Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 86
86 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ I f í í Halla Margrét sparigrís eðilegt nytt yár! Takk fyrir það gamla. Kramhúsið rýkur af i stað 1Ö. janúar o ~) ' i u. Gunna framkvæmdadís tk. FÓLKÍ FRÉTTUM Aldamóta- tónlistin NÚ HAMAST allir við að sprengja flugelda, reykja vindla og þamba kampavín í tilefni aldamótanna. Þá ber að hafa í huga hvaða tónlist hæf- ir best þessu stórfenglega tilefni. Margt kemur vissulega til greina en greinarhöfundur vill vekja athygli á stórskemmtilegri seríu stripptón- listar. Hvað er nú festlegra en sóða- leg og skemmtileg stripptónlist með háværum saxófónum, bumbuslætti og reykmettaðri stemmningu frá sjötta áratugnum. Plötufyrirtækið Normal Records, sem þekkt er fyrir ýmsar spennandi útgáfur, hefur undanfarið verið að gefa út þriggja diska safn gamallar stripptónlistar. Hún er kynnt undir föngulegum for- merkjum strippstjömunnar Betty Page. Hún átti sínar gullnu stundir á sjötta áratugnum þegar atóm- sprengjan og saklausar strippgellur voru upp á sitt besta. Betty hvarf síðan gersamlega af sjónarsviðinu en hefur á tíunda áratugnum orðið skær „cult“- eða neðanjarðar- stjarna. Tónlistin á disknum hefur nákvæmlega ekkert með Betty að gera nema umbúðirnar. En ímynd Bettyar er samnefnari fyrir stemmninguna sem þessi gamla djasstónlist myndar. Saklaus en stríðinn strippdans hennar og útlit gefa tónlistinni sannarlega réttan búning. Þetta er samansafn b-djass- tónlistar frá 6. og 7. áratugnum. Flytjendurnir eru meira og minna gersamlega óþekktir og nöfn eins og Johnny Scott, Pete Thomas o.fl. sem ættu ekki að hringja neinum bjöllum hjá tónlistarunnend- um. Safnið skiptist í þrjá diska með mismunandi anda í tónlistinni og á hverjum diski myndskreytir Betty stemmninguna rétt. „Danger girl“ eða hættustúlka nefnist sá fyrsti, sem er tilvalinn til að dilla bossanum við þegar nýtt árþúsund gengur í garð, kraftmikill og partývænn. Annar diskurinn er öllu exó- tískari og nefnist „Jungle girl“ eða frumskógarstúlka og þar má heyra skemmtilegan mannætudjass og yndislega bjána- legar vúdú-stemmningar með hvit- um lekkerum amerískum stórsveit- um. Sá þriðji er „Private girl“ eða einkastúlka og er hlýlegastur þeirra og þægilegur til heimilisnota. Þessi hressilega „gervi-glamúr- tónlist" býr til skemmtilega stemmningu fyrir mannfagnaðinn og minnir okkur á ruglið sem ein- kenndi dægurmenningu 20. aldar. Fækkum fötunum inn í nýja öld. Ragnar Kjartansson Tannkrem sem virka á heilastöðvarnar Nikodent óskar öllum landsmönmm velfamaðar d nýrri öld og minnir d dansleik d nýárskvöld frd kl 24,00 - 4.OO ZNýjaUíkingasvdtin leikur fyrir dansi 'TónlistarviSburður J.-8. jatiúar! Uiljómsvátin fBops spilar fyrir dansi. FJÖRUKRÁIN Strandgötu 55, Hafnarfirði, sími 565 12 13 MYNPBONP Brjálaðar brúður Brúður Chuckys (Bride of Chucky) llrollvekja ★★ Leikstjóri: Ronny Yu. Handrit: Don Mancini. Kvikmyndataka: Peter Pau. Aðalhlutverk: Jennifer Tilly og Brad Dourif. (91 mín.) Banda- ríkin. Skifan, nóvember 1999. Bönnuð innan 16 ára. ALLT frá bamæsku hafa morðóðar brúður verið hámark óhugnaðarins í huga undirritaðrar. Hún hefði því getað orðið ódýmm og lágkúrulegum Shryllingsbrögðum dúkkunnar Chucky auðveld bráð en sú plastpersóna mun hafa mundað hníf- inn í þremur myndum fyrir þessa, sem er sú fjórða í seríunni. í Brúði Chuckys er hins vegar lítið um slíka hryllingsstemmningu, en er í stað þess gert stólpagrín að slíkri viðleitni. Hér er um að ræða galsafengna hryllingsskopstælingu, sem kemur sterk inn í sjálfsmeðvit- uðu hryllingsbylgjuna sem hrandið var af stað með „Scream". Pers- ónurnar sem koma fyrir í þessari subbulega subbulegu hryllingsstæl- ingu em margar hverjar hinar kostulegustu, ekki síst hinar fárán- legu aðalpersónur og tæknibrellur þær varðandi em mjög vel gerðar. En þrátt fyrir gamansöm formerki er þessi kvikmynd áreiðanlega að- eins fyrir þá sem þekkja til eða hafa gaman af hrollvekjum. Heiða Jóhannsdóttir mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.