Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ■ Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Karitas Ingimarsdóttir, Arna Þorleifsdóttir og Kristín Grímsdóttir léku á harmonikkur. Tónlistarskóli Bolungar- víkur fær aukið rými Bolungarvík - Tónlistarskóli Bol- ungarvíkur hefur nú fengið aukið húsrými í gamla skólahúsinu þar sem hann hefúr verið starfræktur undanfarin ár. í vetur hafa staðið yfir fram- kvæmdir við að innrétta kjallara í húsinu, sem hefur staðið ónotað um nokkurra ára skeið, og þannig jókst það húsnæði sem tónlistarskólinn hefur til umráða um helming. Verk- taki við þessar framkvæmdir var Jón Fr. Einarsson. Þetta nýja viðbótarhúsnæði var formlega tekið í notkun um sl. helgi og var af því tilefni opið hús í tónl- istarskólanum þar sem gestum var boðið að skoða hina nýju aðstöðu skólans auk þess sem boðið var upp á veitingar og tónlistaratriði sem nemendur skólans fluttu. Ijöldi manns heimsótti skólann af þessu tilefni, sem sýnir að mikill áhugi er fyrir þessari starfsemi í Bolungarvík. Um áttatíu nemendur stunda nám við skólann í vetur og er meirihluti þeirra í píanónámi en einnig er kennt á tré- og málmblásturs- hljóðfæri, og kennsla á strengja- hljóðfæri er í samvinnu við tónlist- arskólann á ísafirði. Þá er starfandi unglingakór við skólann, auk þess sem boðið hefur verið upp á ýmis námskeið, t.d. stóð skólinn fyrir dansnámskeiði og námskeiði í leikrænni tjáningu fyrir unglinga á síðasta vetri. „Við höfum mikinn metnað íþess- um skóla,“ sagði Soffía Vagnsdóttir Morgunblaðið/Gunnar Hallsson F.v. Jón Fr. Einarsson verktaki, Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir kennari, Málfríður Sigurðardóttir kennari, Soffía Vagnsdóttir skólastjóri, Gísli Magnússon kennari og Benedikt Kristjánsson formaður fræðsluráðs Bol- ungarvíkur. Á myndina vantar einn kennara skólans, Jan Klasa. skólastjóri í viðtali við blaðið. „Við stefnum að því að geta staðið íyrir fjölbreyttri listsköpun á landsvisu og það er draumur okkar að við fá- um á hverjum vetri að minnsta kosti tíu prósent bæjarbúa í tónlistarnám við skólann. Það er t.d. gleðilegt að sjá að eldri nemendur, allt upp 1 fullorðið fólk, sem lagt höfðu tónlistarnámið á hill- una um einhvem tíma, era nú að koma aftur í skólann. Þá er stefnt að því að auka samvinnu milli leikskól- ans, grunnskólans og tónlistarskól- ans, nemendur tónlistarskólans eru t.d. nú á næstu vikum að fara í heim- sóknir á leikskólann til að spila og kynna hljóðfærin sín. Um miðjan janúar er að hefjast námskeið sem við köllum Trommur og töfrateppi og er ætlað börnum á aldrinum 4 til 5 ára þar sem unnið verður með fjáningarþörf baras- ins.“ Soffía sagði einnig að bæjaryf- irvöld hefðu staðið mjög myndar- lega að skólanum og sýnt þörfum hans mikinn skilning. „Auðvitað vantar okkur eitt og annað en það er mikill og góður vilji til að takast á við að leysa það og allt hefur sinn tíma.“ Á þessu ári eru 35 ár frá því Tónl- istarskóli Bolungarvíkur var stofn- aður og af því tilefni hefur Hlynur Þór Magnússon verið fenginn til að skrifa sögu skólans. Fyrsti skóla- stjóri hans var Ólafur Krisf jánsson, núverandi bæjarstjóri, og rak hann skólann lengi vel í herbergi heima hjá sér. Minna tjón af völdum ofsaveðurs en talið var TJÓN varð minna en í íyrstu var tal- ið eftir að kröpp lægð gekk yfu- land- ið á stórstraumi og olli nokkrum usla í Grindavík og Stokkseyri á mánu- dag. Jón Leví Hilmarsson, forstöðu- maður hafnasviðs Siglingamála- stofnunar, segir að Kvíabryggja í höfninni í Grindavík hafi losnað upp úr botninum og nú þurfi að skoða hvernig best sé að taka á því máli. Hann segir að slíkt hafi komið fyrii’ áður og þá hafi bryggjan verið rekin aftur niður á sama stað. Nú er verið að kanna hvort staurar og annað sé í lagi neðansjávar og verði það raunin er mögulegt að festa bryggjuna nið- ur aftur. Slíkar aðgerðir munu kosta á bilinu 2-3 milljónir, en verða aldrei nema til bráðabirgða að sögn Jóns Leví. Hann segir að huga þurfi að því að finna framtíðarstað fyrir löndun smábátanna. Umferð stærri skipa hafi aukist þarna við bakkann og að ekki fari vel að vera með smábáta og stærri skip á sama stað í höfninni. Einnig má búast við því að að Kvía- bryggja gefi sig á nýjan leik verði að- stæður aftur eins og þær voru í fyrradag. Þá segir Jón Leví að sjóvarnar- garður, sem í fyrstu var óttast að hafi skemmst, hafi í raun verið sjáv- arkambur úti á nesinu sem skolaðist til og það geti ekki talist alvarlegt tjón. Þar hafa ekki verið gerð nein mannvirki eða byggðar upp gi’jót- varnir og það hafi gerst áður í svip- uðum veðrum að kamburinn hafi færst aðeins út og dregist inn á nes- ið. í þeim tilvikum hefur honum ver- ið ýtt upp aftur í nokkurn veginn sama farið. Það er verkefni sem kostar einhver hundruð þúsunda. Há sjávarstaða í Grindavík var óvenju há sjávar- staða. Að sögn Jóns hefur það senni- lega bjargað miklu að mesta öldu- hæðin mældist ekki fyrr en u.þ.b. tveimur tímum eftir flóð. Ef háflóð og mesta ölduhæð hefðu farið sam- an, hefði sjávarstaða orðið rúmum hálfum metra hærri og aldrei að vita hvað þá hefði gerst. Jón Leví sagði að eftir viðræður við bæjartæknifræðing á Stokkseyri hefði niðurstaðan orðið sú að þar hefði ekki orðið um neitt verulegt tjón að ræða. Þar rjátlaðist úr göml- um handhlöðnum görðum sem standa utan við bæinn og búið er að vera að lagfæra undanfarin ár. Einn- ig kom í ljós að sjóvarnargarðarnir sem byggðir voru upp á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir tíu árum hefðu staðið af sér áhlaupið með ágætum. „Þannig að ég held að þetta hafi nú allt farið betur en kannski leit fyrir út um tíma,“ sagði Jón Leví. Nýr héraðsdýralæknir á Austurlandi nyrðra Egilsstaðir - Bjöm Steinbjörnsson hefur verið ráðinn héraðsdýralæknir í Austurlandsumdæmi nyrðra. Björn er 43 ára og starfaði í 12 ár á Dýra- spítalanum í Víðidal en sl. 2 ár hefur hann verið í Hannover í Þýskalandi í doktors- og sérfræðinámi í frjósemi, sæðingum og æxlunarfærasjúkdóm- um hrossa. Hann er giftur Þor- björgu Friðriksdóttur og eiga þau fjögur börn. Bjöm kemur inn í þetta umdæmi sem annar tveggja dýralækna en veiting þessarar nýju stöðu var sam- þykkt í nýjum dýralæknalögum frá 1. desember 1999. Jón Pétursson hefur gegnt embætti héraðsdýra- læknis í þessu umdæmi síðan 1958 en hann lætur af störfum 1. júlí nk. Kona Jóns, Hulda Matthíasdóttir, hefur starfað með honum alla hans starfsævi. Með ráðningu Björns mun um- dæmið stækka, en embættið mun einnig þjóna Vopnafirði og Bakka- firði. Fyrir þjónar það N-Múlasýslu og S-Múlasýslu að Reyðarfjarðar- botni og Breiðdalsheiði. Embættið verður til húsa á Egils- Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Björn Steinbjörnsson, nýráðinn héraðsdýralæknir á Austurlandi ásamt Jóni Péturssyni sem gegnt hefur stöðu héraðs- dýralæknis í 42 ár. stöðum og mun landbúnaðarráðu- neytið útvega dýralæknunum sam- eiginlega skrifstofuaðstöðu miðsvæðis í Egilsstaðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.