Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 33

Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 33 ERLENT Urskurður Evrópuddmstólsins í máli þýzkrar konu Staðfestir rétt kvenna til hermennsku Lúxemborg. Reuters. EVRÓPUDÓMSTÓLL- INN í Lúxemborg úr- skurðaði á þriðjudag þýzkri konu í vil, sem hafði áfiýjað til dómstólsins kvörtun sinni yfir því, að vera á grundvelli þýzku stjórnarskrárinnar meinað að gerast atvinnuhermað- ur. Grundvallast úr- skurðurinn á því, að í banni þýzku stjórnarskrárinnar við því að konur í hemum beri vopn felist ólög- mæt kynjamismunun. Úrskurðurinn hefur mikið for- dæmisgildi fyrir þýzka herinn, sem er herskylduher, og mun mjög lík- lega kalla á að þýzku stjómai-skránni verði breytt. „Þetta er mér mikill léttir," sagði hin 23 ára gamla Tanja Kreil frá Hannover, sem dómstóllinn dæmdi í vil. „Eg er mjög stolt af að hafa náð þessu fram.“ Kreil hafði reynt að fá inngöngu í herinn árið 1996, en varn- armálaráðuneytið hafnaði beiðni hennar. Hún starfar nú sem raf- magnstæknifræðingur hjá Siemens, en segist langa að starfa við skrið- dreka í hernum. Evrópudómstóllinn, sem er æðsti dómstóll Evrópusambandsins (ESB), kvað upp úr um að konum skuli vera heimilt að bera vopn í þýzka hernum og að lög sem útilokuðu þær frá þátt- töku í bardagahersveitum brytu í bága við jafnréttislög. „Þýzk löggjöf sem útilokar konur frá störfum í hernum þar sem vopna- burður er nauðsynlegur brýtur í bága við grundvall- arreglu bandalagsins [Evrópusambandsins] um jafnrétti karla og kvenna," segir í tilkynningu frá dóm- stólnum. Vissar takmarkanir réttlætanlegar Taiya Kreii En í tilkynningunni segir einnig, að hægt væri að fallast á viss- ar takmarkanir við hermennsku kvenna. „Víkja má frá þessu þar sem rökrétt er að kyn skipti máli í inn- gönguskilyrðum í ákveðnar bardaga- sveitir.“ Dómstóllinn úrskurðaði í október að sérsveitum brezka flot- ans, Royal Marines, væri heimilt að meina konum inngöngu í sveitirnar, þar sem allir sem í þær gengju yrðu að vera tilbúnir til að eiga í bardögum frá manni til manns, þar sem líka- mlegur aflsmunur skipti máli. Varnarmálaráð- herrann samþykkur Rudolf Scharping, varnarmálaráð- herra Þýzkalands, sagði á blaða- mannafundi í Róm, þar sem hann var staddur í þeim erindagjörðum að flytja íyrirlestur, að hann væri sam- mála úrskurði dómstólsins. Sagði hann þetta sína persónulegu skoðun, en fljótt á litið teldi hann óhjákvæmi- legt annað en að varnarmálaráðu- neytið tæki þessi mál til endurskoð- unar í kjölfar úrskurðar Evrópudómstólsins. Kvenkyns sjálfboðaliði í hjúkr- unarherdeild í þýzka hernum mundar riffil á heræfingu. Konur ósáttar við of mörg hlutverk London. Reuters. NÚTÍMAKONAN er þrátt fyrir allsnægtirnar óánægðari en nokkru sinni fyrr, segir breska heilsu- og fegurðartímaritið Top Sante. Ritið gerði könnun meðal 5.000 kvenna og reyndust aðeins 23% þeirra ánægð með vinnuna, 74% töldu að yfirvinna væri að að baka heilsu þeirra tjón og 84% að þær þyrftu að gegna of mörgum hlutverkum. „Gert er ráð fyrir að konur séu mæður, starfsmenn, sam- býlismenn og kynverur," segir Corinne Sweet hjá Top Sante. „Þrýstingurinn er stöðugur. Oft eru þær núna í tveim störfum, fá lítinn stuðning hjá sambýlis- manninum, samt er þess vænst að þær séu grannar og kyn- þokkafullar." Nægjusamir eru hamingjusamastir Hún segir að hamingusamast- ir virðist þeir vera sem „eru orðnir sáttir við sjálfan sig, eru þakklátir fyrir það sem þeir eiga og gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki eignast allt“. •wwiiimw^r OXFORD STREET OXFORD STREET 't ^ *****

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.