Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 1
4 11 STOFNAÐ 1913 13. TBL. 88. ARG. SUNNUDAGUR 16. JANUAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Norsk Hydro fjár- festir í Brasilíu Milljarð- ar í súr- álsverk- smiðju (jslií, Morgunblaöið. NORSK Hydro ætlar að verja millj- arði norskra króna, um níu milljörð- um íslenskra króna, í nýja súráls- verksmiðju 1 Brasilíu sem fyrirtækið mun reka ásamt brasilískum aðila, Alunorte. Er framkvæmdin talin forsenda fyrir áætlanir norska fyrir- tækisins um að reisa nýjar álverk- smiðjur, meðal annars á Islandi. Hlutur Norsk Hydro í verkefninu er 50%. Súrálsframleiðslan mun aukast úr 1,5 milljónum tonna ár- lega í 2,3 milljónir. Norsk Hydro mun með samstarfinu hafa tryggt sér árleg kaup á súráli er duga að mestu leyti fyrir álframleiðsluna í vegum fyrirtækisins sem nú er um 750 þúsund tonn á ári. „Þetta er afar mikilvægur samn- ingur fyrir okkur þegar langtíma- markmið eru höfð í huga,“ segir Eivind Reiten, forstjóri Norsk Hydro, í samtali við Aftenposten. Hann segir aðspurður að með því að tryggja sér kaup á svo miklu af súr- áli öðlist fyrirtækið meira svigrúm og geti fært út kvíarnar í álfram- leiðslu. Auk áætlana um álver á Reyðar- firði hefur Norsk Hydro einnig átt viðræður um að reisa álver í Orissa á Indlandi og í vikunni undirrituðu indverskir samstarfsaðilar samning um að hefja framkvæmdir. Reuters Glæfrastökk í Bangkok Fimm fallhlífarstökkvarar frá Noregi settu í gær nýtt met í fjöldastökki af skýjakljúf. Þeir stukku samtimis af 81. hæð hæsta húss í Bangkok, höfuðborg Taílands, er nefnist Baiyoek. Fimmmenningamir lentu allir heilu og höldnu, fallið var um 270 metrar. Ný og hert stefna Rússa í öryggismálum Viðbrögð á Vestur- löndum varfærin Washington, Moskvu, London. AFP, The Daily Telegraph. TALSMENN bandaríska varnar- málaráðuneytisins, Pentagon, neit- uðu í gær að tjá sig um nýja stefnu Hæstiréttur Bandaríkjanna Ný lög um fóstur- eyðingar metin Washington. AP. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna hyggst taka fyrir umdeilt mál í bandarískum stjómmálum, fóstur- eyðingar. Rétturinn ákvað á föstudag að hann myndi úrskurða hvort einstök sambandsríki gætu bannað tiltekna aðferð við að eyða fóstri eins og Nebraska hefur gert. Afrýjunardóm- stóll ógilti bannið en svipuð lög hafa verið sett í um 30 af 50 sambandsríkj- um og sums staðar verið samþykkt af áfrýjunardómstólum. Telur hæsti- réttur því nauðsynlegt að höggva á hnútinn og er búist við lokaniður- stöðu í sumar. Arið 1973 úrskurðaði rétturinn að konur ættu samkvæmt stjómarskrá rétt á fóstureyðingu. Rússa í öryggismálum sem birt var á föstudag í netútgáfu dagblaðsins Nezavíssimaja Gazeta. Sérfræðingar hafa bent á að með nýju orðalagi virð- ist sem Rússar séu afdráttarlausari um rétt sinn til að beita kjarnorku- vopnum gegn óvinum sambandsríkis- ins en í stefnunni sem þeir birtu 1997. Hermálasérfræðingar í Moskvu em á því að meiri harka sé í orðalaginu. Fréttaskýrandi The Daily Telegraph segir að nýja stefnan minni á drauga kalda stríðsins og Rússar hafi „lækk- að kjamorkuþröskuldinn“. Að þessu sinni er sagt að Rússar sjái að til þess geti komið að „beitt verði öllu afli sem til ráðstöfunar er, þar á meðal kjamorkuvopnum, þegar öll önnur ráð til að binda enda á hættu hafa reynst árangurslaus eða ekki reynst nægilega áhrifarík“. Einnig er tekið fram í skýrslunni um öryggisstefnuna að Atlantshafs- bandalagið, NATO, sé helsta áhyggjuefnið í vömum Rússa gagn- vart erlendum þjóðum og „efling póli- tískrar og hernaðarlegrar samvinnu bandalagsins en fyrst og fremst stækkun þess til austurs" sé helsta ógnin við Rússland. Heimildarmenn hjá NATO sögðu að í aðalstöðvunum í Bmssel væri verið að fara yfir stöðu mála en fyrstu viðbrögð væm þau að ekki væri talin sérstök ástæða til varúðar. Líklegt væri samt að sendiherrar aðildarríkj- anna myndu senda frá sér yfirlýsingu um öryggisstefnu Rússa á fundi sem haldinn verður á miðvikudag. Rússneskar herflugvélar gerðu geysiharðar loftárásir á stöðvar Tsjetsjena á fóstudag og laugardag, að sögn ínterfax-fréttastofunnar. Eldur varð laus í olíubirgðastöð í Grosní og sögðust Rússar hafa fellt 58 skæmliða. GARDINUR FYR- IR GÁTTIRNAR Glímt við gátuna um íslenskar fornbókmenntir Vaníaður undi Parlcet úr eigii lerkiskógi iríhihw '*<VyícQ kwwwio- tm&éaiaihopmtyú * Astar leitað með aðstoð tækninnar London. Daily Telegraph. ÞEIR sem ekki hafa tíma til að leita ástarinnar eftir hefðbundnum leið- um geta nú leitað á náðir tækninnar við leit sína, jafnt á börum sem á göt- um úti. Bandarískir vísindamenn hafa hannað tæki sem gerir fólki kleift að sjá hvort einhver nærstadd- ur deili skoðunum þess á lífinu og ástinni, beri viðkomandi á sér sams- konar tæki. Tækið sem nefnist Friend.Link er flóknari útgafa af japanska tækinu Lovegety, sem sendi frá sér upplýs- ingar um hvort eigandi þess leitaði skemmtunar eða ástar, vildi dansa, sjá kvikmynd eða spjalla. Friend.Link er í dag markaðssett fyrir unglinga og má mata tækið á upplýsingum um aldur, kyn og áhugamál eigandans. Einnig má nota það til að senda skilaboð á milli og lætur tækið eig- anda sinn vita hvort hann eigi eitt- hvað sameiginlegt með þeim sem skilaboðin sendi. ♦ ♦ » Finnland Hnífjafnt í könnunum Helsinki. AFP. ESKO Aho, leiðtogi Miðflokksins í Finnlandi, og Tarja Halonen, utan- ríkisráðherra úr flokki jafnaðar- manna, voru efst og hnífjöfn, bæði með 38% fylgi, í síðustu skoðana- könnunum fyrir forsetakosningarn- ar sem verða í dag. Kannanirnar bentu til þess að Aho myndi sigra naumlega í seinni um- ferðinni 6. febrúar en þá er kosið á ný milli tveggja efstu frambjóðenda. ■ Aho og Halonen/A6 Drögum eftir 2 daga Fáðu þér miða! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ 16. JANUAR 2000 5 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.