Morgunblaðið - 13.01.2000, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Átök halda áfram milli múslíma og kristinna á Kryddeyjum í Indónesíu
Wahid forseti
sakaður um að-
gerðaleysi
Jakarta. APP, AP.
Reuters
Indónesískir múslímar hrópa slagorð og krefjast heilags stríðs gegn
kristnum, í kröfugöngu við innanríkisráðuneytið í Jakarta í gær.
VITAÐ er að minnst 21 maður hefur
fallið í átökum múslíma og kristinna á
Kryddeyjum í Indónesíu undanfarna
daga og margir særst. Á eynni Ser-
am, sem er í um 2.600 kílómetra fjar-
lægð frá höfuðborg Indónesíu, Jak-
arta, féllu níu á þriðjudag í borginni
Masohi. Óeirðaseggir brenndu fjöl-
mörg hús og mörg þúsund manns
urðu að flýja heimili sín. Á eyjunni
Halmahera féllu sjö á mánudag og
fimm daginn eftir, að sögn sjónar-
votta og dagblaða.
Ríkisfréttastofan Antara í Indón-
esíu sagði að hundruð rotnandi líka
væru á götum borgarinnar Tobelo á
Halmahera. Talið væri að líkin væru
af múslimum sem hefðu verið drepnir
í hefndaraðgerðum kristinna sem
hefðu reiðst þegar kveikt var í kirkju
í höfuðstað Kryddeyja, Ambon.
Nær 2.000 manns hafa fallið í átök-
um milli múslima og kristinna á
Kryddeyjum síðastliðna 12 mánuði,
stjórnvöld segja að síðustu tvær vik-
urnar hafi um 700 týnt lífi. Kristnir
hafa lengi verið yfirstétt á Kryddeyj-
um, sem einnig eru nefndar Mól-
úkkaeyjai- og eru um helmingur
íbúanna þar en múslímar eru annars í
miklum meirihluta í Indónesíu.
Kristnir voru áður í meirihluta á
Kiyddeyjum en margir múslímar
hafa flust þangað frá öðrum eyjum í
leit að vinnu. Stjórnvöld í Jakarta
hafa sent mörg þúsund hermenn til
að reyna að stilla til friðar og tókst
þeim það á Halmahera á þriðjudag.
Alls munu nú vera yfir tíu þúsund
hennenn á Kryddeyjum.
Á eynni Buru var 300-800 manns
saknað eftir að fólkið flúði inn í frum-
skóginn í desember til að forðast
átökin en flóttafólkið hefur nú snúið
aftur, að sögn embættismanns sem
ræddi við ríkisfréttastofuna Antara.
A Buru voru áður fangelsi fyrir póli-
tíska fanga sem urðu undir þegar
kommúnistar gerðu misheppnaða
valdaránstilraun árið 1965 en þá féllu
hundruð þúsunda manna.
Yfii’ 260 manns féllu í átökum í
Tobelo á Halmahera í desember. Lið-
þjálfi í indónesíska hernum á staðn-
um, Edin að nafni, sagði í gær að bar-
ist væri í hverfinu Galela. Margir
múslimar á eyjunni hefðu flúið til
nágrannaeyjunnar Temate.
„Liðsmenn stríðandi fylkinga hafa
verið að drepa hver annan síðan í gær
og halda því áfram í dag. Ég veit ekki
nákvæmlega hve margir eru fallnir
og særðir,“ sagði hann í símaviðtali
við fréttamann AFP-fréttastofunnar.
Edin sagði að herinn hefði átt í erfið-
leikum með að stöðva átökin vegna
mannfæðar og stjórnlausra óaldar-
flokka á svæðinu.
Hótanir í Jakarta um jihad
Um 200 hvítklæddir liðsmenn
Fylkingarinnar til varnar islam
efndu í gær til mótmæla við húsa-
kynni þingsins í Jakarta og kröfðust
þess að þegar í stað yrði bundinn
endi á átökin á Kryddeyjum. Fólkið
hótaði að efna til heilags stríðs, jihad,
ef ekki yrði komið í veg fyrir að
kristnir stunduðu fjöldamorð á mús-
límum. Æðsta stofnun múslíma í
landinu gaf einnig út yfirlýsingu þar
sem fordæmt var að „kristnir ofstæk-
ismenn" slátruðu múslímum.
„Það sem er að gerast á Kryddeyj-
um er hræðilegt brot á mannréttind-
um, tilraun til að gera út af við samfé-
lag múslíma á staðnum,“ sagði í
yfirlýsingunni.
Stofnunin sakaði Abdurrahman
Wahid forseta og Megawati Sukar-
noputri varaforseta um að leggja sig
ekki fram við að stöðva mannvígin en
Wahid skipaði á þriðjudag hemum að
koma í veg fyrir að múslímar á eyjum
nálægt Kryddeyjum héldu þangað til
að heyja heilagt stríð gegn kristnum.
Bretland
Borga ekki
fyrir skalla-
lyf
BRESK heilbrigðisyfirvöld hafa lagt
til að opinber sjúkratrygging muni
ekki verða látin ná yfir kostnað
manna vegna skallalyfsins Propecia,
samkvæmt frétt á vefsíðu BBC. Lyf-
ið hefur gefið góða raun og hindrað
hárlos og myndun skalla hjá fjölda
karlmanna.
Breska heilbrigðisráðuneytið hef-
ur reiknað út að kostnaður heilbrigð-
iskerfisins af því að greiða lyfið fyrir
hvem karlmann í Bretlandi yrði um
það bil 32 milljónir sterlingspunda,
jafnvirði um 3,7 milljarða íslenskra
króna. Propecia er annað lyfið á
skömmum tíma í flokki svokallaðra
„lífsþægindalyfja" sem bresk heil-
brigðisyfirvöld vilja komast hjá að
bera kostnað af. Fyrir nokkru var
réttur manna til að fá greiddan
kostnað vegna getuleysislyfsins vi-
agra skertur og gerður háður
ströngum skilyrðum.
Alþjóðleg stuðningssamtök sköll-
óttra, Hairline International, hafa
mótmælt áformum heilbrigðisjÆr-
valda. Elizabeth Steel, formaður
samtakanna, segir að líta eigi á skalla
sem heilbrigðisvandamál og bendir á
að honum fylgi gjarnan þunglyndi.
Lyfið, sem fæst í töfluformi, hindr-
ar að líkaminn losi sig við karlhor-
mónið testósterón. Með því að halda
testósteróni lengur í líkamanum er
komið í veg fyrir hárlos og nýr hár-
vöxtur örvaður.
á/ þxdJuxxieu^Aj - oxp Æxx^xiAAxx^A^AÁyÍAxxÁrv
þiÁ/ \ -V. yxnÁa/o 5. ^xÆaAxx/u
Til að fullkomna rómantíska stund er tilvalið að fá sér snúning á dansgólfinu við Ijúfan söng
og undirleik Þóris Baldurssonar, Eddu Borg og Birgis Baldurssonar.
D
1
SIMI: S62 0 2 00
rá unxn nÁttcu maÁA^ÁxÆ
fí\/t£u/n Rxt|öÁnÁ
6na / vA. aMJlasv jxitj -
OA.|lÆJUXOMX<tc
Sturla Birgisson matreiðslumeistari Perlunnar
var í 5. sæti í Bocuse d’or ‘99, sem
óopinber heimsmeistarakeppni
í matreiðslu.
t Ji it i, A IH
Þar sem allt snýst um fólk
♦Kvöldveröur og dans.
Breska dagblaðið The Times
Alþingi vagga nú-
tímalýðræðis
ALÞINGI íslendinga en ekki breska
þingið er vagga nútímalegs lýðræðis,
að þvi er dagblaðið The Times sagði í
forystugrein á aðfangadag. Lýst er
uppruna Alþingis og landnámi ís-
lands, sagt að þjóðveldið hafi ein-
kennst af jafnrétti og frami verið í
samræmi við verðleika, samfélags-
skipanin hafi verið nokkrum öldum á
undan tímanum.
„Ef til vill má segja með réttu að Is-
lendingar hafi, hvað sem líður and-
mælum frá breska þinginu, búið við
fyrsta lýðræðisskipulagið."
The Times segir að það sé kald-
hæðnislegt að koma kristinna trúboða
til í slands hafi orðið til að grafa undan
löggjafarsamkundunni. Klerkamir
hafi fengið norska konunga, sem um
300 ára skeið hafi engan áhuga sýnt á
landinu, til að grípa inn í valdabaráttu
innlendra höfðingja á Islandi með
hervaldi. Niðurstaðan hafi orðið að
árið 1262 hafi þjóðin gengið Hákoni
VI á hönd og síðar fylgt Noregi undir
dönsku krúnuna.
Næstu sex aldimar hafi verið um
stöðuga hnignun að ræða. Alþingi hafi
orðið lítið annað en héraðsþing, af-
numið árið 1800 en endurreist að tak-
mörkuðu leyti 1845. Efnahagur
landsmanna, sem verið hafi blómleg-
ur, hafi látið undan síga vegna einok-
unarverslunar kóngsvaldsins, eldgos
og Stóra bóla gert illt verra.
„Hugsjónir lýðræðisins og réttar-
ríkisins dóu samt aldrei á íslandi. Al-
þingi var áfram öflugt tákn þjóðarvilj-
ans en myndugleiki þess fór ekki að
vaxa á ný fyrr en 1903 þegar Islend-
ingar hlutu nokkurt forræði í eigin
málum. En það var ekki fyrr en 1944,
þegar Islendingar rufu öll stjómar-
farsleg tengsl við Dani, að Alþingi
hlotnaðist aftur það sjálfstæði sem
hafði virst fullkomlega eðlilegt átta
eða níu öldum fyrr. Islendingar horf-
ast þess vegna í augu við þá þversögn
að vera í senn elsta og yngsta lýðræð-
isþjóð Vestur-Evrópu.“
Yfírlýsing Breta og frana
Barist verði gegn
hry ðj u verkum
London. AP.
BRETAR og Iranar undirrituðu í
gær sameiginlega yfirlýsingu um að
viðskipti ríkjanna yrðu efld, einnig
um samvinnu í baráttunni gegn fíkni-
efnasmygli og loks samstarf á sviði
stjómmála og háskólastarfa. Kamil
Kharazzi, utanríkisráðherra Irans,
og Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, lýstu einnig yfir þörfinni á
því að „berjast gegn öllum tegundum
hryðjuverka hvar sem þau stinga upp
kollinum". Yfirlýsingin var gefin út í
lok opinberrar heimsóknar Kharazzis
til Bretlands en ríkin tvö skiptust að
nýju á sendiherrum í maí eftir tutt-
ugu ára kalt stríð.
Efnt var til mótmæla gegn heim-
sókninni í Bretlandi, eggjum kastað
og málningu hellt á bifreið Kharazzis
og bent á að stjómvöld í Teheran
brytu alþjóðasamninga um mannrétt-
indi. Fremstir í flokki voru útlægir,
íranskir stjórnarandstæðingar. „Þeg-
ar þeir koma hingað þykjast þeir vera
hófsamir en era það ekki í reynd,“
sagði einn útlaganna, Laila Jazayeri.
Iranska klerkastjórnin hvatti á sín-
um tíma til þess að rithöfundurinn
Salman Rushdie, sem býr í Bretlandi,
yrði myrtur fyrir að hafa móðgað
múslima og islam í skáldverkum sín-
um. Hefur hann áram saman þurft að
fara huldu höfði af ótta við flugumenn
Irana sem drógu þó nokkuð í land
með morðhótanimar eftir að Ajatoll-
ah Khomeini erkiklerkur lést.