Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. 2000 SAGT HEFUR verið að við séum afurð fortíðarinn- ar. Það má til sanns vegar færa og þarf ekki annað en líta á tvö eða þrjú ártöl og atburði þeim tengda til að færa rök að því. Það voru ekki einungis öndvegis- súlur sem komu út hingað við landnám víkinga 874, heldur fluttu þeir með sér annan mikilvægari þátt ís- lenskrar sögu, það var tungan sem við tölum enn í dag og ber rótum okkar vitni öðru fremur, en guðamynd- irnar á súlunum hurfu úr hýbýlunum með nýjum tíma og öðrum sið. Hann tók við 126 árum eftir landnám og verður þess minnzt á þessu ári þegar haldið verður upp á þúsund ára kristni í landinu. Sá atburður lifir enn með þjóðinni og þó öllu heldur þau siðaskipti sem urðu 1550, þegar blæbrigðamunur varð á guðskristni og lútherska hélt innreið sína og varð allsráðandi arf- leifð eins og tungan. Segja mætti með nokkrum sanni að við lifum nú poppsósa hávaðatíma og langur vegur frá samtíman- um aftur í klausturþögn kaþólskrar menningar. Margt hefur gerzt á þessari löngu vegferð og margt hefur verið lagt í klyfjar tímans, sumt gleymt í þeirri grafarþögn sem öllu tortímir, annað lifir góðu lífi á þeirri svipulu öld sem nú fagnar nýjum tímamótum. En við því má búast að hávaðinn verði ekki minni, né umsvifin né uppákomurnar á því árþúsundi sem rís senn með sól nýrra og óvissra aldahvarfa. Þá má fyrst og síðast gera því skóna að hinu nýja ár- þúsundi fylgi ekki minni tækniundur en sett hafa mark sitt á þessa síðustu öld sem á nú einungis teym- ing eftir og hverfur eins og fljót að fljóti, án sjáanlegra vatnaskila. Enginn vafi leikur á því að tölvur og vélmenni verða enn atkvæðameiri á nýrri öld en verið hefur og raunar fyrirsjáanlegt að við þurfum á allri okkar andlegu orku að halda til að mennskan haldi í við þá yfirmáta tækniþekkingu sem vísindahyggjan á eftir að leiða fram á sjónarsviðið, vonandi einkum til góðs, þótt full ástæða sé til að vera vel á verði og láta ekki tæknina ná yfirhöndinni yfir þeirri mannlegu viðleitni sem ráða mun úrslitum um stöðu mannsins í framtíðinni. Astæða er þó til að vara við þeirri manndýrkun sem einkennt hefur 20. öldina. Jafnvægi í lífi mannsins er ekki síður mikilvægt en jafnvægi í náttúrunni. Tækni og vísindi eiga að auðvelda manninum störf hans, en ekki breyta honum í eftirmynd tölvu og véla. Þessar afurðir þekkingarleitar mannsins eiga sem sagt að vera hvítur galdur til framfara og bættrar stöðu mannsins í sköpunarverkinu, en ekki sá svarti galdur sem einatt hefur verið mannkyninu skeinuhætt freisting, gæti jafnvel leitt til glötunar, tortímingar eins og kjarnorkuváin. Ef þessi galdur verður til góðs, ef hann verður ekki leikur að eldi, er ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar, að öðrum kosti þarf ekki að spyrja að leiks- lokum. En hvað okkur varðar, Islendinga, er augljóst að fortíðin er ákjósanlegasti efniviður framtíðar og við eigum að rækta með okkur það sem hefur bezt dugað og rækta það sem hefur einkennt okkur sem þjóð. Það hefur farið okkur bezt og orðið notadrýgst veganesti í eilífri baráttu fyrir sjálfstæði okkar, sérstöðu og far- sæld. Sem slík getum við hnarreist tekið þátt í al- þjóðasamfélaginu, eins ogverið hefur. A þessum merku tímamótum sem nú eru skulum við vona að maðurinn kunni fótum sínum forráð og noti sí- aukna tækniþekkingu sjálfum sér til góðs og því um- hverfi sem honum hefur verið trúað fyrir af þeirri for- sjón sem himininn skóp og jörðina og treysti okkur fyrir hvorutveggja. Ef þessi þekking verður til þess að maðurinn geti uppfyllt jörðina eins og efni standa til, þurfum við engu að kvíða. Þá er ástæða til að horfa björtum augum inní þá nýju öld sem nú djarfar fyrir. Vonandi að svo megi verða. í trausti þess þakkar Morgunblaðið lesendum sín- um og landsmönnum öllum samfylgdina á þeirri öld sem nú er að víkja og óskar þeim góðs gengis og gleði- legra tíðinda á þeirri öld sem rís við hafsbrún leyndar- dómsfullrar eftirvæntingar. Davíð Oddsson forsætisráðhe formaður Sjálfstæðisflokksi: VIÐ ÁRAM( AÐ SEGIR óneitanlega nokkra sögu um breytingar í henni veröld að stór hluti okkar jarðarbúa skuli hafa sameinast um að taka forskot á ald'amótasæluna. Við erum í hrifningarvímu yfir því að vera uppi þegar talan tveir trónar loks fremst í ártalinu. Og við látum auðvitað allar röksemdir um eiginleg árþúsunda- og aldamót lönd og leið og segjum í alþjóðlegum kór: Nú er kominn tími til að kætast. Eitt sinn var Jón Þorláksson forsætisráðherra spurður hvenær bylting gæti talist lögleg aðgerð, og það stóð ekki á svari: „Þegar hún lukkast," sagði Jón. Og nú hefur með ófoi-mlegri alþjóðaatkvæðagreiðslu verið ákveðið að tuttug- asta öldin skuli vera ári styttri en hinar fyrri og næsta öld vísast ári lengri en þær sem á eftir koma. Vitrustu menn og ekki síður þeir sérvitrustu geta rökrætt rétta tímasetningu aldamótanna. En sú umræða mun engu breyta. Niðurstaðan er fengin. Hún kom að utan og kemur ekkert við röksemd- um eða staðreyndum. Æ fleiri þættir í þjóðlífi okkar og til- veru allri lúta nú orðið samskonar lögmáli. Oft er það til ills og að minnsta kosti iðulega til mikils óþarfa. En hin dæmin eru einnig til þar sem þessi óboðna fjarstýring hefur verið til góðs og flýtt fyrir framförum hér á landi. Spumingin um einangrun íslensku þjóðarinnar hér norður í hafi í al- þjóðlegum samskiptum er í raun löngu farin hjá. Að hluta til var henni svarað með ákvörðunum sem íslensk stjómvöld tóku, og að hluta til svaraði spurningin sér sjálf og að hluta til var hún orðin úrelt og þurfti ekki svar. Það er ef til vill þessara tímamóta tákn að þjóðirnar em nú svo háðar sam- eiginlegri niðurstöðu, réttri eða rangri, að þær fá ekki við neitt ráðið. Án þess að gangast við óhæfilegri þjóðrembu er óhætt að viðurkenna, að íslendingar þykjast síst lakari að sameiginlegum gáfum en aðrar þjóðir, og er þá varlega tal- að. En jafnvel þótt allt það hyggjuvit hefði verið notað til að rökstyðja að þessi áramót séu ekkert merkilegri en önnur, þá hefðum við ekki komist upp með það. Við fylgjum blátt áfram hinum alþjóðlega straumi. I TUTTUGASTA öldin hefur verið öld stórbrotinna framfara. Um það verður ekki deilt. En þær era ekki einu einkenni hennar. Átök og skelfileg voða- verk auk tveggja heimsstyrjalda setja þessa öld á sérstakan reit í sögunni. Tveir mestu fjöldamorðingar sem sagan kann að greina frá fóra mikinn á þessari öld. Barátta, stundum næsta ósýnileg, stundum afar hörð, á milli lýðræðis og ein- ræðis, átti sér stað nærri alla öldina og lauk með hruni kommúnismans og Sovétríkjanna. Sú fjöldakúgun í nafni fé- lagshyggju fékk makleg málagjöld. Nú eram við flest búin að gleyma hve litlu munaði að úrslitin yrðu önnur, en lýð- ræðishugsjónin hafði sigur og þess vegna ríkir nú meira frelsi og nánari og fölskvalausari samvinna á milli þjóða en nokkra sinni áður í sögunni, ekki síst hér í hinum vestræna heimi. En þó stendur lýðræðið enn víða völtum fótum, jafn- vel hér í Evrópu. í bakgarði Atlantshafsbandalagsins hafa á undanfömum árum orðið einhverjar hræðilegustu stríðshör- mungar í Evrópu, ef frá era taldar styrjaldimar tvær sem áður vora nefndar. Og nú þessa dagana horfum við upp á Rússa ganga langt út fyrir þau mörk sem réttlæta refsiað- gerðir við hermdarverkum. Alþjóðlegir samningar sem Rússar eru aðilar að era margbrotnir og traðkað er á mannréttindum. Ég þykist marga athyglisverða fundi hafa sótt um dag- ana, en sennilega verður leiðtogafundur Atlantshafsbanda- lagsríkjanna í Washington síðastliðið vor einn sá minnis- stæðasti. Þar var forystumönnum Atlantshafsbandalagsins stefnt til veglegs fagnaðar. Tilefnið var ærið, fimmtíu ára samvinna ríkja Atlantshafsbandalagsins, sem tryggt hafði öryggi þeirra. En viðfangsefnið varð annað en að var stefnt. Vissulega var horft til framtíðar. Öryggismálastefna banda- lagsins var endurskoðuð í þeim tilgangi að tryggja öryggi og stöðugleika í Evrópu. En atburðirnir í Kósovó yfir- skyggðu allt annað. Atlantshafsbandalagið, friðarbandalag í fimmtíu ár, stóð í mestu hernaðarátökum á ferli sínum. Það lá undir þungri gagnrýni fyrir aðgerðir utan vettvangs bandalagsins, ekki síst fyrir árás á sjálfstætt ríki sem ekki hefði ráðist á bandalagið. Sú gagnrýni var ekki með öllu ósanngjörn. En spurningin var hvort Atlantshafsbandalagið hefði afl og samheldni til að standa vörð um forsendur frið- ar hið næsta sér. Ég er ekki í vafa um það að hefði Atlants- hafsbandalagið brugðist á þessari ögurstund, hefði það glat- að allri tiltrú. Ófriðurinn hefði breiðst út og úr því orðið ógnarbál eins og áður hefur kviknað á þessum slóðum. Sam- heldnin réð úrslitum, árangur náðist og bandalagið gegnir áfram lykilhlutverki í Evrópu. ísland, vopnlausa landið í varnarbandalaginu, studdi eindregið aðgerðir þess í Kósovó og bar fulla ábyrgð á þeim, eins og hin bandalagsríkin. Höf- um við íslendingar síðan lagt okkar af rriörkum til þess að bandalagið geti áfram tryggt frið og stöðugleika í Évrópu, auðvitað með þeim hætti sem hentar vopnlausu ríki. Mikilvægi Átlantshafsbandalagsins fyrir öryggi Evrópu ræðst fyrst og síðast af tengslunum við Norður-Ameríku. Lega Islands skiptir þar miklu. Á síðustu árum hefur Evrópusambandið stefnt að auknu hlutverki í öryggis- og varnarmálum. ísland styður þessa stefnu, en forsendan hlýtur að vera sú að hún hvorki veiki Atlantshafsbandalagið né spilli fyrir samstarfinu við Bandaríkin og Kanada. Og auðvitað er óþolandi ef sú þróun leiðir til þess að ríki sem era utan Atlantshafsbandalagsins en innan Evrópusambandsins geti haft áhrif á ákvarðanir banda- lagsins umfram þau ríki sem þar axla beina ábyrgð. Utan- ríkisráðherra hefur haldið stefnu íslands fram af mikilli festu og átt góða samvinnu við ráðherra annarra ríkja með svipaða hagsmuni, svo sem Noregs, Póllands, Tyrklands, Tékklands og Ungverjalands. Margir mundu ætla að hið fámenna íslenska ríki kviði aukinni alþjóðavæðingu í veröldinni. Svo er þó ekki. Ástæð- an er sú að Islandi er mikilvægt að eiga greiðan aðgang að mörkuðum. Við erum útflutningsþjóð. Frelsi í heimsvið- skiptum er til þess fallið að draga úr muninum á aðstöðu stórra og smárra þjóða. Hagkerfin opnast hvert af öðra og skapa framsækinni þjóð, vel menntaðri og upplitsdjarfri, fjölmörg tækifæri. Én það er skilyrði að við rekum ekki okkar þjóðarbúskap í ósamræmi við það sem almennt tíðk- ast í heiminum, svo sem gert var um áratuga skeið. Við nú- verandi aðstæður mundi slík stefna hafa alvarleg áhrif á samkeppnisstöðu þjóðarinnar og skerða lífskjör hennar. Þjóðir njóta ekki til fulls ávaxtanna af auknu alþjóðlegu samstarfi nema efnahagsramminn og þær leikreglur sem innan hans gilda séu heilbrigðar og skýrar. Þetta er einfalt skilyrði, en ræður úrslitum um hvort hér verði áframhald- andi hagvöxtur, aukin fjárfesting en ekki fjármagnsflótti. Stundum er reynt að ala á ótta um að þjóðin kunni að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.