Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 52
$2 Mstmmmmiitös&fitífflVffl MINNINGAR MOKGUNBLAÖlft' GUÐJÓN BJÖRNSSON + Guðjón Björns- son var fæddur í Gerði í Vestmanna- eyjum 10. maí 1908. Hann lést 28. nóvem- ber siðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jónína I. Jóns- dóttir og Björn Er- lendsson. Hann var ævinlega kenndur við æskuheimiii sitt og kallaður Gaui í Gerði. Guðjón missti ” föður sinn 13 ára gamall, en þau mæðginin héldu sam- an heimili og fjórtán ára að aldri fór Guðjón að róa á árabát með Stefáni í Gerði, upp á hálfan hlut. Það voru hans fyrstu kynni af sjó- mennsku sem átti eftir að verða hans ævistarf. Síðan réðst hann á mb Pipp með Magnúsi á Sólvangi og var þar í átta vertíðir. Hann fór á vélsljómamámskeið hjá Fiskifé- Iaginu og var mótor- isti næstu ár á eftir. Þá lauk hann skip- stjórnarprófi og var á ýmsum bátum, m.a. með Binna í Gröf, Eyva á Bessa- stöðum og Jóni í Sjólyst á Lagarfossi. Árið 1940 kvænt- ist Guðjón Þóreyju Jóhannsdóttur frá Hafnamesi í Fá- skrúðsfirði. Hún lést í mars siðastliðnum. Guðjón og Þórey áttu sex böra og eru tvö þeirra látin, annað þeirra drengur óskírður og yngsta barn þeirra, Guðríður Hallbjörg. Hin em Valbjöm, Jóhann, Björg og Jón Ingi. Þau systkinin hafa eign- ast 15 börn og langafabörnin eru orðin sex að tölu. Guðjón var jarðsunginn frá Landakirkju 4. desember. Einhvem veginn er það undar- legt að þurfa að sætta sig við það að hann pabbi sé dáinn. Auðvitað er ekkert eðlilegra en að maður kveðji • sem er kominn yfir nírætt, hann gerði sér sjálfur hvað besta grein fyrir því að það færi að styttast í þessu hjá honum. En engu síður fylgir hvarfi hans ákveðið tómarúm, rétt eins og maður sé ekki alveg búinn að sætta sig við að hann skuli vera farinn. Þegar ég fór með þig upp á sjúkrahús í endaðan nóvember, eða í slipp eins og þú varst vanur að kalla það þegar þú þurftir að leggj- ast inn á spítala, þá hélt ég að þetta yrði eins og venjulega, þú yrðir kominn aftur, hress og endumærð- ur eftir nokkra daga. En þú áttir ekki afturkvæmt úr þessari slipp- ferð. Arið 1935 hélt pabbi austur á land, austur að Hafnarnesi við Fá- skrúðsfjörð til sjóróðra. Þar kynnt- ist hann mömmu, Þóreyju Jóhanns- dóttur, en þau giftu sig á jólunum 1940 og hófu búskap í Hafnarnesi. Þar bjuggu þau í 18 ár en þá flutt- ust þau til Vestmannaeyja og keyptu húsið Vallatún árið 1958. Á árunum fyrir austan reri pabbi á trillum yfir sumartímann en fór á veturna á vertíð í Eyjum. Skömmu eftir flutningana til Eyja keypti hann Þrist VE, 15 tonna bát, ásamt þeim Valbirni og Jóhanni. Það kom fyrir að við vorum allir saman um UTFARARÞJONUSTAN EHF. Stofnað 1990 Oskum landsmönnum velfarnaðar á nýju ári. www.utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri ■Æ /SLANDS Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað til útfararstjóra hvenaer sólarhrings sem er. Útfararstofa (slands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall verður. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: - Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Koma á sambandi við þann prest sem aðstandendur óska eftir. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Búa um lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. - Fara með tilkynningu í fjölmiðla. Útfararstofa íslands útvegar: - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Dánarvottorð og líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskað er. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson útfararstjóri Sverrir Olsen útfararstjóri Utfararstofa Islands — Suðurhlíð 35 — Fossvogi. Sími 581 3300 — Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is borð, bræðurnir ásamt pabba og mági okkar, Gísla Val. Upp úr 1960 keyptu þeir annan bát sem einnig fékk nafnið Þristur og gerðu hann út til 1979 þegar þeir hættu útgerð. Mamma átti við vanheilsu að stríða í mörg ár og lést í mars sl. eftir langa og erfiða sjúkralegu. I nokkur ár eftir að pabbi hætti í útgerð var hann vaktmaður um borð í togurum og öðmm skipum en sú vinna átti ekki við hann, ekki nóg um að vera. Því var það að við feðg- arnir réðumst í útgerð á trillu, aðal- lega til aðdrátta fyrii- fiskbúðina sem ég rak þá. Einhverja nóttina skrifuðu einhverjir gárungar nafnið Gaui gamli á trilluna. Við vorum ekkert að ergja okkur yfir því, þótti þetta bara gaman og viðeigandi og létum hana bera þetta nafn enda fiskaðist vel á nafnið. Pabbi hafði þann einstaka hæfi- leika að taka hlutina ekki alvarlega og skemmti sér manna best yfir þessum grikk sem þarna átti að gera honum. Hann hafði líka oft á orði að nóg væri nú fýlan í veröld- inni þó að hann færi ekki að bæta þar einhverju við. Hann var enda hrókur alls fagnaðar og margar sögur til af honum á góðum stund- um eins og um árið þegar hann kom ríðandi í Alþýðuhúsið. Þegar hann var stöðvaður og pólitíið efaðist jafnvel um eignarhaldið á hestinum, spurði pabbi í forundran hvort póli- tíið þekkti virkilega ekki hann Gerðis-Grána og hélt síðan reið sinni áfram inn í Alþýðuhúsið. Pabbi var veiðimaður af guðs náð, ekki bara á fisk heldur einnig á lunda. Hann stundaði lundaveiðar bæði í Elliðaey, í Lambaskorum og Raufinni í Stórhöfða. Það var ekki fyrr en í sumar, þegar hann var á nítugasta og öðru ári að hann af- henti barnabarninu, Gylfa, háfinn sinn og sagðist liklega ekki bera hann oftar til veiða. Pabbi bar aldurinn vel og fannst hann aldrei vera neitt gamall. Árið sem hann hélt upp á níræðisafmæl- ið fór hann með Félagi eldri borg- ara í hressingardvöl á Hótel Örk. Þar hrökk upp úr honum að hann hefði aldrei trúað þvi að það væri svona gaman að skemmta sér með gömlu fólki. Þá var hann raunar elstur i hópnum. Eftir 1980 jukust samskipti okk- ar feðganna mikið, bæði þegar við sóttum saman sjóinn og eins fluttu foreldrar mínir þá í kjallarann hjá mér á Helgafellsbrautinni. Þá var hann orðinn 82 ára en sótti sjóinn af engu minna kappi en þeir sem yngri voru. Hann var einstaklega gætinn og veðurglöggur og af honum lærði ég margt í sjómennsku, t.d. að þekkja veður og strauma án þess að nota til þess tæki. Ég komst líka að því að það var yfirleitt meira að marka veðurspána hjá honum pabba en þá sem var í útvarpi og sjónvarpi, hans spár stóðust og þeim mátti treysta betur en hinum. Það var líka traustvekjandi að hafa hann um borð þegar eitthvað var að veðri og við vorum djúpt úti, t.d. úti Erfisdrykkjur ÖVeitlAQohú/ld GBfH-mn Dalshraun 13 S. 555 4477 ♦ 555 4424 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svem'r Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Síini 581 3300 í Kanti á lúðulínu á litlum bát. Þá þurfti kunnáttu til að skila sér heim án áfalla og hann var með það allt á hreinu, hvemig átti að sigla upp úr Kantinum, síðan vestur fyrir og svo fyrir Klettinn. Þó svo að við höfum aldrei borið tilfinningar okkar á torg, hvor fyrir annan, ekki flíkað þeim með nánum hætti eða snertingum, þá var það sami feginleikinn sem gagntók okk- ur báða þegar komið var fyrir Klettinn. Þá skildum við hvor annan og tilfinningar hvor annars. Það var þegjandi skilningur, þá kom vænt- umþykjan í ljós. Á síðasta bátnum sem við áttum og var 15 tonn að stærð, treystum við okkur í meira og einhvern tíma sagði sá gamli að á þessum bát treysti hann sér alveg í tíu vindstig úti í Kanti og brosti við. Og ég lærði meira en sjómennsku af honum pabba, ég lærði líka að sjá björtu hliðamar á tilveranni. Stundum gekk illa að draga, allt niðurslitið og þá átti ég til að bölva öllu í sand og ösku, saltillur og vondur. En sá gamli hélt sínu jafn- aðargeði hvað sem á gekk. „Hva, við verðum þá bara fyrr í landi,“ sagði hann og hló. „Þetta hefði nú getað verið verra.“ Svo næsta dag fórum við út og náðum öllu sem hafði slitnað niður. Ég lærði af þessu að sjá ljósu punktana í lífinu, hvað það er tilgangslaust að ergja sig yfir orðnum hlut, hvað allt geng- ur betur í lífinu ef maður lætur mót- lætið ekld fara í taugarnar á sér. Við nutum samverannar báðir tveir út í ystu æsar þessi ár sem við voram saman í útgerðinni og þessi tími verður mér ógleymanlegur. Fyrir ári ákváðum við að hætta í útgerð og ég söðlaði yfir í annan rekstur. Þar með lauk sjómennsk- unni hjá honum pabba, nær 80 ára sjómennsku. Ennþá var samt hug- urinn við sjóinn og í sumar hafði hann á orði að réttast væri að fá sér trilluhorn. Af því varð þó ekki. Hann kvaddi í nóvember, sáttur við allt og alla. Hann hafði oft haft á orði að hann vildi fá að kveðja þetta líf án þess að þjást og það fór eins og hann vildi. Pabbi er farinn en eftir erum við og reynum að gera okkar skyldu rétt eins og hann gerði í sínu lífi. Ég veit að við eigum eftir að hitt- ast á ný og ég hlakka til þeirra end- urfunda. Ég kveð þig, pabbi minn og þakka þér fyrir allt það sem þú kenndir mér og gafst mér. Jón Ingi. EINAR SIGURÐSSON + Einar Sigurðsson fæddist í Reykja- vík 6. október 1934. Hann Iést á heimili sínu í Lúxemborg 10. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans vom Sigurður Eir- íksson heitinn, sjó- maður og verslunar- maður í Reykjavík, ættaður úr Borgar- flrði eystra, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir heitin, húsmóðir, ættuð frá Vík í Mýrdal. Systur Einars eru Edda Maren, búsett í Flórída í Bandaríkjunum, og Sig- rún Hlín, búsett í Reykjavík. Einar var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans var Hrafnhildur Þorsteinsdóttir og áttu þau saman dótturina Ingibjörgu, f. 1955. Með sambýliskonu sinni, Svanhvíti Sig- urlinnadóttur, eignaðist hann son- inn Sigurð, f. 1962. Seinni eigin- kona hans var Ásta Gunnarsdóttir og eignuðust þau saman tvö börn, Gunnar Óðin, f. 1968, og Stellu Rögnu, f. 1975. Ásta og Einar slitu samvistum 1983. Einar lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar árið 1951. Atvinnuflug- mannsprófi og blind- flugmannsprófi lauk hann árið 1955 og prófi í loftsiglinga- fræðum árið 1958. Hann hóf sinn starfs- feril sem flugmaður í Noregi árið 1956, síðar hjá Loftleiðum á íslandi á árunum 1957-1969. Einar stofnaði Flugfélagið Víkingur árið 1959 og stundaði leigu- flug og kennslu í blindflugi þessi sömu ár. Hann tók þátt í hjálpar- flugi til Biafra og Nígeríu á ár- unum 1969-1970. Einar varð fyrsti yfirflugsfjóri hjá Cargolux í Lúxemborg, og vann hann þar frá 1970-1985. Seinna starfaði hann hjá Flugfélaginu Atlanta í rúm- lega tvö ár. Einar sat í sljóm Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna 1968-1969, og var einnig formað- ur flugmannafélags Cargolux 1979-1982 sem og fulltrúi í starfs- mannafélagi Cargolux 1976-1984. Útför Einars fór fram frá Foss- vogskirkju 20. desember. Elsku pabbi. Nú ert þú endan- lega floginn frá mér. Þú varst ætíð á ferð og flugi sem eðlilegt er þar sem þú varst flugmaður. Samt hitt- umst við reglulega og það vora góð- ar stundir. Sérstaklega þegar við fórum í Kaldbaksvíkina, þar naust þú hverrar stundar við veiði- OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARH RINGINN Dtivtð luger Ólstfur Útfantrstj. Umsjón IJtfararstj. LIK KISrUVlN N USTO FA EYVINDAR ÁRNASONAR mennsku eða að grilla góðan mat undir rekavið. Það voru góðar stundir að sitja með þér úti í nátt- úrunni og spjalla saman um alla heima og geima. Ég kveð þig með ljóði eftir Stein Steinarr. Að lokum eftír langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. Svo óralangt þú einn og hljóður gekkst í annarlegum þysi stræta og torga, og vildir heim til þess, sem ást þín ann og engin jarðnesk dýrð er fær að borga. Ég minnist þín með kærleik í hjarta, pabbi minn. Hvíl í friði. Þín dóttir Ingibjörg. Blómabúðin öarðskom v/ PossvogskiVkjuga»*ð Síwxu 554 0500 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.