiilmiindur Páll Arnarson ÞRAUTIR á opnu borði (double dummy) eru vinsæl Hvftur leikur og vinnur. 27. Hxc7! og svartur gafst upp, því hann tapar liði. afþreying bridsspilara. Breski kerfisfræðingurinn Hugh Darwen (f. 1948) er einn besti smiður slíkra þrauta og hér er ein þeirra fyrstu sem hann samdi fyrir breska tímaritið Bridge Magazine: Norður A 765432 ¥ ÁK ♦ Á ♦ KG32 Vestur Austur A- IIIIH ADG1098 ¥- llllll ¥ DG1098 ♦ G1098765432 ♦ D * 1098 * 76 Suður AÁK ¥ 765432 ♦ K *ÁD54 Viðfangsefhið er að taka tíu slagi í grandi með lauftíunni út (Þetta tekur svolítinn tíma og ef lesandinn hyggst reyna til þrautar ætti hann að breiða yfir lausnina hér að neðan.) Lausn: Hið óvænta: Vest- ur fær að eiga fyrsta slaginn á lauftíu! Það er sama hvort vestur spilar svo tígli eða laufi, næstu tveir slagir verða tígulás og laufgosi. Þegar laufþristi er spilað í fjórða slag dregur til tíðinda, því austur verður þá að henda frá öðrum hálitnum. Ef hann hendir spaða, þá tekur suður slaginn með ÁS og á nú nægar innkomur í borði til að sækja spaðann (laufkóng og ÁK í hjarta). Hendi austur hins vegar hjarta, þá drepur suður með DROTTNINGU og sækir hjartað með þremur innkom- um heima Oaufás og ÁK í spaða). Þetta heitir á ensku „entry shifting squeeze" sem best fer á að kalla“sam- gangsþvingun" á íslensku. Skemmtileg þraut: Eina leiðin að tíu slögum er að fækka fyrst níu slögum í átta! Yíkverji skrifar... VÍKVERJI hefur að sjálfsögðu oft þurft að taka viðtöl í síma, verulegur hluti af starfi frétta- manna fer í slíka vinnu. Alltaf getur komið upp sú staða að hvert orð vegi svo þungt, t.d. þegar ráðherra tjáir sig, að vissara sé að hljóðrita svörin. Sama á við um löng viðtöl. Okosturinn er sá að í tímahraki geta blaðamenn freistast til að skrifa orðrétt eftir viðmælandanum mál- villur og mistök sem við öll gerum í venjulegu talmáli. Ofnotkun á upp- tökutækinu er varasöm. Blaðamað- ur má auðvitað ekki hætta að vanda sig eða hætta að hugsa, stundum er augljóst að sá sem talaði ætlaði sér að nota annað orð. Reynsla Vík- verja er sú að nær allir eru sáttir við slíkar leiðréttingar séu þær gerðar af natni og ekki óeðlilega margar. Samgöngumálanefnd Al- þingis hefur nú afgreitt frá sér stjómarfrumvarp um ný fjarskipta- lög og þar er grein nr. 44. um vemd fjarskiptasendinga. Víkverja varð ekki um sel þegar hann las síðustu setningu greinarinnar: „Viðtakandi símtals sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þess tilkynna viðmæl- anda sínum um fyrirætlun sína.“ Nú hefur það lengi verið vinnu- regla á Morgunblaðinu að láta við- mælanda vita af því að símtal sé hljóðritað þótt það geti komið fyrir að slíkt gleymist. En það vefst fyrir Víkverja að skilja hvers vegna setji þurfi landslög um þessi mál. Allir sem ræða við blaðamenn í síma vita að það sem sagt er getur birst í blað- inu nema, og það skiptir öllu, nema viðmælandi taki það skýrt fram að það vilji hann ekki. Hann hafi hlaup- ið á sig og vilji ekki láta hafa umrætt orð eða setningu eftir sér. Víkverji sér ekki muninn á því að treysta blaðamanni fyrir því annars vegar að fara rétt með það sem tek- ið hefur verið upp og hinu að treysta því að hann sé svo fær í hraðritun eða eigin hrafnasparki að allt komist klakklaust til skila. Nið- urstaðan hlýtur að verða að fram- vegis verði aldrei reynt að taka við- tal í síma án þess að hljóðrita það og þá með þessari viðvörun sem nýju lögin krefjast. En hvað er verið að verja með þessu ákvæði? Er það hluti af mannréttindum stjómmálamanna, svo nærtækt dæmi sé tekið, að geta vísað ummælum á bug á þeirri for- sendu að þeir hafi ekki vitað að þau væru tekin upp? Verja réttinn til að blaðra án ábyrgðar. xxx MARGIR eru hneykslaðir á því að þorri fólks skuli tala um að ný öld taki við um áramótin. Þeir benda á að stærðfræðilega gangi þetta alls ekki upp, næsta öld hefjist þegar árið 2001 gengur í garð. En Víkverji er farinn að velta því fyrir sér hvort kaupmenn og aðrir sem nýta sér tækifærið til að hagnast á aldamótafógnuðinum muni skipta um skoðun eftir ár. Standast þeir freistinguna? Þeir geta sagt að þeir hafi látið glepjast eins og fleiri en núna séu réttu aldamótin og því til- efni til að gera sér glaðan dag með því að fá sér ný föt, borða dýran kvöldverð eða skjóta upp enn fleiri flugeldum en nokkru sinni fyrr. Og fyrst Víkverji er að tala um hátíðarstemmningu finnst honum ekki úr vegi að minnast á ljósa- skreytingar. Allir hafa sinn smekk en sums staðar er eins og húseig- endur gleymi því að skuggarnir eru líka hluti af skreytingunni. Þótt raf- ljósin séu framför frá niðamyrkrinu sem forfeðumir þurftu að sætta sig við er oft fallegra að nota þau í hófi. Víkverji er ekki alltaf sjálfum sér samkvæmur, sagði einn af kunn- ingjum hans um daginn og var undrandi á þessum tíðu sinnaskipt- um. Honum létti þegar útskýrt var að penni Víkverja væri eins konar farandbikar sem skipti ótt og títt um eigendur. En að þessu sinni eru allir Víkverjar sammála um að óska lesendum gleðilegrar jólahátíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.