Morgunblaðið - 16.01.2000, Page 1
4
11
STOFNAÐ 1913
13. TBL. 88. ARG.
SUNNUDAGUR 16. JANUAR 2000
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Norsk Hydro fjár-
festir í Brasilíu
Milljarð-
ar í súr-
álsverk-
smiðju
(jslií, Morgunblaöið.
NORSK Hydro ætlar að verja millj-
arði norskra króna, um níu milljörð-
um íslenskra króna, í nýja súráls-
verksmiðju 1 Brasilíu sem fyrirtækið
mun reka ásamt brasilískum aðila,
Alunorte. Er framkvæmdin talin
forsenda fyrir áætlanir norska fyrir-
tækisins um að reisa nýjar álverk-
smiðjur, meðal annars á Islandi.
Hlutur Norsk Hydro í verkefninu
er 50%. Súrálsframleiðslan mun
aukast úr 1,5 milljónum tonna ár-
lega í 2,3 milljónir. Norsk Hydro
mun með samstarfinu hafa tryggt
sér árleg kaup á súráli er duga að
mestu leyti fyrir álframleiðsluna í
vegum fyrirtækisins sem nú er um
750 þúsund tonn á ári.
„Þetta er afar mikilvægur samn-
ingur fyrir okkur þegar langtíma-
markmið eru höfð í huga,“ segir
Eivind Reiten, forstjóri Norsk
Hydro, í samtali við Aftenposten.
Hann segir aðspurður að með því að
tryggja sér kaup á svo miklu af súr-
áli öðlist fyrirtækið meira svigrúm
og geti fært út kvíarnar í álfram-
leiðslu.
Auk áætlana um álver á Reyðar-
firði hefur Norsk Hydro einnig átt
viðræður um að reisa álver í Orissa
á Indlandi og í vikunni undirrituðu
indverskir samstarfsaðilar samning
um að hefja framkvæmdir.
Reuters
Glæfrastökk í Bangkok
Fimm fallhlífarstökkvarar frá Noregi settu í gær nýtt met í fjöldastökki af skýjakljúf. Þeir stukku samtimis af
81. hæð hæsta húss í Bangkok, höfuðborg Taílands, er nefnist Baiyoek. Fimmmenningamir lentu allir heilu og
höldnu, fallið var um 270 metrar.
Ný og hert stefna Rússa í öryggismálum
Viðbrögð á Vestur-
löndum varfærin
Washington, Moskvu, London. AFP, The Daily Telegraph.
TALSMENN bandaríska varnar-
málaráðuneytisins, Pentagon, neit-
uðu í gær að tjá sig um nýja stefnu
Hæstiréttur Bandaríkjanna
Ný lög um fóstur-
eyðingar metin
Washington. AP.
HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna
hyggst taka fyrir umdeilt mál í
bandarískum stjómmálum, fóstur-
eyðingar.
Rétturinn ákvað á föstudag að
hann myndi úrskurða hvort einstök
sambandsríki gætu bannað tiltekna
aðferð við að eyða fóstri eins og
Nebraska hefur gert. Afrýjunardóm-
stóll ógilti bannið en svipuð lög hafa
verið sett í um 30 af 50 sambandsríkj-
um og sums staðar verið samþykkt af
áfrýjunardómstólum. Telur hæsti-
réttur því nauðsynlegt að höggva á
hnútinn og er búist við lokaniður-
stöðu í sumar. Arið 1973 úrskurðaði
rétturinn að konur ættu samkvæmt
stjómarskrá rétt á fóstureyðingu.
Rússa í öryggismálum sem birt var á
föstudag í netútgáfu dagblaðsins
Nezavíssimaja Gazeta. Sérfræðingar
hafa bent á að með nýju orðalagi virð-
ist sem Rússar séu afdráttarlausari
um rétt sinn til að beita kjarnorku-
vopnum gegn óvinum sambandsríkis-
ins en í stefnunni sem þeir birtu 1997.
Hermálasérfræðingar í Moskvu em á
því að meiri harka sé í orðalaginu.
Fréttaskýrandi The Daily Telegraph
segir að nýja stefnan minni á drauga
kalda stríðsins og Rússar hafi „lækk-
að kjamorkuþröskuldinn“.
Að þessu sinni er sagt að Rússar
sjái að til þess geti komið að „beitt
verði öllu afli sem til ráðstöfunar er,
þar á meðal kjamorkuvopnum, þegar
öll önnur ráð til að binda enda á
hættu hafa reynst árangurslaus eða
ekki reynst nægilega áhrifarík“.
Einnig er tekið fram í skýrslunni
um öryggisstefnuna að Atlantshafs-
bandalagið, NATO, sé helsta
áhyggjuefnið í vömum Rússa gagn-
vart erlendum þjóðum og „efling póli-
tískrar og hernaðarlegrar samvinnu
bandalagsins en fyrst og fremst
stækkun þess til austurs" sé helsta
ógnin við Rússland.
Heimildarmenn hjá NATO sögðu
að í aðalstöðvunum í Bmssel væri
verið að fara yfir stöðu mála en fyrstu
viðbrögð væm þau að ekki væri talin
sérstök ástæða til varúðar. Líklegt
væri samt að sendiherrar aðildarríkj-
anna myndu senda frá sér yfirlýsingu
um öryggisstefnu Rússa á fundi sem
haldinn verður á miðvikudag.
Rússneskar herflugvélar gerðu
geysiharðar loftárásir á stöðvar
Tsjetsjena á fóstudag og laugardag,
að sögn ínterfax-fréttastofunnar.
Eldur varð laus í olíubirgðastöð í
Grosní og sögðust Rússar hafa fellt
58 skæmliða.
GARDINUR FYR-
IR GÁTTIRNAR
Glímt við gátuna
um íslenskar
fornbókmenntir
Vaníaður
undi
Parlcet úr eigii
lerkiskógi
iríhihw '*<VyícQ kwwwio-
tm&éaiaihopmtyú
*
Astar leitað
með aðstoð
tækninnar
London. Daily Telegraph.
ÞEIR sem ekki hafa tíma til að leita
ástarinnar eftir hefðbundnum leið-
um geta nú leitað á náðir tækninnar
við leit sína, jafnt á börum sem á göt-
um úti. Bandarískir vísindamenn
hafa hannað tæki sem gerir fólki
kleift að sjá hvort einhver nærstadd-
ur deili skoðunum þess á lífinu og
ástinni, beri viðkomandi á sér sams-
konar tæki.
Tækið sem nefnist Friend.Link er
flóknari útgafa af japanska tækinu
Lovegety, sem sendi frá sér upplýs-
ingar um hvort eigandi þess leitaði
skemmtunar eða ástar, vildi dansa,
sjá kvikmynd eða spjalla.
Friend.Link er í dag markaðssett
fyrir unglinga og má mata tækið á
upplýsingum um aldur, kyn og
áhugamál eigandans.
Einnig má nota það til að senda
skilaboð á milli og lætur tækið eig-
anda sinn vita hvort hann eigi eitt-
hvað sameiginlegt með þeim sem
skilaboðin sendi.
♦ ♦ »
Finnland
Hnífjafnt í
könnunum
Helsinki. AFP.
ESKO Aho, leiðtogi Miðflokksins í
Finnlandi, og Tarja Halonen, utan-
ríkisráðherra úr flokki jafnaðar-
manna, voru efst og hnífjöfn, bæði
með 38% fylgi, í síðustu skoðana-
könnunum fyrir forsetakosningarn-
ar sem verða í dag.
Kannanirnar bentu til þess að Aho
myndi sigra naumlega í seinni um-
ferðinni 6. febrúar en þá er kosið á
ný milli tveggja efstu frambjóðenda.
■ Aho og Halonen/A6
Drögum
eftir
2
daga
Fáðu þér miða!
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
MORGUNBLAÐIÐ 16. JANUAR 2000
5 690900 090000