Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakurhf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALÞ JÓÐAVÆÐIN G VIÐSKIPTALÍFSINS Eitt af því ánægjulegasta, sem gerzt hefur í íslenzku viðskipta- og atvinnulífi á þessum áratug er alþjóðavaeð- ing þess. Sú var tíðin, að ís- lendingar höfðu ekki trú á því, að þeir hefðu hæfni og getu til þess að reka fyrirtæki í öðrum löndum. Á því voru örfáar und- antekningar. Þar var um að ræða fisksölufyrirtækin, sem höfðu haslað sér völl í öðrum löndum, reist þar fiskverk- smiðjur og byggt upp sölustarfsemi og jafnframt ís- lenzku flugfélögin tvö, Flugfé- lag Islands og Loftleiðir, sem smátt og smátt juku starfsemi sína á erlendum vettvangi. En segja má, að umsvif okkar Is- lendinga í öðrum löndum hafi takmarkast við þessi tvö svið viðskiptalífsins. Á þessum áratug hefur orðið gjörbreyting á. Fyrst hóf sjáv- arútvegurinn útrás með afger- andi hætti og nú eru íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki með starfsemi víða um heim. Hún einskorðast ekki lengur við sölustarfsemi og vinnslu á físki í neytendapakkningar heldur stunda íslenzku fyrirtækin jöfnum höndum útgerð, vinnslu og sölu á fiski í Amer- íku, Evrópu og Asíu. Þessi atvinnustarfsemi í öðr- um löndum hefur mikla þýð- ingu. í gegnum hana öðlumst við nýja þekkingu en það sem mest er um vert; íslenzku fyr- irtækin eru smátt og smátt að taka yfir dreifingarkerfið fyrir fiskafurðir okkar, sem aðrir högnuðust á fyrr á árum. Þessi útrás og alþjóðavæð- ing íslenzkra fyrirtækja er nú að færast yfir í enn eina at- vinnugrein, fjármálastarfsem- ina. Kaupþing reið á vaðið með því að hefja starfsemi í Lúxem- borg, sem augljóslega hefur blómstrað og sl. haust til- kynnti Kaupþing að fyrirtækið hefði stofnað banka þar í landi. í gær tilkynnti FBA að bankinn hefði keypt lítinn brezkan einkabanka, sem er næstelzti banki Bretlands, stofnaður fyrir rúmlega 200 árum og stefndi að því að auka starfsemi hans. Jafnframt lýsti Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, hlutverki fyrirtækisins með eftirfarandi hætti á blaða- mannafundi í fyrradag: „FBA er nú alþjóðlegt þekk- ingarfyrirtæki á sviði fjár- mála. Hlutverk bankans er ekki lengur einskorðað við að þjóna íslenzku atvinnulífi. Ef það á að vera alþjóðlega sam- keppnishæft þannig að við get- um talið okkur með þróaðri þjóðum, þarf bankaþjónusta að vera alþjóðlega samkeppnis- hæf. Þess vegna viljum við stíga þetta skref.“ Engin spurning er um það að mikill metnaður liggur að baki þessu framtaki Kaupþings og FBA á erlendum vettvangi. Hingað til hafa menn oft kvart- að undan smæð hins íslenzka markaðar og talið að hún setti okkur margvísleg takmörk. Nú er komin fram á sjónar- sviðið ný kynslóð, sem vísar þessari röksemd á bug og seg- ir: við takmörkum okkur ekki lengur við hinn íslenzka mark- að. Gjörbreyttar aðstæður gera þetta kleift. Ný fjarskipta- tækni gerir þetta mögulegt. Ný og betri menntun nýrra kynslóða er hins vegar for- senda fyrir því, að þetta gerist. Unga fólkið í þessum fyrir- tækjum hefur þekkingu og sjálfstraust til þess að takast á við þessi nýju verkefni. Fyrir þá, sem þekktu ís- lenzkt viðskiptalíf fyrir nokkr- um áratugum og jafnvel þótt ekki sé farið nema til síðasta áratugar, er það stórkostlegur árangur, að við upphaf nýrrar aldar, sem framundan er, hafi þjóðin eignast kynslóð, sem hefur kjark og þor til þess að færa út landamæri Islands með þessum hætti. AUKIN ATHYGLI I^SLENDINGAR þurfa að gera sér grein fyrir því, að al- þjóðavæðing íslenzks viðskipta- og atvinnulífs mun vekja athygli erlendra fjárfesta á þeim tæki- færum, sem er að finna hér á landi. Við því er að búast, að er- lend fyrirtæki kaupi íslenzk al- farið eða kaupi hluti í þeim. Slíkt er aðeins af hinu góða, því slík fjárfesting mun styrkja og efla atvinnulíf hér, t.d. með aðgangi að nýjum mörkuðum, nýjum hugmyndum og nýrri tækni. Dæmi um aukinn áhuga er- lendra fyrirtækja á Islandi eru kaup danska ræstingafyrirtæk- isins ISS Danmark á 98% hlut í Ræstingu ehf., fyrrum ræstinga- þjónustu Securitas. Danska fyr- irtækið sér ýmis ný tækifæri í þessari grein hér á landi og hyggst fjárfesta enn frekar í fyr- irtækinu til að afla því hlutdeild- ar í ræstingum í fískverkunar- fyrirtækjum og sjúkrahúsum. Alþjóðavæðing viðskipta- og atvinnulífsins virkar í báðar áttir og á næstu misserum og árum mun hún í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenzkt efnahagslíf. OG GUNNLAUGUR heldur áfram: Það vill oft fara svo, að litlar þjóðir h'ta upp til hinna stóru, og er ekki alltaf um að sak- ast, finnst mér. Þetta er raunverulega eitthvert náttúru- lögmál. Ég tók oft eftir því, hvað Danir dekruðu við þennan unga enska vin minn, og hvað hann virti þá lítils í staðinn. Honum bárust boð- skort frá ungum stúlkum, sem buðu honum í selskap og dans; allt var í góðum og huggulegum stíl - það var óskað eftir „Deres behagelige Nær- verelse." En Bretinn var þurr og kaldur og stóð af sér jafnt gott sem illt. Hann lagði kortin aftur í umslög- in og ýtti þessu svo út í horn á borð- inu og sagði: „Hér segja allir „Tusind tak“ - nema ég.“ Mér virtist hann heldur kaldhæðinn í garð okkar ág- ætu vinaþjóðar og stundum um of. Hann sagði mér fyrstur manna - ég hef heyrt það síðar og líklega er það gamall húsgangsbrandari - að ein- hver Englendingur, sem heimsótti Danmörku, hefði eitt sinn farið inn í kirkjugarð þar í landi og lesið meðal annars eftirfarandi grafskrift: Her hviler Telefonejer Fuldmægtig Lars Jensen. Bretinn spurði mig um ýmislegt heiman frá Islandi og gaf ég honum þau svör, sem ég vissi réttust. Meðal annars man ég eftir, að hann spurði mig um einkennisbúninga íslenzkra hermanna og um íslenzkan arkitekt- úr. Lét ég lítið yfir hvorutveggja, en sagði þó, að ég fyrir mitt leyti áliti, að íslendingar væru lengra komnir í gerð einkennisbúninga en húsagerðarlist. Sú skoðun hefur lítið breyzt. Þegar ég tala um þennan brezka vin mirm, dettur mér í hug það sem ég heyrði einhvem tíma, meðan ég var í Danmörku, um ein- hvem útlending, sem hafði setið inni á Páfaljóninu á Löngulínu. Þetta var á sínum tíma ákaflega fínn staður og ég hef aldrei stigið þar fæti. Þessi út- lendi maður tók pípu upp úr vasa sín- um og setti í hana tóbak og fór að reykja. Þá sneri þjónninn sér að hon- um og sagði, að pípureykingar væra bannaðar á staðnum. Sá útlendi mað- ur hætti strax að reykja og stakk píp- unni í vasann án þess að gera nokkra athugasemd. Síðan sat hann þama góða stund, kallaði svo á þjóninn og greiddi honum beina. Að því búnu stóð hann upp, gekk að fatageymsL unni og tók þar staf sinn og hatt. í anddyrinu var hár og mikill spegill og náði frá lofti til gólfs. Um leið og mað- urinn gekk fram hjá speglinum, sló hann handfangi stafsins í spegilinn, sem strax hrandi niður á gólfið í þús- und molum. Síðan gekk maðurinn út og hvarf. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að hér hafði verið að verki einhver þúsund-milljóna-lávarður, enskur, sem þá var staddur ásamt fríðu föruneyti í stórri lystisnekkju í Kaupmannahöfn. Sló nú óhug á marga og vissu menn ógjörla, hvað gera átti í málinu. Varð það úr, að sent var með reikning fyiir speglin- um. Var reikningurinn afhentur um borð í snekkjunni með viðeigandi kurt og virðuleik og var greiddur orða- og útskýringalaust, án þess að lordinn kæmi þar nærri. Það var mik- il sorg á Löngulínu og víðar. En ekki heyrði ég, hver háttur hefði síðar ver- ið hafður á með pípureykingar á áð- umefndum stað, þegar enskir lávarð- ar áttu hlut að máli. Bretinn tekur sig nefnilega vel út, enda er honum kennt það frá blautu bamsbeini. En þetta getur samt snúizt ofurlítið við. Einu sinni gekk ég með frú Onnu Friðriksson niður Laugaveginn. Þar kom á móti okkur Englendingur í pokabuxum. Á jakka hans vora stórir olnbogar og varð maðurinn allur heldur krangalegur á að líta. Frú Anna spurði mig, hvort ég kannaðist við manninn. „Þetta er enskur laxveiðimaður og lord,“ svar- aði ég. „En Lord,“ sagði frú Anna steinhissa, „og jeg som troede det var en Framsóknarmann." M: Og svo skildu leiðir ykkar Bret- ans? G: Já, en ég var mjög ánægður yfir því að hafa kynnzt honum, ætli hann hafi ekki verið mér álíka nauðsynleg- ur og bækumar góðu frá Guðmundi W. Kristjánssyni á sínum tíma. Þær opnuðu mér, þó ófullkomnar væru, nýja heima menningarinnar í mynd- listinni og líkt gæti ég sagt um þessi kynni við Englendinginn: Þau opn- uðu mér sýn inn í heim borgaralegrar menningar annarra landa, þar sem kurteisi og almennar umgengnis- venjur era óhjákvæmileg nauðsyn - og vegur til hamingju á meðal manna. HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 15. j anúar VERÐBREFAMARK- AÐURINN á íslandi hefur verið að slíta barnsskónum á undan- förnum áram. Fyrir áratug var þetta eins konar framskógar- markaður, þar sem nánast engar reglur giltu og menn töldu sér leyfast hvað sem var. Kaup á hlutabréfum byggðust ekki á arðsemissjónarmiðum held- ur vora þau eins konar valdakaup, þar sem meira skipti að ná áhrifum en skila arðsemi. Allt hefur þetta breytzt. Smátt og smátt varð samstaða um það á hlutabréfamarkað- num að taka upp eðlilega starfshætti og starfsreglur, sem lengi höfðu tíðkazt í öðram löndum. í megindráttum var fylgt ráðum er- lends ráðgjafafyrirtækis, Enskilda Securit- ies, um það, hvernig byggja ætti þennan markað upp. Verðbréfaþing íslands tók til starfa og það hefur jafnt og þétt unnið að því að koma betri skipan á hlutabréfamarkaðinn og gera kröfu til þess, að einstök fyrirtæki færa að þeim leikreglum, sem settar hafa ver- ið. Engin spurning er um það, að á margan hátt hefur vel tekist til. En eftir því, sem þró- un þessa markaðar verður hraðari verður þörfin fyrir stöðugar endurbætur meiri. Á undanförnum mánuðum hefur hlutabréfa- markaðurinn verið mjög í sviðsljósinu. Eng- um þarf því að koma á óvart að nýjar spurn- ingar vakni um framvindu markaðarins, þótt margt hafi verið gert vel á síðustu áram og þá jafnframt hvort þörf sé á enn strangara eftir- liti en nú er. Hér á íslandi eins og í öðram löndum velta menn þvi fyrir sér, hvort verð hlutabréfa sé orðið alltof hátt og spyija, hvort það endur- spegli með réttum hætti verðmæti fyrirtækj- anna, sem era skráð á Verðbréfaþingi. Hvemig má það vera, að íslenzk erfðagrein- ing sé að verða jafnvel tvöfalt verðmætara fyrirtæki en Eimskipafélag íslands, þótt fyrr- nefnda fyrirtækið hafi ekki starfað nema í ör- fá ár og sé hvorki farið að skila þeim árangri í rannsóknarstarfi né afkomu, sem stefnt er að og búast má við? Hvort er þetta verðmat raunsæi eða ragl? I okkar fámenna samfélagi er líka spurt, hvort verið geti að tiltölulega fámennur hópur þeirra, sem starfa daglega á markaðnum geti haft bein áhrif á það, hvort verð hlutabréfa hækki eða lækki án þess að þær verðsveiflur endurspegli einhverja raunverulega þróun eða framvindu mála. Hver era t.d. hin efnis- legu rök fyrir því að verð hlutabréfa í FBA hafi hækkað um tæplega 50% á tveimur mán- uðum? Hefur eitthvað sérstakt gerzt í mál- efnum bankans á þessu tímabili? Mestur hluti þessarar hækkunar var fram kominn áður en tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á brezka einkabankanum og aðrar nýjungar í starf- semi FBA. En á móti má segja með rökum, sem erfitt er að andmæla, að markaðurinn sé hinn end- anlegi dómari um það. Ef einhverjir era til- búnir til að kaupa hlutabréf á, að þvi er stund- um virðist ótrúlega háu verði, er það þá ekki hið „rétta“ verð? Þegar Baugur fór á opinn markað var verð- lagning hlutabréfa í fyrirtækinu gagnrýnd af verðbréfafyrirtækjum, sem ekki komu við sögu, þegar fyrirtækið varð til, og töldu verð- ið alltof hátt. Miðað við verð hlutabréfa í Baugi nú virðist sú verðlagning hafa staðizt gagnrýna skoðun markaðarins, þótt verðið hafi um skeið lækkað mjög. Á undanfömum mánuðum hefur verð hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkað mikið og margir spyija, hvort það sé ekki komið langt yfir eðlilegt verð. En er annað verð en einhverjir era tilbúnir að greiða „eðlilegt“ verð? Er ekki ljóst, að úr því að einhveijir era tilbúnir til að kaupa hlutabréf í Eimskipafé- laginu á svo háu verði er það verð „rétt“ verð? Umræður af þessu tagi fara ekki bara fram hér. Þær fara líka fram í öðram löndum. Margir spyrja, hvort verð hlutabréfa í netfyr- irtækjum sé ekki alltof hátt í Bandaríkjunum. Það liggur við, að það sé nánast óskiljanlegt að AOL kaupi Time Wamer en ekki öfugt. Ekki ómerkari maður en Rúpert Murdoch, einn mesti fjölmiðlakóngur heims, lýsti þeirri skoðun fyrir nokkrum misseram, að hlutabréf í netfyrirtækjunum væra í alltof háu verði en skipti um skoðun síðar og hóf fjárfestingu í slíkum fyrirtækjum. Það vakti mikla athygli bæði í Japan og annars staðar í heiminum fyrir nokkrum dög- um, þegar aðalforstjóri Sony lýsti því sjónar- miði sínu, að markaðsvirði hlutabréfa í fyrir- tæki hans væri alltof hátt. Hlutabréfamark- aðurinn væri að ofmeta fyrirtækið. Það þarf mikinn kjark og staðfestu og trú á eigið fyrir- tæki til þess að gefa slíka yfirlýsingu. Með henni er hann auðvitað að verðfella fyrirtæk- ið. Láta menn sér detta í hug, að forráðamenn íslenzkra stórfyrirtækja mundu gefa slíka yf- irlýsingu, jafnvel þótt sannfæring þeirra væri sú, að verð hlutabréfa í fyrirtækjum þeirra væri alltof hátt? Það er ólíklegt. En óneitanlega er það svo, að það setur ugg að mörgum að fylgjast með verðþróun á ís- lenzka hlutabréfamarkaðnum. Hversu lengi getur þessi þróun haldið áfram? Hvaða vit er í verðlagningu sumra fyrirtækja á Verðbréfa- þingi? Að hve miklu leyti ræðst þessi markaðsþróun af markaðslögmálum og að hve miklu leyti er hún handstýrð? Er hægt að „handstýra" hlutabréfamarkaðnum hér eins og sumir halda fram, og það jafnvel með til- tölulega litlu fjármagni? Við þessum spurningum er ekkert einhlítt svar en það er umhugsunarefni að býsna margir spyrja þeirra. Spákaup- mennska Eitt af því, sem Morg- unblaðið gerði að um- talsefni í umræðum um þessi málefni fyrr á þessum áratug var innherjaviðskipti eða öllu heldur ólögmæt innheijaviðskipti, sem þá voru út af fyrir sig ekki til vegna þess að lagaákvæði um slík viðskipti vora ekki fyrir hendi. En það var hægt að halda því fram, að ákveðin tegund viðskipta á þeim tíma mundi flokkast undir ólögmæt innherjaviðskipti samkvæmt þeim lögum, sem giltu hjá öðrum þjóðum og þá ekki sízt í Bandaríkjunum. Eft- ir því sem umsvifin verða meiri á Verðbréfa- þingi og á „gráa markaðnum" svonefnda, er meiri hætta á ólögmætum innherjaviðskipt- um. Fyrir nokkrum mánuðum vora meint ólögmæt viðskipti af því tagi í tengslum við stórt fyrirtæki rannsökuð gaumgæfilega. Flestir þeir, sem höfðu aðstöðu til að kynna sér þau viðskipti töldu engan vafa leika á því að þar hefðu átt sér stað allt að því ósvífin og ólögmæt innherjaviðskipti en enn sjást þess engin merki að eftirlitsaðilar markaðarins telji sig geta tekið á því máli, sem þó var í margra hug prófsteinn á það, hvort yfirleitt væri hægt að taka á slíkum viðskiptum. Lík- urnar á því, að þau fari fram í þessu litla kunningjasamfélagi era miklar. En reynslan bæði hér og annars staðar er sú, að eitt er hvað menn telja sig vita að hafi gerzt og ann- að hvað hægt er að sanna. Fyrir skömmu vöknuðu spurningar um við- skipti nokkurra yfirmanna Búnaðarbanka ís- lands hf. með hlutabréf í bankanum sjálfum. Bæði einkavæðingamefnd og Verðbréfaþing komust að þeirri niðurstöðu, að ekki væri til- efni til neinna aðgerða. í athyglisverðri grein, sem einn af blaða- mönnum Morgunblaðsins skrifar í blaðið í dag, laugardag, í tilefni af þeim umræðum koma hins vegar fram afar athyglisverðar upplýsingar um fyrirkomulag þessara mála í nálægum löndum og þá ekki sízt í Danmörku. I greininni segir m.a.: „Sé litið til Dan- merkur kemur í ljós, að þarlend verðbréfavið- skiptalög hafa að geyma sérstök ákvæði um viðskipti yfirmanna fyrirtækja á fjár- magnsmarkaði með verðbréf fyrir eigin reikning. Engin ákvæði er hins vegar að finna um þetta í íslenzku verðbréfalögunum." Síðan segir: „I12. gr. dönsku verðbréfavið- skiptalaganna, frá 1995, segir að fram- kvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjór- ar, deildarstjórar og aðstoðardeildarstjórar í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu megi ekki stunda spákaupmennsku með verðbréf fyrir eigin reikning. Jafnframt er í ákvæðinu lögð sú skylda á stjórnendur fyrirtækjanna að þeir setji reglur innan fyrirtækisins um hvaða öðr- um starfsmönnum skuli vera óheimilt að stunda spákaupmennsku. Að endingu er í greininni kveðið á um, að fjármálaeftirlitið danska skuli setja nánari reglur um hvers konar viðskipti með verðbréf geti talizt til spákaupmennsku." Þetta eru athyglisverðar upplýsingar svo að ekki sé meira sagt. Er meiri ástæða til að setja svo ströng ákvæði í lög í Danmörku en á íslandi? Eru einhverjar aðstæður í Dan- mörku, sem kalla á slíka lagasetningu þar, sem ekki eiga við hér? Það má vel vera. En dönsku lögin og einstök álitamál, sem upp hafa komið hér valda því, að eðlilegt er að rætt verði m.a. á Alþingi, hvort ástæða sé til Við höfnina. Morgunblaðið/Ásdís að setja svo strangar reglur um yfirmenn fjármálafyrirtækja hér. í úttekt Morgunblaðsins á þessum málum, sem birtist í blaðinu í dag, laugardag, segir m.a., að svo virðist sem beiting og túlkun verklagsreglna sé mismunandi eftir fyrir- tækjum. Síðan segir: „Finnur Sveinbjömsson (framkvæmda- stjóri Sambands viðskiptabanka og sparis- jóða) segir, að því sé ekki hægt að neita að fyrirtæki í verðbréfaþjónustu líti verklags- og siðareglumar mismunandi augum varðandi viðskipti starfsmanna með eigin bréf. Ekki væri auðvelt að segja til um ástæður þess, en hugsanlega skýrðist þetta af mismunandi við- horfum stjórnenda í hverju og einu fyrirtæki. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, segir menn þar á bæ taka þessar reglur al- varlega enda hafi bankinn sett starfsmönnum sínum strangar siðareglur ... Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðideildar Landsban- kans, segir siðareglur vera í gildi innan bank- ans. Ekki sé í þeim að finna nein bein ákvæði, sem taki til viðskipta starfsfólks með verð- bréf, heldur sé ákvæði þeÚTa um almennt hóf starfsmanna beitt í vafatilvikum. Innri endur- skoðandi og forstöðumaður lögfræðideildar sjá í sameiningu um að túlka reglumar, komi upp álitamál." Umræður og einstök álitamál, sem komið hafa upp kalla á skýr- ari starfsreglur hjá bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækj- um. Það er ljóst af því, sem fram hefur komið, að slíkar starfsreglur era til en það fer heldur ekki á milli mála, að þeim er beitt með mis- munandi hætti og þæi era túlkaðar á ýmsan veg. Fyrir viðkomandi starfsmenn sjálfa er auð- vitað óþolandi, að ekki sé alveg ljóst, hvað þeir megi gera og hvað ekki. Það er líka viðkvæmt fyrir einstök fyrir- tæki, eins og Búnaðarbankann í þessu tilviki, að spurningar vakni eða efasemdir komi upp. Þess vegna er áreiðanlega tímabært að taka starfshætti þessara fyrirtækja upp til endurskoðunar í Ijósi nýrra aðstæðna og nýrra viðhorfa. Skýrari starfsreglur Það er eðlilegt að hinn nýi viðskiptaráð- herra, Valgerður Sverrisdóttir, og sú þing- nefnd, sem fjallar um þessi mál taki þau upp til skoðunar í ljósi þeirra álitamála, sem hér hafa komið upp og byggi þá m.a. á reynslu nágrannaþjóða okkar. I raun og vera er hlutabréfamarkaðurinn á sumum Norður- landanna ekki kominn mikið lengra en hluta- bréfamarkaðurinn hér. Þar eins og hér og raunar á meginlandi Evrópu einnig era hluta- bréfaviðskipti fyrst nú að taka við sér fyrir al- vöra. Þess vegna er ekki við öðru að búast en menn vakni til umhugsunar um mál á borð við þau, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Það þarf engum blöð- Netviðskipti um um t)að að fletta á flnrr að v*ðskipti á Netinu a era að komast á fleygiferð hér á Islandi eins og annars staðar. Varla líður sá dagur, að ekki sé tilkynnt um ný viðskiptaáform, sem tengjast Netinu. Þessa stundina beinist athyglin sérstaklega að því hvemig hægt sé að byggja upp smá- söluverzlun á þessum nýja viðskiptavett- vangi. Einn mesti sérfræðingur um stjórnun og atvinnumál, sem nú er uppi er maður að nafni Peter Drucker, sem er háaldraður en fylgist ótrúlega vel með og tjáir sig óspart í blaða- greinum og bókum. I nýlegri tímaritsgrein lýsir Drucker þeirri skoðun, að netviðskiptin muni í framtíðinni gera út af við fjölmörg al- þjóðleg stórfyrirtæki. En hann bendir jafn- framt á, sem raunar blasir við, þegar það er sagt, en hefur ekki verið mikið til umræðu, að dreifing vörannar skiptir margfalt meira máli, þegar netviðskiptin koma til sögunnar en áður. Þeir muni ná mestum árangri í net- viðskiptum, sem geti tryggt afhendingu vör- unnar, sem keypt er á netinu á skjótan og skilvirkan máta. Era þeir, sem nú era að hefja viðskipti á netinu undir þetta búnir? Er dreifingarkerfi af þessu tagi fyrir hendi? Og hvaða áhrif munu netviðskiptin hafa á það flutningakerfi, sem fyrir er? Dracker bendir réttilega á, að viðskiptavin- inum er nákvæmlega sama hvar fyrirtækið, sem hann á viðskipti við er staðsett í heimin- um. Hið sama á við um fyrirtækið, sem er að selja vörana. Það spyr ekki hvar viðskiptavin- urinn búi. Hið eina, sem skiptir máli fyrir báða aðila er að skjótvirkt og skilvirkt dreif- ingarkerfi sé til staðar, sem skili vöranni til kaupandans á umsömdum tíma. Netið mun þannig stórauka viðskipti þeirra, sem verða undir það búin að þreifa vöra, sem seld er með milligöngu þess. í sum- um tilvikum sér Netið sjálft um „dreifingu" þjónustu, sem keypt er. En í öðram tilvikum þarf raunveraleg afhending að fara fram. Það er t.d. umhugsunarefni að á sama tíma og tölvupóstkerfið hefur væntanlega dregið stórlega úr bæði símtölum og bréfasending- um er ekki ólíklegt að póstfyrirtækin öðlist nýtt líf, sem dreifingaraðili fyrir vöra, sem gengur kaupum og sölum á Netinu. Það má líka gera ráð fyrir að fraktflug muni stóraukast um allan heim eftir því, sem viðskipti á Netinu aukast og þörfin fyrir dreifingu á vöram verður meiri. Hvaða áhrif hefur þetta á skipaflutninga? í stað þess að innflytjendur flytji inn vörar í miklu magni koma til sögunnar litlir innflytjendur, sem kaupa vöra fyrir sig en ekki aðra og vilja fá hana afhenta strax. Sennilega mun þetta þeg- ar fram í sækir hafa einhver áhrif á skipa- flutninga. Á fraktflug eftir að aukast innan- lands eftir því sem viðskipti á netinu aukast eða verður þessi þróun til þess að auka enn mikilvægi landflutninga? Þetta eru áhugaverðar vangaveltur, ekki sízt fyrir þá, sem velta því fyrir sér hvaða fyr- irtæki muni blómstra á hlutabréfamarkað- num á næstu áram og hver muni falla í skugg- ann. í tímaritsgrein þeirri, sem hér hefur verið vitnað til bendir Peter Dracker á bílasölufyr- irtæki, sem heitir CarsDirect.com, sem dæmi um það, sem er að gerast. Bílasala á Netinu eykst með gífurlegum hraða í Bandaríkjun- um. Umrætt fyrirtæki var stofnað fyrir einu ári. Hálfu ári síðar var það orðið eitt af 20 stærstu bílasölufyrirtækjum í Bandaríkjun- um. Ástæðan? Ekki lágt verð. Heldur ekki sérstök hæfni í að selja bíla. Ástæðan er sú, að fyrirtækið hafði komið upp fullkomnasta dreifingarkerfi, sem völ er á fyrir þessa teg- und af viðskiptum. Þetta eru athyglis- verðar upp- lýsingar svo að ekki sé meira sagt. Er meiri ástæða til að selja svo ströng ákvæði í lög í Danmörku en á fslandi? Eru einhverjar að- stæður í Dan- mörku, sem kalla á slíka lagasetn- ingu þar, sem ekki eiga við hér? Það má vel vera. En dönsku lögin og einstök álitamál, sem upp hafa komið hér valda því, að eðlilegt er að rætt verði m.a. á Alþingi, hvort ástæða sé til að setja svo strangar reglur um yfir- menn Qármálafyr- irtækja hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.