Morgunblaðið - 24.12.1999, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Lögregla á Spáni
Mikið af sprengi-
efni finnst í
flutningabifreið
Madríd. AFP.
SPÆNSK lögregla stöðvaði í gær
flutningabifreið á leið til höfuðborg-
arinnar Madríd og reyndist hún hafa
mikið af sprengiefni innanborðs.
Grunur leikur á að skæruliðahreyf-
ing baskneskra aðskilnaðarsinna,
ETA, hafi ætlað að fremja voðaverk í
Madríd yfir hátíðirnar.
Þetta er í annað sinn á mjög
skömmum tíma sem lögregla á Spáni
stöðvar flutningabifreið fulla af
sprengiefnum sem stefnt er til höf-
uðborgarinnar. A þriðjudag stöðvaði
lögregluþjónn flutningabifreið ná-
lægt borginni Saragossa vegna brota
á umferðarreglum. Við athugun kom
í ljós að í bifreiðinni voru 950 kíló-
grömm af sprengiefnum og átti að
sögn lögreglunnar aðeins eftir að
koma fyrir einföldum kveikibúnaði
til að úr hefði orðið gífurlega öflug
bílsprengja. Ökumaður bifreiðarinn-
ar var handtekinn en hann er sagður
hafa tengsl við ETA. Ekki hefur ver-
ið upplýst hversu mikið sprengiefni
var gert upptækt í seinni bifreiðinni
en lögreglan telur að þær hafi báðar
verið hluti af sömu hryðjuverkaáætl-
un.
ETA, sem hefur barist fyrir sjálf-
stæði Baskalands í 40 ár, tilkynnti í
byrjun desember að vopnahlé, sem
staðið hafði yflr í 14 mánuði, væri á
enda runnið. Ástæðan var sögð vera
óánægja samtakanna með hversu
friðarviðræðum milli deiluaðila í
Baskalandi hefur miðað hægt. Sam-
tökin hafa einnig sakað spænsk
stjórnvöld um „kúgun“ á meðlimum
þeirra.
Reuters
■■■■■■
Mánaskin yfir Akrópólis
FULLT tungl skín yfír Parþenon-
hofínu á Akrópólis-hæð í Aþenu
aðfaranótt gærdagsins. Þetta síð-
asta fulla tungl fyrir árþúsunda-
skiptin virðist 14% stærra en
venjulega, þar sem máninn hefur
ekki verið nær jörðu frá því 21.
desember árið 1866. Hann virðist
einnig skína um það bil 7% skær-
ar en venjulega þar sem hið fulla
tungl féll núna saman við vetrar-
sólstöður.
Jarðskjálfti
banar 28
Algeirsborg. AP, AFP.
AÐ minnsta kosti 28 fórust og
meira en 175 manns slösuðust í jarð-
skjálfta sem reið yfír
Norðvestur-Alsír á miðvikudag,
samkvæmt fréttum ríkissjónvar-
psins þar í landi. Dagblaðið E1 Wat-
an í Algeirsborg sagði í gærmorgun
að 150 manns væru alvarlega slasað-
ir og u.þ.b. 100 til viðbótar hefðu
hlotið minni háttar meiðsl. Skjálftinn
varð skömmu fyrir sólsetur þegar
Ramadan, föstumánuði múslíma,
lauk formlega.
Jarðskjálftinn var samkvæmt
mælingum frönsku jarðskjálfta-
stofnunarinnar í Strasbourg 5,8 á
Richter. Yfuvöld í Alsír hafa ekki
staðfest að sú mæling sé rétt.
Nokkur hús hrundu í bænum Ain
Temouchent sem liggur um 450 kíló-
metra vestur af höfuðborginni AI-
geirsborg. Innanríkisráðherra Als-
írs kannaði aðstæður í bænum í gær
og lofaði að þeim sem misstu heimili
sín í skjálftanum yrði útvegað nýtt
húsnæði hið fyrsta. Upptök skjálft-
ans eru talin vera í Tessala-fjöllum í
vesturhluta Alsírs og varð hans vart
í borgum og bæjum þar. Hans varð
einnig vart í austurhluta Marokkós.
Ibúar dvelja margir utandyra eða í
opinberum byggingum af ótta við
eftiískjálfta.
Nokkur þúsund manns fórust í öfl-
ugum jarðskjálfta á þessu sama
svæði árið 1980.
..----------
Ostur ver
tennurnar
London. Rcuters.
FÁTT er betra en ostur til að halda
aftur af tannskemmdum. Kom þetta
fram í rannsókn, sem greint var frá í
breska tannlæknatímaritinu á dög-
unum.
Þegar ostur er borðaður, til dæmis
með öðrum mat, eykst kalsíuminni-
haldið í slímlaginu, sem hylur tenn-
urnar, og það dregur aftur úr tann-
átu. Skiptir þá einu hvort osturinn er
soðinn eða ósoðinn, að því er fram
kom hjá einum vísindamannanna, dr.
Geoff Craig.
||*|U -yV.. ’
Gleðileg.jól
.og farsœlt komandi ár
Við þökkura fyrir sarastarfið
á árinu sem er að líða.
Samvinnuferðir
Landsýn
Á verbi fyrir þig!
Ferðaklúbbur eldri borgara Kátir dagar-kátt
fólk sendir öllum félögum sínum hugheilar
jóla- og nýársóskir með innilegum þökkum
fyrir ánægjulegar samverustundir í hinum
fjölmörgu ferðum Kátra daga á liðnu ári.
Lifið heil.
Samvinnuferðir-Landsýn
Lilja Hilmarsdóttir og Ásdís Árnadóttir
Samvinnuferðir
Landsýn
Á veröi fyrir þigl
Spreng-
ing í Osló
GLER, múrsteinar, timbur og
innbú þakti Ólafs helga-götu í
Ósló í gær, eftir að gríðarsterk
sprenging lagði ABC-leikhúsið
í rúst. Talið er líklegast að ga-
sleki hafi valdið sprengingunni,
að því er segir í vefútgáfu Af-
tenposten.
Byggingin, sem þetta þekkta
revíuleikhús var í, hafði í nokk-
ur ár verið í endurbyggingu, en
verið var að breyta efri hæðum
þess úr íbúðum í hótel.
Engin meiðsli urðu á fólki.