Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 6
6-' FÖSTUÐAGUR 31. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Qddsson forsætisráðherra segir að gerðar verði breytingar á Seðlabankalögum Skylda til að auglýsa stöðu seðla-1 bankastjóra verði felld niður Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að hafín verði vinna vlð undirbúning að breyt- ingum á Seðlabankalögunum í byrjun næsta árs og m.a. verði lagt til að afnumin verði skylda til að auglýsa stöður Seðla- bankastjóra. Davíð segir í samtali við Ómar Friðriksson að sú ákvörðun sem tekin var á sínum tíma að ráða Seðla- bankastjóra til 5 ára hafí sennilega verið óskynsamleg. Brotthvarf Finns Ingólfsson- ar þarf ekki að veikja ríkisstjórnina en er mikil breyting fyrir Framsóknarflokk- inn, að mati Davíðs, þar sem margir litu á hann sem framtíðarleiðtoga. Finnur Ingólfsson tók við skipunarbréfi í embætti seðlabankastjóra úr hendi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í gær. FINNUR Ingólfsson, fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gekk á fund Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra kl. 14 í gær og afhenti Dav- íð honum skipunarbréf í embætti Seðlabankastjóra frá og með 1. jan- úar. Finnur afhenti Davíð jafnframt lausnarbeiðni sína úr ráðherraem- bætti og mun forsætisráðherra leggja hana fyrir forseta íslands á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Par mun Valgerður Sverrisdóttir taka við embætti iðnaðar- og við- skiptaráðherra. I fréttatilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu í gær segir að sam- kvæmt erindi bankaráðs Seðlabank- ans byggðist mat þess á um- sækjendum um embætti banka- stjóra á menntun umsækjenda og þekkingu þeirra á efnahagsmálum og þjóðmálum almennt. ,Á þeim grundvelli lagði ráðið til að Finni Ingólfssyni iðnaðar- og viðskipta- ráðherra yrði veitt embættið. For- sætisráðherra hefur í samræmi við þá tillögu skipað hann í embættið frá 1. janúar nk.,“ segir í frétt for- sætisráðuneytisins. Brotthvarf Finns þarf ekki að veikja ríkisstjórnina Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér þætti miður að svo öflugur stjómmála- maður sem Finnur væri hefði ákveð- ið að hverfa úr ríkisstjóminni. „Þar var hann mjög öflugur liðs- maður og hann var einnig öflugur í þinginu en, eins og sagt hefur verið, þá kemur maður í manns stað,“ sagði Davið. „Þó ég þekki ekki nægilega mikið til starfa Valgerðar Sverrisdóttur, þá tel ég ástæðu til að ætla, af því sem ég hef séð, að hún geti orðið öfl- ugur þátttakandi i ríkisstjóminni, eins og Finnur hefur verið,“ sagði hann. Heilmikil breyting fyrir Framsóknarflokkinn Aðspurður hvort brotthvarf Finns veikti ríkisstjómina sagði forsætis- ráðherra að svo þyrfti ekki að vera. „Ef hinn nýi ráðherra nær góðum tökum á sínu embætti, sem ég hef engar efasemdir um, þá mun það ekki veikja stjómina. Þetta er náttúrlega heilmikil breyting fyrir Framsóknarflokkinn, því þama er um að ræða ungan varaformann, sem var að hefja vara- formannsstarf sitt og margir litu á sem framtíðarleiðtoga, en ég er viss um að sá flokkur leysir sín mál far- sællega," sagði Davið. Hörð gagnrýni hefur verið höfð uppi á fyrirkomulag ráðningar í stæf bankastjóra Seðlabankans. Hefur hún aðallega beinst að því að auglýst var eftir umsóknum þar sem nú liggur fyrir að gert var pólitískt samkomulag um ráðningu í emb- ættið. Davíð sagðist aðspurður geta að hluta til tekið undir gagnrýni á þetta íyrirkomulag. „Við auglýsum starfið vegna þess að við teljum að það sé skylt sam- kvæmt lögum. Áður var það ákvörð- un ráðherra hverju sinni hvort starf- ið yrði auglýst eða ekki. Við nánari athugun á lögunum tel ég að það hafi alltaf verið lagaskylda að auglýsa starfið, þó það hafi ekki ver- ið gert. Mér þótti afar undarlegt við tvær síðustu ráðningar þegar menn ákváðu sérstaklega að auglýsa stöð- una, án þess að telja sig þurfa þess samkvæmt lögum, þótt allir sem að málinu kæmu, vissu að búið væri að ákveða fyrirfram hver ætti að fara í hana. Mér þykir þetta óviðfelldið og hef jafnan sagt það þegar þetta hef- ur verið gert. Með því að auglýsa stöðu sem er þessa eðlis, og er hvergi auglýst annars staðar í veröldinni, eru menn að gefa í skyn að þetta sé opin staða með venjulegum hætti. Mér finnst rangt að gefa það í skyn, þó fólk hafi reyndar áttað sig á þessu, eins og nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð sýndu svo skemmtilega á sínum tíma, þegar skólinn sótti nán- ast allur í heild um embættið.“ Breytlngar gerðar á lögum um Seðlabankann Alls bárust 16 umsóknir um emb- ætti Seðlabankastjóra og var Davíð spurður álits á því hvernig hann teldi að þetta mál horfði við öðrum umsækjendum. „Þar er um að ræða fólk sem tek- ur hlutina alvarlega og vekur athygli á sínum kostum. Það er ekki hægt að finna að því. Þama voru mörg nöfn önnur en viðskiptaráðherrans sem hefðu augljóslega getað valdið þessu starfi. Að viðskiptaráð- herranum frátöldum hefði reyndar verið afar erfitt að gera upp á milli sumra umsaekjenda sem hafa svip- aða stöðu, menntun og reynslu," sagði Davíð. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að Finnur Ingólfs- son byggi yfir góðum kostum, vegna menntunar sinnar og reynslu sem viðskiptaráðherra, svo hann gæti gegnt þessari stjómunarstöðu vel. Seðlabankinn verður fluttur frá viðskiptaráðuneytinu og settur und- ir forsætisráðuneytið frá og með áramótum. Aðspurður hvort breyt- ingar verði gerðar á lögunum um Seðlabankann segist Davíð gera ráð íyrir að farið verði yfir lögin og lagt til að skylda til að auglýsa banka- stjórastöður yrði felld niður. Áfram verði þó heimilt að auglýsa starfið, telji menn það eiga við undir ein- hverjum kringumstæðum. „Sjálfsagt verða gerðar aðrar breytingar á bankanum í takt við tímann. Lögin eru komin til ára sinna og margt hefur breyst, ekki síst að allt fjármálakerfið hefur tek- ið stökkbreytingum. Ég mun fljótlega nú í ársbyrjun setja í gang vinnu við að undirbúa breytingar á lögunum um Seðla- bankann og færa þau til þess horfs sem hentar efnahagsstarfseminni við núverandi aðstæður," sagði Dav- íð. Tal um sjálfstæði Seðlabankans á skjön við veruleikann Forsætisráðherra var spurður hvort þessir atburðir hefðu eldd leitt í ljós að sjálfstæði Seðlabankans væri lítið, eins og oft væri haldið fram. „Ég held að þetta tal um sjálf- stæði Seðlabankans sé dálítið á skjön við veruleikann,“ svaraði Dav- íð. „Bankinn er afar sjálfstæður í sín- um málum. Hann þarf að hafa tiltek- ið samstarf við ríkisstjórnina, og á að vinna að efnahagsmarkmiðum ríkisstjómarinnar. Ég fæ ekki séð að það sé skynsamlegt að hann vinni að einhveijum öðrum markmiðum en ríkisstjómin í efnahagsmálum," sagði Davíð. „Ég hygg, þegar grannt er skoð- að, að munurinn á þessum banka og öðram bönkum, sem menn hafa vitn- að til um sjálfstæði, sé miklu minni en menn hafa haldið. Ég tel þetta því vera gervivandamál. Það má kannski segja að það hafi verið athugunarleysi þegar við ákváðum að ráða skyldi bankastjóra aðeins til fimm ára í senn, vegna þess að þá er náttúrlega framtíð hvers bankastjóra meira í höndum ráðherrans en áður og að því leytinu má segja að sjálfstæði hans hafi ver- ið veikt. Það var kannski óskynsam- legt að gera það,“ sagði Davíð. Frekari breytingar á rflds- stjórninni standa ekki til Aðspurður sagði Davíð að ekki stæði til að gera frekari breytingar á ríkisstjóminni. „En strax í upphafi sögðum við ut- anríkisráðherra að við myndum ekki útiloka að slíkar breytingar yrðu á kjörtímabilinu. í því felst þó ekki yf- irlýsing um að slíkar breytingar verði,“ sagði hann. Hefur þú skýringar á skyndilegu brotthvarfí Finns Ingólfssonar úr ráðherraembætti og stjórnmálum? Telurðu að pólitískar ástæður hafí legið þar að haki? „Ég tek hans skýringar gildar. Það kom mér mjög í opna skjöldu þegar utanríkisráðherra sagði mér frá því hvernig hans hugur stóð. Þá ætlaði ég nánast ekki að trúa mínum eigin eyram. Ég hefði tapað öllum veðmálum í þessa vera, hefðu þau verið uppi. Ég tek hans skýringar gildai' um að hann telji ekki eftirsóknarvert að eiga fleiri ár í stjórnmálum miðað við það starfsumhverfi sem stjóm- málamenn búa í, sem hefur ekki að- eins áhrif á þá, heldur á fjölskyldu þeirra og fleiri. Mér finnst það vera umhugsunar- efni, og þá horfi ég ekki bara á þetta atvik, heldur til síðustu sex, átta eða tíu ára, að hæfir menn hverfa úr pólitík á mjög góðum aldri, raunar á sama aldri og menn sem era að byrja í stjórnmálum annars staðar," sagði Davíð. Óvægin umræða um slj órnmálamenn Það er eitthvað í hinu pólitíska umhverfi sem verður til þess að menn vilja ekki búa við þau óþæg- indi og þá annmarka sem því fylgja, þó menn hafi mikinn pólitískan áhuga eins og til dæmis fráfarandi viðskiptaráðherra, sem er mjög áhugasamur um pólitík," sagði Dav- íð. Aðspurður hvaða ástæður væra fyrir þessu sagðist hann telja að ýmsar skýringar væra á því. „Hér hefur það þó gerst, sem ég tel já- kvætt, að vald stjómmálamanna hefur minnkað mikið. Áhrif þeirra hafa minnkað, allar reglur hafa breyst og aðrir þættir komið til. Möguleikar á að komast í álnir eru bersýnilega ekki fyrir hendi á stjómmálasviðinu, þó menn tali mik- ið um launahækkanir til þeirra,“ sagði Davíð. Hann benti einnig á að ungu og efnilegu fólki þættu ekki 300 þúsund króna þingmannslaun eftirsóknarverð og teldi sig geta fengið mun hærri laun annars stað- ar. „Umræðan er líka dálítið óvægin. Hún hefur sjálfsagt alltaf verið það en menn skynja að þeir geta náð áhrifum og fengið þokkalegar stöður annars staðar, án þess að þessir annmarkar fylgi með, að vera sífellt undir kastljósi og að reynt sé að setja menn undir skrítin mæliker. Því er jafnvel haldið fram að stjórnmálamenn fari til útlanda, - rífi sig upp á sunnudegi og komi svo aftur á þriðjudegi - til þess að reyna að ná sér í 30 þúsund króna dagpen- inga. Þess háttar umræða er auð- vitað niðurlægjandi, fráleit og fárán- leg. Ég held að alít þetta verði til þess að menn spyiji sig; hvers vegna er ég hér og hvers vegna þarf ég að sitja undir öllu þessu? Meira að segja dómstólar telja nú orðið að það megi henda meiri skít í stjómmálamenn en aðra,“ segir Davíð. „Stjómmálamaður sem færi í meiðyrðamál myndi tapa því sem annar myndi vinna, vegna þess að hann á að geta búist við því, eins og sagt er, að á hann sé ráðist persónu- lega.“ Hefurðu ákveðin dæmi um þetta í huga? „Nei, þetta er dómaþróun sem verið hefur, ekki bara hér á landi heldur líka í Bretland og fleiri ná- lægum löndum. Menn spyrja sig sem svo hvers vegna þeir þurfi að vera æraminni í þessu starfi en aðrir menn. Þú þarft að hafa býsna harð- an skráp til þess að vera í forystu stjórnmálaflokks." Telur líkur á Fljótsdalsvirkjun og álveri óbreyttar Fljótsdalsvirkjun hefur óneitan- lega verið umdeildasta mál undan- farinna mánaða. Telurðu að það mál haft einhveráhrif á ákvörðun Finns? „Nei, ekki það eitt og sér. Ég hef ekki orðið var við í samtölum mínum við hann að að hann nefni það sér- staklega. Þetta mál var á endanum afgreitt með auknum meirihluta á þinginu," sagði Davíð og vísaði til þess að nokkrir þingmenn stjómarandstöð- unnar hefðu stutt málið. „Menn áttu ekki von á því þegar farið var af stað í haust,“ sagði hann. Davíð sagði enga breytingu verða á framgangi virkjunarmálsins vegna ráðherraskiptanna. „Þingviljinn liggur fyrir og ríkisstjórnin fylgir, honum. Svo verður að koma í ljós hvort verður virkjað eða ekki. Það ræðst af því hvort viðunandi samn- ingar nást við Norsk Hydro eða þá önnur fyrirtæki." Hafa líkurnar á því eitthvað breyst að undanförnu ? „Nei, það finnst mér ekki. Ég held. að þær hafi verið töluverðar allan tímann og séu það enn, en því hefur verið lýst yfir af hálfu ríkisstjórnar- innar og fyrirtækisins sem í hlut á: að samningar verða eingöngu gerðir ef það er hagkvæmt fyrir báða að- ila,“ sagði Davíð að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.