Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 33 ERLENT Urskurður Evrópuddmstólsins í máli þýzkrar konu Staðfestir rétt kvenna til hermennsku Lúxemborg. Reuters. EVRÓPUDÓMSTÓLL- INN í Lúxemborg úr- skurðaði á þriðjudag þýzkri konu í vil, sem hafði áfiýjað til dómstólsins kvörtun sinni yfir því, að vera á grundvelli þýzku stjórnarskrárinnar meinað að gerast atvinnuhermað- ur. Grundvallast úr- skurðurinn á því, að í banni þýzku stjórnarskrárinnar við því að konur í hemum beri vopn felist ólög- mæt kynjamismunun. Úrskurðurinn hefur mikið for- dæmisgildi fyrir þýzka herinn, sem er herskylduher, og mun mjög lík- lega kalla á að þýzku stjómai-skránni verði breytt. „Þetta er mér mikill léttir," sagði hin 23 ára gamla Tanja Kreil frá Hannover, sem dómstóllinn dæmdi í vil. „Eg er mjög stolt af að hafa náð þessu fram.“ Kreil hafði reynt að fá inngöngu í herinn árið 1996, en varn- armálaráðuneytið hafnaði beiðni hennar. Hún starfar nú sem raf- magnstæknifræðingur hjá Siemens, en segist langa að starfa við skrið- dreka í hernum. Evrópudómstóllinn, sem er æðsti dómstóll Evrópusambandsins (ESB), kvað upp úr um að konum skuli vera heimilt að bera vopn í þýzka hernum og að lög sem útilokuðu þær frá þátt- töku í bardagahersveitum brytu í bága við jafnréttislög. „Þýzk löggjöf sem útilokar konur frá störfum í hernum þar sem vopna- burður er nauðsynlegur brýtur í bága við grundvall- arreglu bandalagsins [Evrópusambandsins] um jafnrétti karla og kvenna," segir í tilkynningu frá dóm- stólnum. Vissar takmarkanir réttlætanlegar Taiya Kreii En í tilkynningunni segir einnig, að hægt væri að fallast á viss- ar takmarkanir við hermennsku kvenna. „Víkja má frá þessu þar sem rökrétt er að kyn skipti máli í inn- gönguskilyrðum í ákveðnar bardaga- sveitir.“ Dómstóllinn úrskurðaði í október að sérsveitum brezka flot- ans, Royal Marines, væri heimilt að meina konum inngöngu í sveitirnar, þar sem allir sem í þær gengju yrðu að vera tilbúnir til að eiga í bardögum frá manni til manns, þar sem líka- mlegur aflsmunur skipti máli. Varnarmálaráð- herrann samþykkur Rudolf Scharping, varnarmálaráð- herra Þýzkalands, sagði á blaða- mannafundi í Róm, þar sem hann var staddur í þeim erindagjörðum að flytja íyrirlestur, að hann væri sam- mála úrskurði dómstólsins. Sagði hann þetta sína persónulegu skoðun, en fljótt á litið teldi hann óhjákvæmi- legt annað en að varnarmálaráðu- neytið tæki þessi mál til endurskoð- unar í kjölfar úrskurðar Evrópudómstólsins. Kvenkyns sjálfboðaliði í hjúkr- unarherdeild í þýzka hernum mundar riffil á heræfingu. Konur ósáttar við of mörg hlutverk London. Reuters. NÚTÍMAKONAN er þrátt fyrir allsnægtirnar óánægðari en nokkru sinni fyrr, segir breska heilsu- og fegurðartímaritið Top Sante. Ritið gerði könnun meðal 5.000 kvenna og reyndust aðeins 23% þeirra ánægð með vinnuna, 74% töldu að yfirvinna væri að að baka heilsu þeirra tjón og 84% að þær þyrftu að gegna of mörgum hlutverkum. „Gert er ráð fyrir að konur séu mæður, starfsmenn, sam- býlismenn og kynverur," segir Corinne Sweet hjá Top Sante. „Þrýstingurinn er stöðugur. Oft eru þær núna í tveim störfum, fá lítinn stuðning hjá sambýlis- manninum, samt er þess vænst að þær séu grannar og kyn- þokkafullar." Nægjusamir eru hamingjusamastir Hún segir að hamingusamast- ir virðist þeir vera sem „eru orðnir sáttir við sjálfan sig, eru þakklátir fyrir það sem þeir eiga og gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki eignast allt“. •wwiiimw^r OXFORD STREET OXFORD STREET 't ^ *****
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.