Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég skal sko láta Dabba koma þeim í skilning um allar þær hörmungar og landnauð sem af því leiddi ef dómur þeirra félli á sömu leið, frekjurnar ykkar. Nýtt ár leggst vel í Islendinga NYTT ár leggst vel í Islendinga ef marka má niðustöður úr þjóðapúlsi Gallups, sem fyrirtækið hefur kynnt. Kemur þar fram að 47% Is- lendinga telur að árið 2000 verði betra fyrir þá persónulega en 1999. 42% telja að árin verði svip- uð, en um 8% telja að nýja árið verði verra en það gamla. Gallup-fyrirtæki víða um heim könnuðu fyrir áramót hvernig nýtt ár legðist í fólk. I íslensku könnun- inni kemur fram að tveir af hverj- um þremur hér á landi telja að efnahagssástand þjóðarinnar verði svipað árið 2000 og það var árið 1999. 6% telja að nýja árið verði betra en um 23% eru svartsýn á nýja árið í efnahagslegu tilliti. Meirihluti þjóðarinnar telur að atvinnuleysi muni standa í stað milli ára, 15% telja að atvinnuleysi muni minnka og sami fjöldi telur að það muni aukast. Næstum helmingur þjóðarinnar á von á fleiri verkföllum en á árinu en í fyrra og Iandsmenn telja einnig að alþjóðadeilur verði með svipuðum hætti og á síðasta ári. Þegar litið er á niðurstöður ann- arra þjóða kemur í ljós að Banda- ríkjamenn eru allra þjóða bjartsýnastir á eigin hag á nýju ári - 62% þeirra telja árið 2000 verða betra fyrir sig persónulega en árið 1999. Lavamat 74620 Lavamat W 1030 * ábyt4 á þvottavélum Taumagn: 5 kg • Vindutíraði: 1000/600 sn/mín. Fuzzy- loglc: Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi, notar aidrei meira vatn en þörf er á • Ryöfrír belgur og tramla. Öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi. • Ullarvagga. Taumagn: 5 kg • Vinduhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín. fiyðfrír belgur og tromla. • Fuzzy- Logic: Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi, notar aldrei meira vatn en þörf er á UKS: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu. öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi. • Ullarvagga. jílk. Lógmúla 8 • Simi 530 2800 www.ormsson.is Geislagötu 14 • Sfmi 462 1300 UMBOÐSMENN I Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfirði. Asubúö, l Búöardal. Vestfirðin Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Pokahomiö, Tálknafirði. Norðurfand: IRadionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjaröai; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkrókl. Urö, Raufarhöfn. Austurfand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafiröi. Kf. Stöðfiröinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavoai. Suðurtand: Mosfell, Heílu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þoriákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík. Tólf sporin - andlegt ferðalag Endurheimt erfðaréttar mikilvæg Margrét Eggertsdóttir T ER komin bókin Tólf sporin - and- legt ferðalag. Hópurinn Vinir í bata gef- ur út þessa bók, sem að sögn Margrétar Eggerts- dóttur þýðanda hennar, er ætluð sem handbók fyrir þá sem „eiga í erfiðleikum með að fóta sig í tilverunni og lifa lífinu í gleði og fullri gnægð eins og þeir eru skapaðir til“, eins og Mar- grét orðar það. En hvaðan skyldi þessi bók vera kom- in í hendur Vina í bata? „Ein úr hópnum rakst á þessa bók í Ameríku en nafn hennar á ensku er The Twelve Steps - A Spiritual Journey. Konan sem fann þessa bók í bóka- búð í Ameríku hafði lengi gert sér grein fyrir að tólf sporin væru gott verkfæri til að bæta tilfinningalega líðan fólks og styrkja kristna trú þess. Henni fannst hún finna i þessari bók það sem hún hafði verið að leita að og tók hana með sér til íslands. Fyrst var reynt að vinna eftir henni á ensku en það gekk ekki og þá tók ég mig til og þýddi hana um leið og við unnum okkur í gegnum hana.“ - Eru aðstæður sem lýst er í þessari bók heimfæranlegar á ís- lenskar aðstæður? „Bókin kennir okkar að horfast í augu við aðstæður okkar sem einstaklingar og í fjölskyldum okkar. Hún á við í öllu mannlegu umhverfi, eins hér á landi sem er- lendis." - Veistu eitthvað um höfund bókarinnar? „Þar sem unnið er að svona efni í hópum þarf að ríkja nafnleynd og útgefendur hennar erlendis kalla sig líka Vini í bata. Bókin er samstarfsverkefni fólks sem hef- ur komið út úr tilfinningalegri vinnu með tólf sporin í Kanada og Bandaríkjunum. Bókin snýst um tvennt, að fólk nái góðri tilfinn- ingalegri líðan og vaxi sem kristið fólk. Trúarþátturinn er mjög rík- ur.“ -Pið kallið þetta vinnubók til að lækna skaddaðar tilfinningar - h vemig er það gert ? „Þetta er bók sem er með markvisst uppbyggðar spurning- ar og fetar sig eftir tólf sporunum sem þekkt eru hjá AA-samtökun- um. Síðan eru myndaðir hópar sem kallaðir eru fjölskylduhópar þar sem myndast trúnaður og traust, umhyggja og kærleikur. I þessu umhverfi lærir fólk að tak- ast á við sína vankanta, það sem aflaga hefur farið í lífinu og vinna sig hægt og rólega út úr því. Bók- in er í raun markviss kennslubók til enduruppbyggingar einstakl- ingsins. - Eru ekki til álíka bækur hérá íslensku? „Við höfum ekki rek- ið okkur á neina sam- bærilega. Það er til eitthvað efni sem gefið hefur verið út á vegum AA-samtakanna og SÁÁ, en það einskorðast við að losna við vímu- vanda. Þessi bók er ekki ætluð drykkjufólki fremur en öðru fólki. Fyrsta sporið í AA segir: Við við- urkenndum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjóma eigin lífi. En í þessari bók er fyrsta sporið: Við viðurkenndum vanmátt okkar vegna aðskilnaðar frá Guði og ... ► Margrét Eggertsdóttir fædd- ist á Akureyri 23. apríl 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1971, eft- ir nám hóf hún störf á skrifstof- um, var á lögmannsstofu, rak eigið fyrirtæki en vinnur núna hjá innflutningsverslun og sér um skrifstofuhald Meinatækna- félags íslands. Margrét á fjögur börn. Ef hægt er að tala um markmið í bókinni má segja að þau séu fjög- ur. 1. Að öðlast frið gagnvart Guði. 2. Að öðlast frið gagnvart okkur sjálfum. 3. Að öðlast frið gagnvart öðrum. 4. Að viðhalda þessum friði.“ -Er langt síðan þið byrjuðuð að vinna eftir þessari bók? „Þessi hópur sem nú stendur eftir byrjaði fyrir þremur árum. Þess má geta að í Laugarnes- kirkju hefur svona starf verið við lýði í fyrravetur og núna í vetur og gefið góðan árangur. Það er opinn kynningarfundur þar núna á mánudagskvöldið klukkan 20.00 og eru allir velkomnir sem vilja kynnast svona starfi. Af því að grunntónn bókarinnar er kristi- legur þá buðum við upp á sam- starf við kirkjuna og það er að hefjast." - Er þessi bók skrifuð fyrir þá sem hafa orðið illa úti tilfinninga- lega af öllum möguleikum ástæð- um? „Já hún er það. I bókinni segir: „Þetta efni er fyrst og fremst ætl- að fullorðnum sem í uppvexti sín- um hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum af umhverfi sem hvorki var uppbyggjandi né nærandi." Slík reynsla getur verið af mjög margvíslegu tagi. Þess má geta að það eru margar biblíutilvitnan- ir i bókinni sem vísa í það efni sem verið er að vinna hverju sinni. I bókinni segir ennfrem- ur: „Vinna í tólf spor- unum hjálpar okkur að endurheimta erfðarétt okkar sem börn ástúð- legs Guðs. Við vorum sköpuð í hans mynd og hlutum frjálsan vilja að gjöf. Ferð sú sem við erum að leggja upp í er til þess ætluð að vekja okkur til meðvitundar um náð Guðs og gefa okkur tækifæri til að reyna friðsælt og skapandi líf. Tilfinn- ingar um vanvirðu, kvíða og minnimáttarkennd víkja fyrir andlegum styrk og öðrum dyggð- um.“ Kvíði og minnimáttar- kennd víkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.