Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Lögregla á Spáni Mikið af sprengi- efni finnst í flutningabifreið Madríd. AFP. SPÆNSK lögregla stöðvaði í gær flutningabifreið á leið til höfuðborg- arinnar Madríd og reyndist hún hafa mikið af sprengiefni innanborðs. Grunur leikur á að skæruliðahreyf- ing baskneskra aðskilnaðarsinna, ETA, hafi ætlað að fremja voðaverk í Madríd yfir hátíðirnar. Þetta er í annað sinn á mjög skömmum tíma sem lögregla á Spáni stöðvar flutningabifreið fulla af sprengiefnum sem stefnt er til höf- uðborgarinnar. A þriðjudag stöðvaði lögregluþjónn flutningabifreið ná- lægt borginni Saragossa vegna brota á umferðarreglum. Við athugun kom í ljós að í bifreiðinni voru 950 kíló- grömm af sprengiefnum og átti að sögn lögreglunnar aðeins eftir að koma fyrir einföldum kveikibúnaði til að úr hefði orðið gífurlega öflug bílsprengja. Ökumaður bifreiðarinn- ar var handtekinn en hann er sagður hafa tengsl við ETA. Ekki hefur ver- ið upplýst hversu mikið sprengiefni var gert upptækt í seinni bifreiðinni en lögreglan telur að þær hafi báðar verið hluti af sömu hryðjuverkaáætl- un. ETA, sem hefur barist fyrir sjálf- stæði Baskalands í 40 ár, tilkynnti í byrjun desember að vopnahlé, sem staðið hafði yflr í 14 mánuði, væri á enda runnið. Ástæðan var sögð vera óánægja samtakanna með hversu friðarviðræðum milli deiluaðila í Baskalandi hefur miðað hægt. Sam- tökin hafa einnig sakað spænsk stjórnvöld um „kúgun“ á meðlimum þeirra. Reuters ■■■■■■ Mánaskin yfir Akrópólis FULLT tungl skín yfír Parþenon- hofínu á Akrópólis-hæð í Aþenu aðfaranótt gærdagsins. Þetta síð- asta fulla tungl fyrir árþúsunda- skiptin virðist 14% stærra en venjulega, þar sem máninn hefur ekki verið nær jörðu frá því 21. desember árið 1866. Hann virðist einnig skína um það bil 7% skær- ar en venjulega þar sem hið fulla tungl féll núna saman við vetrar- sólstöður. Jarðskjálfti banar 28 Algeirsborg. AP, AFP. AÐ minnsta kosti 28 fórust og meira en 175 manns slösuðust í jarð- skjálfta sem reið yfír Norðvestur-Alsír á miðvikudag, samkvæmt fréttum ríkissjónvar- psins þar í landi. Dagblaðið E1 Wat- an í Algeirsborg sagði í gærmorgun að 150 manns væru alvarlega slasað- ir og u.þ.b. 100 til viðbótar hefðu hlotið minni háttar meiðsl. Skjálftinn varð skömmu fyrir sólsetur þegar Ramadan, föstumánuði múslíma, lauk formlega. Jarðskjálftinn var samkvæmt mælingum frönsku jarðskjálfta- stofnunarinnar í Strasbourg 5,8 á Richter. Yfuvöld í Alsír hafa ekki staðfest að sú mæling sé rétt. Nokkur hús hrundu í bænum Ain Temouchent sem liggur um 450 kíló- metra vestur af höfuðborginni AI- geirsborg. Innanríkisráðherra Als- írs kannaði aðstæður í bænum í gær og lofaði að þeim sem misstu heimili sín í skjálftanum yrði útvegað nýtt húsnæði hið fyrsta. Upptök skjálft- ans eru talin vera í Tessala-fjöllum í vesturhluta Alsírs og varð hans vart í borgum og bæjum þar. Hans varð einnig vart í austurhluta Marokkós. Ibúar dvelja margir utandyra eða í opinberum byggingum af ótta við eftiískjálfta. Nokkur þúsund manns fórust í öfl- ugum jarðskjálfta á þessu sama svæði árið 1980. ..---------- Ostur ver tennurnar London. Rcuters. FÁTT er betra en ostur til að halda aftur af tannskemmdum. Kom þetta fram í rannsókn, sem greint var frá í breska tannlæknatímaritinu á dög- unum. Þegar ostur er borðaður, til dæmis með öðrum mat, eykst kalsíuminni- haldið í slímlaginu, sem hylur tenn- urnar, og það dregur aftur úr tann- átu. Skiptir þá einu hvort osturinn er soðinn eða ósoðinn, að því er fram kom hjá einum vísindamannanna, dr. Geoff Craig. ||*|U -yV.. ’ Gleðileg.jól .og farsœlt komandi ár Við þökkura fyrir sarastarfið á árinu sem er að líða. Samvinnuferðir Landsýn Á verbi fyrir þig! Ferðaklúbbur eldri borgara Kátir dagar-kátt fólk sendir öllum félögum sínum hugheilar jóla- og nýársóskir með innilegum þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir í hinum fjölmörgu ferðum Kátra daga á liðnu ári. Lifið heil. Samvinnuferðir-Landsýn Lilja Hilmarsdóttir og Ásdís Árnadóttir Samvinnuferðir Landsýn Á veröi fyrir þigl Spreng- ing í Osló GLER, múrsteinar, timbur og innbú þakti Ólafs helga-götu í Ósló í gær, eftir að gríðarsterk sprenging lagði ABC-leikhúsið í rúst. Talið er líklegast að ga- sleki hafi valdið sprengingunni, að því er segir í vefútgáfu Af- tenposten. Byggingin, sem þetta þekkta revíuleikhús var í, hafði í nokk- ur ár verið í endurbyggingu, en verið var að breyta efri hæðum þess úr íbúðum í hótel. Engin meiðsli urðu á fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.