Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 41 febrúar ta er ein sú njrjasta, 400 gerðin. ur, þ.e. níu 747 þotur, ein af 100 gerðinni og átta af 200 gerðinni. Þrjár B 747-300 bætast við næstu tvo mánuði og síðan er félagið með fímm Tristar þotur. I næsta mánuði, eða 7. febrúar, hefst um- fangsmesta pílagrímaflug sem Atlanta hefur annast frá upphafi. „Við notum í það alls 11 breiðþotur og önnumst flug fyrir nokkra aðila. í verkefninu notum við átta 747 og þrjár Tristar þotur og verða 1.400 manns starfandi við þetta verkefni þegar mest er um að vera,“ segir Magnús og nemur þetta verkefni milli 45 og 50% af veltu síðasta árs. Flugið stendur allt til 15. apríl með stuttu hléi á miðju tímabilinu sem notað verður m.a. til að skoða vélarnar. Þetta er áttunda árið sem Atlanta annast pflagrímaflug fyrir Saudi Ai’abi- an Airlines og segir Magnús ekki hafa borið neinn skugga á það samstarf. „Við erum eina félagið sem önnumst flug með stærri breiðþotum fyrir Saudia og núna náðum við samningum til tveggja ára og þannig gátum við fest okkur 747- 300 vélarnar þrjár sem við leigjum í tvö til þrjú ár og það er mjög hagstætt fyrir okkur því þær vélar eru notaðar á lengstu ílugleggjunum." Auk flugs fyrir Saudia annast Atlanta flug fyrir Air Afrique, sem er félag 11 ríkja á vesturströnd Afríku, og fyrir Air India en þar verður einkum um að ræða fiug milli Indlands og Jeddah, þar sem miðstöð pílagrímaflugsins fer fram. En liggja þegar fyrir verkefni fyrir þessar viðbótarvélar eftir pflagríma- flugið? „Að nokkru leyti en þeim hefur þó ekki verið fullráðstafað. Ég hef ekki áhyggjur af því að við sitjum uppi með svo nýlegar og góðar vélar án verkefna. Verkefnin eru hins vegar orðin nægi- lega umfangsmikil til að við gátum fest þær þessi tvö til þrjú ár.“ Flug frá íslandi svipað og á síðasta ári Magnús Gylfi segir að rekstur At- lanta á síðasta ári hafi að mestu leyti gengið í samræmi við áætlanir og hann sé ánægður með reksturinn. Fullnaðar- uppgjör liggi þó ekki fyrir. Hann segir ráð fyrir nokkurri aukningu á þessu ári qg að framhald verði t.d. á flugi til og frá Islandi. „Það er hins vegar mjög lítill hluti af rekstrinum eða um 5% en við eigum nú í viðræðum við íslenskar ferðaskrifstofur um leiguflug í svipuð- um dúr og var á síðasta ári. Þá sé ég fyr- ir mér að vegna sumarólympíuleika í Sydney í Ástralíu næsta sumar verða ýmsh’ möguleikar á verkefnum fyrir vélar okkar og ég er bjartsýnn á að fyr- irtækið haldi áfram að vaxa og dafna. Verkefnin geta sveiflast nokkuð milli árstíða og hér er gott ■ tttirin starfsfólk sem er tilbúið i leKju- að leggja mikið á sig til ílkar með a() ljúka verkefnum iþotum hvers dags.“ ................. Atlanta rektur vara- hluta- og viðhaldssstöð í Manston á Englandi, skammt frá London en hefur síðan minni stöðvar víða um heim og er leitað eftir þjónustu fyiir þotur félags- ins þar sem best og hagstæðust þjón- usta er hverju sinni. Þá er verið að kanna hugsanlega aðstöðu í Prestwick í Skotlandi þar sem á sumum árstímum er mikið um að vera í Manston og því þörf á að leita annað. F ormaður VR segir markaðslaunakerfi geta stuðlað að stöðugleika Alltof algengt að menn séu í feluleik með launataxta MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Versl- unarmannafélags Reykjavíkur, segir að kjarasamningaferlið á íslandi sé úr sér gengið og að taka þurfi upp ný vinnubrögð. Hann segir m.a. mikilvægt að launa- kerfið í landinu sé sett upp á borðið og að öllum feluleik með þau mál verði hætt. Magnús tekur hins vegar undir þá skoðun að markaðslaunakerf- ið, sem VR hyggst setja á oddinn við gerð þeirra kjarasamninga sem framundan eru, henti h'klega ekki öllum samtökum launþega. Magnús segh’ það ekki rétt að hugmyndir um að samið verði um markaðslaun séu með öllu óraun- hæfar. Nági’annaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafi nokkra reynslu af þessu samningaformi og að það hafi reynst þar mjög vel. Stórkaupmenn hér heima hafi jafnframt tekið vel í hugmyndina, og m.a. sent fulltrúa sína til Danmerkur til að kanna sjálfir hvernig þessum málum er háttað þar. Nið- urstaða þeirra kannana hafi leitt stórkaupmönn- um fyrir sjónir að það væri vel þess virði að skoða betur þennan kost. Magnús segh’ því að VR hafi fengið góð viðbrögð við hugmyndum sínum frá viðsemjendum og að til alvarlegrar skoðunar sé að fara inn á þessa braut, gera samning til þriggja eða fjögurra ára á grund- velli markaðslaunakerfisins og láta þannig á það reyna hvort það geti gefið vel í aðra hönd. Hins vegar tekur hann undir þá skoðun, sem ýmsir forystumenn verkalýðsfélaganna hafa lýst, að það sé ekki víst að þessi aðferðafræði við samn- ingagerð eigi við um allt launakerfið í landinu. „Eg hygg t.d. að þetta henti ekki útfærslu á launum fyrir verkafólk. Ég hygg að það sé í flest- um tilfellum á þessum strípuðu töxtum,“ segir hann. „Mér er til efs að þetta henti iðnaðarmönn- um og mér er líka til efs að þetta henti úti á landi. Ég held að fólk sé miklu nær því að vera á um- sömdum launum þar heldur en hér í Reykjavík." Segir Magnús í þessu sambandi að markmið VR sé að reyna að tryggja hagsmuni þeirra sextán til sautján þúsund manna sem eru félagar í Verslun- armannafélagi Reykjavíkur og að félagið hljóti að taka mið af því umhverfi sem það sjálft vinni í. VR vill tryggja sér aðild að samningum um markaðslaun A Islandi er ekki hefð fyrir markaðslaunakerf- inu en Magnús segir að með frumkvæði sínu á þessu sviði sé VR fyrst og fremst að horfast í augu við niðurstöður launakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrh’ félag- ið á síðasta ári, en hún leiddi í ljós að aðeins um 5% félagsmanna VR eru á umsömdum launum. Raunar kveðst Magnús ekki síst líta svo á að launakönnun VR hafi sýnt einkar vel að einstakir vinnuveitendur hafna algjörlega þeirri launa- stefnu sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið mjög fast fram á undanförnum áratugum. I staðinn hafi þeir einfaldlega búið til sína eigin launataxta. „I könnuninni voru þessi laun opinberuð," segir Magnús, „og það kom í ljós að meðallaunin voru rétt um 160 þúsund krónur hjá okkar félagsmönn- um, á sama tíma og við erum neyddir til að gera samninga um launataxta á bilinu 67-84 þúsund ki’óna laun á mánuði." Jafnframt hafi það komið fram í launakönnun- inni að þessir launataxtar vinnuveitenda hafi leitt til þess að launabil kynjanna sé gríðarlega mikið hér á landi, miklu meira heldur en þekkist í þeim löndum sem íslendingar beri sig saman við. Sýndi könnunin, að sögn Magnúsar, að karlar voru á 18% hærri launum en konur jafnvel þótt um væri að ræða nákvæmlega sama starf, starfsfólkið hefði sömu menntun og alveg jafn langan starfs- aldur. Segir Magnús að VR vilji einfaldlega komast að borðinu til að hafa áhrif á þá samninga sem vinnu- veitendur hafa fram að þessu einhliða ákveðið. „Þannig viljum við stuðla að rneiri jöfnuði, minni launamun milli kynjanna - sem reyndar verður að hverfa alfarið - og að það verði minna bil milli lægstu og hæstu launa sem hefur farið vaxandi í kerfinu." Launaþróun upplýst með launakönnunum Magnús tekur fram að þótt könnunin hafi sýnt að laun manna séu eitthvað hærri en lágmarks- taxtar segja til um þá þýði það ekki að allir séu sáttir við laun sín. Einmitt þess vegna sé það markmið VR með launakönnunum að gefa fólki tækifæri til að sjá hver markaðslaunin eru á samn- ingssvæðinu, bera sín laun saman við launin í sömu starfsgrein og fara á fund vinnuveitandans og óska eftir leiðréttingu ef rök eru fyrir því. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, vill að tekin verði upp ný vinnubrögð við gerð kjarasamn- inga. Hugmyndir hans hafa feng- ið góðar undirtektir viðsemjenda. Morgunblaðið/Sverrir. Magrnís L. Sveinsson. Hér er í hnotskum komið hið nýja hlutverk VR sem felist einkum í því að styðja við bakið á félags- fólki er það fylgir málum sínum eftir. Fremur en sjá um samninga við vinnuveitandann fyrir hvern einstakan starfsmann hljóti það að verða framtíð- arhlutverk VR að einbeita sér að því að upplýsa fé- lagsfólk um launaþróun, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis. Þannig verði félagsfólk VR á hverjum tíma sem best upplýst um stöðu mála, og þar af leiðandi betur í stakk búið til að meta hvort það eigi hugsanlega rétt á launabreytingu. Einnig sé nauðsynlegt að fylgjast stöðugt með launaþróun erlendis í þeim löndum sem íslending- ar beri sig helst saman við. Aðspurður segir Magnús það eflaust rétt að vinnuveitendur vilji gjarnan fá að ráða þessum málum einir og sér. Sjálfsagt muni taka nokkurn tíma að breyta þeim hugsunarhætti. Hins vegar megi t.d. líta til þess að í Danmörku hafi þessi mál þróast með afar jákvæðum hætti á undanförnum árum. Þar sé m.a. gert ráð fyrir því að launþegi eigi rétt á því að fara a.m.k. einu sinni á ári á fund vinnuveitandans til að ræða sín mál. „Og það verð- ur að h'ta á það sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut,“ segir Magnús. „Launþeginn á ekki að fara boginn til vinnuveitandans í bónarleit heldur á þetta að vera sjálfsagður hlutur, og hluti af þeim samning- um sem gerðir eru.“ Markaðslaun til þess fallin að koma í veg fyrir verðbólgu Um þá gagnrýni, sem fram hefur komið á hug- myndir VR, að markaðslaunakerfið virki aðeins á þenslutímum segir Magnús að það geti svo sem vel verið að laun standi í stað þegar skórinn kreppir í þjóðfélaginu. Menn verði hins vegar að átta sig á því að vinnuveitendur hafi auðvitað öll völd í sínum höndum, þegar þeh’ ákveði launin einhliða eins og nú er. Hitt hljóti að vera ákjósanlegra að stéttar- félögin komi beint að samningagerðinni og að markaðslaunakerfið, sem hvort eð er sé til staðar, verði uppi á borðinu. Magnús bendir aukinheldur á að laun geti staðið í stað eða rýrnað jafnvel þótt samið sé um um- talsverðar launahækkanir. Það sé reyndar mikil sorgai-saga hversu oft hafi verið samið hér á ís- landi um launahækkanir sem síðan hurfu á bál verðbólgu og skiluðu sér ekki í auknum kaup- mætti. „Ég hef hins vegar trú á því að markaðslaunin stuðli meira að stöðugleika heldur en einhverjar tilteknar launahækkanir sem samið er um. Við getum e.t.v. verið nokkuð örugg með slíkar hækk- anir þegar vel gengur, þegar uppgangur er eins og hefur verið á undanförnum árum, en þegar hallar undan fæti er ekki trygging fyrir auknum kaup- mætti, þó að samið sé um launahækkanir, nema það sé innan þeh’ra marka að stöðugleikinn hald- ist. Ég tel að það sé líklegra að markaðslaunin lagi sig að ástandinu, og að það sé minni hætta á því að þær launabreytingar sem eiga sér stað með því kerfi, leiði til verðbólgu." Magnús leggur áherslu á að það verði alveg sér- stakt keppikefli VR í komandi kjarasamningum að ná fram verulegum kjarabótum handa þeim 5% fé- lagsmanna VR sem greitt er skv. lágmarkstaxta, en þar mun einkanlega vera um starfsfólk stór- markaða og matvöruverslana að ræða. Segir Magnús að þetta þurfi að gera í gegnum fyrirtækjasamninga en með þeim samningum, sem náðst hafi við einstaka stórmarkaði, hafi tek- ist að mjaka lægstu launum á tilteknum vinnustöð- um upp í 86 til 116 þúsund krónur fyrir 40 stunda vinnuvika, sé miðað við sveigjanlegan vinnutíma. Hið merkilega hafi jafnframt gerst með vinnu- staðasamningum að vinnutími fólks hafi styst án þess að launin hafi lækkað. Nefnir Magnús sem dæmi samning sem gerður var við Hagkaup í Smáratorgi. Náðist þar sá merki árangur að vinn- ustundum starfsfólks var fækkað úr 210 tímum á mánuði í 170 tíma án þess að launin lækkuðu. Mönnum hafi semsé tekist að fækka vinnustund- um fólks á mánuði um heila viku. Hér snertir Magnús á þætti sem hann segir að VR muni leggja mikla áherslu á í komandi samn- : ingum: nefnilega að stytta vinnutímann, en Magn- ús segir Islendinga vera hálfgerða vinnualka. „En það er mjög mikilvægt að við förum að átta okkur á því hér á Islandi að við þurfum að stilla okkur inn á svipaðan vinnutíma og gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir hann. „Samanburður sem við höfum gert við Dan- mörku sýnir að hér vinnur fólk sem samsvarar þremur mánuðum meira en Danir gera á ári hverju. Það hlýtur að segja sig sjálft að þetta kem- ur niður á einkalífi fólks og við munum þess vegna leggja mikla áherslu á að fá viðræður við vinnu- veitendur um styttri vinnutíma.“ Bendir Magnús á í þessu sambandi að fram- leiðnin hafi ekkert minnkað í Hagkaupi við Smára- torg þótt vinnustundum væri fækkað þar með áð- urnefndum vinnustaðasamningi. Það sé athyglisvert að þegar ísland er borið saman við önnur lönd komi í ljós að þrátt fyrir þennan langa vinnutíma hér á landi þá sé framleiðnin engu að síður minni hér. „Þetta eru mjög alvarleg skilaboð til okkar og við hljótum að þurfa að taka á þessum málurn," segii’ Magnús. Bætir hann því við að það sé hans trú að með styttri vinnutíma muni framleiðni jafn- vel aukast. Reynslan sýni nefnilega að menn skili ekki fullum aíköstum þegai’ þeir vinni að jafnaði svo margar vinnustundir. Samningaferlið úr sér gengið Formlegar kjaraviðræður eru ekki hafnar á milli VR og vinnuveitenda en VR mun endanlega1' ákveða kröfur sínur vegna samninganna á kjara- þingi næstkomandi laugardag. Magnús kveðst binda vonir við það að í þeim við- ræðum sem væntanlegar eru muni takast að breyta samningaferlinu, m.a. með viðræðum um hin svokölluðu markaðslaun. „Menn þurfa að átta sig á því að samningaferlið, eins og það hefur verið á undanförnum áratugum, er úr sér gengið og það fyrir löngu,“ segir Magnús. Hér áðm- fyrr hafi 3-4 hagfræðingar sest niður við borð og fundið út hvað fiskvinnslan í landinu þoldi. Kæmust menn að þeh-ri niðurstöðu að fiskvinnslan í landinu þyldi 2% launahækkun þá hefði verið settur punktur og það síðan notað sem ávísun á all- ar launabreytingar í landinu. I kjölfarið hefði hins vegar hluti þessara manna farið yfir í næsta herbergi og skrifað undir bónus- ákvæði fyrir fiskvinnslufólkið, sem jafnvel gáfu jafn mikið og lágmarkslaunin. Fiskvinnslufólkið hefði að vísu ekki verið neitt ofsælt af þeim launum en aðrh’ hefðu engu að síður setið eftir með lágmarkslaunin og engan bónus. Á þessu hafi orðið breyting og laga þurfi samningaferlið að því. Magnús segir einnig að menn þurfi að átta sig á því að það sem hafi verið að gerast á launamarkað- num undanfarin misseri segi sina sögu. Alltof al- gengt sé að menn séu í feluleik í sambandi við launataxta, sbr. það að einungis 5% félagsmanna VR fái borgað skv. launatöxtum. Einnig hefði það t.d. þekkst hjá ríkinu í gegnum árin að borguð væri föst 20 tíma greiðsla í yfirvinnu, sem ekki var unnin, af því að ekki mátti hækka taxtann. „Ég held það sé alveg nauðsynlegt að setja' launakerfíð í landinu upp á borðið, að þessi felu- leikur og skúffusamningar hætti,“ segir Magnús. „Þjóðfélagið á að þola það, atvinnulífið á að þola það. Og það er atvinnulífinu sjálfu fyrir bestu, svo einstakir atvinnurekendur geti áttað sig á því hvar þeir eru staddir í atvinnuflórunni og tekið mið af því,“ segir Magnús L. Sveinsson, formaður Versl- unannannafélags Reykjavíkur. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.