Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hlutafélagið Matbær stofnað um verslunarrekstur KEA NÝTT hlutafélag sem tekur við verslunarrekstri Kaupfélags Eyfirðinga verður til nú um áramót og verður það fyrst um sinn rekið undir nafninu Mat- bær ehf. Það verður að fullu í eigu KE A fyrst í stað, en gert er ráð fyrir að fleiri muni koma til liðs við það síðar. Framkvæmdastjóri Matbæjar verður Sigmundur E. Ófeigsson sem verið hefur fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs KEA. Nettó, Urval og Strax Nýja félagið er þriðja stærsta matvöruverslunar- keðja landsins með um 4,5 mOljarða króna ársveltu. Til samanburðar má nefna að næststærsta mat- vöruverslunarkeðja landsins er með 9 milljarða króna ársveltu og sú stærsta 22 milljarða króna árs- veltu. Starfsmenn Matbæjar verða um 260 talsins. Verslunum félagsins er skipt upp í þrjá flokka, lágvöruverðsverslanir undir nafninu Nettó þar sem Hannes Karlsson er deildarstjóri, stórmarkaði und- ir nafninu Urval þai- sem Friðrik Sigþórsson er deildarstjóri og loks svonefndar þægindabúðir sem hlotið hafa nafnið Strax og er Ellert Gunnsteinsson deildarstjóri þeirra. Þessu til viðbótar er svo kosta- sala fyrir skip og báta sem tengist Nettó. Vöruinn- kaup verða sameiginleg og byggð á þeim gnmni sem Samland er þekkt fyrir. Deildarstjóri vörainn- kaupa er Gísli Gíslason. Matbær mun reka 15 verslanir um land allt, en langstærstur hluti veltunnar kemur frá Nettóversl- ununum tveimur, á Akureyri og í Mjódd, en unnið er að opnun fleiri slíkra verslana. Stórmarkaðimir, Úrval, era tveir í upphafi, í Hrísalundi á Akureyri og á Húsavík. Áherslan í þessari gerð verslana er á kjötborð, mikið úrval í matvöra og góða þjónustu. I þessum verslunum er einnig seldur heitur matur eftir vigt, þar era stór grænmetistorg, mjólkiutorg og kaffiteríur. Undir Strax heyra ellefu verslanir, tvær á Akur- eyri, tvær í Kópavogi auk verslana á Siglufirði, Dal- vík, Húsavík, í Mývatnssveit, Hrísey, Olafsfirði og Grímsey. í Strax er lögð áhersla á langan af- greiðslutíma og hnitmiðað vöraúrval. Reynt er að samræma þessa hluti eftir föngum milli verslana en á sumum minni staðanna er afgreiðslutíminn þó styttri og vöraúrval minna. Flugeldasala nokkru meiri en áður Nokkuð um ólöglegar tívolí- bombur til sölu FLUGELDASALA hjá Björgunar- sveitinni Súlum á Akureyri hefur gengið vel að sögn formannsins, Ingimars Eydal, og þótt salan hafi byrjað degi seinna en í fyrra vora menn famir að sjá stærri tölur í inn- komunni en þá. Ingimar sagði þó að salan væri með nokkram öðram hætti nú en í fyrra, þá vora annars vegar Hjálpar- sveit skáta og hins vegar Flugbjörg- unarsveitin á Akureyri með flugelda- sölu en sveitirnar hafa nú verið sameinaðar undir nafni Súlna. íþróttafélagið Þór hefur einnig um nokkurra ára skeið verið með flug- eldasölu en nú bættist í hóp flugelda- sala á Akureyri svonefndur Dublin- armarkaður. Ingimar sagði að um þriðjungi meira af flugeldum hefði verið keypt nú en verið hefur á síðustu áram og því um umtalsvert meira magn að ræða. Súlur eru með þrjá flugelda- markaði í bænum og era þeir allir jafnstórir. Meira um ólöglegan varning Að sögn Ingimars virðist meira en áður um að ólögleg vara, m.a. tívolí- bombur, sé í umferð. „Við heyrum meira um þetta núna en áður og höf- um fengið mikið af fyrirspumum um hvort við seljum hólka undir slíkar bombur,“ sagði Ingimar. Vildi hann eindregið vara fólk við að kaupa ólöglegan varning en af honum getur skapast mikil slysa- hætta. Dæmi væra þess að bombur af þessu tagi hefðu sprangið með skelfilegum afleiðingum. „Við eram vitanlega mjög óhress með þetta, sala á þessum ólöglega vamingi kemur niður á okkar sölu, en hún er mikilvægasta fjáröflun björgunarsveitarinnar og við eigum nánast allt undir að hún takist vel. Þá er þetta líka slærjit vegna slysa- hættunnar sem er meiri þegar um Morgunblaðið/Bjorn Gíslason Mikill áhugi er á flugeldunum meðal yngra fólksins á Akur- eyri. Það er hins vegar óheimilt að selja þeim flugelda og því kemur það í hlut þeirra sem eldri eru. ólöglega vöru er að ræða,“ sagði Ingimar. Lögreglan á Akureyri skoðaði ábendingar sem henni höfðu borist þessa efnis í gærdag, en enginn hafði verið yfirheyrður vegna þess. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að þar á bæ hefðu menn einnig áhyggj- ur af aukinni slysahættu í kjölfar þess að mikið er um ólöglegar tívolí- bombur til sölu fyrir þessi áramót. Stórfengleg flugeldasýning Félagar í björgunarsveitinni Súl- um standa fyrir flugeldasýningu í kvöld, gamlárskvöld, við áramóta- brennuna við Réttarhvamm og hefst hún kl. 21. „Þetta verður flugelda- sýning aldarinnar, hún verður helm- ingi stærri en um síðustu áramót," sagði Ingimar, en Kaupfélag Eyfirð- inga stendur straum af kostnaði við sýninguna. Vildi Ingimar hvetja sem flesta sem þess eiga kost að koma gang- andi á staðinn, þar sem gera má ráð fyrir mikilli umferð. Bifreiðastj órar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þig akið. Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Hljómveri og Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Lida húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri. Verð kr. 200. Orð dagsins, Akureyri Fegurðin kemur innan frá Lougavegi 4, sími 551 4473 Morgunblaðið/Bjorn Gíslason Eins og sjá má er fdlksbíllinn mikið skemmdur eftir áreksturinn. Fjórir á slysadeild FJÓRIR vora fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur á Hjalteyrar- götu sem varð laust eftir hádegi í gær. Sendibíl var ekið úr suðri til norð- urs eftir Hjalteyrargötu og kom bíll úr gagnstæðri átt. Við gatnamótin hjá Naustatanga niður að Slippstöð- inni á Akureyri var kyrrstæð bifreið en þess var beðið að komast yfir Hjalteyrargötu og inn í Nausta- tanga. I tilraun til að forða árekstri við kyrrstæðu bifreiðina reyndi öku- maður aðvífandi bíls að sveigja frá henni og lenti þá yfir á röngum veg- arhelmingi. Við það varð harður árekstur og hafnaði fólksbíllinn utan vegar. Eftir áreksturinn kvörtuðu fjórir, ökumenn og farþegar, um eymsl í hálsi og verk í baki og fóru þeir á slysadeild til aðhlynningar. Eigna- tjón í árekstrinum var mikið. Magnús Axelsson, varðstjóri í lög- reglunni á Akureyri, sagði að mikil hálka hefði verið á götum bæjarins í gær og umferð var mjög mikil. Tveir aðrir árekstrar urðu á Akur- eyri í gær, nánast á sama tíma, eða rétt fyrir hádegi. Sá fyrri varð við gatnamót Hjalteyrargötu og Tryggvabrautar en þar var forgang- ur á gatnamótunum ekki virtur með þeim afleiðingum að tveir bílar skullu saman. Svipað var upp á ten- ingnum örfáum mínútum síðar við gatnamót Glerárgötu, Hörgárbraut- ar og Dalsbrautar þar sem tveir bílar lentu í árekstri. Eignatjón varð þó nokkurt í báðum ákeyrslum, en ekki slys á fólki. Leikfélag1 Akureyrar Jóla- leikriti vel tekið SÝNING Leikfélags Akur- eyrar á gamanleiknum „Blessuð jólin“ eftir Arnmund Backman hefur fengið af- bragðsviðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Frumsýning á verkinu var 17. desember síð- astliðinn. Þrjár sýningar voru fyrir jól og svo aftur þrjár nú milli jóla og nýárs og var uppselt á þær allar. Tíu leikarar taka þátt í þessu fjölskylduverki sem fjallar um jólastressið á skemmtilegan og fjörlegan hátt. Leikstjóri er Hlín Agn- arsdóttir. Nú tekur árlegt vetrarfrí við í leikhúsinu þannig að næstu sýningar verða 14. og 15. janúar næstkomandi. Breyting á skrán- ingu fyrir fólk í at- vinnuleit BREYTING verður á fyiár- komulagi skráningar fyrir at- vinnuleitendur í Hálshreppi, Ljósavatnshreppi, Bárðdæla- hreppi og Reykdælahreppi frá og með þessum áramótum. Skráning fer nú ekki lengur fram á skrifstofum oddvita sveitarfélaganna heldur flyst á skrifstofu Svæðisvinnumiðlun- ar Norðurlands eystra að Skipagötu 14 á Akureyri. At- vinnuleitendur í umræddum sveitarfélögum eru því beðnir um að snúa sér þangað vegna ski’áningar. Stefnt að sameiningu Hólmadrangs og UA Verulegur ávinningur af samrunanum STJÓRNIR Útgerðarfélags Akur- eyringa og Hólmadrangs samþykktu á sjórnarfundum í gær tillögu um að leggja til við hluthafa félaganna að Hólmadrangur hf. verði sameinaður Útgerðarfélagi Akureyringa hf. frá og með 1. janúar 2000. Sameiningin miðast við stöðu fé- laganna í dag, 31. desember, og byggist á endurmetnu eigin fé þeirra í árslok. Skiptahlutföll liggja því ekki fyrir íyrr en í byrjun febrúar næst- komandi þegar búið verður að ganga frá uppgjöri reikninga félaganna fyr- ir árið 1999. Stefnt er að því að leggja fram samrunaáætlun um miðjan febrúar og leggja svo tillögu um sameiningu þeirra fyrir hluthafa- fund í báðum félögum fyrir lok mars á næsta ári. Ávinningnr fyrir fyrirtækin Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, sagði að fljótlega eftir að forsvarsmenn fyrirtækjanna fóru að ræða saman í lok nóvember síðast- liðnum hefðu þeir fundið að fyrir- tækin tvö ættu vel saman. „Þeir eru með rækjuvinnslu og við höfðum töluverðan rækjukvóta og rækjuskip og sáum þarna ákveðið tækifæri á að komast inn í rækjuvinnsluna og stefnum að því að auka veralega af- kastagetu verksmiðjunnar á Hólma- vík,“ sagði Guðbrandur. Hann sagði Hólmadrang hafa stól- að mikið á innfjarðaiTækju, en nú væri enginn slíkur kvóti fyrir hendi og vissulega hefði það verið nokkuð áfall fyrir fyrirtækið. „Það er því ljóst að sú rækja sem við komum með inn í reksturinn mun styrkja at- vinnulífið á staðnum. Á móti koma þeir með veralegar aflaheimildir þannig að þetta virkar í báðar áttir. Fyrirtækin hafa þannig bæði veru- legan ávinning af samrananum," sagði Guðbrandur. Útgerðarfélag Akureyringa hf. gerir út þrjú frystiskip: Sléttbak, Svalbak og Rauðanúp; þrjú ísfisk- skip: Kaldbak, Harðbak og Árbak og uppsjávarskipið Amarnúp. Þá rekur félagið þrjár verksmiðjur í landi: á Akureyri, Grenivík og Raufarhöfn. Hólmadrangur hf. gerir út frysti- togarann Hólmadrang og togbátinn Ásdísi, sem aðallega hefur stundað veiðai’ á innfjarðarrækju. Þá rekur félagið rækjuverksmiðju á Hólmavík og saltfiskvinnslu á Drangsnesi, en stefnt er að því að heimamenn taki við saltfiskvinnslunni innan tíðar. Veltan áætluð um 6 milljarðar Velta Hólmadrangs hf. nam 720 milljónum króna árið 1998 og 357 milljönum króna íýrstu 6 mánuði yf- irstandandi árs. Félagið var rekið með 61 milljónar króna tapi árið 1998 en hagnaður þess eftir fyrstu 6 mánuði yfirstandandi árs nam 4 milljónum króna. Aflaheimildir Hólmadrangs hf. nema 2.260 þorskígildistonnum; þar af er þorskur 1.120 tonn, úthafs- rækja 440 tonn, rækja á Flæmingja- granni 313 tonn og grálúða 183 tonn. Fyrirhugaður samrani styrkir sameinað félag veralega og er áætl- að að velta þess verði um 6 milljarðar króna árið 2000. Sameinað félag hef- ur yfir að ráða um 6% aflahlutdeild í úthafsrækju og 7,1% aflahlutdeild í rækju á Flæmingjagrunni, sem styrkir rekstur rækjuvinnslunnar á Hólmavík verulega frá því sem verið hefur. nmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.