Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Átök halda áfram milli múslíma og kristinna á Kryddeyjum í Indónesíu Wahid forseti sakaður um að- gerðaleysi Jakarta. APP, AP. Reuters Indónesískir múslímar hrópa slagorð og krefjast heilags stríðs gegn kristnum, í kröfugöngu við innanríkisráðuneytið í Jakarta í gær. VITAÐ er að minnst 21 maður hefur fallið í átökum múslíma og kristinna á Kryddeyjum í Indónesíu undanfarna daga og margir særst. Á eynni Ser- am, sem er í um 2.600 kílómetra fjar- lægð frá höfuðborg Indónesíu, Jak- arta, féllu níu á þriðjudag í borginni Masohi. Óeirðaseggir brenndu fjöl- mörg hús og mörg þúsund manns urðu að flýja heimili sín. Á eyjunni Halmahera féllu sjö á mánudag og fimm daginn eftir, að sögn sjónar- votta og dagblaða. Ríkisfréttastofan Antara í Indón- esíu sagði að hundruð rotnandi líka væru á götum borgarinnar Tobelo á Halmahera. Talið væri að líkin væru af múslimum sem hefðu verið drepnir í hefndaraðgerðum kristinna sem hefðu reiðst þegar kveikt var í kirkju í höfuðstað Kryddeyja, Ambon. Nær 2.000 manns hafa fallið í átök- um milli múslima og kristinna á Kryddeyjum síðastliðna 12 mánuði, stjórnvöld segja að síðustu tvær vik- urnar hafi um 700 týnt lífi. Kristnir hafa lengi verið yfirstétt á Kryddeyj- um, sem einnig eru nefndar Mól- úkkaeyjai- og eru um helmingur íbúanna þar en múslímar eru annars í miklum meirihluta í Indónesíu. Kristnir voru áður í meirihluta á Kiyddeyjum en margir múslímar hafa flust þangað frá öðrum eyjum í leit að vinnu. Stjórnvöld í Jakarta hafa sent mörg þúsund hermenn til að reyna að stilla til friðar og tókst þeim það á Halmahera á þriðjudag. Alls munu nú vera yfir tíu þúsund hennenn á Kryddeyjum. Á eynni Buru var 300-800 manns saknað eftir að fólkið flúði inn í frum- skóginn í desember til að forðast átökin en flóttafólkið hefur nú snúið aftur, að sögn embættismanns sem ræddi við ríkisfréttastofuna Antara. A Buru voru áður fangelsi fyrir póli- tíska fanga sem urðu undir þegar kommúnistar gerðu misheppnaða valdaránstilraun árið 1965 en þá féllu hundruð þúsunda manna. Yfii’ 260 manns féllu í átökum í Tobelo á Halmahera í desember. Lið- þjálfi í indónesíska hernum á staðn- um, Edin að nafni, sagði í gær að bar- ist væri í hverfinu Galela. Margir múslimar á eyjunni hefðu flúið til nágrannaeyjunnar Temate. „Liðsmenn stríðandi fylkinga hafa verið að drepa hver annan síðan í gær og halda því áfram í dag. Ég veit ekki nákvæmlega hve margir eru fallnir og særðir,“ sagði hann í símaviðtali við fréttamann AFP-fréttastofunnar. Edin sagði að herinn hefði átt í erfið- leikum með að stöðva átökin vegna mannfæðar og stjórnlausra óaldar- flokka á svæðinu. Hótanir í Jakarta um jihad Um 200 hvítklæddir liðsmenn Fylkingarinnar til varnar islam efndu í gær til mótmæla við húsa- kynni þingsins í Jakarta og kröfðust þess að þegar í stað yrði bundinn endi á átökin á Kryddeyjum. Fólkið hótaði að efna til heilags stríðs, jihad, ef ekki yrði komið í veg fyrir að kristnir stunduðu fjöldamorð á mús- límum. Æðsta stofnun múslíma í landinu gaf einnig út yfirlýsingu þar sem fordæmt var að „kristnir ofstæk- ismenn" slátruðu múslímum. „Það sem er að gerast á Kryddeyj- um er hræðilegt brot á mannréttind- um, tilraun til að gera út af við samfé- lag múslíma á staðnum,“ sagði í yfirlýsingunni. Stofnunin sakaði Abdurrahman Wahid forseta og Megawati Sukar- noputri varaforseta um að leggja sig ekki fram við að stöðva mannvígin en Wahid skipaði á þriðjudag hemum að koma í veg fyrir að múslímar á eyjum nálægt Kryddeyjum héldu þangað til að heyja heilagt stríð gegn kristnum. Bretland Borga ekki fyrir skalla- lyf BRESK heilbrigðisyfirvöld hafa lagt til að opinber sjúkratrygging muni ekki verða látin ná yfir kostnað manna vegna skallalyfsins Propecia, samkvæmt frétt á vefsíðu BBC. Lyf- ið hefur gefið góða raun og hindrað hárlos og myndun skalla hjá fjölda karlmanna. Breska heilbrigðisráðuneytið hef- ur reiknað út að kostnaður heilbrigð- iskerfisins af því að greiða lyfið fyrir hvem karlmann í Bretlandi yrði um það bil 32 milljónir sterlingspunda, jafnvirði um 3,7 milljarða íslenskra króna. Propecia er annað lyfið á skömmum tíma í flokki svokallaðra „lífsþægindalyfja" sem bresk heil- brigðisyfirvöld vilja komast hjá að bera kostnað af. Fyrir nokkru var réttur manna til að fá greiddan kostnað vegna getuleysislyfsins vi- agra skertur og gerður háður ströngum skilyrðum. Alþjóðleg stuðningssamtök sköll- óttra, Hairline International, hafa mótmælt áformum heilbrigðisjÆr- valda. Elizabeth Steel, formaður samtakanna, segir að líta eigi á skalla sem heilbrigðisvandamál og bendir á að honum fylgi gjarnan þunglyndi. Lyfið, sem fæst í töfluformi, hindr- ar að líkaminn losi sig við karlhor- mónið testósterón. Með því að halda testósteróni lengur í líkamanum er komið í veg fyrir hárlos og nýr hár- vöxtur örvaður. á/ þxdJuxxieu^Aj - oxp Æxx^xiAAxx^A^AÁyÍAxxÁrv þiÁ/ \ -V. yxnÁa/o 5. ^xÆaAxx/u Til að fullkomna rómantíska stund er tilvalið að fá sér snúning á dansgólfinu við Ijúfan söng og undirleik Þóris Baldurssonar, Eddu Borg og Birgis Baldurssonar. D 1 SIMI: S62 0 2 00 rá unxn nÁttcu maÁA^ÁxÆ fí\/t£u/n Rxt|öÁnÁ 6na / vA. aMJlasv jxitj - OA.|lÆJUXOMX<tc Sturla Birgisson matreiðslumeistari Perlunnar var í 5. sæti í Bocuse d’or ‘99, sem óopinber heimsmeistarakeppni í matreiðslu. t Ji it i, A IH Þar sem allt snýst um fólk ♦Kvöldveröur og dans. Breska dagblaðið The Times Alþingi vagga nú- tímalýðræðis ALÞINGI íslendinga en ekki breska þingið er vagga nútímalegs lýðræðis, að þvi er dagblaðið The Times sagði í forystugrein á aðfangadag. Lýst er uppruna Alþingis og landnámi ís- lands, sagt að þjóðveldið hafi ein- kennst af jafnrétti og frami verið í samræmi við verðleika, samfélags- skipanin hafi verið nokkrum öldum á undan tímanum. „Ef til vill má segja með réttu að Is- lendingar hafi, hvað sem líður and- mælum frá breska þinginu, búið við fyrsta lýðræðisskipulagið." The Times segir að það sé kald- hæðnislegt að koma kristinna trúboða til í slands hafi orðið til að grafa undan löggjafarsamkundunni. Klerkamir hafi fengið norska konunga, sem um 300 ára skeið hafi engan áhuga sýnt á landinu, til að grípa inn í valdabaráttu innlendra höfðingja á Islandi með hervaldi. Niðurstaðan hafi orðið að árið 1262 hafi þjóðin gengið Hákoni VI á hönd og síðar fylgt Noregi undir dönsku krúnuna. Næstu sex aldimar hafi verið um stöðuga hnignun að ræða. Alþingi hafi orðið lítið annað en héraðsþing, af- numið árið 1800 en endurreist að tak- mörkuðu leyti 1845. Efnahagur landsmanna, sem verið hafi blómleg- ur, hafi látið undan síga vegna einok- unarverslunar kóngsvaldsins, eldgos og Stóra bóla gert illt verra. „Hugsjónir lýðræðisins og réttar- ríkisins dóu samt aldrei á íslandi. Al- þingi var áfram öflugt tákn þjóðarvilj- ans en myndugleiki þess fór ekki að vaxa á ný fyrr en 1903 þegar Islend- ingar hlutu nokkurt forræði í eigin málum. En það var ekki fyrr en 1944, þegar Islendingar rufu öll stjómar- farsleg tengsl við Dani, að Alþingi hlotnaðist aftur það sjálfstæði sem hafði virst fullkomlega eðlilegt átta eða níu öldum fyrr. Islendingar horf- ast þess vegna í augu við þá þversögn að vera í senn elsta og yngsta lýðræð- isþjóð Vestur-Evrópu.“ Yfírlýsing Breta og frana Barist verði gegn hry ðj u verkum London. AP. BRETAR og Iranar undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um að viðskipti ríkjanna yrðu efld, einnig um samvinnu í baráttunni gegn fíkni- efnasmygli og loks samstarf á sviði stjómmála og háskólastarfa. Kamil Kharazzi, utanríkisráðherra Irans, og Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, lýstu einnig yfir þörfinni á því að „berjast gegn öllum tegundum hryðjuverka hvar sem þau stinga upp kollinum". Yfirlýsingin var gefin út í lok opinberrar heimsóknar Kharazzis til Bretlands en ríkin tvö skiptust að nýju á sendiherrum í maí eftir tutt- ugu ára kalt stríð. Efnt var til mótmæla gegn heim- sókninni í Bretlandi, eggjum kastað og málningu hellt á bifreið Kharazzis og bent á að stjómvöld í Teheran brytu alþjóðasamninga um mannrétt- indi. Fremstir í flokki voru útlægir, íranskir stjórnarandstæðingar. „Þeg- ar þeir koma hingað þykjast þeir vera hófsamir en era það ekki í reynd,“ sagði einn útlaganna, Laila Jazayeri. Iranska klerkastjórnin hvatti á sín- um tíma til þess að rithöfundurinn Salman Rushdie, sem býr í Bretlandi, yrði myrtur fyrir að hafa móðgað múslima og islam í skáldverkum sín- um. Hefur hann áram saman þurft að fara huldu höfði af ótta við flugumenn Irana sem drógu þó nokkuð í land með morðhótanimar eftir að Ajatoll- ah Khomeini erkiklerkur lést.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.