Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUÐAGUR 81. ÐESEMBBR 1999 53 CARL GEORG KLEIN + Carl Georg Klein kjötiðnaðarmað- ur fæddist í Reykja- vík 30. aprfl 1919. Hann lést á heimili sínu 22. desember síðastliðinn. Faðir hans var Jóhannes C. Klein kaupmaður, f. í Kaupmannahöfn 24. febrúar 1887, d. 30. júlí 1982. Móðir hans var Elín Þorláksdótt- ir, f. á ísaflrði 20. ágúst 1890, d. 26. nóvember 1925. Hinn 26. október 1940 kvæntist Carl Þóru Lilju (fædd Færseth) Klein, f. á Siglu- firði 7. júlí 1921. Börn þeirra eru: 1) Elín, f. 10. mars 1941, maki Guðni Þorsteinsson, f. 5. ágúst 1941, börn þeirra: Arnar Karl, f. 27. maí 1967, og Ásdís Þóra, f. 2. september 1973.2) Jóhannes Carl, f. 1. ágúst 1946, sambýliskona Guðrún Richardsdóttir. Börn hans: Lilja, f. 5. júní 1965, Carl Georg, f. 5. ágúst 1969, Katrín, f. 1. júní 1974, og Kristófer, f. 20. mars 1979. 3) Pála, f. 3. júni 1948, maki Skúli Þorvaldsson, f. 7. mars 1941, börn hennar: Þóra Sif, f. 24. desember 1969, Geirmundur, f. 5. aprfl 1973, og Ófeig- ur, f. 2. nóvember 1975. Barnabarna- börnin eru níu tals- ins. Carl lauk meist- araprófi í kjötiðn 1952. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna og virkur meðlimur til ársins 1975. Hann var einnig fyrsti prófdómari hjá félaginu. Hann rak kjötverslunina J.C. Klein á Baldursgötu 14 ásamt fóður sínum þar til sú verslun hætti 1975. Hóf hann þá störf við trésmíði og starfaði við það til ár- sins 1991. Utför Carls fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. gafst mér svo margt. Þegar ég var lít- il var ég alltaf litla kærastan þín og við hlógum svo mikið saman enda veistu að ég er búin að hlæja jafn mik- ið og ég hef grátið eftir að þú fórst, ég brosi alltaf þegar ég hugsa til þín. Þegar bömin mín fæddust urðu þau þér svo miklir gleðigjafar eins og öll þín barnaböm og barnabarnabörn. Fyrsta dúkkan mín var skírð Kalla og ég á hana enn og ég skírði Arnþór Carl í höfuðið á þér. Þú fórst þvílíkt hjá þér en varst svo ánægður og ég er svo stolt yfir að hann ber þitt nafn. Þú ætlaðist aldrei til neins af neinum. Þú vildir kaupa alla dótabúðina handa honum og hann leit svo upp til þín, þú varst svo barngóður. Ég veit að þú vilt ekki að ég lof- syngi þig meira en þó ég stoppi hér kem ég alla tíð til með að tala um hann afa Kalla því allir verða að fá að heyra um hann afa minn. Elsku mamma, Ella og Jói, ég þakka ykkur fyrir hvað þið vomð alla tíð yndisleg við afa og hvað þið hugs- uðuð vel um hann í þessari stuttu bár- áttu og sáuð til þess að hann fengi þá bestu umönnun sem völ var á. Guð blessi ykkur öll. Afi minn, Guð geymi þig, ég kveð þig með miklum söknuði en með fal- legum minningum sem ég geymi í hjarta mínu alla mína tíð. Þín Þóra Sif. Carl G. Klein, fyrrverandi kjötiðn- aðarmaður, er látinn. Ég þakka að eiga þá gæfu, að vera hluti af lífi þínu, kæri Carl. Við sem þekktum Carl nutum manngæða hans, sem var hans ljúfmennska. Carl var þekktm- kjötkaupmaðui' og kjöt- iðnaðarmaður. Hann rak kjötverslun- ina J.C. Klein með föður sínum og bræðrum á Baldursgötu 14, ásamt tveimur útibúum á Leifsgötu og í Laugarnesi. Þá var hann einnig próf- dómari á kjötiðnaðarsviði í mörg ár. Hann var meistarakokkur fram á síðustu stund. Það voru margar veisl- urnar sem ég og fjölskylda mín nut- um með honum. Þó vonj gamlárs- kvöldsveisluborðin sérstaklega minnisstæð. Það var líka gaman að matreiða fyiár Carl, því hann kunni að njóta þess að vera við matarborðið og þeirra hefða sem góð veislustund bauð upp á. Eftir að kaupmannsstörfum lauk tók hann til starfa með syni sínum Jó- hannesi, sem er trésmiður, en hann hafði löngum haft mikla ánægju af trésmíði. Eftir að hann hætti störfum 1991 endurreisti hann sumarhúsið á Sel- sundi, sem hafði gjöreyðilagst í vonskuveðri. Þar átti hann góðar stundir fram á síðasta dag. Carl átti níu barnaböm og nutu þau, ásamt bamabamabörnunum ljúfmennsku hans og félagsskapar. Sonur minn var bara smá snáði þegar hann í einni bílferð hóf að syngja: Égkeyptimérbát ogsigldiútásjó og seglin er búirm að draga, því nú er ég kátur og sestur við stjóm og sigli svo beint upp á Skaga. Afi Kalli kenndi honum þessa vísu og sungu þeir hana oft saman, hvor með sínu lagi. Nú ertu við stjóm, Kalli minn, og þinn Skagi er þar sem er bara gott fólk. Guðni Þorsteinsson. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu bijóstið sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Hann elsku afi minn er farinn. í fá- einum orðum vil ég skrifa um þennan merka mann. Hann var hinn full- komni afi, því hann var ekki bara fyndinn og skemmtilegur heldur var hann líka besti vinur minn. Hann hafði uhun af því að segja okkur barnabörnunum sögur, bæði merki- legar og skemmtilegar staðreyndir. Hann hafði svo gaman af ættfræði, þaðan fæ ég áhuga minn á ættfræði, gaman af gömlum ljósmyndum, það- an fæ ég minn áhuga á gömlum ljós- myndum. Hann naut þess að sitja inni í litla herbergi og sýna okkur þennan fjársjóð sinn. Við höfðum öll svo gam- an af þessu og dáðumst að því okkar á milli hvað afi nennti að sinna okkur. Myndirnai' sem hann erfði eftir pabba sinn og ég fékk að eiga, prýða veggi á heimili mínu og allt myndir af afa mínum. En það sem einkenndi afa minn mest var húmorinn, hans létta lund og hans smitandi hlátur. Frá því ég man eftir mér hefur hann verið íyndnasti maður í heimi, kátur og skemmtilegur. Hann ljómaði alltaf allur þegar hann var í eldhúsinu að elda eða baka, með svuntuna sína og syngjandi af gleði. Hann lærði kjötiðn en var fæddur kokkur. Afi hafði gaman af göngutúrum, hann var hraustur og léttur á sér og skemmtilegast þótti honum að ganga um landið sitt Selsund sem hann var svo stoltur af. Við gátum setið og spjallað saman um allt milli himins og jarðar og dýrmætasta minningin er frá þvi að við krakkamir komum upp í bústað til hans og hann fann okkur Lilju sitjandi á spjallinu uppi í hrauni. Þá settist hann ófeiminn niður hjá okkur og við héldum áfi'am okkar umræðum því aðeins bættist þriðji vinurinn í hópinn. Mest af öllu langar mig að skrifa allar minningamar sem ég á um hann en það yrði efni í heila bók og afi myndi nú fussa yfir því, hann var hógvær maður og lítið fyrir að láta lofa sig. I lokin vil ég segja nokkur orð til þín þó ég hafi kvatt þig, elsku afi minn, og ekkert áttum við ósagt. Þú varst sá sem mótaðir mig svo mikið og ég erfði ekki bara augun þín, þú Þegai' þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Spámaðurinn.) Með þessum orðum spámannsins viljum við kveðja afa Kalla og þökk- um þær stundir sem við áttum sam- an. Hann var góður maður og skilur eftir sig ljúfar minningar. Eftir að tví- buramh’ fæddust vom Kalli og Tóta dugleg að koma í heimsókn til stóra íjölskyldunar. Enda þótt við byggjum upp á 4. hæð þá örkuðu þau upp stig- ann til að hitta bamabarnabörnin sín. Björk Steinunn var rétt byrjuð að skríða þegar hún kom sér í fangið á afa Kalla og vildi bara vera hjá hon- um. Hann hló alltaf jafn mikið að henni og tók hana alltaf í fangið. Þeg- ai' Ófeigur Geir og Björk Steinunn voru farin að ganga var það hann Kalli sem hljóp á eftir þeim út um allt, passaði að þau færa ekki í stigann og tók þau upp ef þau duttu. Okkur þótti gaman að heimsækja þig upp í bústað og fá að hlaupa um landið þitt. Arnþóri Carli fannst svo gaman að fara í beijamó þar með nafna sínum og þeim kom svo vel saman. Elsku afi Kalli, við kveðjum þig og biðjum Guð að varðveita þig og blessa. Takk fýrir allt. Björgvin Barðdal, Amþór Carl, Ófeigur Geir og Björk Steinunn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR BÖÐVARSSON, Gerðavegi 5, Garði, sem lést mánudaginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 14.00. Ósk Ásgrímsdóttir, Steinþór Ásmundsson, María Sigurðardóttir, Walter Borgar, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og lang- afi, PÓRHALLUR FRIÐFINNSSON klæðskerameistari, lést á Landakotsspítala aðfaranótt miðviku- dagsins 29. desember. Kolbrún Þórhallsdóttir, Erling Aspelund, Helga Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. NÚMI ÞORBERGSSON + Númi Þorbergs- son fæddist 4. september 1911. Hann lést 19. desem- ber siðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorbergur Guð- mundsson og Ingi- rfður Guðjónsdóttir. Fyrri kona Núma var Marta María Þorbjarnardóttir, f. 16.3. 1914. Börn þeirra eru: Þórdís, f. 22.10. 1939, Bjöm Sævar.f. 26.11.1942, Guðrún, f. 10.10. 1944, Hafsteinn Óskar, f. 26.7. 1946, Sigríður, f. 31.1.1948, Inga, f. 5.9. 1949 og Þorbjörn, f. 25.7. 1951. Seinni kona Núma var Val- gerður Sigtryggsdóttir, f. 8.7. 1926, d. 5.10.1977. Utför Núma fór fram frá Foss- vogskirkju 28. desember. Með nokkrum orðum viljum við kveðja þig og minnast þín, elsku Númi afi. Það eru margar ljúfar minningar sem rifjast upp fyrir okkur á þessari stund. Heimsóknir þínar á sunnudögum og skákirnar með pabba, sumar- bústaðarferðin í Borgarfjörðinn og mikið var gaman að sjá hve glaður þú varst að sjá yngsta barnabama- barn þitt er við heimsóttum þig á Vífilsstaði. Alltaf var stutt í hlátur- inn hjá þér og ekki varstu lengi að sjá spaugilegu hliðina á hverju máli. Lífsgleði þín smitaði út frá sér, bæði í dæg- urlagatextum þínum og til þeirra sem um- gengust þig. Textar þínir voru mikil snilld, þú áttir auðvelt með að semja fallega og raun- sæja sögu við öll þessi lög með margs konar textaformum. Við fyll- umst stolti við það að heyra textana þína hljóma sem eldast svo sannarlega vel. Marg- ar eru minningarnar, en mikið vildum við hafa þær fleiri. Við kveðjum þig, Númi afi, í bili, en minningarnar um þig munu lifa um ókomna tíð. Elsku afi, blessuð sé minning þín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyiir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem). Marta María, Sigrún Arndís og Magnús Óskar Hafsteinsbörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, LÚÐVÍG ÁRNI SVEINSSON rekstrarhagfræðingur, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu mánu- daginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 13.30. Erfidrykkja verður að athöfn lokinni í félags- heimili Vals að Hlíðarenda. Irina Sveinsson, Gabríela Mist Lúðvígsdóttir, Alexander Lúðvígsson, Artjóm Árni Lúðvígsson, Jóhanna A. Lúðvígsdóttir, Sveinn Haukur Valdimarsson, Elín Finnbogadóttir, Valdimar Sveinsson, Svana Símonardóttir, Herdís Sveinsdóttir, Benke Stahlén, Sveinn Andri Sveinsson, Erla Árnadóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jón Ragnar Jónsson, Finnbogi Rútur Arnarson, Þórunn Hreggviðsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON frá Hokinsdal í Arnarfirði, Nökkvavogi 33, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 24. desember, verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju miðvikudaginn 5. janúar kl. 10.30. Sigrún E. Þorleifsdóttir, Jörundur Jónsson, Sædís G. Þorleifsdóttir, Aðalheiður Ó. Þorleifsdóttir, Gísli Gíslason og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN JÓN ANANÍASSON vörubifreiðastjóri, Laugarbraut 23, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 25. desember. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 14.00. Anna M. Jónsdóttir, Friðrik Vignir Stefánsson, Brynja Guðnadóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.