Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfírlýsing frá Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi Hafnar ásökunum um rangfærslur Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forsljóri Námsgagnastofnunar, og Ólafur Loftsson, framkvæmdastjóri Æskunnar, undirrita samninginn. Námsgagna- stofnun býður út gerð námsefnis MORGUNBLAÐINU hefur borist yllrlýsing frá Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi vegna svai'a forsvars- manna Landsvirkjunar um útreikn- inga á arðsemi Fljótsdalsvirkjunar. „Niðurstöður mínar um arðsemi fjármagnsins í fyrirhugaðri Fljóts- dalsvirkjun samkvæmt þeim forsend- um er fram komu hjá Finni Ingólfs- syni í umræðum á Alþingi voru þessar: Forsendur Fjárfesting í 100 ár 25 mmkr. Rekstrarkostnaður 1% 0,25 mkr. Framleiðsla GWst 1390 yerð 16 mills, 1,152 kWst 1,152 kr. Ávöxtunarkrafa Finns 5,50% Niðurstöður Hagnaður -0,5475 mkr. Arðsemi 5,38% Vegna ummæla starfsmanna Landsvirkjunar um að þessar for- sendur séu ónákvæmar og rangar þá skal eftirfarandi upplýst: 1. Fjárfestingarkostnaður 22 millj- arðar króna er á heimasíðu Lands- virkjunar. Við bætist kostnaður vegna tengsla við almenna kerfíð, spennuvirki og línur að upphæð 3 Mkr. Færustu sérfræðingar hafa áætlað þetta fyrir mig. 2. Framleiðslugetan 1390 GWst er komin frá Landsvirkjunarmönnum sjálfum og Finni Ingólfssyni í ræðu á alþingi. 3. Arðsemiskrafan 5,5% er komin frá Finni Ingólfssyni í ræðu á alþingi. 4. Færustu sérfræðingar hafa sagt mér að Landsvirkjun geti vart gert ráð fyrir hærra verði en 1 kr á KWst. Þeir segja einnig að samkvæmt sögu- sögnum geri menn sér vonir um að fá 16 mills eða 1,152 kr. á KWst miðað við gengið 72 kr. á bandaríkjadal. 5. Rekstrarkostnaður er metinn 1% af fjárfestingarverði á sama hátt og Egill Hreinsson prófessor gerir í sínum útreikningum í fyrirlestri um arðsemi íslenskra virkjana nú nýver- ið. 6. Endingartími virkjunar er met- inn allt að 100 ár af undirrituðum. Endingartími umfram 50 skiptir sáralitlu máli. Samkvæmt þessum forsendum er tap á fjárfestingunni og er þá ekki reiknað með neinum fjármagns- kostnaði eða greiðslu fyrir land og náttúruspjöll. Ekki er heldur gert ráð fyrir bótagreiðslum og uppgræðslu- verkefnum, líkt og til féllu í Blöndu- virkjun. Reikningarnir mínir miðast við að reyna að fá eins hagstæða út- komu fyrir Landsvirkjun og frekast er kostur, samkvæmt þeim tölum sem stofnunin sjálf gefur upp. Það er ekki þar með sagt að eitthvert vit sé í arðsemiskröfu upp á 5,5% eins og Finnur Ingólfsson segir að verði við- miðunin. Ef bætt væri við rekstrar- kostnaðinn hér að framan vaxta- kostnaði upp á 5%, en það mun láta nærri að sé vaxtakostnaður ríkisins af verðtryggðum lánum sem stendur, og miðað við að lánsupphæð sé 20 Mkr sem greiðist upp á 30 árum, þá yrði tapið af virkjuninni, miðað við 5,5% ávöxtunarkröfu Finns Ingólfs- sonar, að minnsta kosti 9,9 milljarðar króna. Samkvæmt þeim forsendum sem að framan greinir og eru meira og minna óumdeildar ásamt þessum hóf- lega fjármagnskostnaði, þá þarf raf- orkuverðið að fara yfír 21 mill eða 1,55 kr á KWst til þess að Landsvirkj- un komist skaðlaust frá þessu ævin- týri, og fæst þá ekkert fyrir land og náttúruspjöll. Svo virðist sem starfsmenn Landsvirkjunar séu ekki búnir að íleyga röksemdir sínar í þessu máli, því að þær eru misvísandi og rugl- ingslegar. Þeir kvarta undan því að ég skuli ekki hafa komið til þeirra og leitað nánari upplýsinga. Því er til að svara, að ég nota þær upplýsingar sem gefn- ar hafa verið upp opinberlega og vill síður fara að ónáða menn sem virðast undir nokkrum pólitískum þrýstingi. Landsvirkjunarmönnum, Finni Ingólfssyni og öðrum landsmönnum óska ég árs og friðar um hátíðamar, þai' sem við munum njóta ljóss og yls frá Landsvirkjun sem hingað til hef- ur verið nokkuð gott fyrirtæki og verður vonandi áfram.“ NÁMSGAGNASTOFNUN hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða út námsefnisgerð. Fram að þessu hafa einungis prentun og aðrir fram- leiðsluþættir verið boðin út en nú bætast við ritun texta og gerð eða út- vegun myndefnis. I fréttatilkynningu frá Náms- gagnastofnun segir að markmiðin með útboðsleiðinni séu þau helst að lækka útgáfukostnað, stytta útgáfu- ferlið og ná fram aukinni fjölbreytni í námsefnisgerð. Látið verði á það reyna hvort þessi markmið nást með útboðum og það síðan metið í ljósi reynslunnar hvort þessi leið eykur gæði og hagkvæmni í námsefnisgerð fyrir grunnskóla. Fyrsta verkið sem boðið var út var gerð námsefnis í íþróttum, líkams- og heilsurækt fyrir grunnskóla. Hagstæðasta tilboðið barst frá Æsk- unni ehf. og hefur verið undirritaður samningur milli Námsgagnastofnun- ar og Æskunnar um gerð efnisins. Aðalhöfundur efnisins verður Jó- hann Arnarson, íþróttakennari. Utboð á næstu verkum hefur þeg- ar verið auglýst og verða tilboð opn- uð 12. og 14. janúar nk. Um er að ræða þjóðfélagsfræði fyrir 10. bekk og eðlis-, efna- og jarðvísindi fyTÚ' miðstig. Ríkiskaup hafa séð um útboð nám- sefnisgerðar fyrir hönd Námsgagn- astofnunar. Flugfélag ís- lands 2000-hæft ALLT þetta ár hefur vinnuhópur á vegum Flugfélags íslands unnið að því að skilgreina og leysa hinn svo- kallaða 2000-vanda. Allur tölvubún- aður félagsins hefur verið yfirfarinn og haft hefur verið samband við alla lykilbirgja félagsins og þeir beðnh' um vottun á 2000-hæfni kerfa. Fé- lagið hefur einnig fylgst grannt með vinnu vegna ástands flugvalla og annarra aðila sem hafa bein áhrif á rekstur félagsins. Allri þessari vinnu er lokið fyrir nokkru og er endurbótum og prófun- um einnig lokið. Á síðustu vikum hef- ur verið unnið að varaáætlunum og lauk þeirri vinnu einnig í byrjun des- ember. Flugfélag Islands er ekki í vafa um, að þær aðgerðir sem búið er að framkvæma muni reynast nægi- legar til að tryggja hnökralausan rekstur um aldamótin. Jóla- skreyting á húsið JÓLASKRAUTIÐ yljar mörgum um hjartarætur í skammdeginu og ekki er seinna vænna en að koma skreytingunum upp áður en kirkjuklukkurnar hringja jólin inn og landsmenn- fagna jólum. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hann Þórhall Stefánsson á dögunum er hann var að koma þessum fagra kransi upp á hús sitt. Ekki er annað að greina úr svip Þórhalls að hann leggi mik- inn metnað í verkið enda erekki um vandalaust verk að ræða. ' Morgunblaðið/Ásdís Yfirlýsing frá Holl- ustuvernd ríkisins um álver á Reyðarfirði MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Hollustuvernd ríkis- ins vegna umræðna sem fram hafa farið á Alþingi og í fjölmiðlum um umsögn sem Hollustuvernd gaf um álver á Reyðarfírði. Yfirlýsinguna undirrita fyrir hönd stofnunarinnar Hermann Sveinbjömsson forstjóri og Davíð Egilsson, forstöðumaður mengunarvarnasviðs. ,Á-ð undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað um gagnrýni formanns iðn- aðarnefndar Alþingis á skipulag- sstjóra ríkisins vegna málsmeð- ferðar við úrskurð um mat á umhverfisáhrifum álvers í Reyðar- firði og þátt Hollustuverndar ríkis- ins í því máli. í því sambandi óskar Hollustuvernd eftir því að taka eft- irfarandi fram: 1. Hollustuvernd hefur sérstöðu í stjórnsýslunni þegar kemur að mati á umhverfisáhrifum frá meng- andi starfsemi. Stofnunin gefur umsögn um matsskýrslur til Skipu- lagsstjóra að ósk embættisins, en ber síðan að vinna starfsleyfi fyrir starfsemi og gefa það út m.a. á grundvelli niðurstöðu mats á um- hverfisáhrifum. 2. Hollustuvernd fékk mats- skýrslu framkvæmdaaðila til um- sagnar og var þar beðið um um- sögn um 480 þúsund tonna álver í Reyðarfirði. Stofnunin fór yfir skýrsluna og taldi að þar væri mörgum atriðum ósvarað og lagði til að ráðist yrði í frekara mat. 3. Framkvæmdaaðili hafði samband við Hollustuvernd og sagðist hafa búist við umsögn um 480 tonna álver með 120 tonna upp- hafsáfanga. Stofnunin sagði að er- indi Skipulagsstofnunar væri skýrt og við það væri litlu að bæta, en hún myndi svara Skipulagsstofnun ef sú stofnun beindi öðrum spurn- ingum til Hollustuverndar. 4. Skipulagsstofnun hafði sam- band við Hollustuvernd skömmu síðar og lagði til að stofnunin gæfi umsögn um 480 þúsund tonna álver með 120 þúsund tonna fyrsta áf- anga. Hollustuvernd sagðist myndu svara slíku erindi en lét í ljós um leið efasemdir um að það breytti einhverju varðandi mats- ferlið þar sem hin opinbera fyrir- spurn og frummatsskýrsla fram- kvæmdaaðila sneri að 480 þúsund tonna álveri. 5. Hollustuvernd svaraði hinn 26. nóvember framkomnu bréfi Skipulagsins dagsettu 18. nóvem- ber um mat á 1. áfanga eins og honum var lýst í frummatsskýrsl- unni. Niðurstaða Hollustuverndar var: Væri miðað við að lagt yrði mat á áhrif 120 þúsund tonna ál- vers, þá væru forsendur til að vinna starfsleyfi fyrir álverið, að uppfylltum ýmsum skilyrðum sem talin eru upp í bréfínu. Það breytir ekki á neinn hátt skoðun Hollustu- verndar varðandi mat á umhverfis- áhrifum 480 þúsund tonna álvers. 6. Framkvæmdaaðili fundaði, í millitíðinni, með helstu umsagna- raðilum þar sem hann fór yfir til- tæk gögn og svaraði fyrirspurnum. Hollustuvernd lagði fram fjölmarg- ar sundurliðaðar spurningar á þessum fundi. Framkvæmdaaðili lagði síðar fram gögn sem svöruðu mörgum af þeim spurningum sem Hollustuvernd hafði borið fram. 7. Skipulagsstjóri kallaði eftir athugasemdum við þessar viðbót- arupplýsingar í bréfi dagsettu 29. nóvember, en það bréf og svar Hollustuverndar hinn 6. desember, varðar í raun ekki hina opinberu fyrirspurn heldur snýr að síðari stigum, einkum þegar kemur að starfsleyfisgerð sem Hollustuvernd sér um. Hins vegar eru tilvitnuð bréf í skrá yfir umsagnir og sér- fræðiálit, sem fylgir úrskurði Skipulagsstjóra. Það er því mat Hollustuverndar ríkisins að það sé fullkomlega eðli- legt að úrskurður Skipulagsstjóra snúi einkum að mati á umhverfís- áhrifum 480 þúsund tonna álvers, og að bréf Hollustuverndar frá 6. desember sl. hafi ekki gefið Skipu- lagsstjóra tilefni til að úrskurða um annað en 480 þúsund tonna álver. Þess vegna var, að mati Hollustu- verndar, ekki nein forsenda fyrir því að taka niðurlag úr bréfi stofn- unarinnar, dags 6. desember sl., til umfjöllunar í úrskurðinum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.