Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 38
'<& SUNNÚDÁGUR Í6. JANÚAR 2000
MINNINGAR
MÖRGÚNBLAÐÍÐ
t
Elsku faðir okkar, sonur, vinur, bróðir og afi,
EINAR ÞORSTEINSSON,
Blikastöðum 1,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðju-
daginn 18. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á SÁÁ.
Helga Hrund Einarsdóttir,
Arnheiður Dögg Einarsdóttir,
Hjalti Knútur Einarsson,
Þuríður Annabell Tix,
Yvonne Dorothea Tix,
Arnheiður Einarsdóttir, Þorsteinn Hörður Björnsson,
Ása Kristín Knútsdóttir,
systkini og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
MAGNÚS FRIÐRIKSSON,
Fálkagötu 4,
Reykjavík,
er lést miðvikudaginn 5. janúar, verður jarð-
sunginn frá Neskirkju mánudaginn 17. janúar
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Parkinson-samtökin
Inga Skarphéðinsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir, Daníel Viðarsson,
Friðrik Magnússon, , Margrét Guðmundsdóttir,
Leifur Magnússon, Stella Norðfjörð,
Sólveig Magnúsdóttir,
Anna B. Viðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Útför sambýlismanns míns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
EIRÍKS KR. EYVINDSSONAR
frá Laugarvatni,
sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn
11. janúar, fer fram frá Árbæjarkirkju þriðju-
daginn 18. janúar kl. 10.30.
Jarðsett verður á Laugarvatni.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir
en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Svala Konráðsdóttir,
Eyvindur Eiríksson,
Hlöðver Örn Ólason,
Janne Eiriksson Larsen,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRIR SÍMON MATTHÍASSON,
Fljótaseli 5,
Reykjavík,
sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans
6. janúar sl., verður jarðsunginn frá Seljakirkju
þriðjudaginn 18. janúarkl. 13.30.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Olga Viktoría M. Sigurðardóttir,
Cecilia Heinesen,
Cecilia Ingibjörg Þórisdóttir, Helgi Már Hannesson,
Kristjana Margrét Þórisdóttir, Daouda Mbaye,
Matthías Karl Þórisson,
Alda María Helgadóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ADDBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
frá Litlu-Brekku,
Grímsstaðaholti,
til heimilis í Seljahlíð,
Hjallaseli 55,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 18. janúar kl. 15.00.
Hafsteinn Guðjónsson, Rúna Trakulma,
Reynir Guðjónsson, Hafdís Ólafsdóttir,
Sigrún Guðjónsdóttir,
Helga María Guðjónsdóttir, Pétur B. Snæland
og barnabörn.
SIGURÐUR O.
PÉTURSSON
+ Sigurður O. Pét-
ursson fæddist í
Reykjavik 2. júlí
1949. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 9. janúar síð-
astliðinn. Sigurður
var sonur Péturs
Ottesen Júsafatsson-
ar, f. 22.7. 1919,
fyrrv. skrifstofu-
nianns í Reykjavík,
og Ágústu Ágústs-
dóttur, f. 12.8. 1920,
d. 23.8. 1997, skrif-
stofumanns í Reykja-
vík. Bræður Sigurðar
eru Þór Ottesen, f. 26.7.1950, raf-
virki, búsettur í Reykjavík, kvænt-
ur Brynhildi Ólafsdóttur kennara
og á hann sex börn; Björn O. Pét-
ursson, f. 19.2. 1953, aðstoðar-
skólastjóri við Melaskólann, bú-
settur á Seltjarnamesi, kvæntur
Katrínu E. Magnúsdóttur ljósmóð-
ur og eiga þau þrjár dætur.
Sigurður kvæntist 18.4. 1971
Onnu Kjartansdóttur, f. 4.11.
1949, fulltrúa í Þjónustuveri
Landsbankans. Hún er dóttir
Kjartans Magnússonar, f. 15.7.
1917, d. 3.12. 1998, kaupmanns í
Reykjavík, og k.h., Guðrúnar H.
Viihjálmsdóttur, f. 3.11.1922, hús-
móður og kennara. Synir Sigurð-
ar og Önnu eru: 1) Kjartan Hauks-
son, f. 25.2. 1970, rekstrar-
hagfræðingur á Viðskiptastofu
Landsbankans, búsettur í Reykja-
vík og er kona hans Karina Peder-
sen, nemi í iðjuþjálfun, en dóttir
hans og Huldu Karenar Auðuns-
dóttur er Sara Rut, f. 18.12. 1996.
2) Pétur Sigurðsson, f. 23.9.1971,
íþróttafræðingur, búsettur í
Ég trúi ekki að ég skuli sitja hér og
skrifa minningarorð um tengdaföður
minn. Hann var tekinn frá okkur öll-
umsvo skyndilega.
Ég kynntist Sigga fyrst fyrir 11 ár-
um þegar ég kom inn í fjölskylduna.
Ég var lengi að kynnast honum vel,
en ég var fljót að sjá hversu góðhjart-
aður hann var. Alltaf tilbúinn að gera
allt fyrir alla og hugsaði oft seinast
um sjálfan sig.
Það koma margar góðar minning-
ar upp í hugann þegar ég hugsa til
baka. Sérstaklega koma upp minn-
ingar um þau skipti sem hann og
Anna komu að heimsækja mig og
Pétur til Bandaríkjanna. Þar áttum
við öll yndislegar stundir saman og
munu þær seint gleymast. í þeim
heimsóknum kynntist ég honum sér-
staklega vel.
Siggi var snillingur í búa til spaugi-
leg orð yfir fólk, hversdagslega hluti
og athafnir. Þessi orð og orðasam-
bönd munu vera með okkur áfram.
Siggi tjáði tilfinningar sínar ekki
mikið með orðum. En hann sýndi
þær með því hvernig hann kom fram
við fólk og í rauninni gerði hann það
best með því að vera hann sjálfur.
Honum þótti mjög vænt um böm og
sást það greinilega þegar hann var
með afabörnin sín. Þegar við komum
með litla prinsinn í heimsókn var
ekkert annað sem komst að enn að fá
að koma við og hafa hann hjá sér.
Ánægjan og stoltið skein úr andliti
hans þegar hann hélt á afabaminu
sínu. Það er sárt að hugsa til þess að
þeir fái ekki tækifæri að kynnast
hvor öðram. Hann mun skila eftir
skarð í hjarta mínu, en ég veit að
hann mun fylgjast með okkur í fram-
tíðinni.
Elsku Siggi ég mun sakna þín mik-
ið og minningin um þig mun ávallt
lifa í hjarta mér.
Harpa.
Þeir vora ófáir vinimir, samferða-
mennimir og kunningjarnir þínir, og
okkar bræðra, á lífsleið þinni. Þeim lá
öllum gott orð til þín og töluðu ávallt
um hve góðan dreng þú hefðir að
geyma.
Elsku Siggi. Víst varstu drengur
góður. í orðsins dýpstu og bestu
merkingu. Góður okkur bræðram,
pabba og mömmu
Reykjavík en kona
hans er V. Harpa
Sigurðardóttir, BS í
listmeðferðarfræði
og eiga þau óskírðan
son, f. 20.11. 1999. 3)
Gunnar Þór Sigurðs-
son, f. 8.6. 1980,
nemi við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti.
Sigurður lauk
gagnfræðaprófi frá
Hagaskólanum í
Reykjavík 1966 og
verslunarnámskeiði
frá VI 1967. Á náms-
árunum var Sigurð-
ur í sumarvinnu við gatnagerð hjá
Reykjavíkurborg. Hann starfaði
við Landsbankann 1968-73 og við
Seðlabankann 1973-78. Þá flutti
Sigurður og fjölskylda hans til
Svíþjóðar þar sem hann starfaði
við Höganás-verksmiðjurnar og
síðan við Gullfiber-verksmiðjum-
ar. Sigurður og fjölskylda hans
fluttu aftur heim til Islands 1981.
Þá hóf hann aftur störf við
Landsbankann þar sem hann
starfaði til dauðadags, síðast við
útlánaeftirlit bankans frá 1988.
Sigurður æfði og keppti með
meistaraflokki Þróttar í knatt-
spymu og handbolta í mörg ár,
vann að ýmsum félagsmálum fyrir
Þrótt og sat m.a. í Knattspyrnur-
áði Reykjavíkur fyrir hönd félags-
ins um árabil. Þá lék hann síðar
með meistaraflokki Gróttu í hand-
bolta og knattspyrnu um skeið.
Utför Sigurðar verður gerð frá
Seljakirkju mánudaginn 17. jan-
úar og hefst athöfnin klukkan
13.30.
og ekki síst Önnu og strákunum
sem þú reyndist svo óendanlega vel.
Dejrfé,
deyjafrændur,
deyrsjálfuriðsama.
Enorðstír
deyraldregi
hveim er sér góðan getur.
(Út Hávamálum.)
Þessi ódauðlegu orð viljum við
bræðurnir gera að okkar þegar við
kveðjum þig, elsku bróðir, því engin
önnur megna að tjá hug okkar betur
nú.
Elsku Anna. Guð styrki ykkur öll
og varðveiti í hinni djúpu sorg.
Þór og Bjöm.
Mágur minn, Sigurður O. Péturs-
son, er látinn, langt fyrir aldur fram,
eftir stutt en erfið veikindi. Skyndi-
legt fráfall hans er ólýsanlegt reiðar-
slag, enda á eftir að líða langur tími
áður en ég átta mig á því að ég á ekki
eftir að sjá hann framar.
Ég kynntist Sigga þegar hann og
Anna, systir mín, fóra að draga sig
saman hér um árið. Anna er nú einu
sinni stóra systir mín sem hélt yfir
mér verndarhendi og umbar stríðni
mína í æsku. Mér stóð því ekki á
sama hvaða mann hann hefði að
geyma, þessi hægláti Vesturbæingur
sem farinn var að vepja komur sínar
á Lindargötuna veturinn 1970-71.
Við fyrstu kynni fannst mér Siggi
ekkert yfirmáta hress. Ég hélt hann
væri feiminn og gerði ráð fyrir að
losna myndi um málbeinið við nánari
kynni. Við urðum fljótt mátar og ég
komst að því að ég hafði haft rangt
fyrir mér í hvora tveggja: Það sem ég
hélt að væri feimni var í rauninni
andúð Sigga á öllu gaspri, grobbi og
baktali, enda heyrði ég hann aldrei
hreykja sér né tala illa um aðra.
En ég hafði líka rangt fyrir mér í
því að Siggi væri ekki hress.
Hæglæti hans var ekki sprottið af
áhugaleysi eða afskiptaleysi. Undir
prúðu fasi fór greind og viðkvæm sál
sem leiftraði af leikgleði, hárfínum
húmor og pólitískum áhuga.
Siggi var alla tíð mikill íþróttamað-
ur, eins og synir hans, og báðir bræð-
ur hans. Hann æfði og keppti í knatt-
spyrnu og handbolta frá barnsaldri,
fyrst með KR, en lengst af með
Þrótti. Hann keppti með Þrótti í
meistaraflokki í knattspymu og
handbolta og sinnti félags- og trúnað-
arstörfum fyrir Þrótt um árabil.
Hann fylgdist mjög vel með gangi
mála í þessum tveimur íþróttagrein-
um og var óumdeildur boltasérfræð-
ingur stórfjölskyldunnar. Þegar við
systkinin og fjölskyldur okkar komu
saman í sumarbústað foreldra minna
var hann yfirleitt fyrstur út með bolt-
ann, albúinn að skipta í lið og hefja
leikinn. Hann var sannur íþrótta-
maður og hafði mjög smitandi keppn-
isskap, hvort heldur sem við spörk-
uðum bolta eða sátum yfir skák.
En Sigga gat einnig orðið heitt í
hamsi þegar stjómmál bar á góma.
Hann var pólitískur í orðsins bestu
merkingu. Hann hafði enga þörf fyrir
að kenna sig við -isma eða -hyggjur,
né sækjast eftir vegtyllum stjóm-
málaflokka. En hann hafði vissulega
einlægan áhuga á samfélaginu, skil-
virkni þess og réttlæti. Hann hafði
því yfirleitt alltaf skoðanir á mikil-
vægustu málefnum samfélagsins, -
oft róttækar og framlegar, - en alltaf
sjálfstæðar, yfirvegaðar og rökfast-
ar.
Augljósustu mannkostir Sigga fól-
ust í hógværð hans og prúðmennsku.
Að vísu veit ég ekki hvort hinir hóg-
væra munu á endanum erfa landið.
En ég veit að hógværð er dyggð. Sú
dyggð er mikilsverð, en því miður fá-
gæt nú í seinni tíð, á dögum sjálíúm-
gleði og framhleypni.
Enn er svo ótalið það mikilvægasta
við lífshlaup Sigga, mágs míns: Hann
gerði það sem mest er um vert, hvað
sem líður vegtyllum, völdum og auði.
Hann fór að ráðum Voltaires: „Þetta
er vel mælt, svaraði Birtingur, en
maður verður að rækta garðinn
sinn.“ Siggi ræktaði garðinn sinn og
gerði það afbragðsvel. Hann hafði til
að bera alla þá mannkosti sem slík
iðja krefst: Hann var sannur vinur,
umhyggjusamur sonur og tengda-
sonur, trúr og nærgætinn eiginmað-
ur og ástríkur og traustur faðir.
Þegar slíkir menn kveðja þennan
heim verður auður bekkur þeirra að
nístandi tómi. En elsku Anna mín,
Gunnar Þór minn, Pétur og Kjartan!
Ég er þess einnig fullviss að ást hans
og umhyggja eigi eftir að hughreysta
og styrkja ykkur í sorginni.
Við Marta vottum Pétri, foður
Sigga, bræðram hans, Þór og Birni,
og fjölskyldum þeirra, okkar innileg-
ustu samúð.
Kjartan Gunnar Kjartansson.
Kær mágur minn er látinn langt
fyrir aldur fram eftir snörp veikindi.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um
hvers virði Sigurður var okkur, ég
gat einfaldlega ekki hugsað mér betri
mann systur minni til handa. Enda
var sambúðin eftir því og söknuður
okkar allra er sár.
Sigurður barði ekki bumbur til að
vekja athygli á mannkostum sínum
og hæfileikum, en hvort tveggja var
ótvírætt við nánari kynni. Réttlætis-
kennd og víðsýni einkenndu öll sam-
skipti hans við fólk. Hann var skarp-
ur í hugsun, fróður, og svo minnugur
á menn og málefni að mig rak oft í
rogastans.
Fjölskylda okkar er stór og mikið
spjallað þegar hún kemur saman. Ef
við létum vaða á súðum var það hátt-
ur Sigurðar hafa sig lítt í frammi
nema eftir væri leitað. Þá átti hann
það til að leggja staðreyndir málsins
svo látlaust og snyrtilega á borðið, að
okkur gasprarana þraut skyndilega
erindi.
Það er erfitt að ímynda sér fram-
tíðina án Sigurðar, en blákaldur
veraleikinn verður ekki umflúinn. Þá
er huggun að geta ornað sér við
minninguna um sérdeilis góðan
dreng.
Vilhjálmur Þór Kjartansson.
Það er með sárum trega sem við
kveðjum Sigurð 0. Pétursson.
Ótímabært fráfall hans kom sem
reiðarslag. Það er skarð fyrir skildi
hjá okkur sem sjáum nú á þak ljúfum
og traustum fjölskyldumanni.
Ég hitti Sigga á Kastrap-flugvelli
fyrir nítján árum. Þá voram við Ingi-
björg mín að draga okkur saman og
dvöldum í Helsingborg, um jól og
áramót, hjá þeim heiðurshjónum