Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lífeyrissjóður blaðamanna samein- ast Lífeyrissjóði verslunarmanna Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá undirritun samningsins. Sitjandi frá vinstri Hjálmar Jónsson, í stjórn LB, Haraldur Sveinsson, formaður stjórnar LB, Víglundur Þorsteinsson, formaður stjórnar LV, og Magnús L. Sveinsson, varaformaður stjórnar LV. Standandi frá vinstri Þórarinn Gunnarsson, í stjórn LB, Kristján Már Unnarsson, í stjórn LB, og Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri LV. SKRIFAÐ var undir samning í gær um sameiningu Lífeyrissjóðs blaða- manna við Lífeyrissjóð verslunar- manna. Sameiningin miðast við 1. jan- úar og skal hún vera frágengin 1. apríl næstkomandi, en samningurinn er undirritaður með íyrirvara um að að- ildarsamtök og félög þeirra samþykki sameininguna. Við sameininguna tek- ur Lífeyrissjóður verslunarmanna við eignum og skuldbindingum Lífeyris- sjóðs blaðamanna og sjóðurinn hættir sjálfstæðri starfsemi. í samþykkt stjómar Lífeyrissjóðs blaðamanna þegar ákveðið var að ganga til sameiningarviðræðna við LV segir að stjóm sjóðsins hafi síð- ustu misserin haft til athugunar fram- tíðarhorfur og möguleika Líf- eyrissjóðs blaðamanna á að starfa sjálfstætt eftir setningu nýrra laga um lífeyrissjóði. Þar séu innleidd skil- yrði um lágmarksstærð lífeyrissjóða sem geri það að verkum að lífeyris- sjóður fær ekki starfsleyfi ef hann tel- ur ekki að lágmarki 800 virka sjóðfé- laga nema að hann tryggi áhættu- dreifingu þannig að jafngilt sé þátt- töku í 800 manna sjóði. Virkir sjóð- félagar í Lífeyrissjóði blaðamanna era rúmlega 300. Stjóm Lífeyrissjóðs blaðamanna komst að þeirri niðurstöðu að þær leiðir sem sjóðnum stóðu til boða á að starfa áfram sjálfstætt væru annað hvort of dýrar eða áhættusamar til að skynsamlegt væri að fara þær fyrir lítinn lífeyrissjóð. Stjóminn kannaði einnig þá kosti sem fyrir hendi vora á sameiningu við aðra sjóði og komst að þeirri niðurstöðu að öll rök mæltu með því að Lífeyrissjóður blaða- manna sameinaðist Lífeyrissjóði verslunarmanna. Þar væri um að ræða stærsta og öflugasta lífeyrissjóð landsins sem hafí allar forsendur til þess að geta varðveitt þær eignir sem blaðamenn hafa safnað til að standa undir lífeyrisréttindum sínum og ávaxtað þær í framtíðinni. Jafnframt er sjóðurinn með sambærilegt rétt- indakerfi og Lífeyrissjóður blaða- manna. Vara for- eldra við gosdrykk í kampavíns- umbúðum ÁFENGIS- og vímuvamaráð, Heimili og skóli, SAMFOK og Vímulaus æska vara foreldra eindregið við gosdrykk í kampavínsumbúðum sem tals- vert hefur verið auglýstur að undanförnu. I auglýsingunum er hvatt til að þetta gos verði keypt handa bömum svo þau geti fengið „að skjóta tappa úr flösku“. „Áfengis- og vímuvarnaráð, Heimili og skóli, SAMFOK og Vímulaus æska lýsa yflr van- þóknun á auglýsingum sem þessum. Þær beinast að börn- um og hvetja til að þau temji sér ákveðinn lífsstíl löngu áður en það er tímabært og þau fær um að velja og hafna fyrir sig sjálf. Foreldrar! Leyfum bömunum okkar að njóta æsku sinnar sem lengst. Veram með þeim á nýársnótt og leggjum okkar af mörkum til að endurminningar frá þessum tímamótum verði ánægjulegar. Það er hægt að gera á ýmsan annan hátt en með því að skjóta tappa úr flösku," segir í tilkynn- ingu frá samtökunum. Yfírlýsing bæjarstjórn Garðabæjar Vona að Agnes Löve fái tækifæri BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur sent frá sér eftirfarandi yfírlýsingu um málefni Tónlistarskólans þar sem segir að ákveðið hafi verið að ráða utanaðkomandi aðila til að stjóma framtíðarverkefnum og voni stjómin að Agnes Löve fái tækifæri til að sinna því starfi, sem hún hafi verið ráðin tÚ: „Bæjarstjóm Garðabæjar harmar mjög þær umræður, sem farið hafa fram á opinberum vettvangi undan- farna daga um ráðningu skólastjóra við Tónlistarskóla Garðabæjar. Þar hafa því miður mörg orð fallið, sem byggjast á misskilningi og rang- færslum. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að taka fram, að bæjarstjóm hefur þá skyldu samkvæmt sveitarstjórnar- lögum að ráða stofnunum bæjarins forstöðumenn. Við þær aðstæður leita bæjarfulltrúar víða álits og ráð- gjafar. Endanleg ákvörðun er á ábyrgð bæjarstjórnar og hún þarf að standa reikningsskil gerða sinna gagnvart kjósendum. Bæjarstjóm kýs í upphafi kjör- tímabils fjölmargar nefndir sér til ráðgjafar í ýmsum málaflokkum. Fulltrúar í slíkum nefndum era kosnir hlutfallskosningu í bæjar- stjóm, og era þeir því pólitískt kjörnir fulltrúar einstakra stjóm- málaflokka. Skólanefnd tónlistar- skólans er ein þeirra nefnda, og er hún bæjarstjóm til ráðgjafar um má- lefni skólans. Nefndin getur ekki tal- ist fagnefnd í hefðbundnum skilningi þess orðs, þar sem skilyrði fyrir til- nefningu manna í fagnefnd era jafn- an bundin við það faglega efni, sem nefndinni er ætlað að fjalla um. Það á ekki við um kjör fulltrúa í skólanefnd Tónlistarskóla Garðabæjar. í reglugerð Tónlistarskóla Garða- bæjar kemur skýrt fram, að bæjar- stjóm ráði skólastjóra að fengnum tillögum skólanefndar, og er það í samræmi við það hlutverk nefndar- innar að vera ráðgefandi nefnd um málefni skólans. Samkvæmt sveitar- stjómarlögum teljast ályktanir nefnda tillögur til sveitarstjórnar, þó svo þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir. Slíkar tillögur geta ekki talist bindandi fyrir sveitar- stjóm, enda ber sveitarstjóm lögum samkvæmt ákvörðunarvald um mál- efni sveitarfélagsins og skyldur til þess að fara með stjóm þess. Þær skyldur og það vald verður ekki falið öðrum. Akvörðun um ráðningu skóla- stjóra tónlistarskóla er háð mörgum álitaefnum. Þar nægir ekki að leggja eingöngu til grandvallar tónlistar- hæfileika eða rekstrarlega þekkingu, stjórnunarkunnáttu eða samskipta- hæfni svo fátt eitt sé nefnt. Þar þarf að vega marga þætti saman, auk þess sem taka þarf tillit til þeirra meginatriða, sem bæjarstjóm vill ná fram í rekstri bæjarfélagsins í heild, þar á meðal samvinnu við aðrar stofnanir bæjarfélagsins. Bæjar- stjórn er ætlað lögum samkvæmt að taka slíka ákvörðun, og ber hverjum bæjarfulltrúa að fara þar eftii- lög- um, sannfæringu sinni og bestu vit- und með heildarhagsmuni bæjarfé- lagsins í huga. Smári Ólason hefur skilað ágætu starfi sem yfirkennari Tónlistarskól- ans í Garðabæ undir stjóm Gísla Magnússonar, skólastjóra, en Gísli hefur verið afar farsæll stjómandi skólans um árabil og lætur nú af starfi fyrir aldurs sakir. Starf yfir- kennara er annað en starf skóla- stjóra, og þar reynir í ýmsum tilvik- um á ólíka þætti. Bæjarstjóm Garðabæjar hefur áhuga á því að byggja tónlistarskólann upp á því ágæta starfi, sem þai' hefur verið unnið af hálfu kennara og stjórnenda skólans, en framundan eru ýmis verkefni, sem bæjarstjóm hefur áhuga á að fylgja eftir. Þar má til dæmis nefna endurskipulag á starfi skólans á grandvelli aðalnámskrár tónlistarskóla, sem menntamála- ráðuneytið gefur út, og aukið sam- starf við grannskóla bæjarins á sviði tónmennta. Bæjarstjóm kaus að fá utanaðkomandi aðila að þessu verki, og var hún einhuga um það, að úr hópi umsækjenda væri Agnes Löve best til þess fallin, en hún hefur bæði farsæla réynslu sem skólastjóri og tónlistamaður. Það er von bæjar- stjómar, að Agnes fái tækifæri til þess að sinna því verkefni, sem hún hefur verið ráðin tíl, og að velunnar- ar skólans taki höndum saman um að gera veg hans sem mestan.“ Hallveig Olafsdóttir lætur af störfum hjá Morgunblaðinu Var heimagangur á Mogganum frá barnsaldri HALLVEIG Ólafsdóttir, starfsmaður í áskriftar- deild Morgunblaðsins, lætur af störfum nú um áramótin fyrir aldurs sakir. Hún hefur starfað á Morgunblaðinu í meira en fjörutíu ár og segir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að það sé ósköp indælt að hætta eftir öll þessi ár. „Nú get ég byrjað að sinna áhuga- málum minum,“ segir hún dreymin og svarar for- vitnum blaðamanni því til að hún ætli m.a. að nota tímann framundan til að læra betur á nýju heimil- istölvuna og Netið, mála á silki og postulín og fara í göngutúra í Elliðaár- dalnum með eiginmanni sínum, Sigurþór Sig- urðssyni, fyrrverandi afgreiðslu- og lagerstjóra Morgunblaðsins, en hann lét af störfum á blaðinu fyrir þremur árum eftir nær 49 ára starfsald- ur. Hallveig, eða Halla eins og hún gjarnan er kölluð, hóf störf á Morgunblaðinu vorið 1947 þá sautján ára gömul en áður hafði hún verið nánast heimagangur á blaðinu sem þá var í húsnæði Morgunblaðsins við Austurstræti í Reykjavík. „Ég er fædd og uppalin í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún og skýrir frá því að hún hafi komið í heiminn í Lands- bankanum í Austurstræti 11, en þar var faðir hennar húsvörður til margra ára. Móðurbróðir hennar, Sigfús Jónsson, var á þeim tíma framkvæmdastjóri Morgunblaðsins og átti því litla telpan greiða leið um ganga Morgunblaðshallarinnar. „Ég man til dæmis eftir því að ég horfði andaktug á þegar verið var að prenta blaðið á þessum tíma. Ein örk var lögð í einu í prentvélina og svo þurfti að snúa örkinni við til að prenta hinum megin á síðuna," segir hún og bætir hugsi við að þá hafi tæknin ekki verið meiri. Halla á greini- lega góðar minningar frá þessum árum og einnig frá þeim tíma er hún hóf störf á Morgunblaðinu. Fyrst í afgreiðslunni eins og fyrr sagði, síðar á næturvöktum við pökkun á blaðinu og að endingu aftur í afgreiðslunni. „Eins og eitt heimili" Eins og gefur að skilja hefur margt breyst á Morgunblaðinu frá því Halla hóf þar störf; tækn- inni hefur fleygt fram og starfs- fólkinu hefur fjölgað. Halla minn- ist þess að andrúmsloftið hafi verið afar notalegt, jafnvel heim- ilislegd, á Morgunblaðinu þegar hún hóf þar störf og það sama, segir hún, má segja um miðbæ Reykjavíkur. „Þetta svæði var eins og eitt heimili," segir hún þegar hún rifjar þessa tíma upp, „enda þekktu allir alla.“ Halla kunni góð skil á öllum þeim skrif- stofumönnum sem komu við á Mogganum til að ná í blaðið á hverjum degi og þá segist hún hafa kynnst mörgum kynlegum kvistinum í hópi útigangsmanna sem gjarnan fengu að ylja sér á hlýjum bekk í afgreiðslunni þeg- ar kalt var í veðri. „Við sögðum ekkert við þá og lofuðum þeim að vera enda gerðu þeir engum mein og voru aldrei með nein læti,“ segir hún. Af starfsmönn- um Morgunblaðsins á þessum tima segir Halla að Aðalsteinn Ottesen, afgreiðslustjóri til margra ára, sé sá pcrsónulciki sem henni sé hvað minnisstæðast- ur. „Hann stóð stundum í dyra- gættinni á blíðviðrisdögum og horfði á fólkið ganga hjá,“ segir hún „og þegar barnshafandi kona átti leið hjá sagði hann: Hvílík dásemd að sjá svona fallega konu með kúlu. Þetta fannst mér alveg frábært." Þegar Halla er spurð að því hvort einhverjir ákveðnir atburð- ir í tengslum við fréttaflutning blaðsins séu henni minnisstæðari en aðrir kveðst hún muna sér- staklega vel eftir flugslysinu á Vatnajökli haustið 1950. Milli- landaflugvél Loftleiða, Geysir, hafði ekki komið fram til lending- ar á Reykjavíkurflugvelli, með sex manna áhöfn, á tilsettum tíma og eftir að árangurslaus leit hafði staðið yfir í þrjá daga barst loks sú gleðifrétt að vélin væri fundin á Vatnajökli. „Þegar flug- vélin fannst var fréttaspjald sett framan á Morgunblaðshúsið þar sem stóð stórum stöfum að flug- vélin væri fundin og áhöfnin væri á lífí,“ segir Halla og tekur fram að fréttin á Moggahúsinu hafi vakið mikla athygli og að sjálf- sögðu mikla gleði meðal fólks á götunni. í sumar lét einnig af störfum Hulda Sigurbjörnsdóttir, en hún starfaði í fjölmörg ár við pökkun Morgunblaðsins. Morgunblaðið færir þessum tveimur starfs- mönnum þakkir fyrir langt og gott samstarf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.