Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Arsenal óskar eftir að Nígeríumaðurinn Kanu leiki gegn Manchester United Afríkukeppnin dregur tenn- umar úr félagsliðum Evrópu VONBRIGÐI og óánægja Ars- ene Wengers, hins franska knattspyrnustjóra Arsenal, yfir því að missa nígeríska sóknar- manninn Nwankwo Kanu vegna þátttöku hans í landsiiði Nígeríu í Afríkukeppninni, hef- ur hlotið mikla athygli upp á síðkastið. Eftir að hafa staðið í stappi við forsvarsmenn níger- íska knattspyrnusambandsins í viðleitni sinni til að fá að tefla Kanu fram í bikarleik gegn Leicester fyrir viku, þar sem Frakkinn fékk vilja sínum framgengt, hefur hann farið þess á leit við Nígeríumennina að Kanu leiki með Arsenal gegn Manchester United hinn 24. janúar nk., en Afríku- keppnin hefst tveimur dögum áður. Við getum staðfest að við höfum haft samband við knatt- spyrnusamband Nígeríu, til að at- huga hvort hægt sé ■■■■■■ að fá Kanu lausan á Edwin meðan mótinu Rögnvaldsson stendur," sagði tóKsaman talsmaður Arsenal. Astæða þess hve hart Wenger sækist eftir Nígeríumanninum eru meiðsli hollensku sóknarmann- anna Dennis Bergkamps og Marc Overmars. Króatinn Davor Suker verður í leikbanni og því er Frakk- inn Thierry Henry eini sóknar- maðurinn, sem hefur átt fast sæti í aðalliði félagsins, sem getur tekið þátt í leiknum. Hótanir Nígeríumanna í garð eigin leikmanna Hinsvegar virðist vandi Weng- ers nánast hégómlegur í saman- burði við ástandið í herbúðum Lut- on í 2. deild í Englandi, þar sem Lennie Lawrence er við stjórnvöl- inn. Hann kýs að tefla nígeríska varnarmanninum Efetobore Sodje fram eins oft og kostur er. Lawrence hefur þó ekki orðið að ósk sinni að undanförnu, þar sem Nígeríumennirnir hafa hótað Sod- je að hann fái aldrei framar að leika með landsliði Nígeríu ef hann lýtur ekki að vilja þeirra. „Hann hefur verið í burtu í æf- ingabúðum í um tvær vikur, sem við erum allt annað en ánægðir með. En landsliðsþjálfarinn sagði honum að hann yrði að slást í hóp- Reuters Nwankwo Kanu er einn margra leikmanna nígeríska landsliðsíns, sem yfirgefa vinnuveitendur sína á miðju keppnistímabili til að leika í langri og strangri Afríkukeppni. inn með liðinu, ellegar léki hann aldrei með landsliðinu aftur. Þessi kúgun virðist hafa borið árangur og Sodje komst í liðið. Hann hlýtur að hafa vakið hrifningu þjálfarans. En við höfum verið án hans í tvær vikur og verðum það áfram í rúm- an mánuð til viðbótar. Þess vegna spyr ég hvort það komi í okkar hlut að borga manninum laun? Hvað gerir nígeríska knattspyrnu- sambandið fyrir okkur? En við megum ekki vera nirfilslegir, er það?“ Lawrence nefndi Kim Grant, fyrrverandi sóknarmann Luton, til sögunnar. Sá var eitt sinn boðaður í herbúðir landsliðs Ghana og var vart skugginn af sjálfum sér er hann kom aftur til Englands. „Þegar hann kom til baka eftir leiki landsliðsins í undankeppni var hann nær örmagna af þreytu og náði sér aldrei á strik,“ sagði stjórinn. Hann kvaðst þó ekki svo svartsýnn á þátttöku Sodjes í leikjum nígeríska landsliðsins. „Vitaskuld vonast ég til þess að við njótum góðs af þeim lærdómi, sem hann dregur vonandi af því að leika með landsliði Nígeríu," sagði Lawrence. Vangaveltur Lawrence endur- spegla heilabrot margra sam- starfsmanna hans og annarra, sem hagsmuna eiga að gæta í evrópskri knattspyrnu. Hafa þeir átt erfitt með að sætta sig við að FIFA standi fyrir mótum á borð við Af- ríkukeppnina og heimsmeistara- keppni félagsliða á miðju keppn- istímabili. FIFA setur reglur, sem setja félagsliðum stólinn fyrir dyrnar. Félög af smærri gerðinni verða jafnan fyrir mikilli blóðtöku, líkt og Luton í þessu tilviki. Ars- ene Wenger hefur einnig bent á að umræddur Kanu hefði aldrei verið tekinn til greina í landslið Nígeríu nema Arsenal hefði tekið hann upp á sína arma, þar sem Kanu sat á varamannabekk Internazionale á Italíu eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð. Því standi Nígeríu- menn í þakkarskuld við Arsenal. Starfsbróðir Wengers hjá Luton vakti einnig athygli á því hvort fé- lagsliðum beri að greiða leikmönn- um sínum laun á meðan þeir taka þátt í móti á borð við Afríkukeppn- ina, en úrslitakeppni hennar tekur heilan mánuð og fer fram á miðju keppnistímabili á meginlandi Evrópu. Baumann heitir mil- Ijóna verð- launum ÞÝSKI langhlauparinn, Dieter Baumann, hefur allar klær úti til þess að koma sér undan tveggja ára keppnisbanni, sem hann á yfir höfði sér eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í lok síð- asta árs. Nú hefur hann heitið rúmlega 3,5 milljónum þeim sem getur upplýst hver kom hormónalyijum fyrir í tann- kremstúbu á heimili hans. Hor- 'mónalyfið nandrolone mun hafa fundist í tannkremi á heimili hans við rannsókn nokkru fyrir jól. Baumann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu og hefur hvatt hvern þann sem getur upplýst „tannkremsmál- ið“ að gefa sig fram. Ekki er talið sennilegt að Ólympíu- Reuters Dieter Baumann meistarinn fyrrverandi nái að upplýsa málið með þessu til- boði. Baumann er í tímabundnu keppnisbanni þar til dómstóll þýska fijáisíþróttasambandsins kemur saman í lok mánaðarins til að taka málið fyrir og taka ákvörðun um keppnisbann. Lyjamisnotkun veldur fötlun Á ÁRUM Austur-þýska al- þýðulýðveldisins var lyfjamis- notkun skipulögð af öryggislög- reglunni Stasi í þeim tilgangi að bæta árangur iþróttamanna, eink- um í sundi og frjálsíþróttum. Þetta fékkst staðfest eftir fall Berlínarmúrsins fyrir rúmum tíu árum og siðan hafa læknar og þjálfarar verið dregnir fyrir dóm í Þýskalandi sakaðir um að hafa staðið að lyfjamisnotkuninni og hreinlega logið að íþróttamönn- unum að þeir væru að taka víta- mín og bætiefni en ekki hormóna- lyf og önnur ólögleg lyf. Hefur lyQanotkunin haft varanleg áhrif á heilsu marga fþróttamanna A- Þýskalands enda þeim oft og tíð- um verið gefnir mjög stórir skammtar af ýmsum efnum. í vikunni hófust réttarhöld yfir Lothar Kipke lækni sem starfaði með sundmönnum A-Þýskalands á sinni tíð. Er honum gefið að sök að hafa með skipulagðri lyflagjöf átt þátt í að skaða varanlega heilsu a.m.k. 54 sundmanna. Ekki er nóg með að heilsa sundmann- anna hafi beðið varanlegan skaða heldur hefur neyslan einnig kom- ið niður á afkomendum þeirra með þeim hætti að þeir hafa fæðst með ýmiskonar fötlun. Skiptir þá engu máli þótt foreldrarnir hafi verið hættir íþróttaiðkun og lyfja- notkun. Margir íþróttamenn og þjálfar- ar hafa á síðustu ánim afiijúpað þann leyndardóm sem umlukti neyslu ólöglegra lylja í A- Þýskalandi á sinni tíð. M.a. viður- kenndi Horst-Dieter Hille, þjálfari fijálsíþróttaliðs SC Jena, að íþróttamönnum liðsins hefðu á skipulegan hátt verið gefin ólög- leg lyf á árinum 1975 til 1988. Hefði Stasi haft umsjón með fram- kvæmdinni og haft njósnara á sín- um snærum til að fylgjast með að íþróttamenn tækju inn efnin. Hille sagði að einn þeirra íþróttamanna sem var í þessari „neyslu“ hefði verið Marlies Göhr, gullverðlaunahafi í 4x100 metra boðhlaupi kvenna á Ólympíuleik- unum 1976 og 1980 og silfur- verðlaunahafi í 100 metra hlaupi 1980 auk þess að vera Evrópum- eistari í 100 metra hlaupi íþrí- gang, 1978,1982 og 1986. Hún var á sinni tíð fremsti spretthlaupari A-Þjóðverja og tímar hennar eru enn í dag með þeim allra bestu sem náðst hafa í 100 og 200 metra spretthlaupum í kvennaflokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.