Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Gleðilegt nýtt ár. Ný alkalíprófun á steinsteypu tekur aðeins 16 daga TEKIN hefur verið upp ný aðferð við að prófa steinsteypu með tilliti til alkalívirkni. Hefðbundin prófunar- aðferð tekur eitt ár en nýja aðferðin tekur aðeins 16 daga. Prófunarað- ferðin hefur verið notuð í tvö ár hér- lendis og lofar góðu. Þetta kemur fram í Tæknipúlsinum, fréttablaði Iðntæknistofnunar og Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðai-ins. Þar segir að frá því farið var að framleiða sement hér á landi hafi hættan á alkalískemmdum vofað yfir sökum þess hve hátt alkalímagnið er í íslensku sementi. Ráðstafanir voru gerðar til að sporna gegn alkalí- virkni í steypu sem var notuð í stærri mannvirki, svo sem allar virkjanir. Útbúið var svokallað virkjanasem- ent sem innihélt 25% fínmalað lípar- ít. Fyrstu skemmdir í húsum voru greindar árið 1975 en mannvirki þar sem notað var virkjanasement hafa reynst óskemmd af alkahvirkni en ástæður fyrir þvi að virkjanasement hefur ekki verið notað í venjulega húsasteypu er m.a. aukinn kostnaðar íyrir húseigendur. Dr. Gísli Guðmundsson hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins segir að nýja prófunaraðferðin muni stuðla að auknum gæðum íslenskrar steinsteypu. Vinningshafar i Jólapakkaleiknum Brynja Björk CaröársdúWr tekur viö Pioneer NS9 hljómtækjasamstæöu úr hendi Braga Guðmundssonar, deitdarstjóra htjómtækjadeitdar. 1. Pioneer hljómtækjasamstæða NS9 Brynja Björk Garðarsdóttir, Engimýri 10, Garðabær 2. AEG þvottavél W1030 ðlafur Níels, Sogavegi 117, Reykjavík 3. Oiympus C-830 stafræn myndavél Helgi Eyjólfsson, Einibergi 9, Hafnaflörður 4. AEG uppþvottavél 6280 Sverrir Snær Ingimarsson, Árholti, Blönduós 5. SHARP heimabíósamstæða 671 6. Pioneer DVD-spilari 525 Hana Sveinsdóttir, Kotárgerði 28, Akureyri 7. Bosch hleðsluborvél Hildur Pétursdóttir, Stekkjarhvammi 21, Hafnarfjörður 8. Nikon myndavél Zoom 400 Rut Jónsdóttir, Víðihvammi 5, Kópvogur 9. AEG Vampyrino ryksuga Sigurbjörg Sveinsdóttir, Mýrarkoti, Húsavík 10. -14. Nintendo 64 leikjatölva Jóhannes Öm Kristjánsson, Barónsstíg 11, Reykjavík Rúnar Þór Gylfason, Hörpuiundi 9, Akureyri Guðbjörg Vallaðsdóttir, Garðsstöðum 46, Reykjavik Helga Kristjánsdóttir, Eyrarstíg 1, Reyðarfjörður Valgeir Ólafsson, Bláhömrum 21, Reykjavík 15.-19. Game Boy Color leikjatöiva Nanna Björnsdóttir, Tungugötu 2, Reyðarfjörður Jónas Þorðarson, Heiðmörk 61, Hveragerði Fjölskyldan, tágmóa 17,260 Njarðvik Sigriður Löve, Laugateigi 15, Reykjavik Ragnhildur Gísladóttir, Salthömrum 12, Reykjavík 20.-30. Nintendo Mini Classic leikir Óskar Hálfdánsson, Holtasttg 16, bolungarvík Mikael Þór Halldórsson, Eyjavöllum 7, Keflavík Kolbrún Eva Bjarkadóttir, Skjólbraut 9, Kópavogur Þómý G. Oddsdóttir, Útskálum 3, Hella Gunnar M. Yngvason, Hringbraut 66, Keflavik Elín Albertsdóttir, Akurgerði 14, Vogar Helga Aðalsteinsdóttir, Borgarflöt 1, Stykkishólmur S Bryndis Brynjólfsdóttir, Hagamel 52, Reykjavík Sigurtaugur 0. Jónsson, Hólavegi 12, Siglufjörður Alfreð Ásgelrsson, Hraunbæ 144, Reykjavík jamg Guðrún Haraldsdóttir, Munkaþverárstasti 18, Akureyri Gísli Sigurðsson, Sólbergi, Tálknafjörður Þökkum þátttökuna og viðskiptin á árinu sem er að líða _» BRÆÐURNIR @ ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is , « Ijnili'I lotty J W Vinníngar eru afhentir í Lógmúla 8 eða hjá umboðsmönnum um allt land Forðumst augnslys um áramót Ungir drengir í mestri hættu UM ÁRAMÓT verða oft slys á fólki vegna flugelda, blysa og annarra púður- áhalda, ekki síst eru augu fólks í hættu þegar það er að sprengja eða skjóta upp flugeldum. Að sögn Friðberts Jónassonar sérfræðings í augnlækn- ingum er bannað víða um lönd að aðrir en sérþjálfað fólk fáist við flugelda og púðursprengjur og hefur hefur dregið verulega úr slysum í þeim löndum vegna þessa banns. Frið- bert var spurður hvort komið hefði til tals að inn- leiða slíkt bann hér á landi? „Mér vitanlega hefur ekki verið lagt til að banna slíkt hér á landi en Friðbert Jónasson þó voru Tívolíbombur bannaðar hér á landi 1988 og fækkaði þá nokkuð alvarlegum augnslys- um.“ - Hverjir verða helst fyrir slysum af þessu tagi? „Langflestir eru yngri en tutt- ugu ára gamlir. Frá tíu til fjór- tán ára aldri eru þessi slys mun algengari og er drengjum fjór- um sinnum hættara við að verða fyrir slíkum augnáverka en stúlkum samkvæmt rannsókn sem gerð var og birt 1991 í Læknablaðinu. Haraldur Sig- urðsson, Guðmundur Viggósson og undirritaður gerðu þessa rannsókn.“ - Er yfirleitt um alvarleg slys að ræða? „Ofangreind rannsókn náði eingöngu til svo alvarlegra augnslysa að leggja varð við- komandi inn á sjúkrahús að meðaltali í eina viku og fékk stór hluti varanlegan augnskaða, einn missti augað.“ - Hvernig má fyrirbyggja þessi slys án þess að banna notkun alveg á flugeldum og sprengjum meðal almennings? „Það má gera með því að banna kröftugustu sprengjurnar eins og gert var með Tívolí- bomburnar, þótt mörg alvarleg slys verði jafnvel af völdum minnstu flugelda. Með því að nota hlífðargleraugu sem dreift hefur verið við flugeldasölu á undanförnum árum, með því að sýna sérstaka aðgát, t.d. að nóg frítt svæði sé þar sem verið er að meðhöndla þessa hluti og með því að alveg sérstakt eftirlit sé haft með börnum og ungl- ingum, ekki síst ungum drengj- um.“ -Hvernig hefur þessu fólki vegnað sem orðið hefur fyrir al- varlegum augnskaða af völdum flugelda? „Á árunum 1985 til 1989 slös- uðust átta sjúklingar alvarlega og allir utan einn bera varanlegan sjónskaða. Það sem yfirleitt skeður er mar á auga og það sem veldur einkum —— sjónskerðingu er mar á augnbotni sem eyðileggur sjónhimnuna og skilur eftir ör- vef. Menn bera því skaða allt frá verulega skertri niður í enga sjón á slasaða auganu. Einnig kemur fyrir mar á fremri hluta augans sem er oft ekki eins al- varlegt, samfara því getur þó ► Friðbert Jónasson fæddist 25. janúar 1955 á Súgandafirði. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri ár- ið 1965 og læknaprófi frá háskól- anum f Rostock í Þýskalandi 1972. Hann nam auglækningar og augnskurðlækningar við há- skólasjúkrahúsið í Edinborg og lauk sérfræðingsprófi í London 1977. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í augnlækningum á Landakotsspitala og Landspítala og rekið eigin stofu frá 1979. Hann er kvæntur Evu Jónasson menntaskólakennara og eiga þau tvö börn en einn son átti Friðbert fyrir hjónaband. verið blæðing inn í auga og vald- ið þá viðvarandi sjónskerðingu. Þá má nefna brunasár af völdum blysa. Einnig höfum við séð hol- und á auga (gat á auga) og jafn- vel brot á andlitsbeinum. Þetta eru allt hlutir sem ég hef verið að sjá hjá sjúklingum hér á þessu landi um áramót." - Hefur fræðsla mikið að segja í þá átt að minnka þessi slys? „Já, hún hefur mikið að segja og þegar best hefur til tekist í fjölmiðlum fyrir áramót hefur tíðni slysa minnkað verulega og sum ár hafa jafnvel ekki verið nein alvarleg slys. Alvarleg slys teljum við einkum þegar um varanlegan sjónskaða er að ræða.“ - Geta menn víða um land meðhöndlað slys af því tagi sem þú telur alvarleg? „Öll þau slys sem við teljum alvarleg eru send á augndeild Landspítalans en önnur slys eru meðhöndluð af öðrum læknum eða augnlæknum." - Hvað getur fólk gert til þess að reyna að afstýra slysum um þessi áramót - þegar líklega verður óvenju- lega mikil notkun á flugeldum, blysum og púðursprengjum? „Mikilvægt er að sýna fyllstu aðgát, Brýnt að fylgj- ast með böm- um og ungl- ingum nota stöðugt hlífaðargleraugu og aldrei verður brýrlt um of fyrir foreldrum að fylgjast vel með börnum, bæði þeim sem sjálf eru að verki og hinum sem eru nærstödd þegar farið er með flugelda, blys eða sprengjur. Á þann hátt má vissulega fækka alvarlegum augnáverkum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.