Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 80
.. . ~^QHjj (ELGcfc Traustád ísíenskar múruörurv Síðan 1972 ■5 . . .1 a Leitið tilboða! ■■ SlBIIipryOI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Hátt í 30 kvótalausir - bátar eru á veiðum Sölumet hjá Breka í Þýska- landi DRÖGUM Á MORGUN Hringdu núna 552 2150 HÁTT í 30 kvótalítil eða kvótalaus skip voru á sjó í gær og segjast út- gerðarmenn þeirra þannig vera að fylgja eftir dómi Héraðsdóms Vest- fjarða í Vatneyrarmálinu svokall- aða. Formaður Landssambands út- gerða kvótalítilla skipa, LÚKS, segir að lögð verði til hliðar 10% af aflaverðmæti skipanna og þau greidd í ríkissjóð. Bátarnir sem reru í gær eru hvað- anæva af landinu að sögn Sjgurðar Marínóssonar, formanns LÚKS og skipstjóra á Báru ÍS, en hann var ^iálfur í róðri í gær án þess að eiga fyrir því nægar aflaheimildir. Meðal annars væri þannig ástatt um báta af Suðurnesjum, Vestfjörðum og frá Þorlákshöfn. Bátar frá Hornafirði væru einnig tilbúnir að róa en þar hamlaði veður sjósókn í gær. Sig- urður sagði að einnig væri verið að gera kvótalausa báta á Norðurlandi klára til veiða. Stór hluti þeirra kvótalausu báta sem reru í gær var að leggja net og því komu fæstir þeirra með afla að landi. Fæstir bát- anna eru auk þess alveg kvótalausir en Sigurður segir flesta eiga aðeins örfá tonn. Þeir muni hinsvegar halda áfram að róa þegar kvótinn klárist. Eru að taka áhættu Sigurður viðurkennir að verið sé að taka ákveðna áhættu með því að Samið um pflagrímaflug fyrir þrjú erlend flugfélög Aðeins breiðþotur í rekstri hjá Atlanta BREIÐÞOTUR af gerðinni 767 frá Boeing munu bætast í flugflota At- lanta en forráðamenn félagsins hafa ákveðið að félagið hafi aðeins breið- þotur í þjónustu sinni. Fimm þotur af gerðinni Tristar hverfa því úr þjónustu félagsins á næstu misser- um og koma bæði 767- og 747-þotur í stað þeirra. Magnús Gylfi Thorstenn, forstjóri Atlanta, segir að sú stefna hafi verið mörkuð að reka aðeins breiðþotur og hefur félagið því hætt rekstri þriggja Boeing 737-þotna, tveggja sem voru í fraktflugi og einnar sem var í far- þegaflugi. Segir hann að hægt sé að afla félaginu meiri veltu og hagnaðar með breiðþotum en minni þotum, fastur kostnaður við umsjón á rekstri sé ekki miklu meiri við breið- þotur en hjá minni þotum. „Við stefnumótun horfum við ekki aðeins til eins eða tveggja ára heldur fimm, tíu eða fimmtán ára og við höfum metið það svo að hagstæðast verði að reka eingöngu breiðþotur og finna þeim verkefni," segir Magnús Gylfi. Um 1.400 manns í pílagrímaflugi Umfangsmesta pílagrímaflug At- lanta hefst 7. febrúar og segir Magn- ús Gylfi Thorstenn að umfang þess svari til um 45% af veltu félagsins á síðasta ári. Munu um 1.400 manns starfa við flugið þegar mest verður um að vera. Ellefu þotur sinna flug- inu og sér Atlanta meðal annars um flug til Jeddah frá Indlandi, Vestur- Afríku og Indónesíu. Flogið er fyrir Saudi Arabian Air- lines, Air Áfrique og Air India. Magnús segir nú í fyi'sta skipti sam- ið til tveggja ára við Saudia-flugfé- lagið og sé þess vegna mögulegt að taka á leigu þrjár nýlegar 747-300- þotur og setja þær í önnur verkefni þegar pílagrímafluginu í ár lýkur um miðjan apríl. ■ Þrjár 747/40 Morgunblaðið/Kristinn VEIÐITÚR Breka VE um jól og ára- mót skilaði sér í sölumeti í Bremer- haven í Þýskalandi í gær. 223 tonna afli, einkum karfi, fór samtals á 1.283.000 þýsk mörk eða um 48,7 mil- ljónir króna. Ögri átti fyrra metið en í mars 1989 seldi skipið liðlega 266 tonn fyrir 1.142.400 mörk, um 43,4 millj.kr. Á fiskmarkaðnum í Bremerhaven voru seld tæplega 185 tonn úr Breka í vikunni fyrir um 1.076.000 mörk og var meðalkílóverðið um 220 krónur, en í gær voru um 38 tonn aflans seld í Hull í Englandi fyrir sem samsvarar um 207.000 mörk, ríflega 200 kr. kíló- ið. „Við sendum þorskinn á England því þar fáum við venjulega hæsta verðið fyrir þorsk, en karfinn fór út um allt; töluvert til Belgíu, til Frakk- lands og í raun út um allt,“ segir Sam- úel Hreinsson, framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins í Bremerhaven. Útgerðarfélag Vestmannaeyja var stofnað 1998 og gerir það út Breka en Magni Jóhannsson er skipstjóri. Aflaverðmæti skipsins á 10 mánuðum 1999 var um 250 milljónir króna og segir Sigurmundur G. Einarsson, framkvæmdastjóri, að stefnan sé upp ávið. ■ Seldi karfa/24 Fátt nýtt undir sólinni ÞAÐ er stundum sagt að fátt sé nýtt undir sólinni, en samt er allt í tilverunni breytingum háð og hver nýr dagur í raun ólíkur þeim fyrri. Landsmenn hafa mátt klæða sig kynstrin öll upp á síðkastið, en nú ber svo við að Veðurstofan spáir talsverðum hlýindum næstu daga á landinu öllu og getur hiti farið í 6 stig vestan til. Hætt er við að skýj- að verði og sólin þurfi því um stundarsakir að draga saman segl- in. Borgarbúar nutu hennar í gær við Tjörnina og fuglarnir nutu ör- lætis þeirra, en í höfuðborginni skein sólin þá næstum klukkustund lengur en þegar hún stóð styst við á vetrarsólstöðum rétt fyrir jól. róa til fiskjar án kvóta í ljósi niður- stöðunnar í Vatneyrarmálinu. Kom- ist Hæstiréttur að annarri niður- stöðu en Héraðsdómur Vestfjarða megi menn búast við sakfellingu og sektum. „Við viljum með þessu láta reyna virkilega á þessi lög. Ég hef hins- vegar enga trú á því að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur. Það er almenn sam- staða um að leggja 10% aflaverð- mætis til hliðar til að greiða ríkinu á meðan þetta ástand varir og þangað til komið hefur verið á fót nýju fisk- veiðistjórnunarkerfi. Við ætlumst hinsvegar ekki til að þessi hátturinn verði hafður á í framtíðinni, heldur að við okkur verði rætt þegar nýju kerfi verði komið á,“ segir Sigurður. Samkvæmt lögum um umgengni við nytjastofna sjávar er skylt að vigta og skrá allan afla þegar hann kemur að landi. Landi skip afla um- fram kvóta sendir Fiskistofa við- komandi útgerðum aðvörun þar sem þeim er gefinn kostur á að lagfæra aflamarksstöðu sína, ellegar verði skipið svipt veiðileyfi og gefin út ákæra á hendur útgerðinni. Án veiðileyfis er skipunum ekki heimilt að stunda veiðar innan íslensku fisk- veiðilögsögunnar en haldi skip veið- um áfram eftir að það hefur verið svipt veiðileyfi er það fært til hafnar af Landhelgisgæslunni eða lögreglu. Kveikt í jólatrjám SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út í gærkvöldi þar sem tilkynnt hafði verið um eld í ruslagámum við aðsetur gatna- málastjóra á Njarðargötu. Þegar að var komið kom í ljós að kveikt hafði verið í jólatrjám sem fylltu tvo gáma og logaði glatt. Gekk greiðlega að slökkva eldinn. Vinsæl iðja mun vera meðal barna og unglinga að bera eld að jólatrjám sem víða liggja á götum úti um þess- ar mundir, en slökkviliðsmenn segja slík tiltæki hættuleg og að lítið þurfti út af að bera til að tjón geti hlotist af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.