Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 47 rra, ns einangrast þar sem ísland hefur ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu. í rauninni er þessi kenning löngu úrelt. Hitt er rétt að aldrei er hægt að útiloka Evrópusam- bandsaðild um ókomna tíð. Því er jákvætt að umræða um þessi mál heldur áfram, jafnframt því sem Evrópusamband- ið sjálft þróast og breytist. En alþjóðavæðingin sem áður var rædd, felur í raun í sér að einangrun hefur ekki lengur haldbæra merkingu í utanríkismálum og á því ekki erindi í umræðu um þau. Við höfum í þessu máli sem öðrum aðeins eina skyldu. Hún er að setja langtímahagsmuni íslensku þjóðarinnar í öndvegi og annað ekki. Þegar þeir hagsmunir eru vegnir og metnir nú, kemur á daginn að hverfandi kostnaður er við að standa utan við Evrópusambandið, en á hinn bóginn blasir við, að aðild yrði dýru verði keypt. íslendingar vita að forsenda hagkvæms sjávarútvegs er að frjálsræði og samkeppni ríki, og markaðsaðstæður séu eðlilegar. Ofveiði á ýmsum fískistofnum víða um heim skýr- ist ekki síst af gríðarlegum ríkisstyrkjum í sjávarútvegi sem leitt hafa til offjárfestinga í fiskiskipaflotanum. ísland hefur beitt sér fyrir afnámi ríkisstyrkja í sjávarútvegi. Sú barátta á ennþá langt í land, en töluverður árangur hefur þó náðst og öflugir bandamenn hafa gengið til liðs við okkar málstað. En andstaðan er enn mjög mikil, ekki síst frá Evrópusam- bandinu. II IÐ ÍSLENDINGAR höfum ekki alltaf tekið nægjan- legt tillit til umhverfis og náttúru. Slík framganga kemur mönnum í koll fyrr eða síðar. En nú eru allir íslendingar umhverfisverndarmenn. Umhverfisverndin ein getur á hinn bóginn aldrei sagt alla söguna. Forsenda lífs í þessu landi er skynsamleg nýting náttúrugæða. Alls staðar er aðgátar þörf í nærveru náttúru svo að leitað sé í orðafar mesta virkjunarmanns þessarar aldar. Umræða um íyrir- hugaða Fljótsdalsvirkjun hefur því miður farið út í ómál- efnaleg áróðurshróp og hafa ómerkilegir lýðskrumarar þar leikið fullstór hlutverk. Staðreyndin er hins vegar sú, að ekki var hægt að bera á borð að áhrif þeirrar virkjunar á umhverfi séu með einhverjum hætti óljós. Ekki er heldur hægt að halda fram að umhverfismat eftir öðrum for- mreglum en það sem þegar hefur farið fram, sé líklegt til að leiða nokkuð nýtt í ljós. Það eru sjónhverfingar einar að halda því fram að deilan snúist um kröfuna um það sem kallað er lögformlegt umhverfismat. Allir sem þekkja til vita að deilan getur nú ekki staðið um annað en þekkt áhrif mannvirkisins á náttúruna annars vegar og hins vegar efna- hagslegan ávinning af gerð þess. Þeir sem hengja sig í talið um lögformlegt umhverfismat eru að skjóta sér undan ábyrgð á að taka ákvörðun. Aldrei hafa fyllri upplýsingar legið fyrir við ákvarðanatöku af þessu tagi en nú. Þetta vita stjórnarandstæðingarnir auðvitað. Margt annað í þessum málflutningi öllum mætti gera langar og strangar athuga- semdir við. Það skal ekki gert að sinni. Hitt þarf að undir- strika að hugsanlegir samningar við Norsk Hydro eða aðra aðila verða eingöngu gerðir á viðskiptagrundvelli. Þeir fylgja tilteknu umsömdu ferli sem nær fram á mitt næsta ár. Náist viðunandi samningur fyrh' báða aðila, hefjast framkvæmdir, annars ekki. III GAMLA Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu angar allt af sögu innan þykkra veggja. Þetta gamla hús hafa margir gist um lengri eða skemmri tíma og hafa þeir komið úr næsta ólíkum áttum. Sumir komu og fóru glaðir, en aðrir áttu þar sinn versta tíma. Húsið var í upp- þafi ætlað íslenskum sakamönnum sem fyrir kóngsins makt áttu að taka út refsingu fyrir brot sín sem mörg voru ekki merkileg. Fangelsinu var síðan lokað vegna fjárskorts og húsið, eitt það glæsilegasta í landinu, fékk síðar nýtt og virðulegra hlutverk. Þar sátu landshöfðingjar og síðan ís- lenskir ráðherrar er þefrra tími kom. Hannes Hafstein skáld og skörungur var fyrstur og síðan hver af öðrum. Ungt fólk hefur stundum í seinni tíð sótt þetta hús heim og ég get ekki neitað þvi að það kemur á óvart, hvað jafnvel gervilegt og gáfað fólk úr þeim hópi hefur lítið kynnt sér sögu þeirrar aldar sem nú er að líða. Á veggjum hússins hanga myndir af fjölmörgum þeim sem verið hafa í forystu á þessum árum. Það er viðburður ef þetta unga fólk þekkir nokkurn þeirra sem á myndum sjást og eru þó sumir þeirra aðeins nýlega horfnir úr sínum ábyrgðarstörfum. Hef ég þá trú að kennsla og þekking yngri kynslóðarinnar á síðari tíma sögu þjóðarinnar sé í molum. Þegar málstaðurinn hefur verið hvað tæpastur í stjóm- málaumræðunni, hefur stundum verið hrópað að nú sé svo komið að tvær þjóðir búi í landinu og er þá vísað til efna- hags manna. I vanþróuðum löndum er hægt að tala þannig með réttu, en það er fráleitt á íslandi, eins og allir í raun- inni vita. Fram á síðustu ár hafa þeir verið fáir sem teldust ríkir menn á mælikvarða flestra hinna stærri þjóða. Það sem skiptir sköpum er hitt, að fátækt á borð við það sem þar gerist og áður þekktist hér á landi, er úr sögunni. Hins vegar er þjóðin ekki eins einsleit og hún áður var. Það hlusta ekki allir á sömu fréttfrnar, eins og áður gerðist. Menn skipast ekki í fylkingar af sömu hörku og forðum var og menn eru ótrúlega fljótir að gleyma því sem áður þótti skipta höfuðmáli. Þetta hefur orðið til þess að sumir stjórn- málamenn fara óhikað fram með fullyrðingar sem eiga enga stoð og eru stundum augljóslega settar fram gegn betri vit- und. Þeir vita sem er að verði þeim ekki fyrirgefið frum- hlaupið, þá gleymist hinn vondi málstaður fljótt og verður því ekki dragbítur á pólitískan framgang. Og þeir geta furðu lengi verið í slíkum skollaleik. Segja má að skil séu með þjóðinni, hvað þetta varðar og eldra fólk varara um sig en hið yngra. Sumum er þetta land lífsakkerið sjálft. Saga þjóðarinnar og sameiginleg reynsla hennar er mörgum enn megingrundvöllurinn og tungan, íslenskan, haldreipið sem aldrei má bregðast. Síðan er annar hópur sem fer stækk- andi og ótækt að halda því fram að þar fari lakari fslend- ingar en í hinum fyrri. Honum er þessi afstaða framandi. í hans augum er sagan ekki fyrirferðarmikill hluti af nauð- synlegasta veganesti til veglegra lifskjara. Landið er flest- um fagurt og kært, en þó eru ýmsir sem telja sig ekki hafa neinar skuldbindingar gagnvart því og þykir sumt af því sem áður hefur verið talið séríslensk fyrirbæri og menn verið stoltir af, lítið annað en óhagnýtt hjal. Tungan sé vissulega ágæt svo langt sem hún nái, en þó aðeins svo langt sem hún nái. Að svo miklu leyti sem hún þvælist fyrir mikilvægum markmiðum í lífinu, verði hún að víkja og muni hvort sem er gera það, hvað sem allri viðspyrnu líður. Því sé rétt að stuðla að því að sú breyting verði með snyrtileg- um hætti og með sem minnstum skaða. Hér er mikið álita- efni á ferðinni sem óhjákvæmilegt er að taka til skoðunar. Er hugsanlegt að hreintungustefnan, orðasmíði í útlensku stað, sé í besta tilviki þrái og þvermóðska og heimóttarhátt- ur sem dæmdur sé til að mistakast og sé jafnvel til þess fallinn að þrengja að tungunni svo að hún týnist að lokum? „If you cant beat them, join them,“ er sagt á heimsmálinu. Er það þá eina hjálpræðið að hætta að smíða nýyrði en koma sér upp forriti sem setur útlend nýyrði frá 1950 eða svo og síðar inn í íslenska beygingafræði og hnýtir á þau ís- lenskum endingum? Hafa tölvan, Netið og þær tækninýj- ungar allar, með þeim óendanlegu möguleikum og mikla hjálpræði sem í því undri öllu felst, í raun tekið völdin hvað þetta varðar? Lýtur þetta sömu lögmálum og aldamótaá- kvörðunin sem áðan var nefnd? Þegar er til orðin einhvers konar hraðritunarenska sem fólk verður að tileinka sér og kunna ef það á að geta tekið þátt í þeim ljóshraða samskipt- um sem fara fram á Netinu. Ég fyrir mitt leyti vil ekki gef- ast upp baráttulaust að óathuguðu máH þegar jafnmikið er í húfi og hér. IV KOSNINGARNAR síðastliðið vor voru sögulegar af mörgum ástæðum. Sjálfstæðisflokkurinn kom mjög vel frá þeim kosningum. Kosningabaráttan var var- færin af hálfu flokksins og leitast var við að koma fram með ábyrgum hætti og kosta sem minnstu til auglýsingaskrums og áróðurs. Kjósendur kunnu augljóslega að meta þá fram- göngu. Ríkisstjórnin hélt velli eftir heilt kjörtímabil og end- urnýjaði stjómarsáttmála sinn. Slíkt er sjaldgæfara á ís- landi en menn mundu ætla. Margt í aðdraganda kosninganna gerði niðurstöðu þeirra enn athyglisverðari en ella. Meginhluta kjörtímabilsins á undan fór fram fjöl- miðlakynt umræða um svokallaða sameiningu vinstri manna. Var gagnrýnislaust eða gagnrýnislítið tuggið upp hvaðeina sem forystumenn hinnar miklu sameiningar létu frá sér fara og fjölmiðlar brugðust skyldum sínum og virt- ust forðast að spyrja gagnrýninna spurninga sem lágu þó bersýnilega í lofti. Voru fjölmiðlarnir flestir afar jákvæðir gagnvart þessu mikla framtaki og sumir beinHnis heillaðir og tók ákafi þeirra stundum fram ákafa viðmælendanna. Var því löngum spáð að þetta nýja afl yrði þegar í stað hið voldugasta í landinu og allt fram til síðustu áramóta voru spekingar að spá því yfir 40% fylgi. Úrslitin urðu mjög á annan veg og eftir rétta átta mánuði sem leiðandi afl í stjórnarandstöðu var fylgið komið niður í 12 tii 13%. Og hver er skýringin? Við höfum heyrt þær margar, meðal annars af spekingunum sem spáðu 40% fylgi í fyrra. Skýr- ingar hafa verið þessar helstar; forystuleysi, stefnuleysi, sundurþykkja og hugmyndafátækt. Þetta eru skýringar sem ættu að duga til fylgishruns, að minnsta kosti niður fyrir 10%. En eins og oftast nær er skýringin sennilega mjög einföld. Ég tel að skýringin sé sú að það átti sér ekki stað nein sameining. Kvennalistinn var látinn þegar þama var komið og gat ekki sameinast öðru en fortíð sinni í gröf- inni. Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn voru bersýni- lega ekki málefnalega tilbúnir til samninga, en forystumenn þeirra breiddu yfir þann ágreining. Fólk, sem komið hafði til fylgis við Alþýðubandalagið til að styrkja stöðu Ólafs Ragnars innan þess og hefði ella farið beint í Alþýðuflokk- inn, fór þangað flest. Þetta var þó afmarkaður hópur og hefði fyrr eða síðar farið þá leið hvað sem sameiningartali leið. Alþýðuflokksfólk margt var ekki tilbúið að fara í kosn- ingar undir forystu formanns Alþýðubandalagsins, en hún var gerð að talsmanni kosningabandalagsins í einhverri ör- væntingartilraun til að breiða yfir þann mikla flótta sem varð úr því liði sem hún átti að mæta með til samstarfsins. Var það undarleg ráðstöfun. Nú er svo komið að Al- þýðubandalagið undir nýju nafni mæUst með 20% fylgi og AJþýðuflokkurinn, einnig undir nýju nafni, mælist með 12- 13% fylgi. Þess háttar tölur höfum við oft áður séð og lík- legt er að þær eigi eftir að sveiflast til og frá á næstu mis- serum á milli þessara flokka. En svo lengi sem forystumenn Samfylkingarinnar svonefndrar eiga í útistöðum við stað- reyndir og halda í þá loftbólu að þeir hafi í raun sameinað vinstri menn í einn flokk, þurfa kollegar þeirra í öðrum flokkum engu að kvíða. V TJÓRNARSAMSTARFIÐ hefur verið prýðilegt í hinni endurnýjuðu ríkisstjórn og ótrúlega miklu kom- ið í verk á aðeins átta mánuðum. Alþingi hefur tekið af skarið um Fljótsdalsvirkjun með meiri stuðningi en ríkis- stjómin nýtur á þingi. Fjárlög næsta árs hafa verið sam- þykkt með meiri afgangi en nokkru sinni fyrr, til viðbótar myndarlegum afgangi á þessu ári. Getur fjármálaráðherr- ann verið stoltur af verki sínu. Skuldir rítósins minnka hratt. Einkavæðing hefur aldrei fyrr verið jafnumfangsmik- il og á þessu tímabili og gríðarlegir fjármunir hafa leyst úr læðingi, sem munu fara í að greiða niður skuldir en auk þess verða settir fjármunir til hliðar til að fara í brýn verk- efni þegar dregur úr þenslu. Frá því að markviss einka- væðing hófst hefur rítóð selt eignir fyrir tæplega 25 millj- arða króna, þar af á árinu sem er að Uða fyrir 16,5 milljarð króna. Þessar tölur einar og sér hafa á tímabilinu sparað rítóssjóði mikla fjármuni í vaxtagreiðslur, bæði í innlendum og þó ekki síst erlendum vöxtum. Er það mitóð fagnaðar- efni, auk þess sem fjárlagaafgangurinn og þá einkum láns- fjárafgangurinn hefur bætt þar verulegu við. Þannig er rík- isvaldið að fá miklu fleiri krónur til þarfra verkefna án þess að hækka skatta. Þessi ávinningur er varanlegur og mun aukast ár frá ári ef rétt er haldið á spilunum. Þetta er hagnýt hagfræði sem sérhver fyrirvinna á íslandi skilur. Á næsta ári verður haldið áfram á braut einkavæðingar og lit- ið til þátta eins og Landsbankans, Búnaðarbankans, ís- lenska járnblendifélagsins og íslenskra aðalverktaka. Þá hefur einnig verið unnið að undirbúningi á sölu hlutabréfa í Landssímanum. VI EINS OG áður sagði, eigum við samleið með ýmsum öðrum þjóðum og gerum okkur glaðan dag í tilefni hinna miklu margnefndu tímamóta. En við höfum einnig okkar sérstöðu vegna þess að svo vill til að saga okk- ar gefur okkur tvöfalt tilefni til upprifjunar og fagnaðar. Þúsund ára kristni í landinu, aðdragandinn og aðferðin, er einstæð og vert að minnast og er hátíð í þeim tilgangi þegar hafín. Með sama hætti hafa verið stópulagðir á þriðja hundrað viðburðir á tæplega sjötíu stöðum i Bandaríkjunum og Kanada á næsta ári til að minnast islenskra afreka í landafundum og ýta undir og efla tengsl við íslendinga i Vesturheimi og kynningu á íslenskri menningu þar. Það er síðan skemmtileg tilviljun að Reykjavík, höfuðborg lands- ins, er ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000 og verða fjölmargir viðburðir hér á borgarinnar vegum af því tilefni. Allt er þetta til þess fallið að gera árið 2000 eftir- minnilegra en ella, fyrir Islendinga heima og heiman og þá aðra sem áhuga hafa á sögu landsins og farsæld þess. Á árinu 2000 verða viðfangsefnin mörg, sum fyrirsjáan- leg, önnur óvænt eins og jafnan er og breytir þá engu hvort tölusetningin á árinu er tilkomumitól eða ektó. Framundan eru kjaraviðræður og vonandi kjarasamningar. Flestum er ljóst að sá mikli árangur sem orðið hefur á undanförnum árum, hefði farið forgörðum ef illa hefði tetóst til í samn- ingagerð. Forystumenn þar á bæjum þekkja þetta betur en aðrir svo að þeim er í mun að missa árangurinn ekki niður, eins og svo oft áður hefur gerst. En það er hægara sagt en gert þegar vel gengur að sannfæra menn um að aðhalds sé þörf, ef tryggja eigi að árangurinn haldi áfram að fljóta til fjölskyldnanna í landinu. Samanburðarsálfræðin í samn- ingaviðræðum er eitthvert erfiðasta og ægilegasta fyrir- brigði sem við er að eiga. Skal vissulega ektó Htið úr því gert hér að um sumt hefur rítónu tetóst verr á vinnumar- kaði en forráðamönnum atvinnulífsins. Það er áríðandi að búa svo um hnúta nú við þá samningagerð sem framundan er að slíkt verði ektó endurtetóð. Ríkið beitti sér fyrir því að lögum er varða samstópti opinberra starfsmanna og rík- isvaldsins yrði breytt í sambærilegt horf og gerist á hinum almenna vinnumarkaði. Vonandi verður þá úr sögunni sá grófi leikur að horfa framhjá gildandi kjarasamningum og taka viðkvæma þætti ríkisreksturs í gíslingu til að knýja í gegn launahækkanir umfram samninga. Verðbólgan hefur farið upp og þótt við vitum að snar þáttur í þeirri breytingu sé utanaðkomandi, vegna mikillar hækkunar á olíuvörum og mitóllar erlendrar fjárfestingar, sem nú mun draga úr, þá væri glapræði að viðurkenna ektó að undirliggjandi innlend verðbólga er einnig til. Og kostnaður sem verðbólgan veld- ur hefur þegar komið við buddur landsmanna. Með verð- bólgunni vefjast vextirnir upp og sá kostnaðarauki lendir fyrr eða síðar á almenningi. í kjarasamningum mun þess vegna reyna mjög á staðfestu og styrk forystumanna á vinnumarkaði. Ektó er á þessari stundu séð hvort eða með hvaða hætti ríkið mun koma að málinu. Heillavænlegast er að þau afstópti verði sem minnst, en rítóð hefur auðvitað hagsmuni af því, eins og fólkið í landinu, að sú festa sem við höfum búið við rastóst ektó og hagvöxturinn stóli sér áfram út í þjóðfélagið. Það fer ekkert á milli mála að tatóst vel til með samningagerðina eru yfirgnæfandi líkur til þess að hið langa hagvaxtarskeið og hin mikla kaupmáttaraukning fest- ist í sessi um fyrirsjáanlega framtíð. Það er því að miklu að keppa. Markmiðið er að hinn stórkostlegi árangur sem varð á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar verði einnig ein- kennandi fyrir fyrsta áratug næstu aldar. Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka góða samfylgd á árinu sem var að líða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.