Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 79
■MORGUNBLAÐIÐ EÖSTUDAGUR.31,DESEMBBR,1909 s?9 Hugleið- ingar Frá Eyjólfí Guðmundssyni: SKIPTAR skoðanir hafa verið um það hvort sálir okkar mannanna lifí efth’ þessa jarðvist. Sumh- álíta jafn- vel að engin sál sé til. Meðal fjölhæfs gáfufólks er þessi hugsanagangur ríkjandi og er þá hvorki trúað á til- veru Guðs, né annarra ósýnilegra anda. Sá sm þetta ritar hefur aðra skoð- un. Guð er til sem vitigæddur andi og kraftur, okkur mönnum lítt skilj- anlegur. Góðar verur, svo sem engl- ar, eru tengdar þessum Guðdómi, geta komið okkur til hjálpar, þegar á reynir. Mótaðilinn - Myrkrahöfðing- inn, sem stundum er nefndur Satan er líka til. Hann er andi og persóna, ásamt illum öflum, sem forfeður okkar nefndu ýmist ára, djöfia eða púka. Þessi illu öfl, geta sótt að okk- ur, á degi sem nóttu og orðið orsaka- valdur að margs konar ógæfu. Til að berjast gegn þessum neikvæðu öfl- um, er bænin besta vopnið, og þá einfaldlega vegna þess að góðir and- ar laðast til okkar, en hin illu öfl verða að hopa af hólmi. Sálir okkar mannanna lifa, eftir dauða líkamans, en geta verið jarð- bundnar í misjafnlega langan tíma. I sumum tilvikum eru þær tengdar jörðinni svo öldum skiptir. Nokkuð haldgóðar upplýsingar, um þetta hafa fengist gegnum miðla og sjá- endur. Forfeður okkar trúðu því að til væru náttúruandar, svo sem álfar, huldufólk og áhrifamiklar landvætt- ir. Þeir reyndu á ýmsan hátt að ving- ast við þessar ósýnilegu verui’, eða Guði. Það var ert með fórnum, svo- kölluðum blótum. - En í dag trúa íslendingar að til séu duldar vættir, úti í náttúrunni - andar sem eigi að umgangast með tillitssemi. Ut frá þessu má segja að við lifum í heimi, þar sem ýmsar ólíkar verur eða andar hafa sína tilvist. Þetta skiptir okkur miklu, því þessi öfl, hverju nafni sem þau nefnast, geta gripið inn í líf okkar, og skapað gæfu, eða ógæfu. Eftir að land varð kristnað, beindu menn bænum sínum ekki að- eins til Guðs, heldur einnig til dýr- linga - manna og kvenna, sem í lif- enda lífí höfðu stundum lækningamátt, og voru mjög trúaðar persónur. Við íslendingar eigum okkar þjóð- ardýrling, Þorlák Þórhallsson, sem fæddur var á Hlíðarenda í Fljótshlíð árið 1133. Hann varð síðar klerkur í Odda og eftir það biskup í Skálholti. Þorlákur biskup hinn helgi, eins og hann hefir oft verið nefndur, hefir lengi þótt góður til áheita, reyndar allt frá því að hann lést, 23. desem- ber árið 1193. Jarðneskar leifar hans voru tekn- ar upp og lagðar í skrín í Skálholt- skirkju, 20. júlí 1198. Skrín þetta, sem var skreytt gull- og silfurbún- aði, var í kirkjunni fram að siða- skiptum. Ekki er vitað hvað varð af þessum fornu menjum dýrlingsins eftir það. Messudagui’ hans, Þor- láksmessa, var lögfestur á alþingi 1199. Því voru á Þorláksmessu, 800 ár frá upphafi þssa hátíðisdags. Sá sem þetta ritar, hefur af og til mætt ýmsum mannraunum í lífi sínu, og meiri mótgangi en fólk al- mennt. Hann hefur, hin seinni ár, heitið á Þorlák, og fengið sínar óskir og væntingar uppfylltar. Þeim sem verða fyrir mótlæti, eða þeim sem óska sér einhverra hags- bóta og frapigangs í lífinu, er bent möguleikann á að heita á Þorlák Þórhallsson, hinn helga. Rétt er að geta þess, fyrir þá sem vilja heita á Þorlák, að til er Aheita- sjóður Þoi-láks helga. Hann er varð- veittur í Búnaðarbankanum á Hellu. Með stjórn hans fara: bankastjórinn í Búnaðarbankanum á Hellu, sýslu- maður Rangæinga, Hvolsvelli, og sóknarpresturinn í Odda. EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON frá Heiðarbrún. Stórtækar hugmyndir og framkvæmdir SKAK Lærdómsrfk skák KORCHNOI - KARPOV Merano 1981 STÓRTÆKAR hugmyndir og framkvæmdir hafa verið taldar til höfuðdyggða á sögueyjunni góðu. Eins og gengur og gerist hafa sum- ar þeirra gengið upp á meðan aðrar hafa hrunið eins og spilaborgir. Yf- irleitt er helsta ástæðan fyrir fall- völtu gengi sú, að áætlanir hafa ekki verið byggðar á raunhæfum vænt- ingum og þekking á grundvallar: atriðum hefur ekki verið til staðar. í þessu sambandi má minnast „töfra- lausna" íslensks efnahags fyrir rúmum 10 árum, sem áttu að felast í fiskeldi, loðdýrarækt og ýmissri annarri atvinnustarfsemi. Nú þegar mikill uppgangur hefur verið í efna- hagslífinu mætti spyrja sig hvar og hvenær „töfralausnirnar“ koma fram í dagsljósið, þegar hinn óum- flýjanlegi öldudalur hefst? Margir skákmenn falla í þá gildru að ætla sér um of, framkvæma áætl- anir sem líta út fyrir að vera djarfar og snjallar, en reynast síðan storm- ur í vatnsglasi. Einn af þeim heims- meisturum sem var snillingur í að fletta ofan af slíkum skákmönnum var Anatoly Karpov. Þó að minna fari fyrir tilþrifum hans hin síðari misseri eru margar af skákum hans meistaraverk í einfaldleik, næmi og stöðumati. Það síðastnefnda var og er hans aðalsmerki þar sem allar framkvæmdir ei-u byggðar á raun- hæfu mati og frábærum skilningi. Eftirfarandi skák frá heimsmeist- araeinvígi hans 1981 við Korchnoi er sígilt dæmi um stöðubaráttu gegn staka d4-peðinu, en með lærdóms- ríkum hætti tókst Karpov að koma í veg fyrir að sóknaráætlanir and- stæðingsins hefðu nokkra mögu- leika á að ganga upp. Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Anatoly Karpov Heimsmeistaraeinvígið í Merano 1981 (9) Drottningarbragð [D53] l.c4 e6 2.Rc3 d5 3.d4 Be7 4.Rf3 Rf6 5.Bg5 h6 6.Bh4 0-0 7.Hcl dc 8.e3 c5 9.Bxc4 cd lO.ed Þar með kemur upp ein af algeng- ustu peðastöðum sem hægt er að fá í skák, en hún einkennist af staka d4- peðinu. Sú spurning hvort það sé veikleiki eða styrkleiki veltur aðal- lega á því hvernig slíkar stöðutýpur eru meðhöndlaðar af keppendum. I þessu tilviki er það frekar veikleiki sökum ólánlegrar stöðu svartreita biskups hvíts. 10.. .Rc6 11.0-0 Rh5! Þegar teflt er gegn stöku peði eru uppskipti á léttum mönnum af því góða. Þessi snjalli riddaraleikur þvingar fram brotthvarf svartreita biskups hvíts. 12.Bxe7 Rxe7 13.Bb3 Rf6 14.Re5 Bd7 15.De2 Hc8 16.Re4 16.Hfel hefði verið betri mögu- leiki þar sem hvítur á að reyna að halda sem flestum léttum mönnum á borðinu. 16.. .Rxe4 17.Dxe4 Bc6! Einföld og góð leið til að valda b7 peðið. 18.Rxc6 Hxc6 19.Hc3 Hugmyndin með þessu er hugs- anlega að nýta hrókinn meðfram þriðju reitaröðinni til árásar á kóngsvænginn. Hinsvegar eru slík- ar áætlanir dæmdar til að mistakast sökum ónægs mannafla. 19. Hxc6 var betra. 19.. .Dd6 20.g3?! Einn erfiðasti þáttur skáklistarinnar er að ákveða hvar staðsetja eigi peðin, en ástæðan fyrir því er sú, að ólíkt öðrum mönnum ganga þau ekki aftur á bak þannig þegar þau eru sett fram er það óaft- urkallanlegt. Betra var að bíða með að ákveða hvernig peðastaðan á kóngsvæng skyldi líta út. 20.. .Hd8 21.Hdl Hb6! Djúpur leikur sem sýnir frábæran skiln- ing. Grundvallaráætl- un svarts byggist á að þrefalda þungu mennina á d-línunni og ráð- ast á d4-peðið. Hinsvegar var ekM hægt að gera það strax þar sem 21...Dd7 gekk ekki upp sökum lepp- unarinnar á a4. Jafnframt væri ekki gáfulegt að leika 21...a6 þar sem ekki er enn ljóst hvemig peðastaða er heppilegust fyrir svartan á drottningarvæng. 22.Del Dd7 23.Hcd3 Hd6 Svona stöðu vilja allir fá sem berj- ast gegn staka peðinu fræga. Þungu menn hvíts standa allir til varnar peðinu, grjótpassívir og leiðinlegir. Menn svarts eru hinsvegar eins og stórskotalið, sem beinist allt að veikum punkti andstæðingsins og er hvenær sem er tilbúið að reiða til höggs. 24.De4 Dc6 25.Df4 Rd5 26.Dd2 Db6 27.Bxd5 Hxd5 28.Hb3 Dc6 29.Dc3 Dd7 30.f4 Sorgleg veiking hvítu kóngsstöð- unnar, en hvað var til ráða? 30...b6! 31.Hb4 b5 32.a4 ba 33.Da3 a5 34.Hxa4 Db5! Senn fer að líða að því, að stór- skotaliðið hefji lokaárás sína. 35.Hd2 e5! Þar féll sprengjan! 36.fe Hxe5 37.Dal De8! Stórglæsilegur loka- hnykkur. Hvítu kóngs- stöðunni verður ekki bjargað héðan af. 38.de Hxd2 39.Hxa5 Dc6 40.Ha8+ Kh7 41.Dbl+ g6 42.Dfl Dc5+ 43.Klil Dd5+ 0:1 Hver er þinn upp- áhalds skákmaður? Taflfélagið Hellir gengst nú fyrfi lauf- léttri könnun á því hvaða íslenskur skák- maður er í mestu upp- áhaldi hjá íslending- um. Sá sem flest stig fær í könnuninni hlýtur nafnbótina upp- áhalds skákmaður aldarinnar. Þetta er auðvitað til gamans gert og allir geta tekið þátt í könnuninni, hvort sem þeir eru reyndir skák- menn, eða skákáhugamenn sem láta sér duga að fylgjast með skákfrétt- um og hrifist hafa af fjölmörgum af- rekum íslenskra skákmanna. Valið fer þannig fram að lesendur velja sína 5 uppáhalds skákmenn og senda til Taflfélagsins Hellis í tölvu- pósti (hellir@simnet.is) og verða úr- slitin birt í byrjun nýs árs. Þátttak- endum gefst einnig kostur á að velja uppáhaldsskák sína teflda af ís- lenskum skákmanni. Góð viðbrögð hafa orðið við uppáhalds skákmanni aldarinnar og sitthvað mun koma á óvart þegar niðurstaðan verður birt. Þeir sem vilja taka þátt í uppátæk- inu verða að senda tillögu sína til Hellis áður en árið 2000 hefst. Fyrirkomulagið á vali á upp- áhalds skákinni er með öðrum hætti. Allar skákir sem verða til- nefndar fyrir áramót verða birtar á Heimasíðu Hellis á PGN-formi og þar geta skákáhugamenn skoðað skákirnar sem munu keppa um titil- inn uppáhaldsskák aldarinnar. Frestur til að tilnefna skákir vegna uppáhalds skákar aldarinnar er til miðnættis þann 31. desember 1999. Nýársskákmót Skeljungs Sunnudaginn 2. janúar munu sterkustu skákmenn landsins leiða saman hesta sína á nýársskákmóti Skeljungs sem nú er haldið í fyrsta skipti. Mótið er haldið í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur og verður keppt í húsakynnum Skeljungs á 8. hæð að Suðurlandsbraut 4 og hefst mótið klukkan 14. Af átján keppend- um sem þekkst hafa boð um þátt- töku í mótinu eru sjö stórmeistarar og þrír alþjóðlegir meistarar. Stór- meistararnir eru: Friðrik Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ól- afsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Arnason, Margeir Pétursson og ■ Þröstur Þórhallsson. Alþjóðlegu meistararnir eru: Jón Viktor Gunn- arsson, Karl Þorsteins og Sævar Bjarnason. Aðrir sem þátt taka í mótinu eru Arnar Gunnarsson, Árni Ármann Árnason, Ágúst Sindri Karlsson, Ásgeir Þór Árnason, Bragi Kristjánsson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Stefán Kristjánsson og Þráinn Vigfússon. Mótið er hrað- skákmót. Búast má við hvössum og skemmtilegum viðureignum og er húsið opið öllum áhugamönnum um skák á meðan húsrúm leyfir. Fyrsta atkvöld nýs árs Taflfélagið Hellir heldur fyrsta atkvöld ársins 2000 mánudaginn 3. janúar og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár at- skákir, með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær verð- laun, máltíð fyi’ir tvo frá Pizzahúsinu. Þá verður dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Pizza- húsinu. Þar eiga allir jafna mögu- leika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og'" yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Skákmót á næstunni 2.1. TR. Nýársmót Skeljungs 3.1. Hellir. Atkvöld 7.1. SA. 15 mínútna mót 9.1. TR. Skákþing Reykjavíkur 9.1. SA. Uppskeruhátíð 10.1. Hellir. Fullorðinsmót 10.1. TG. Mánaðarmót Daýi Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Nuddnám hefst I o. janúar nk. Nuddnámið tekur eitt og hálft ár. Útskriftarheiti er nuddfræðingur. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og Félagi íslenskra nuddfræð- inga. Upplýsingar í síma 567 8921 virka daga kl. 13-17. Hægt er að sækja um í síma, á staönum eða fá sent umsóknareyðublað. Kynningarkvöld mánudag- inn 3. janúar kl. 20.00. Nuddskóli Guðmundar Smiðshöfða 10, 112 Rvík ______2. og 3. hæð__ Meðlagsgreiðendur Meðlagsgreiðendur, vinsamlegast gerið skil fyrir árslok og forðist vexti og kostnað. Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9, 108 Reykjavík, sími 568 6099, fax 568 6299. Anatoly Karpov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.