Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 31. ÐESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ný fundaröð Sagnfræðingafélags Islands um póstmódernisma • • Ogrun við sagnfræð- inga nútímans BRESKA tímaritið The Spectator birti nýverið lofsamlegan dóm um Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness, en verkið var fyrir skömmu endurútgefið í enskri þýðingu J.A. Thompsons hjá bóka- útgáfunni Harvill Press í Lundúnum. „Það eftirtektarverð- asta við þessa eftir- tektarverðu bók er að höfundurinn var ekki nema 32 ára gamall þegar hún kom fyrst út. Það hefði verið stórviðburður fyrir gamlan mann að skrifa bók með slíkri spámannssýn og svo djúpu innsæi. Fyrir ungan mann er það ekkert minna en undur. Sjálfstætt fólk er sönn Islendingasaga," segir m.a. í dómi gagnrýnandans Katie Grant. Gagnrýnandinn kallar Sjálfstætt fólk villt og napurt ljóð, ritað í prósa sem höfundurinn hefur full- komna stjórn á. En þó að napur- leikinn sé sterkur sé samtalið fullt af ljúfs- árum húmor og gefi broslega mynd af Isl- andi þar sem menn- ingin, rétt eins og mikið af jörðinni, sé frosin. Grant segir styrk bókarinnar liggja í samúðinni með að- stæðum hins íslenska smábónda sem ný guilöld vakti svo harkalega af værum blundi alda. Hún renni aldrei út í til- finningavæmni. „Þeg- ar árið 1934 gerði Laxness sér grein fyrir því að, þrátt fyrir háleitar hugsjónir, myndi sós- íalisminn uppræta það eina sem kapítalismanum hafði ekki tekist að leggja í rúst, hið hetjulega og bitra stolt sem var eina virka vopn smá- bóndans gegn ömurlegum aðstæð- um. I Sjálfstæðu fólki Ijær hann, með sínum einstaka hætti, þessari rammíslensku reisn kraftmikla, ógleymanlega og kliðmjúka rödd.“ HVAÐ er póstmódernismi? er yfir- skrift nýrrar hádegisfundaraðar Sagnfræðingafélags Islands, sem hefur göngu sína þriðjudaginn 4. janúar nk. í Norræna húsinu. Fyrirlesari á fyrsta fundinum verður Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafræðingur og nefnir hún fyrirlestur sinn „Kynjafræði og póstmódernismi". Þorgerður lauk M.A.-prófi á síðasta ári frá The New School of Social Res- earch í New York og fjallaði loka- verkefni hennar um „hreint ótrú- lega fegurð íslenskra kvenna". Hún er nú starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni. Sigurður Gylfi Magnússon, for- maður Sagnfræðingafélags ís- lands, segir fjarri því að umræðan um póstmódernismann sé tæmd. „Hún er náttúrulega mjög mis- langt komin í fræðigreinum. Um- ræðan hefur verið mjög áberandi í bókmenntum og heimspeki en miklu minna í sagnfræði. Nú höf- um við áhuga á að draga þessa umræðu inn á okkar vettvang, því í raun og veru er það heilmikil ögrun við sagnfræðinga nútímans að velta fyrir sér þýðingu póst- módernískra hugmynda fyrir fræðigreinina. Það ætlum við að gera með því að fá sagnfræðinga og einnig fólk úr öðrum fræði- greinum til þess að fjalla um spurninguna: Hvað er póstmód- ernismi?" segir hann. Skemmst er að minnast fyrirlestraraða félags- ins, þar sem spurt var spurning- anna: Hvað er félagssaga? og Hvað er hagsaga? Sagnfræðingafélagið mun í til- efni af fyrirlestraröðinni brydda upp á þeirri nýbreytni að hljóð- varpa hádegisfundunum á heima- síðu sinni á vefslóðinni www.aka- demia.is/saga, en þar munu áhugamenn um sögu um heim all- an eiga þess kost að fylgjast með lifandi dagskrá félagsins í framtíð- inni. Sigurður Gylfi segist ekki vita til þess að annað fræðafélag hafi útvarpað fundum sínum á þennan hátt á Netinu. „Þetta gjör- breytir möguleikum okkar til að ná til félagsmanna sem eru búsett- ir úti um allan heim og á lands- byggðinni." Þá hefur Sagnfræðingafélagið efnt til samstarfs við Kistu Matt- híasar Viðars Sæmundssonar, sem er vefrit um fræðilega umræðu, en þar mun fara fram fagleg umfjöll- un um hvern fyrirlestur fyrir sig og verður áhugamönnum gefinn kostur á að tjá sig um efni þeirra á vettvangi Kistunnar. Stór ráðstefna fyrirhuguð í misserislok Aðrir hádegisfundir í janúar og febrúar verða sem hér segir: dr. Skúli Sigurðsson vísindasagnfræð- ingur ræðir um stór tæknikerfi, líftækni og póstmódernisma; Davíð Ólafsson, sagnfræðingur í Reykja- víkurAkademíunni, varpar fram spurningunni hvort eitthvað hafi spurst til póstmódernismans í sagnfræði; dr. Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði, tekur upp hanskann fyrir afstæðissinna gagnvart póstmódernismanum og Magnús Diðrik Baldursson heim- spekingur veltir fyrir sér tengslum heimspeki og póstmódernisma. Aðrir sem koma við sögu eru Mar- grét Jónsdóttir lektor í spænsku við HÍ, Ólafur Rastrick sagnfræð- ingur, dr. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur og prófessor við HÍ, Matthías Viðar Sæmunds- son bókmenntafræðingur og dós- ent í HÍ og dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir félagssálfræðingur í ReykjavíkurAkademíunni. Allir verða fundirnir kynntir nánar síð- ar en þeir eru öllum opnir. I mis- serislok er svo ætlunin að taka þræðina saman á stórri ráðstefnu. Sagnfræðingafélagið hefur gefið út póstkort í tengslum við hádegis- fundina og liggur það víða frammi á opinberum stöðum. Á því er auglýst að fundirnir verði haldnir í húsnæði ReykjavíkurAkademíunn- ar en sú breyting hefur nú orðið á að fundirnir munu fara fram í Norræna húsinu annan hvern þriðjudag til vors, kl. 12.05-13.00. * Afram heldur Jólaóratór- ía Bachs ÞRIÐJI hluti Jólaóratóríu Bachs verður við aftansöng í Langholtskirkju kl. 17 í dag, gamlársdag. Fjórði hlutinn verður fluttur við hátíðar- messu á nýársdag kl. 14. Þá verður hún flutt við hátíðar- messu sunnudaginn 2. janúar kl. 14 og sjötti og síðasti hlut- inn verður svo fluttur kl. 18 við aftansöng á þrettándan- um. Flytjendur eru Kór og Kammersveit Langholts- kirkju ásamt hljómsveit og einsöngvurum undir stjórn Jóns Stefánssonar, kantors kirkjunnar. Það er Islandspóstur og Essó sem styrkja tónleikana. Úr nýlegri uppfærslu Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur. Endurútgáfa enskrar þýðingar á Sjálfstæðu fólki hlýtur góða dóma 0 Sönn Islend- ingasaga Halldór Laxness Ovæntar uppákomur Morgunblaðið/Sverrir „Lffið er fullt af óvæntum uppákomum," segir Edda Björg Eyjólfsdóttir í hlutverki Loru. LEIKLIST LeikféIag íslands í samvinnu vid Leikfé- I a o \ k u r e y r a r f I ð n ó STJÖRNUR Á MORGUN- HIMNI Höfundur: Alexander Galin. Þýð- ing: Árni Bergmann. Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmars- son. Lýsing: Þórður Orri Péturs- son. Tónlist: Skárren ekkert. Leik- arar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gunnar Hansson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Margrét Ákadóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Sig- rún Edda Björnsdóttir og Stefán Jónsson. Miðvikudagur 29. desember. SVIÐSMYNDIN sýnir inn í óupp- hitaðan, illa lýstan svefnskála rétt fyrir utan milljónaborg; persónurn- ar eru dreggjar borgarlífsins sem hefur verið sópað upp af strætunum og eru faldar hér fjarri útlendum gestum. Sú staðreynd að borgin er Moskva og tilefnið eru Ólympíuleik- amir 1980 gefur sögunni lit og líf. Konurnar hér eru fórnarlömb harðneskjulegs karlrembuþjóðfé- lags og sagan gæti svo sem gerst nær hvar sem er á hnettinum. En ádeilan verður beittari vegna þess að verið er að lýsa rússnesku þjóðfé- lagi undir sovétskipulagi og konurn- ar láta ekki einungis vera að gagn- rýna kerfið heldur fyllast áköfu þjóðemisstolti þegar þær sjá úr fjar- lægð hluta af sjónarspilinu sem sett er á svið fyrir útlenda gesti og sem þær mega alls ekki vera hluti af. í stað þess skella þær skuldinni á sjálfar sig, aðstæður eða flýja inn í draumaheima. Orðfæri sýningarinnar í þýðingu Árna Bergmann litast af umhverf- inu, er áferðarfallegt, slangribland- að talmál. Verkið fer hægt af stað; í löngum fyrri þætti kynnumst við persónunum hverri af annarri. Um- fjöllun um vald er mjög áberandi; hér á sér stað linnulaus valdabarátta og persónurnar skipa sér miskunn- arlaust í goggunarröð milli þess sem þær dreymir dýra drauma við ótrú- lega fmmstæðar aðstæður. Seinni þátturinn er hnitmiðaðri, samskipti persónanna komin í flækju sem varla fæst greitt úr, en, eins og ein persónan segir: „Lífið er fullt af óvæntum uppákomum." Eftir hæga stígandi fram að þessu þar sem hver og einn nostraði við persónusköpun- ina kom ofsinn eftir hlé á óvart. Með samstilltu átaki náðu leikararnir að gera seinni þáttinn að stórkostlegri flugeldasýningu þar sem hver á fæt- ur öðrum komst á flug og skein ým- ist sem hæglát sól eða sprakk með hávaða og látum. Fyrsta skal nefna Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Það er greinilegt að skapgerðarhlutverk þroskaðra kvenna eiga best við hana, enda er hún hér í essinu sínu. Stefán Jónsson lifir sig ótrúlega vel inn í hlutskipti Alexanders, hvert augnatillit og hver hreyfing kom að innan og hitti beint í hjartastað. Jóhanna Vigdís Amardóttir kemur eins og sprengja inn í báða þættina og umsnýr öllu. Það geislaði af henni andlegum og líkamlegum krafti og greinilegt að persónan sveifst einskis. Nanna Kristín Magnúsdóttir náði fádæma tökum á hlutverki hæglátustu stúlk- unnar og leikur hennar við vatns- hanann var sérstaklega áhrifamikill. Edda Björg Eyjólfsdóttir stóð sig firnavel í viðamiklu og margorðu hlutverki og féll gersamlega að per- sónugerðinni. I hennar hlut kom líka að halda uppi gleðskapnum. Mar- grét Ákadóttir náði jöfnum og inni- legum leik þrátt fyrir nokkurt óör- yggi í fyrstu og það var gaman að sjá hve vel Gunnari Hanssyni tókst upp við að túlka manngerð sem er svo fjarri því sem hann hefur áður sýnt. Það er greinilegt að leikstjórinn hef- ur haldið vel á spöðunum og leikar- arnir hafa haft tóm og stuðning til að leggja enn meira á sig en endranær með írábærum árangri. Leikmyndin, hráslagaleg og gróf, og afar raunsæislegir leikmunir og búningar sköpuðu sýningunni það andrúm sem hún þurfti. Lýsingin var mjög útsjónarsamlega unnin þó að á stundum lentu leikararnir í skugga frá samstarfsfólki sínu. Tónlistin var sérstaklega áhrifamik- il, hrá, þung og áleitin. Magnús Geir Þórðarson sýnir hér hvers hann er megnugur sem leik- stjóri og að af honum megi mikils vænta í framtíðinni. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.