Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Menntun er máttur MENNTUN og þekking eru þau vopn sem líklegast er að komi að haldi í lífsbaráttu næstu aldar. Flestir foreldrar vilja nesta böm sín vel út í lífið þannig að þau eigi möguleika á góðri atvinnu og góðri af- komu. Miklu ræður búseta fólks hversu góða möguleika börnin hafa til náms á grunn- og framhaldsskólastigi. Þar sem ekki era möguleikar til fram- haldsskólanáms og efstu bekkir grunn- skóla e.t.v. ekki starf- ræktir sökum mann- fæðar er ekki óalgengt að fólk flytji búferlum þegar börain komast á unglingsár, bæði til að halda fjölskyldunni saman og vegna þess kostnaðar sem fylgir því að halda tvö heimili. Það er dýrt að þurfa að senda unglinga að heiman í framhaldsskóla og foreldrar vilja gjarnan hafa hönd í bagga við uppeldi bama sinna lengur en kostur gefst, á þeim stöðum þar sem senda þarf ung- linginn að heiman strax á fyrstu unglingsárun- um. Mikill áhugi er á því meðal landsbyggðar- fólks, ekki síst á þeim stöðum þar sem ekki er boðið upp á framhalds- nám, að fjarkennsla verði nýtt skipulega til að nemendur geti verið lengur í heimahúsum og að skipulag skóla- mála valdi ekki röskun á högum fjölskyldunn- ar. Umræða um fjamám eða fjarkennslu á grunnskólastigi er mik- ið styttra komin en á framhalds- skólastiginu. Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir afar áhugaverðri til- raun milli grunnskólans á Hólmavík Fjarkennsla Okkur ber skylda til að gera þeim börnum, sem ekki geta lokið grunn- skólanámi í sínum heimaskóla, segir Dóra Líndal Hjartardóttir, kleift að ljúka námi með fjarnámi eða fjarkennslu. og grunnskólans á Broddanesi í fjarkennslu. I skólanum á Hólmavík eru 95 nemendur en í skólanum á Broddanesi eru einungis 5 nemend- ur. Milli skólanna á Hólmavík og Broddaness fer fram gagnvirk kennsla, þannig að nemendur og kennari eru í sambandi hvor við ann- an meðan kennsla fer fram. Eftirlit með þessari tilraun er í höndum Háskólans á Akureyri. Það ber að benda á að þetta verkefni hófst ári seinna en til stóð vegna lé- legs tæknibúnaðar og þess að síma- línur önnuðu ekki flutningi milli staðanna. En lélegar tengingar til gagnaflutnings út á landsbyggðina þarf að lagfæra strax! Það eru fleiri grunnskólar í landinu sem þyrftu að bjóða upp á þennan möguleika til að böm geti lokið grunnnámi sínu í heimabyggð. Ljóst er að tækninni fleygir fram og sífellt fleiri búa við þá aðstöðu að geta nýtt sér fjarkennslu, en þó er ljóst að samræma þarf kostnað þannig að allir búi við sömu kjör til að nýta sér þessa tækni. I fjárlögum næsta árs er þegar búið að veita fé til undirbúnings og fjarkennslu á framhalds- og háskóla- stigi, sem er afar jákvætt og hvetj- andi fyrir alla til að hefja nám. Hvergi er minnst á grunnskólana í þessu frumvarpi, sem er skiljanlegt Hjartardóttir þar sem búið er að flytja grunnskól- ann yfir á sveitarfélögin, samt talar ríkisvaldið um að jafna þurfi aðstöðu þeirra sem úti á landi búa til að stunda nám. Eg vil benda á að í land- inu eru lög þar sem börnum er gert skylt að stunda nám frá 6-16 ára ald- urs. Okkur ber skylda til að gera- þeim böraum, sem ekki geta lokið grunnskólanámi í sínum heimaskóla, kleift að ljúka námi með fjarnámi eða fjarkennslu og stuðla þannig að því að bömin geti sem lengst verið undir handleiðslu foreldra sinna eða forráðamanna. í öllum menntastofn- unum landsins er verið að vinna gott starf, og þar er verið að leggja grunninn að velferð þjóðarinnar. Það þarf að hlúa vel að öllum þessum stofnunum, ekki bara með því að lýsa yfir vilja tO aðgerða í ræðum á tylli- dögum eða þá í hörðum kosninga- slag. Stór hluti byggðastefnu lands- ins tengist tækifærum til náms, því verður ríkið að sinna skyldu sinni sem yfirvald menntamála í landinu t.d. með því að færa nýja tekjustofna til sveitarfélaganna eða með auknum fjárveitingum þar sem það á við. Höfundur er tónmenntakennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar á Vesturlandi. Umhverfissinnar eru vinir þjóðarinnar KÆRU landar, vekur það ykkur ekki til umhugsunar að tilgangurinn skuh helga meðalið í virkjunarmál- um norðan jökla frekar en eining þjóðarinnar og að meirihluti þing- manna skuli kjósa þjóðarsundrungu >í staðinn fyrir umhverfismat? Hugs- ið þið málið. Þegar ég spurði konu að austan hvort sveitarstjómarmönnum væri fyrirmunað að sjá aðra leið en eyði- leggingu náttúruauðæfa og meng- andi stóriðju byggðunum til bjargar, kvað hún það sorglega staðreynd. Stóriðja, ekki síst við fjöllum girta þrönga firði, ber með sér óheilbrigða atvinnuhætti, loft-, sjávar- og land- mengun. Að eyðileggja náttúruperl- ur og stórauka erlendar skuldir þjóð- arinnar fyrir slíkt er ábyrgðaleysi og á þjóðin annað skilið af þingmönnum sínum en að slíkum gersemum sé fórnað fyrir erlenda auðhringi. Mér varð óþægilega við að lesa grein í Morgunblaðinu sem þing- maður að norðan skrifaði. Hann kvað það heiður fyrir íslendinga að virkja og framleiða ál á vistvænan hátt því þá þyrftu Evrópubúar ekki að vinna það með kolum og olíu. Mikill spek- Stóriðja Með enn einu álveri telur Albert Jensen að ---7------------------------ Islendingar auki við mengun lofts og sjávar. ingur þar, en bara á röngu þingi. Veit maðurinn hverju þeir eru að fóma í Sellafield, Bretamir? Endurvinnsla kjaraorkuúrgangs frá Skotlandi er byrjuð að menga Atlantshafið og hafa áhrif á vistkerfi sjávar sem við byggjum tilveru okkar á en þeir láta sig engu varða. Með enn einu álveri aðstoða fslendingar við mengun lofts og sjávar. íslenska þjóðin verður að hætta að hygla erlendum þjóðum í þeim tilfellum sem hún fyrirsjáan- lega skaðast sjálf. Norðmenn hafa gert sér Ijóst að þeir hafa farið offari í virkjunum á eigin landi og snúa nú eyðileggingarmætti sínum að ís- lensku hálendisperlunum. Þeim er alveg sama þó þeir valdi tjóni á ís- lensku landi og úlfúð hjá íslensku þjóðinni ef þeir hagnast. Greinilegt er að þeir ætla að nýta sér barnaskap þjóðarinnar og andvaraleysi gagn- vart útlendingum til að koma eigin stóriðju á hvað sem það kostar okk- ur. Eyðilegging lands er einskis met- in, skuldabaggi okkar er þeim óvið- komandi, rafmagn fá þeir fyrir næstum ekkert en aðalatriði þeirra er að græða og svo geta þeir hætt án fyrirvara ef álverð fellm- og kæmi það ekki að óvörum því Norðmenn hafa alla tíð þvælst fyrir hagsmunum okkar. Menn skulu athuga að hér er ekki verið að seilast eftir erlendu fjármagni því Norð- menn taka enga áhættu og eiga lítinn hluta verksmiðjunnar. í öllu andvaraleysinu gagnvart spillingaröfl- um ósnortins íslensks víðernis hvet ég þjóð- ina til að fylgjast með sjónvarpsþáttum Óm- ars Ragnarssonar um erlenda þjóðgarða, það gæti vakið hana til vit- undar um að landið get- ur verið án hennar en hún ekki án þess og að okkur ber að skila því óskemmdu til seinni kynslóða. Þjóðin á enga betri vini en þá sem vilja vemda náttúrulega auð- legð hennar þvi það er eina fólkið sem lætur sig varða hvernig staðið er að verki. Umhverfisvinir leggja í kostnað auk vinnu til vemdar land- inu, öfugt við þau öfl sem fá greiðslur til að rægja þá og leggja drög að var- anlegri eyðileggingu. Sumir þeirra fáu sem neituðu mér um undirskrift sína til stuðnings lögformlegu um- hverfismati norðan Vatnajökuls komu með óbeðnar ástæður neitunar eins og að umhverfisvinir væru hryðjuverkamenn, snobbaðir lær- dómsmenn og uppistöðulón séu fal- legri en náttúrulegt umhverfi. Þó ég óttist að þjóðin muni tapa þessu stríði, eins og gerst hefur áður við skammsýni og gróða- hyggju, munu um- hverfisvinir halda áfram baráttunni. Þó stjómvöld hafi beitt neikvæðum áróðri gegn umhverfísvinum og sagt þá á móti öllum framförum veit þjóðin betur og að enginn þeirra er á móti vist- vænni virkjun sem byggð er af skynsemi og sýn til framtíðar. Landsvirkjun er eign þjóðarinnar, hún getur ekki far- ið í mál við eigendur sína þó þeir hag- ræði í fyrirtækinu. Metum hagsmuni þjóðarinnar framar þeim norsku og látum hótanir þeirra ekki trufla hugsun okkar. Veitum strax fé til uppbyggingar atvinnulífs á Aust- fjörðum og færum eins og mögulegt er starfsemi frá Reykjavík til þeirra og sjáum hvað kemur út úr lögform- legu umhverfismati norðan jökla. A meðan vinnur tíminn með þjóðinni. Höfundur er byggingafræðingur. Albert Jensen Úlpa með drífí á öllum GETUR verið að íslendingar séu á villigötum varðandi val á yfirhöfn- um? Erfitt er að alhæfa um þetta, en að minnsta kosti virðist regnfataeign fullorðinna landsmanna fljótt á litið mun fátæklegri en vænta mætti í svo vindasömu og votviðrasömu landi. Ástæðan fyrir þessu getur þó varla verið almenn fátækt, nema þá í und- antekningartilvikum. En hvemig ■steíidur þá á því að almennileg hlífð- arföt eru svo sjaldséð í forstofuskáp- um hérlendis? Jú, ætli skýringin liggi ekki einfaldlega í því að hlífðar- fot íslendinga rúmast ekki í forstofu- skápum. Þau eru geymd í bílskúrum og á bílastæðum, standandi á fjórum hjólum - og helst með drifi á þeim öllum. íslendingar eru einhver mesta bílaþjóð í heimi. Skýringar á því liggja meðal annars í dreifðri byggð með miklum vegalengdum og takmörkuðum almenningssamgöng- um. En samt er ekki nauðsynlegt að nota bíla fyrir yfirhafnir á mjög stuttum leiðum. Hvers vegna fer fólk á bílnum í vinnuna, út í búð, á leik- skólann með börnin o.s.frv., jafnvel þó að allir þessir staðir séu í tíu mín- útna göngufæri frá heimilinu? Hvers vegna er ekki frekar valinn sá kostur að klæðast skjólgóðri yfirhöfn og ganga eða hjóla þennan spotta? Nú er enn hægt að spyrja: Hvers vegna er verið að skrifa um þetta? Hverjum kemur það við hvort ein- hver einstaklingur fer í bfl eða regnkápu í vinn- una? Hann á jú bílinn sjálfur, og ef hann á nóga peninga tfl að kaupa á hann bensín ætti hann að geta valið sér ferðamáta sjálfur. Lítum nánar á spurninguna „Hverjum kemur það við“. Henni er fljótsvarað. í fyrsta lagi kemur einstak- lingnum sjálfum það við, og í öðru lagi öllum hinum. Kostnaðurinn við að aka stuttar vega- lengdir er miklu hærri en flestir gera sér grein fyrir, og um- hverfisáhrifin eru einnig tiltölulega mest á þessum stuttu leiðum. Danska umferðarráðuneytið (Trafikministeriet) og dönsku nátt- úruverndarsamtökin (Danmarks Naturfredningsforening) hafa birt tölur um bensíneyðslu bfla á fyrstu kflómetrunum á köldum morgni. Töluraar birtast í eftirfarandi töflu frá dönsku umhverfissamtökunum NOAH: Bensíneyðsla fólksbfls sem ræstur er kaldur: Niðurstaðan er sem sagt m.a. sú, að venjulegur bensíndrifinn fólksbíll þurfi 1,6 lítra til að komast fyrstu 5 kfló- metrana að morgni dags þegar hitastigið er við frostmark. Ef við gerum ráð fyrir að þessum sama bfl sé ek- ið sömu vegalengd heim að kvöldi við sama hitastig, þá verður bensíneyðslan yfir dag- inn 3,2 lítrar á aðeins 10 km vegalengd! Þetta er svipuð orkunotkun og hjá 50 manna rútu í blönduðum akstri! Jafnvel þótt hitastigið sé +20°C þarf aðeins tvo farþega í rútuna til að 5 km ferð sé hagkvæmari frá orkusjónarmiði en sams konar ferð sömu einstak- linga á tveimur „kaldræstum" einka- bílum! Af framanskráðu er ljóst að mikið er hægt að spara með því að skilja bflinn eftir og nota þess í stað fæt- uma, reiðhjól eða almenningsfarar- tæki til að komast stuttar vegalengd- ir. Þar við bætist að loftmengun fyrir hvern bensínlítra er mun meiri á meðan bfllinn er kaldur. Hvarfakút- ar þurfa um 400-1000 stiga vinnslu- hita, og það tekur drjúga stund og mikía orku að ná upp þessum hita V?<) scndum viðsldptavinum bcstu nýúrskveðjur. Þukhum viÖshiptin i aldarfjóröung. BREIÐHOLTSBAKARÍ Stefán Gíslason Bílaeign HlífðarfÖt íslendinga rúmast ekki í forstofu- skápum, segir Stefán Gfslason. Þau eru geymd í bílskúrum og á bílastæðum. þegar bfllinn er ræstur kaldur, Með- an á þessari upphitun stendur, verð- ur andrúmsloftið að taka við stærst- um hluta þeirra mengandi loft- tegunda sem hvarfakútnum er ætlað að klófesta. Þannig er áætlað að loft- mengun frá bfl með hvarfakút sé jafnmikil á fyrstu 5 kílómetrunum og á 450 km eftir að bílvélin er orðin heit. Við allt þetta bætist síðan sú staðreynd, að bflvélar slitna mjög þegar þær eru ræstar kaldar. Samkvæmt tölum frá Danmörku er um helmingur allra bílferða þar- lendis styttri en 6 km. Ekki er víst að sömu tölur gildi fyrir Island. En er samt ekki kominn tími til að nota yf- irhafnir sem rúmast í forstofuskáp- um og spara þær sem geymdar eru í bflskúrum og á bflastæðum? Höfundur er u m b verfiss tjórn unur- fræðingur (MSc) og býr í Borgar- nesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.