Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + I_ngrid (Inga) Óskarsdóttir, áð- ur Ingrid Frida Er- ica Sommer, fæddist í Bruel Mecklenburg í Þýskalandi 20. júní 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- vfkur 3. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Rudolf Luis Johann Soinmer járnbrautarstarfs- maður, f. 23.11. 1899, d. 22.2. 1945, og Herta Anna Mar- ie Auguste Paula Sommer, f. Hampk, húsmóðir, f. 8.2. 1902 , d. 14.9. 1972. Systkini Ingrid eru Lotte Hacker, f. 26.7. 1929, Lore Riike, f. 16.8. 1934, Dietrich Som- Það er erfitt að trúa því að hún er ekki lengur hér til að spjalla við þeg- ar róast hjá mér á kvöldin eða sitja með henni yfir kaffibolla í vinnunni eins og vaninn var. Það er svo margs að minnast. Dýrmæt er minningin um dvöl okkar tveggja í London á sl. vori. Við vor- um svo heppnar með veðrið, lentum í 'hitabylgju og það var eitthvað fyrir hana. Hún sagði jú alltaf að ísland væri besta landið til að búa á ef mað- ur hefði efni á að kaupa sér sumar. Við skoðuðum ýmislegt í London og komum við á mörgum útikaffihús- um. Henni þótti þetta svo gaman að hún vildi skrifa skoðunaferðir okkar niður svo hún færi ekki í þær sömu næst. En við náðum ekki að fara aft- ur tvær saman. Eftir ferðina okkar veiktist hún og í haust kom í ljós að krabbamein sem hún greindist með fyrir tæplega fjórum árum hefði tekið sig upp aft- ur. Eftir það hallaði smám saman undan fæti hjá henni en alltaf hélt hún sínu striki. Hennar heitasta ósk var að fá að halda jólin með öllum barnabörnun- um sínum. Þessi jól verða okkur öll- um dýrmæt í minningunni. Hún gladdist yfir litlu prinsessunum sín- um þegar þær röltu um með nýju dúkkurnar sínar og strákunum sem mer, f. 1.10. 1938, Hil- trut Edling, f. 1.10. 1938, og Karen Lahtz, f. 21.5. 1943. Hálf- bróðir hennar er Erwin Somraer, f. 22.3. 1921. Ingrid ólst upp í Liibeck og starfaði þar við götun er hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sæmundi Óskarssyni, f. 10.8.1924, er þá var stýrimaður á sænsku skipi. Foreldrar hans voru Óskar Sæmunds- son, kaupmaður á Akureyri, f. 29.12. 1897, d. 26.8. 1970, og Guð- rún Magnúsdóttir, ljósmóðir og húsmóðir, f. 13.4. 1900, d. 2.1. 1947. Þau giftust 11.9. 1957 og fór voru með stjörnur í augunum þegar þeir rifu upp pakkana sína. Þótt hún yrði þreytt í öllum látunum vildi hún ekki hvflast því þetta kvöld vildi hún eiga óspillt. Mamma mín var mikil amma í sér og strákarnir sakna hennar mikið. Hún var alltaf búin að undirbúa allt ef hún vissi að þeirra var von svo að hún gæti einbeitt sér að því að sinna þeim og leika við þá. Litlu stelpurnar koma ekki til með að muna eftir þessu og það er sárt að vita. Orð geta ekki lýst því hve sárt hennar verður saknað. En ég trúi því að hún er nú laus við þrautir þær sem þjáðu hana og líður vel á nýjum stað. Þess vegna get ég sagt, bless, elsku mamma. Hvfl í friði. Helga. Elsku mamma. Skyndilega var allt búið og ég fékk þær fréttir að þú værir látin. Þú varst búin að reyna að undirbúa okkur svo vel en samt var áfallið mikið. Þegar ég horfi til baka þá var ég svo heppinn að fá að umgangast þig svo mikið allt fram á síðasta dag. Við unnum saman hlið við hlið og okkur kom alltaf vel sam- an. Þannig er minningin um þín síð- ustu ár. Þegar ég hugsa lengra til baka þegar ég var lítill strákur þá sé hún með honum til Gautaborgar þar sem þau bjuggu uns þau fluttu til íslands 1962, ásamt Guðrúnu, dóttur Sæmundar. Ingrid hóf störf hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar við götun og var deildarstjóri þar er hún hætti til að stofna sitt eigið fyrirtæki, Götun hf., 1970. Frá 1981 hjálpaði hún manni sínum við rekstur heildverslunarinnar Esju og fór alfarið til þeirra starfa 1985. Þar vann hún alla tíð síðan. Böm Ingrid og Sæmundar era: 1) Helga Sæmundsdóttir, f. 26.3. 1965, gift Guðna Inga Johnsen. Börn þeirra eru Sæmundur Ingi, f. 27.6. 1988, Þórður Ingi, f. 1.9. 1993, og Guðný Helga, f. 21.7. 1998. 2) Óskar Sæmundsson, f. 4.2. 1970, giftur Torfhildi Silju Sigurðardóttur. Dóttir þeirra er Helena Rakel, f. 13.7. 1997. Dóttir Sæmundar er Guðrún, f. 9.9.1950. Útför Ingrid fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. ég þig fyrir mér í eldhúsinu heima í Skeiðarvogi. Þar var hjarta heimilis- ins. Þú fórst að vinna heima þegar ég fæddist og varst alltaf til staðar. Allt var í röð og reglu með matartíma og allir vinir mínir vissu að þú værir með kex og kókómalt fyrir okkur klukkan hálf fjögur. Það er skrítið hvað litlu hlutirnir sitja fast í hugan- um. Betri ömmu er ekki hægt að fá, það vissu barnabörnin og hjá Helenu litlu varst þú alltaf í sérstöku upp- áhaldi. Þú varst þegar farin að segja frá ófæddu ömmubarninu sem á að koma næsta sumar. Ég vildi að þú hefðir fengið tækifæri til að sjá það en ég er viss um að þar sem þú ert núna fylgist þú með og passar uppá okkur öll. Elsku mamma mín. Það eru alltaf nokkur orð sem maður vildi fá tæki- færi til að segja við þig, því segi ég núna: Ég elska þig, mamma mín, takk fyrir allt. Þinn sonm\ Óskar Sæinundsson. Elsku amma Inga. Nú ertu farin frá okkur og ert hjá Guði. Þú þarft ekki lengur að finna til. Manstu þeg- ar þú varst að passa mig? Þegar eng- inn mátti passa mig og ég fór að gráta þegar mamma og pabbi fóru, þá máttir þú samt alltaf passa mig. Ef mamma og pabbi voru að fara eitthvað og sögðu mér að ég væri að fara til ömmu Ingu, þá var allt í lagi. Þegar ég var hjá þér komst ekkert annað að en að leika við mig. Við vor- um að kubba saman og leika með dúkkur og bangsa og þú sast flötum beinum á gólfinu hjá mér. Jafnvel þótt þú væri orðin svo lasin vildir þú fá mig í pössun smástund í einu. Elsku amma, mér þótti svo mikið vænt um þig. Þú varst alltaf svo hlý og góð við mig. Þótt ég sakni þín mik- ið þá veit ég að núna líður þér miklu betur. Bless, elsku amma Inga. Þín Helena Rakel Óskarsdóttir. Elsku amma mín. Þú varst alltaf góð við okkur en þjáðist mikið á síðustu mánuðum og nú ert þú dáin. Mér leið alltaf svo vel hjáþér og vona að þér líði vel núna. Eg gleymi þér aldrei. Bless amma mín, Sæmundur. Elsku amma. Það var leitt að þú skyldir deyja. Það var svo gaman og gott að koma til þín. Ég man þegar við sátum sam- an og vorum að leika við strumpana. Þú hafðir alltaf tíma til að leika við mig. Bless amma mín. Þinn Þórður. Þótt ungir værum skfldum við drengimir í Sólheimablokkinni að eitthvað óvenjulegt var á ferðinni þegar Sæmundur föðurbróðir minn kom heim frá útlöndum eftir sam- felldar níu ára fjarvistir. Við biðum í slqóli og sáum þegar hann og Ingrid renndu upp að húsinu. Víst þótti okk- ur blæjufólksvagninn sem þau höfðu haft með sér merkflegur en enn meira undrandi urðum við þegar Ingrid steig út úr bflnum. Hvemig hafði Simmi frændi, sjóarinn sem marga ölduna hafði sopið, náð í þessa ungu og fallegu útlensku konu? Við skildum það illa piltamir og varla nema von því ég held að sjálfur hafi frændi minn aldrei skilið það til fulls. Ingrid fæddist í Þýskalandi þar sem þau Sæmundur kynntust og fundu fljótt að þau áttu vel saman. INGRID (INGA) ÓSKARSDÓTTIR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA SIGURÐARDÓTTIR, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, miðvikudaginn 12. janúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Faðir minn og afi, INGVAR BENEDIKTSSON, frá Látrum í Aðalvik, sem lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur föstudaginn 7. janúar, verður jarð- sunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík, laugardaginn 15. janúar, kl. 14.00. Ingi Karl Ingvarsson, Ingvar Karl og María Sigurrós. + ' Elskulegur sonur minn, HARALD ERWIN HANSEN, f. 8. júní 1944, A3344, St. Georgen Am Reith, Kogelsbach 56, Siedlung Stein, Austurríki, sími 004374848279, andaðist mánudaginn 27. desember. ■L Sædís Lea Konráðsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR J. THORLACIUS, Bjarnastíg 11, Akureyri, sem lést fimmtudaginn 6. janúar, á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar, verður jarðsunginn frá Munkaþverá, laugardaginn 15. janúar, kl. 13.30. Hrund Kristjánsdóttir, Þuríður Schiöth, Reynir Schiöth, Einar Tr. Thorlacius, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS MATTHÍASDÓTTIR, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, þriðju- daginn 11. janúar. Steinunn Bjarnadóttir, Gunnlaugur Fjólar, Matthías Bjarnason, Sonja Eyfjörð, Áslaug H. Bjarnadóttir, Brandur Sigurðsson, Ólafur Sveinn Bjarnason, Lára Öfjörð, Rut Sigurðardóttir, Bjarni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Simmi frændi var þá það sem kallað er „basteman" eða stýrimaðui' á sænskri skútu, hálfnaður með stýri- mannaskólann í Svíþjóð en Ingrid vann í tölvudeild hjá þýskri skipa- smíðastöð. Þau giftu sig strax og eftir nám og störf í u.þ.b. fimm ár ytra fluttu þau til íslands 1962. Ingrid naut þess að kunna á tölvur og fékk fljótt vinnu hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar sem þá hétu. Það kom fljótt í ljós að þessi fyrirferðar- litla þýska kona var engin aukvisi og var hún gerð að yfirmanni götunar- deildar fyrirtækisins. Eftir starf þar stofnaði Ingrid síðan sitt eigið fyrir- tæki, Götun hf., sem tók að sér að slá inn á gataspjöld tölvuupplýsingar fyr- ir fyrirtæki og aðra sem á slíkri þjón- ustu þurftu að halda. Þess var gætt að hafa yfirbygginguna litla og fyrirtæk- ið rekið í kjallaranum á heimili þeirra hjóna í Skeiðarvoginum. Þýsk ná- kvæmni hennar naut sín til fulls í þessu starfi því viðburður var að villur væri að finna í því sem frá Ingrid fór. Síðustu tvo áratugina vann Ingrid á- samt fjölskyldunni í heildversluninni Esju sem þau settu á fót í upphafi níunda áratugar síðustu aldar. Hún rak skrifstofuna með sínum óaðfinn- anlega hætti en gekk jafnframt til allra annarra verka ef svo bar undir, tók til vörur og staflaði kössum. Ég kom oft í Skeiðarvoginn því ná- inn samgangur og samstarf var á milli okkar frændanna á þessum árum. Neytti ég gjaman lags og kom á mat- málstímum, enda alltaf vel tekið af húsmóðurinni sem hvatti mig glettn- islega til þess og lét ekkert vanta á borðið. Ekki var flókið að hitta á mat- artíma því Ingrid hélt aga á sínu fólki. Borðað var á tilsettum tíma, hvorki fyrr né seinna. Þannig bar frændi minn óttablandna virðingu fyrir kvöldmatartímanum sem var stund- víslega klukkan korter í sjö á hverju sem gekk. Hann stóð ævinlega upp frá verki til að mæta á réttum tíma og ef það var ekki mögulegt hringdi hann og lét vita af sér. Eg held að Ingrid hafi sjaldan tekið undandrætti í þessum efnum vel. Ég átti þess kost að verða samferða Ingrid Oskarsdóttur í nær fjóra ára- tugi. A svo löngum tíma skiptast eðli- lega á skin og skúrir en við það koma gjaman sterkustu eiginleikar fólks í ljós. Ingrid þurfti oft á styrk sínum að halda, ekki síst við stýrimann sinn og lífsförunaut, en alltaf sigldu þau sam- an upp úr öldudalnum. Engu skal þó lflct við þá þreki'aun sem hún gekk í gegnum eftir að hún veiktist fyrir um fjórum árum. Upp reis hún og átti nokkur góð ár þar til fyrir um hálfu ári að þyngra var kveðið að dyrum. En það var hart í þessari konu. Þrátt fyrir allt vann hún sína vinnu upp á hvem dag til áramóta og lést aðeins þremur dögum síðar. Ég er þakklátur fyrir þann skerf sem ég fékk að kynnast af Ingrid. Hennar munu víða sjást merki um ókomna tíð. Simmi, Helga og Óskar og bömin; við fjölskyldan öll biðjum ykkur guðs blessunar. Óskar Magnússon. Mánudaginn 3. janúar sl. andaðist vinkona okkar hjóna til margra ára Ingrid Óskarsdóttir. Það er nú svo, þrátt fyrir að eini fasti punkturinn í lífinu sé sá að einhverntíma skuli hver maður deyja, vill maður ógjarn- an sætta sig við orðinn hlut, þegar það skeður. Á slíkum stundum koma minningarnar upp í hugann, góðar minningar í þessu tilfelli, um einkar góða og ljúfa konu. Ingrid var sér- lega vönduð kona, vildi öllum vel og í samskiptum einkar þægileg. Við minnumst notalegra kvölda á heimili hvors annars, þar sem skrafað var um heima og geima, enda ekki langt að fara þar sem heimili okkar voru hlið við hlið í Ljósheimunum. Sæmundur Óskarsson vinur okk- ar sér nú á bak góðri konu, konu sem var honum meira en góð eiginkona, hún var honum ómetanlegur starfs- félagi gegnum árin. Við þökkum Ingrid samfylgdina og verðum ævin- lega þakklát fyrir að hafa átt hana fyrir vinkonu. Við hjónin sendum Sæmundi og hans fjölskyldu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á sorgarstund. Gunnar Snorrason og Jóna Valdimarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.