Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 39 Morgunblaðið/Kristinn Gísli Sigurðsson, formaður Hagþenkis, afhenti Sigurði Steinþórssyni viðurkenningu Hagþenkis. [ L-ULLUÍv.'l U/UsLölLÍ hbhí burberry Bðrbour Sendum samdægurs í póstkröfu Laugavegi 54 S. 552 2535 Jón Baldur Hlíðberg hlaut viðurkenningu Hagþenkis 1999 VIÐURKENNINGU Hagþenkis 1999 hlaut Jón Baldur Hliðberg. Viðurkenninguna hlaut hann „fyrir að miðla fræðum á trúverðugan og heillandi hátt í myndum,“ eins og skráð er á viðurkenningarskjalið að þessu sinni. Jón Baldur hefur átt samstarf við fjölda höfunda fræðirita og kennslugagna og gert hundruð teikninga og málaðra mynda, fyrir fræðirit, handbækur og námsbæk- ur. Kunnustu fræðiritin, sem byggð eru upp með myndum hans, komu út á árunum 1996-1998: ísfygla, fs- lenskir fuglar og Sjávarnytjar við Island, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: „Þetta er í þrett- ánda sinn sem Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna veitir viðurkenningu sína. Sérstakt viðurkenningarráð, skipað fulltrú- um ólíkra fræðigreina, er kosið til tveggja ára í senn og ákveður, hver viðurkenninguna hlýtur. Viðtak- andi fær viðurkenningarskjal og fjárhæð sem nú er 500.000.- kr.“ I Skipulagsskrá fyrir Viðurkenn- ingu Hagþenkis segir, að hana skuli „veita fyrir samningu fræði- rita, kennslugagna, aðra miðlun fræðilegs efnis eða rannsóknir." Heimilt er, segir þar ennfremur „að veita viðurkenningu fyrir eitt afmarkað verk frá því ári, sem við- urkenningin er miðuð við, eða eldra verk. Einnig er heimilt að veita viðurkenningu fyrir mikils- vert framlag á lengra tímabili. Við veitingu viðurkenningar skal í senn tekið tillit til frumleika og fræði- legs eða menningarlegs gildis verkanna." Viðurkenningarráðið skipa Gunnar Karlsson sagnfræðingur, Ingunn Ásdísardóttir bókmennta- fræðingur, Kristín Indriðadóttir bókasafnsfræðingur, Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur og Torfi Hjartarson námsefnisfræð- ingur. Gísli Sigurðsson, formaður Hag- þenkis, afhenti viðurkenninguna, en Sigurður Stcinþórsson flutti greinargerð viðurkenningarráðs- ins. Nágrannar gerast nánir KVIKMYNDIR R « g ii b o g i n n Drive Me Crazy ★ ★ Leikstjóri: John Schultz. Ilandrit: Todd Strasser og Rob Thomas. Að- alhlutverk: Melissa Joan Hart og Adrian Grenier. 20th Century Fox. í UPPHAFI myndarinnar fáum við þær upplýsingar að aðalsögu- hetjurnar, Nicole og Chase, sem eru nágrannar á unglingsaldri, voru bestu vinir þegar þau voru lítil og léku sér öllum stundum saman í trjá- húsinu úti í garði. Nú virðist hins vegar svo komið að þeim þyki minna en lítið til hvort annars koma. Enda er Nicole kraftmikill og jákvæður dugnaðarforkur sem tekur mikinn þátt í félagslífi skólans. Og Chase þungbúinn uppreisnarseggur sem hangir í kompum ásamt pönkuðum félögum sínum. Myndin endar síðan á stóra loka- ballinu í menntó, og hverjir haldið þið að kyssist þá? Rétt! Það verður seint sagt að þessi unglingamynd sé sérlega frumleg, en hún er nokkuð fyndin á köflum. Melissa Joan Hart sem leikur Nico- le, og margir þekkja sem unglingan- ornina Sabrinu, er mjög kímin og skemmtileg, hún setur sinn svip á myndina og hífur hana upp með góð- um tilþrifum. Adrian Grenier er líka voða sætur og sannfærandi í sínu hlutverki. Handritið er hins vegar einungis frumlegt að því leyti að þar er ekki verið að vorkenna þessum eða hinum sem passa ekki inn í hópinn eða vilja vera eitthvað annað en þeir eru, heldur gert góðlátlegt grín að þessu öllu og öllum og það er fínt. Ég gat alla vega hlegið þó nokkuð að þessari mynd, og efast ekki um að unglingar sem ná að setja sig í spor söguhetjanna muni hafa mjög gam- an af. Hildur Loftsdóttir AUGLÝSINGADEILO yÁÚmbl.is Simi: 569 1111. Bréfsími: 569 1110 Netfang. augl@möl.is STQ AUGLÝSINGAÞJÓNUSTA BB-02 01.2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.