Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr samningur um krabbameinsleit milli heilbrigðis- ráðuneytisins og Krabbameinsfélagsins Greiddar verða 165 milljónir á ári í fímm ár Morgunblaðið/Golli Ingibjörg- Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Sigurður Bjömsson, for- maður Krabbameinsfélags Islands, skrifuðu í gær undir nýjan þjónustu- samning vegna krabbameinsleitar. Bifreiðastöð ÞÞÞ sýknuð af kröfum þrotabús Þörðar Þórðarsonar Ekki lagaskilyrði til að rifta ráðstöfun eigna NÝR samningur milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Krabbameinsfélags íslands um skipulega leit að krabbameini í leg- hálsi og brjóstum kvenna var undir- ritaður í gær. Samkvæmt þjónustu- samningnum greiðir ríkissjóður Krabbameinsfélaginu 165 milljónir króna á ári í fimm ár miðað við verð- lag árið 2000. Nýi samningurinn kemur í stað tveggja samninga sem áður voru í gildi, verksamnings félagsins við ráðuneytið frá 1992, og samnings Tryggingastofnunar ríkisins við fé- lagið frá árinu 1995. Markmið krabbameinsleitarinnar, sem samn- ingurinn tekur til, er að draga úr sjúkdómum og dauðsföllum af völd- um framangreindra krabbameina. Skoðaðar verða ár hvert allt að 35 þúsund konur á aldrinum 20 til 69 ára vegna leitar að leghálskrabba- meini og allt að 18 þúsund konum á aldrinum 40 til 69 ára vegna leitar að brjóstakrabbameini. Samningsupphæðin, 165 milljónir króna á ári, verður verðbætt að þremur fjórðu hlutum með launa- vísitölu opinberra starfsmanna og bankamanna og að einum fjórða með vísitölu neysluverðs. Um 150 fleiri konur hefðu látist miðað við óbreytta dánartíðni Sigurður Bjömsson, formaður Krabbameinsfélags íslands, og Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra skrifuðu undir samninginn í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í gær. Við það tækifæri sagði Sigurð- ur að starfsemi Leitarstöðvar félags- ins hefði frá upphafi, fyrir 35 árum, beinst að því að fækka nýjum tilfell- um af leghálskrabbameini og lækka dánartíðni sjúkdómsins. Sagði hann árangurinn ótvíræðan, dánartíðnin hefði lækkað um 75% og nýgengi um 67%. Sagði Sigurður að áætlað hefði verið að um 150 fleiri konur hefðu látist af völdum sjúkdómsins ef dán- artíðnin hefði haldist óbreytt frá ár- unum 1966-1970 og fram til ársins 1995. Sagði hann samninginn eiga að tryggja konum í landinu aðgang að leitinni óháð búsetu og efnahag. For- maðurinn sagði að leitarstarfinu væri með samningnum tryggður traustur starfsgrundvöllur. Undir það tók heilbrigðisráðherra og sagði samninginn hafa verið lengi í burðarliðnum. Sagði Ingibjörg að auk þess að tryggja rekstur Leitar- stöðvarinnar væri gerður upp halli frá þessu ári og vegna lokauppgjörs samningsins frá árinu 1992, alls um 70 milljónir króna, sem fengist hefðu á fjáraukalögum. Hún sagði fjár- framlög með nýja samningnum hækka um 20%. Ráðherra þakkaði Krabbameinsfélaginu fyrir mikil- væg störf og sagði þau nú tryggð áfram með samningnum og bókun- um hans. Ráðuneytið hefur falið landlækni að annast faglegt eftirlit með þjón- ustunni, sem keypt er samkvæmt samningnum, og Ríkisendurskoðun er heimilt að gera fjárhagsendur- skoðun og stjómsýsluendurskoðun hjá félaginu á starfsemi sem fellur undir þjónustusamninginn. HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef- ur sýknað Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar ehf. af kröfum þrotabús Þórðar Þórðarsonar, sem krafðist þess að rift yrði þeirri ráðstöfun eigna sem gerð var með kaupsamn- ingi stefndu og þrotamanns frá 3. mars 1995 um kaup stefndu á eignum Þórðai’ Þórðarsonar. Þess var krafist að stefndu yrði gert að greiða stefn- anda rúmar 26 milljónir króna auk málskostnaðar. Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væru lagaskilyrði samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum til að lifta umræddri ráðstöfun eigna og sýknaði því stefndu hinn 16. desem- ber sl. Bifreiðastöð ÞÞÞ var stofnuð í des- ember 1993. Hinn 3. mars 1995, dag- inn eftir að skattrannsóknastjóri rík- isins leiddi í Ijós með skýrslu sinni að vantalin velta Þórðar Þ. Þórðarsonar á árunum 1989-1994 hefði numið um 150 milljónum króna, seldi Þórður sonum sínum í Bifreiðastöð ÞÞÞ þær eignir sem tilheyrðu einkafirmanu og RANNSÓKNASTOFA Háskóla fslands og Sjúkrahúss Reykjavík- ur í öldrunarfræðum var formlega opnuð í gær. Rannsóknastofan er rekin á veg- um öldrunarsviðs SR í samvinnu við læknadeild HÍ og er ætlað að verða miðstöð í öldrunarfræðum. Sérhver vísindagrein, ein eða í samvinnu við aðrar, getur átt aðild að rannsóknastofunni, svo fremi að viðfangsefni hennar lúti að öldrun. Rannsóknarverkefnin geta tekið til heilbrigðisþátta, félagslegra, fjár- hagslegra og annarra þátta sem var samanlagt söluverð tæpar 87 mOljónir króna. Riftunarkrafa stefnanda í málinu byggðist m.a. á því að fyrirsvars- mönnum stefnda hefði mátt vera fullkunnugt um hvernig horfði með skattrannsókn föður þeirra og að hann yrði ógjaldfær í kjölfar endur- álagningar skatta. Þá var einnig byggt á því að greiðslueyrir hefði ver- ið í meira lagi óvenjulegur þar sem engin peningagreiðsla hefði verið innt af hendi heldur hefði kaupverðið allt verið greitt með afhendingu skuldabréfa til 22 ára án trygginga og gjaldfellingarheimOd. Stefndu mót- mæltu þessum málsástæðum stefn- enda þar sem fyrir hefði legið langur aðdragandi að kaupunum og kaupin ekki að neinu leyti verið gerð vegna skattrannsóknarinnar eða í því skyni að skjóta eignum undan hugsanlegu gjaldþroti. Þá báru stefndu einnig m.a. fyrir sig að algengt væri í við- skiptum um fyrirtæki og fasteignir að seljandi lánaði kaupverð hins selda að hluta eða að öllu leyti. tengjast lífsgæðum aldraðra. I stjórn rannsóknastofunnar sitja Pálmi V. Jónsson, dósent í öldrunarlækningum, sem jafn- framt er formaður stjórnarinnar, dr. Margrét Gústafsdóttir, dósent í öldrunarhjúkrun, Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á öldrunarsviði SR, Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, og Sigurveig H. Sigurðardóttir, fé- lagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík. Rannsóknastofa í öldr- unarfræðum opnuð Skortur á lítíumsítrati Hráefnisskorti er- lendis um að kenna •• a Héraðsddmur í máli Oryrkjabandalags Islands gegn Tryggingastofnun ríkisins Hópur öryrkja gæti átt kröfu á ríkið RÓBERT Westman, framkvæmda- stjóri lyfjafyrirtækisins Delta hf., sem flytur inn hráefni í geðlyfið lít- íumsítrat og setur það á töfluform, segir hráefnisskort erlendis hafa Hross drepast úr hungri AÐ sögn Katrínar Andrésdóttur, héraðsdýralæknis á Suðurlandi, hafa verið gerðar alvarlegar at- hugasemdir við meðferð á útigangs- hrossum á bæ einum í Rangárvalla- sýslu. Hrossaeigandinn, sem hefur haft hrossin í hagagöngu, hefur nú flutt þau til síns heima. Gerðar hafa verið ítrekaðar at- hugasemdir vegna illrar meðferðar áþessum hrossum en talið er að milli fimm og átta hafi drepist úr hungri síðasta vetur og hefur ekki verið gengið frá hræjunum enn. Ekki er vitað til að nein hross hafi drepist í vetur. „Þetta mál er nú í vinnslu hjá okkur og sýslumanni. Þessi bóndi hefur verið margkærður af bænd- um í nágrenninu og margar athuga- semdir gerðar," segir Katrín. valdið því að lyfið hafi ekki fengist hér undanfarnar vikur. „Það hefur ekki verið hægt að út- vega hráefni af einum eða öðrum ástæðum. Þetta getur gerst í þessum iðnaði og þetta er svo fastskorðuð framleiðsla að menn geta ekki skipt um birgja nema í gegnum ákveðið ferli,“ segir Róbert. Róbert segir að þegar svona atriði komi upp hafi Delta lagt sig fram um að útvega lyf í gegnum samstarfsað- ila eins og Pharmaco eða Lyfjaversl- unina. „Við erum vitaskuld með metnað til að svona lagað komi ekki fyrir aft- ur, en ég get ekkert fullyrt um það. En til að upplýsa um stöðu mála nú þá ætti hráefnið að vera komið í hús og lyfið að koma á markað í byrjun janúar," segir Róbert. Umboðsmað- ur barna skip- aður til 5 ára FORSÆTISRÁÐHERRA hef- ur að nýju skipað Þórhildi Líndal til að vera umboðsmað- ur barna til fimm ára frá 1. jan- úar nk. STANDI dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Öryrkjabanda- lags Islands gegn Tryggingastofn- un ríkisins óhaggaður mun hópur öryrkja eiga kröfu á hendur ríkinu um greiðslu tekjutryggingar fyrir tímabilið 1. janúar árið 1994 til 1. janúar árið 1999. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu hvort dómnum verður áfrýjað, að sögn Guðríðar Þorsteinsdóttur, skrifstofustjóra í ráðneytinu. Hún telur ákvörðunar um það að vænta fljótlega eftir áramót. Það var samróma niðurstaða fjölskipaðs dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur i fyrradag í máli Ör- yrkjabandabandlags íslands gegn Tryggingastofnun ríkisins að óheimilt hefði verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega á grundvelli ákvæðis í reglugerð sem gefin var út í september árið 1995, reglugerðina hefði skort næga lagastoð til skerðingarinnar. Skerðing á grundvelli gildandi lagaákvæðis heimil Meirihluti dómsins komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að heim- ilt væri að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap vegna tekna maka á grundvelli gildandi lagaákvæðis. Einn dómaranna skil- aði sératkvæði þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að skerðingin bryti í bága við tiltekin ákvæði stjórnarskrárinnar og alþjóðasátt- mála sem íslenska ríkið er aðili að. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Islands, segir ekk- ert benda til annars en bandalagið láti reyna á það atriði sem réttur- inn klofnaði um fyrir æðri dómstig- um. „Mér er sagt að þetta sé mátt- lausasta já sem sést hafi í lengri tíð í héraðsdómi,“ sagði Garðar um rökstuðning fyrir niðurstöðu meiri- hluta dómsins er þetta varðaði. Hann telur sératkvæðið hins vegar vel rökstutt. í rökstuðningi meirihlutans segir meðal annars að þegar litið sé til lagareglna um gagnkvæma fram- færsluskyldu hjóna og þess að al- mennt verði að játa löggjafanum rúma heimild til lagasetningar á þessu sviði, verði ekki talið að þessi háttur á ákvörðun bóta til handa öryrkjum brjóti gegn stjórnarskrá né þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Islendingar hafa tekist á hend- ur. I sératkvæðinu kemur hins vegar fram að við mat á því hvort brotið sé gegn þeim ákvæðum stjórnar- skrár og alþjóðasáttmálum sem vitnað var til í málinu verði ekki lit- ið framhjá þeim fjárhæðum sem um sé að ræða. Þar segir að þegar fjárhæð gi’unnörorkulífeyris sé virt og litið sé til skertrar eða jafnvel engrar starfsorku þyki möguleikar öryrkja til að sinna framfærslu- skyldu sinni samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum hjúskaparlaga litlir. í rökstuðningi sératkvæðisins segir meðal annars: „Það að flytja lögbundinn rétt öryrkja skv. 76. gr. stjórnarskrár yfir á maka öryrkja og gera öryrkja algjörlega háðan maka sínum fjárhagslega gengur gegn yfirlýsingum um réttindi fatl- aðra og er brot á ákvæði stjórnar- skrár um jafnrétti og stjórnar- skrárverndaðan rétt til aðstoðar vegna örorku, enda telst það, að geta gengið í hjúskap að vissum skilyrðum fullnægðum, hluti al- mennra mannréttinda og eðlilegs lífs.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.