Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 80
80 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Kyrrðarstund í Kópavogskirkju Á nýársnótt um kl. hálfeitt verður boðið upp á kyrrðarstund í Kópavogs- kirkju. 111 stundarinnar er sérstak- lega boðið þeim sem vilja mæta nýju ári og nýju árþúsundi með stuttri helgistund. Tónlistarflutning annast flautuleikaramir Guðrún S. Birgis- dóttir og Martial Nardeau og ritning- íu-orð og bæn flytur sr. Guðni Þór Ólafsson. 101 ár verður liðið frá því æskulýðs- frömuðurinn sr. Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM nk. sunnudag og verður þess minnst á hátíðarsam- komu í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg kl. 20.30. Beðið verður fyrir nýju náðarári, nýrri öld og nýju árþúsundi. Rósa Jóhannesdóttir fiðluleikari og Jónas Þórir píanóleikari flytja hátíð- ar- og gleðitóna frá Vín vegna tíma- mótanna. Þorgeir Arason og Elfa B. Ágústsdóttir flytja vitnisburði og há- tíðarræðu flytur sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prófastur í Reykjavíkurpró- fastsdæmi vestra. Kirkjustarf aldr- aðra í Reykjavíkur- prófastsdæmum Eins og undanfarin ár fógnum við nýju ári og nú nýrri öld með því að sameinast í áramótaguðsþjónustu sem að þessu sinni verður 4. janúar kl. 14 í Seljakirkju. Prestar eru sr. Val- " geir Ástráðsson sóknarprestur, sr. Kristín Pálsdóttir prestur aldraðra og sr. Miyako Þórðarson prestur heym- arlausra, sem mun túlka á táknmáli. Gerðubergskórinn syngur og ieiðir al- mennan söng undir stjóm Kára Frið- rikssonar. Organisti er Gróa Hreins- dóttir. Eftir guðsþjónustuna era kaffi- veitingar í boði sóknamefndar Selja- kirkju. Guðsþjónustan er samstarfs- verkefni ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæma, Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar - öldrunarþjón- ustudeildar og Seljasóknar. Fríkirkjur - hátíð Fögnum nýju ári í Fríkirkjunni Veginum kl. 16 sunnudaginn 2. janú- ar. Tllbeiðsla og bæn, þátttakendur em frá Fríkirkjunni Veginum, Frels- inu - kristilegri miðstöð, Hjálpræðis- hemum, Hvítasunnukirkjunni Fíla- delfíu, Islensku Kristskirkjunni, Kefas, Klettinum - kristnu samfélagi. Allir velkomnir. Helgihald í Bú- staðakirkju um áramót Fjölbreytt tónlist mun sem fyrr setja sinn svip á helgihald hátíðar- innar. Organistinn Guðni Þ. Guð- mundsson stjórnar Kirkjukór Bú- staðakirkju. Á gamlársdag er aftan- söngur ki. 18. I messunni verða framflutt tvö tónverk eftir Jón Ás- geirsson, Salve Regina við texta Stefáns frá Hvítadal og Aldamót við texta Einars Benediktssonar. Ein- söng og tvísöng syngja Guðrún Jó- hanna Jónsdóttir, dóttir tónskálds- ins, og Jóhann Friðgeir Valdimars- son. A nýársdag er hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Ræðumaður verður Guð- finna Bjarnadóttir, rektor Viðskipta- háskólans í Reykjavík. Einsöngvari Hanna Björk Guðjónsdóttir. Helgi- hald verður aðgengilegt á veraldar- vefnum á slóðinni kirkja.is. Utsend- ingamar á Netinu era í samvinnu við Tæknival auk ungra manna úr sókn- inni, Bústaðakirkja fagnar þátttöku þinni í helgihaldi hátíðarinnar. Fyrir hönd starfsfólks og sóknarnefndar Búsaðakirkju eru fluttar einlægar nýárskveðjur með ósk um blessun og frið Guðs. VÍKURKIRKJA: Sunnudaginn 2. janúar: Hátíðarguðsþjónusta í Vík- urkirkju á sunnudegi milli nýárs og þrettánda kl. 14. Skólakór Mýrdals- hrepps og Kór Víkurkirkju syngja undir stjórn Önnu Björnsdóttur og Kirsztinu Szklenár organista. Undir- leik annast Krisztina Szklenár. Helgistund á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Hjallatúni í Vík á sunnu- degi milli nýárs og þrettánda kl. 15. Fögnum helgri jólahátíð og aldamót- um með þátttöku í helgihaldi kirkj- unnar okkar. Sr. Haraldur M. Krist- jánsson sóknarprestur. ÁSKIRKJA: Sunnudaginn 2. janúar: Fermd verður Birna Sif Halldórs- dóttir, p.t. Heiðarbrún 2, Hvera- gerði. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Sunnudaginn 2. janúar: Guðþjónusta kl. 14. Fermd verða Kristín Helga Njálsdóttir, Noregi, og Gylfi Aron Gylfason, Bandaríkjunum. Kirkjukór Bústaða- kirkju syngur. Einsöngur Ólöf Ás- björnsdóttii'. Organisti. Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Sunnudaginn 2. janúar: Messa kl. 11. Ferming. Dóm- kórinn syngur. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Grensáskirkja: Sunnudaginn 2. janú- ar: Lesmessa kl. 11. Sr. Ólafur Jó- hannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Sunnudag- inn 2. janúar: Messa kl. 11. Sr. Krist- ján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni. Organisti Ágúst Ingi Ágústsson. LANGHOLTSKIRKJA: Sunnudag- inn 2. janúar: Kirkja Guðbrands biskups. Hátíðarmessa kl. 14. Sr. Bragi Skúlason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Fluttur verður fimmti hluti Jóla- óratoríunnar eftir Bach. Organisti og kórstjóri Jón Stefánsson. NESKIRKJA: Sunnudagur 2. janúar. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Örn Bárður Jónsson. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN. Sunnu- dagur 2. janúar. Jólatrésskemmtun kl. 15 í safnaðarheimilinu Kirkjubæ. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Einsöngur: Örn Árnason. Orgel og kórstjóri Þóra Vigdís Guðmunds- dóttir. NÝÁRSDAGUR: Hátíðarguðsþjón- usta í Víðistaðakirkju kl. 14. á vegum Kristnihátíðarnefndar. Vínarvalsar á hátíð- arsamkomur í KFUM o g KFUK Útsalan hefst mánudaginn 3. janúar kl. 8.00 5-50% afsláttur. Úlpur, jakkar, kápur, pelskápur, hattar ö.fl. Opið laugardag frá kl. 10-16 \<#H145IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Athugasemd frá Nýkaupi í VELVAKANDA mið- vikudaginn 29. desember sl. er athugasemd frá P.K. um verðmun á vínberjum frá Chile í Nýkaupi og 10/11. Ég vil gjarnan koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Nýkaup var með vínber til sölu fyrir jólin frá Chile og USA, sem kostuðu 585 kr./kg. Skv. verðkönnun okkar frá 17. desember er sambærilegt verð á þessum vínberjum í Nýkaupi og hjá öðrum að- ilum á matvörumarkaðn- um, þ.m.t. 10/11. Nýkaup flutti einnig inn með flugi vínber frá Namibíu og kom í ár fyrst á markað með vínber frá S-Afríku. Þessi vínber era úr fyrstu upp- skeru í S-Afríku og því glæný. Vínberin sem Ný- kaup selur frá Namibíu eru steinlaus og innkaups- verð þeirra nokkuð hærra en nam smásöluverði á USA og Chile vínberjun- um. Verð á Namibíuberj- unum skýrist m.a. af því að takmarkað magn kemur til Evrópu í upphafi upp- skerutíma og einnig að berin komu með flugi til landsins. Heimsmarkaðs- verð á vínbeijum er al- mennt hátt á tímabilinu frá miðjum desember og fram í miðjan janúar, þar sem þá er „Ameríkutímabili“ að ijúka og uppskera að hefj- ast í Afríku. Amerísk vín- ber frá Kaliforníu og Chile vínber eins og þau sem Nýkaup seldi fyrir jól, eru fáanleg á þessum árstíma, en gæðin eru ekki lengur viðunandi, þannig að hægt sé að flytja þau til íslands. ,Ameríska“ tímabilinu er lokið hjá Nýkaupi í ár. USA og Chile vínberin seldust upp í Nýkaupi og voru þvi miður ekki til alfra síðustu dagana fyrir jól. Nýkaup leggur áhersiu á að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt bestu gæði í grænmeti og ávöxtum og selur yfir 200 tegundir frá um 50 löndum á ávaxta- og grænmetistorgum sínum. Eðli málsins samkvæmt hafa uppskerutímabil, veð- urfar og ákveðnar árstíðir áhrif á verð og gæði ávaxta og grænmetis. Því er það hlutverk sérfræðinga Ný- kaups í innkaupum á ávöxtum og grænmeti að tryggja ávallt bestu fáan- legu gæði. Með kveðju, Finnur Árnason framkv.stj. Nýkaups Þakkir KONA hafði samband við Velvakanda og vildi þakka Jakobi F. Ásgeirssyni fyrir mjög góða grein, sem birt- ist í Viðhorfí 23. desember sl. Einnig vildi hún þakka fyrir góða grein, sem birt- ist fyrr á árinu, en þar deildi hann á sagnfræðinga sem skrifað hafa Islands- sögu 20. aldar og kennara sem kenna Islandssögu 20. aldar í skólum landsins. R.S. Tapað/fundið Kvengleraugn fundust KVENGLERAUGU fund- ust fyrir neðan Tæknival í Skeifunni rétt fyrir jólin. Upplýsingar í síma 568 6586. Kvenúr fannst KVENÚR fannst á lóð Austurbæjarskóla þriðju- daginn 28. desember sl. Upplýsingar hjá Sigrúnu í síma 5513228. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með átta lyklum fannst við Banka- stræti. Upplýsingar í síma 551 3602. Lítill bangsi fannst LITILL ljósröndóttur bangsi fannst á göngustíg á mótum Stakkahlíðar og Miklubrautar. Upplýsing- ar í síma 682 2813. Næla fannst NÆLA fannst í Þjóðleik- húsinu 28. desember sl. á leikritinu Gullna hliðinu. Upplýsingar í síma 561 0819. Kvenúr fannst KVENÚR fannst á Lauga- vegi á Þoriáksmessukvöld. Upplýsingar hjá Maríu í síma 554 3521. Morgunblaðið/Kristján Víkverji skrifar... VÍKVERJI óskar lesendum gleðilegs árs og þakkar gamla árið. Greinin sem hér fer á eftir birtist í vikublaðinu Isafold 6. janú- ar árið 1900. Ekki er getið höfundar en líklegt að hann haíi verið Björn Jónsson ritstjóri. XXX Aldamóta-villan að er mjög kátleg villa og óskilj- anleg í voram augum, Islend- inga, þetta, sem býsna-algengt er í öðrum löndum, bæði með lærðum og leikum, að láta 19. öldina enda á árinu 1899 og 20. öldina því vera byrjaða nú. Það er verið að þræta um það í blöðum öðru hvoru; mörg ár síðan fyrst var farið til þess. Og þó að tölvitringar og stjörnufræð- ingar hafi gert sér hvað eftir annað alt far um að eyða þessari villu, þá hefir það ekki hrifið. Einhver mesti tölvitringur Dana á þessari öld, Adolph Steen háskólakennari, skeytti einu sinni skapi sínu ræki- lega á löndum sínum fyrir þessa frámunalegu heimsku. Það mun hafa sljákkað í þeim nokkuð í svip. En svo gaus vitleysan upp aftur. Vér höfum í höndum bréf frá lærð- um mönnum dönskum úr síðustu póstskipsferð, þar sem þeir láta ný- liðin áramót vera aldamót! Þó kastar fyrst tólfunum hjá Þjóð- verjum. Þar hefir sambandsráðið, yfir- stjómarráð ríkisins þýska, beinlínis úrskurðað, að árið 1900 skuli teljast upphaf 20. aldarinnar. Þeir, Þjóð- verjar, lifa því þetta ár á 20. öldinni, þar sem allar aðrar siðaðar þjóðir eiga enn eftir nær heilt ár af hinni nítjándu. Því hvergi annarsstaðar era stjómarvöld þessari vitleysu haldin, svo kunnugt sé. Einfaldari setning er þó varla hægt að hugsa sér, en að úr því enginn einn tugur ára er fullur fyr en tí- unda árið í honum er liðið, þá geta heldur eigi tíu tugir ára (=öld) verið fullir, fyr en tíunda árið á tíunda tugnum er á enda liðið. Við fæðingu Krists'eða ágreining um hið rétta fæðingarár hans er þessi villa alls ekkert riðin. Það er alt annað mál. Hún getur alveg eins ris- ið upp, hvaða tímatal sem notað er. Hún er blátt áfram risin af því, að menn gleyma því, að ártalið er rað- artala: að það er í ströngum skiln- ingi rangmæli, að segja átján-hund- ruð-níu-tíu-og-níu, í stað þess að segja: á átján-hundmð-nítugasta- og-níunda árinu e. Kr. Þess vegna halda þeir, sem era með aldamóta- villuna, því fram, að fyrsta árið eftir Krists fæðing hljóti að hafa verið árið 0, því ártalið 1 hafi ekki verið hægt að nota fyr en eitt ár var liðið; það sé rangmæli, að segja árið 1, meðan ekki sé liðið nema nokkuð aí því ári, svo og svo Mtið brot. Með því móti fá þeir út, að í raun réttri hafi liðin verið á síðustu áramótum 1900 ár frá Krists fæðing. Hefði verið hins vegar að orði komist, sem rétt- ast er í sjálfu sér: á fyrsta, öðrú, þriðja, hundraðasta, þúsundasta, átján-hundraðasta, nítján-hundrað- asta árinu e. Kr. f., þá hefði þessi misskilningur aldrei kviknað. Það er fyrir stuttleika sakir, sem frumtalan er notuð, er ártöl em nefnd eða rituð, í stað raðartölu. Og það hefir verið gert svo lengi, að al- menningur er búinn að gleyma því, að það er rangmæli í sjálfu sér, en ætti að vera meinlaust rangmæli, sem heilbrigðri skynsemi væri vor- kunnarlaust að átta sig á, og það eins fyrfr því, þótt það hafi komist inn í almanök og í þeim standi t.d.: þetta ár era liðin 1899 ár frá Kr. f., í stað hins rétta: þetta er átján-hund- ruð-nítugasta-og-níunda árið e. Kr. f., eða: í þessa árs lok verða liðin 1899 ár frá Kr. f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.