Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ 'jJ Grettir Ljóska WANSTU EFTIR At) FARAISI6U ULLARBRÆKURNAR, ELSKAN ? Ferdinand IHí ggHlE PYLg - TO REMEMÍ ANOTHER C-RMlOH HAS PEEN CONSUMEP IN YOUR HONOR, ERNlE..U)E'LL NEVfeR F0R6ET YOU.. Þér til heiðurs er enn einn smáskammturinn kominn niður í maga, Ernie. Við munum aldrei gleyma þér. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hótanir um ofbeldi og líflát í skjóli laga Frá stnrfsfólki Foreldra- hússins, Vímulausri æsku og Foreldrahópnum: ALVARLEG mistök virðast hafa verið gerð við setningu laga sem bönnuðu hljóðritanir símtala. Hug- myndir að baki banninu eru skiljan- legar en í vissum tilvikum er óhjá- kvæmilegt að leyfa slíkar upptökur. Það á til að mynda við ef fólíd berast hótanir símleiðis. Það er veruleiki sem fjölskyldur vímuefnaneytenda þekkja allt of vel. Varnarleysið er nógu mikið þótt ekki sé lokað fyrir eitt af fáum úrræðum sem fyrir hendi eru, möguleikann á hljóðritunum og rakningu símtala. Hljóðritanir hafa líka án efa gegnt mikilvægu hlutverki við rannsókn fíkniefnamála fyrr og síðar og í þeim efnum er nauðsynlegt að beita öllum tiltækum ráðum. Við skorum á Alþingi að taka þetta mál upp um leið og það kemur saman að loknu jólaleyfi og setja skýrar reglur um að leyfa beri hljóðritanir ef svo alvarleg mál eru á ferðinni. Þar er ekki eftir neinu að bíða. Annars bitna lögin á þeim sem síst skyldi, saklausu fólki sem býr við hótanir of- beldismanna sem skáka í skjóli þess- ara laga. Það hefur áreiðanlega ekki verið ætlun löggjafans að stuðla að auknum ofbeldisverkum. Fyrir hönd starfsfólks Foreldra- hússins, Vímulausrar æsku og For- eldrahópsins ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR. Munt þú missa af aldamótunum? Frá Geir Þórarinssyni: HINN 11. jan. sl. birtist grein eftir Inga Hans Jónsson þar sem hann þykist sýna fram á að þeir sem telja að aldamótin verði ekki fyrr en um næstu áramót hafi rangt fyrir sér. Hann gerir það með einhverjum rök- um þótt ekki eigi þau öll við. Mig langaði aðeins til að lita á nokkur þehra. Ingi Hans bendir réttilega á að ár- in eitt og eitt fyrir Krist mætist. Hann telur hins vegar að þess vegna hljóti að vera núll á milli þeirra. Þann- ig hefði tímatalið átt að vera, það er mun heppilegra. En þannig var það ekki. Það eru til fleiri leiðir við að gera hlutina en við notumst við í dag. Dionýsius Exiguus hét maðurinn sem fyrstur miðaði tímatal við fæð- ingu Krists. Hann skrifaði á latínu eins og allir lærðir menn á hans tíma (6. öld). Það vill svo til að í rómversk- um tölum er ekki til neitt tákn fyrir núll (né heldur var hugtakið til á þessum tíma). Ef einhver hefm- áhuga á rómverskum tölum bendi ég á Latneska málfræði eftir Kristin Ár- mannsson, sem hefur verið kennd við skóla landsins frá því árið 1940. Þar er á bls. 37-40 fjallað um töluorð. Ekkert kemur á óvart í þeirri umfjöll- un annað en það að hvergi er minnst á núll. Hvemig fara menn þá að því að út- búa tímatal án þess að byrja á núlli? Jú, þeir láta það einfaldlega hefjast á einum. En fæddist Jesús þá eins árs? Nei, ártalið er raðtala. Ingi Hans vitnar í Almanak HÍ: „Ef fylgt er eftir rithætti höfundar tímatalsins heitir fyrsta árið (á latínu) Anno Domini Nostri Jesu Christi 1, sem mætti þýða, Jyrsta ár herra vors Jesú Krists". ,Af því leiðir að fyrstu öldinni lauk ekki fyrr en árið 100 var á enda, og 20. öldinni lýkur ekki fyrr en árið 2000 er á enda. Ný öld gengur því ekki í garð fyrr en 1. janúar árið 2001.“ Svo segir Ingi: „Takið eftir þýðingu Háskólans á frumtextanum „Fyrsta ár herra vors Jesú Krists", að framansögðu þarf ég ekki neina háskólamenntun til að skilja þetta á þveröfugan hátt... Mér er það gjör- samlega fyrirmunað að snúa þannig út úr þessari þýðingu að ég fái það út að tímatalið byrji á árinu eitt.“ Ingi Hans þarf enga háskólamenntun, bara grunnskólamenntun, til að skilja muninn á fmmtölu og raðtölu. Þar sem tímatalið var upphaflega byggt á raðtölum, og er það ennþá, þá er núna tvöþúsundasta árið. Ný öld og nýtt árþúsund hefjast ekki fyrr en því er lokið. Líkingin við aldur Þá er það líkingin við aldur, sem ávallt er vinsæl. Hún er hins vegar rökvilla sem kallast óleyfileg samlík- ing. Þetta er nefnilega ekki eins. Ald- ur manna er yfirleitt ekki mældur í raðtölum. Maður verður ekki 35 ára fyir en full 35 ár eru liðin fi-á fæðingu hans (takið eftir að þar er byrjað að telja frá núlli og ekki um raðtölu að ræða). Hann hefur hins vegar verið á 35ta ári frá því á 34ða afrnæli sínu. Sama rölcvillan á við um allar sam- líkingar þar sem bornir eru saman hlutir sem taldir eru frá núlli (með frumtölum) og hlutir sem taldir eru frá einum (með raðtölum). Stutt fyrirspum Hvenær byrjar háskólanemi annað árið sitt, að fyrsta eða öðru árinu loknu? GEIR ÞÓRARINSSON Smáragötu 10, Reykjavík. Artíð er dánardægur í TILEFNI af bréfi sem birtist í þessum dálkum í gær er nauð- synlegt að benda bréfritara á að ártíð er miðuð við dánar- dægur viðkomandi en ekki af- mælisdag. Því er ekki hægt að tala um fæðingardag Krists sem ártíð, eða, eins og segir í bréfinu, að Kristur hafi átt „1999. ártíð sína hinn 25. des- ember, og mun, ef guð lofar og fyrirgefur manninum skynsem- isskortinn, eiga sína 2000. ártíð hinn 25. desember árið 2000“. Hvað sem öðru líður er þetta rangt. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.