Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 VIKAN 9/1 -15/1 ►ATLANTA hefur nú ein- göngu breiðþotur í rekstri sínum. Félagið rekur nú B747 og Lockheed Tristar þotur og munu B767 breið- þotur koma á næstu misser- um í stað Tristar. Gera for- ráðamenn félagsins ráð fyrir því að fyrstu 767 þoturnar verði komnar í rekstur seint á árinu. ►LIFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Urður, Verðandi, Skuld og Krabbameinsfélag íslands hafa samið um víðtækt sam- starf á sviði krabbameins- rannsókna. Mun UVS m.a. greiða laun nokkurra vís- indamanna á rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins vegna tiltekinna rannsóknarverk- efna. ►FLUGMENN hjá Flugleið- um fá 12% launahækkun ef þeir samþykkja að aðskilja starfsaldurslista félags- manna sem starfa hjá Flug- leiðum og Flugfélagi íslands. Verða flugmenn því annað hvort ráðnir til FÍ eða Flug- leiða og flutningur þeirra milli véla hjá þessum félög- um því ekki sjálfsagður leng- ur. ►STOFNAÐ hefur verið fé- lag til að undirbúa rekstur álvers á Reyðarfírði. Eigend- ur eru Hæfí hf., sem er í eigu fímm íslenskra fyrir- tækja og Hydro Aluminium og heitir nýja félagið Reyð- arál. Stjórnarformaður er Geir A. Gunnlaugsson. ►NAFNI Viðskiptaháskól- ans í Reykjavík var breytt í Háskólinn í Reykjavík á föstudag. Rektor skólans segir það einkum tengjast framtíðarmöguleikum skól- ans en til standi að stækka hann og auka námsúrval. Víða Ijón og röskun á samgöngum SAMGÖNGUR röskuðust víða um landið og nokkurt tjón varð á mánudag þegar kröpp lægð gekk yfir. Stór- streymt var og flæddi sjór á land á sunnanverðu landinu. Varnargarðar stóðust ágang nokkuð vel á Eyrarbakka og Stokkseyri en þeir rofnuðu þó á kafla og sjór fór yfír veginn austan Stokkseyrar. I Grindavík skemmdist löndunarbryggia talsvert og tjón varð á bílum sem stóðu á bryggjunni. Atlantsskip fengu V arnarliðsflutninga FLUTNINGAR fyrir Varnarliðið verða áfram í höndum skipafélagsins Atlants- skipa og Transatlantic. Bandarískur áfrýjunardómstóll hnekkti úrskurði undirréttar sem hafði ákveðið að útboð á flutningunum skyldi fara fram á ný. Meginrök áfrýjunardómstólsins eru þau að Atlantsskip og Transatlantic séu að- skilin fyrirtæki en reglur um flutninga fyrir Varnarliðið kveða á um að flutn- ingum sé skipt milli skipafélaga í lönd- unum. FBA kaupir enskan einkabanka KAUP Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins á enska einkabankanum Raphael & Sons eru liður í því að auka þjónustu FBA við einstaklinga. Bjarni Armanns- son, forstjóri FBA, segir þjónustu bankans ekki einskorðaða við íslenskt atvinnulíf og að þetta sé fyrsta skrefið að því að færa út kvíarnar á alþjóða- vettvangi. Þrjátíu kvótalausir bátar á sjó NÆRRI 30 kvótalausir bátar víða af landinu voru á sjó á miðvikudag og kváðust útgerðarmenn þeirra þannig fylgja eftir dómi Héraðsdóms Vest- fjarða um svokallað Vatneyrarmál sem snýst um veiðiheimildir skipa án þess að þau hafi kvóta. Hyggjast leysa Pinochet úr haldi JACK Straw, innanríkisráðherra Bret- lands, hyggst leysa Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, úr haldi á þeim forsendum að hann sé of lasburða til að hægt sé að rétta í máli hans. Straw segir að læknar, sem könn- uðu heilsufar Pinochets, álíti að hann sé orðinn of hrumur til að geta varið sig fyrir rétti. Talsmenn mannréttindasam- taka og margir samflokksmenn Straws í Verkamannaflokknum hafa á hinn bóg- inn krafíst þess að skýrsla læknanna verði birt en því hafnar ráðherrann. Einræðisherrann fyrrverandi, sem er 84 ára gamall, hefur verið í stofufang- elsi í Bretlandi undanfarna 15 mánuði en hann kom þangað til að leita sér lækninga. Spænskur dómari fór fram á að Pinochet yrði framseldur vegna mannréttindabrota sem framin hefðu verið gegn spænskum borgurum í Chile er Pinochet var þar við völd. Schauble hyggst ekki segja af sér WOLFGANG Scháuble, leiðtogi flokks kristilegra demókrata, CDU, í Þýska- landi, útilokaði í vikunni að hann myndi segja af sér. Hann tók árið 1994 við 100.000 marka framlagi í flokksjóð er síðan var skráð með ólöglegum hætti í bókhald CDU. Leiðtoginn sagðist ekk- ert vafasamt hafa gert og kenndi því um sem hann kallaði „ættföðurlega“ stjórn Helmuts Kohs, fyrrverandi kanslara, á flokknum um langt skeið, að féð hafí verið ólöglega skráð. Kohl hefur viður- kennt að CDU hafí fengið leynilegar greiðslur um árabil en vill ekki gefa upp nöfn gefendanna. Er mál hans nú til umíjöllunar hjá saksóknara en þeir sögðust í vikunni ekki telja ástæðu til að kanna einnig hlut Scháuble. Kristilegir demókratar skipuðu í vik- unni nefnd sem á að leggja fram tillögur um umbætur á fjármálum flokksins. Verður nefndinni stýrt af Roman Herzog, fyrrverandi Þýskalandsforseta. ►RÚSSNESKI herinn í Tsjetsjníu sagðist á miðviku- dag hafa snúið vörn í sókn og samkvæmt frásögnum rúss- neskra fjölmiðla varð mikið mannfall í röðum skæruliða. Igor Sergejev vamarmála- ráðherra skýrði frá því að stofnaðar hefðu verið sér- stakar stormsveitir er hefðu það hlutverk að ná héraðs- höfuðstaðnum Grosní á sitt vald. En eitt af dagblöðum landsins sagði að rás við- burða í stríðinu væri farin að minna óþægilega á gang átakanna 1994-1996 er lauk með því að herlið Rússa hafði sig á brott. ►STJÓRN Tyrklands frestaði á miðvikudag aftöku kúrdíska skæmliðaleiðtogans Abdullah Öcalans þar til MannréttindadómstóII Evr- ópu hefði kveðið upp úrskurð í áfrýjunarmáli leiðtogans. Sumir ráðherrar í sam- steypusljórn Bulents Ecevits eru þó ósammála frestuninni og er jafnvel talið að málið geti valdið því að stjórnin falli. ►FJÖLMIÐLASAMSTEYPA N Time Waraer og netþjón- ustufyrirtækið AOL hafa samið um að fyrirtækin renni saman í eitt og var skýrt frá samningum þessa efnis á mánudag. Mun AOL kaupa hið fyrraefnda á 160 miUj- arða dollara og greiðist and- virðið í hlutabréfum. Ef af verður er um að ræða stærsta fyrirtælqasamruna sögunnar. Hjá nýja fyrirtæk- inu munu starfa um 80.000 manns. Meðal ráðamanna Time Warner er Ólafur Jó- hann Ólafsson. MORGÚNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Slökkviiiðsmenn sjúga upp vatn af gólfum rannsóknastofu í lyQafræði í Haga við Hofsvallagötu. Vatnsleki í rannsóknastofu VATNSSLANGA fór í sundur með þeim afleiðingum að vatn flaut um öll gólf í rannsóknastofu Háskói- ans í lyfjafræði í Haga við Hofs- vallagötu í gærmorgun. Slökkvi- liðið var kallað út skömmu eftir klukkan sjö og þegar komið var á staðinn var um tommudjúpt vatn á öllum gólfum rannsóknastofunn- ar, sem er um 350 fermetrar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk vel að þurrka upp gólfin og var því lokið á el- lefta tímanum. Þarna er dúkur á gólfum sem hélt vatninu vel og kom í veg fyrir að það ylli veru- legu tjóni. Eitthvert vatn hafði lekið niður á neðri hæðina, en tjón af völdum vatnsins var lítið að sögn varðstjóra hjá slökkvilið- inu. Stj órnsýslukæra vegna akstursíþrótta LANDSSAMBAND íslenskra akst- ursfélaga, LÍA, hefur verið kært til dómsmálaráðuneytisins vegna framkvæmdar á sviði aksturs- íþrótta. Kærendur eru Jeppa- klúbbur Reykjavíkur og Bíla- klúbbur Akureyrar og eru kæruatriði þrjú. Kærð er sú ákvörðun LÍA að úti- loka Jeppaklúbb Reykjavíkur, JR, og Bílaklúbb Akureyrar, BA, frá keppnishaldi á þessu ári; sú ákvörð- un LÍA að fela Keppnishaldsfélagi LÍA keppnishald og eða yfirstjórn á keppnishaldi á akstursíþróttum og framsal LIA á ákvörðunum um keppnishald til KLÍA. Þess er einnig krafist að ráðu- neytið ógildi samþykkt stjórnar LIA frá 15. desember sl. um út- hlutun keppna, að ráðuneytið taki ákvörðun um aukaaðalfund LÍA og stýri honum, að það afli og miðli til félaganna tveggja upplýsingum um fjármál og rekstur kepgna á vegum Mótorrits ehf. eða KLÍA á síðasta ári og til vara að JR og BA verði gefið leyfi til að halda þær keppnir í akstursíþróttum sem hafa verið á vegum þeirra undanfarin ár. Ragnar Kristinsson, formaður Jeppaklúbbs Reykjavíkur, og Gunnar Guðmundsson varaformað- ur tjáðu Morgunblaðinu að nauð- synlegt væri að kæra þá ákvörðun stjórnar LÍA að útiloka félagið og Bílaklúbb Akureyrar frá því að halda keppnir í akstursíþróttum, sem þau hefðu gert um árabil, Ak- ureyrarfélagið mun lengur. I röksemdum lögmanns kærenda segir að ákvörðun stjórnar LIA feli í sér brot á stjórnarskrárvernduð- um eignarrétti félaganna tveggja svo og ákvæðum stjórnsýslulaga um réttláta og sanngjama máls- meðferð. LIA sé falið með ákvæð- um reglugerðar 385/1999 að hafa yf- irumsjón með akstursíþróttum og að reglugerðin byggist á þeirri for- sendu að LÍA sé samband aksturs- íþróttafélaga sem annist sjálf keppnishaldið. „Sú ákvörðun stjórnar LÍA að útiloka umbjóðend- ur mína frá keppnishaldi stríðir því gegn þeirri forsendu sem reglu- gerðin byggist á, auk þess sem ákvörðunartaka stjórnarinnar var ekki í samræmi við eðlilega og lög- mæta stjórnsýsluhætti, þ.e. um- bjóðendur mínir voru sviptir and- mælarétti, þeim var ekki tilkynnt formlega um ákvörðun stjórnar, upplýsinga- og rannsóknaskyldu var ekki gætt né jafnræðisreglu, auk þess sem vafí leikur á hæfi allra þeirra stjórnarmanna sem stóðu að ákvörðuninni," segir m.a. í greinar- gerð lögmanns kærenda, Þorbjarg- ar I. Jónsdóttur. í greinargerð vegna kæru á þeirri ákvörðun stjórnar LÍA að fela Keppnishaldsfélagi LÍA keppn- ishald og/eða yfirstjórn á keppnis- haldi í akstursíþróttum segir að í apríl 1999 hafi verið haldinn stofn- fundur KLÍA þar sem til hafi staðið að akstursíþróttafélög mynduðu með sér félagsskap sem hefði um- sjón með keppnishaldi í aksturs- íþróttum, til að aðstoða félög sem þegar hefðu keppnishald með hönd- um og til að auka fagmennsku í greininni. Skiptar skoðanir hafi ver- ið á stofnfundinum en þar hafi m.a. komið fram sú hugmynd að stofna einkahlutafélag af KLÍA, LÍA og/ eða aðildarfélögum eða að Móttorit ehf., sem stofnað var 1995 af ótengdum aðilum, yrði yfirtekið í þessu skyni. Ekki hafi náðst niður- staða á fundinum og hafi verið rætt að halda framhaldsfund, sem ekki hafi orðið enn. Athugasemdir við skuldastöðu Þá kemur fram í greinargerðinni að fulltrúar JR og BA hafi gert al- varlegar athugasemdir við rekstur keppnishalds akstursíþrótta á síð- asta ári með tilliti til skuldastöðu Mótorrits ehf., sem skuldi að minnsta kosti 7 milljónir króna, og eignir séu litlar á móti þeim. KLIA og Móttorit ehf. hafi ekki hæfi til að fara með keppnishald í aksturs- íþróttum. „Þá hafa þessir aðilar ekki umboð til að taka keppnirnar yfir frá þeim akstursíþróttafélögum sem hafa annast þetta keppnishald í áratugi og þannig skapað sér rétt til þeirra, sem verður ekki af þeim tek- inn án samþykkis eða rökstuddrar ákvörðunar sem byggist á málefna- legum forsendum," segir einnig í greinargerð lögmanns kærenda. Nokkur hundruð manns nota nýtt offítulyf NOKKUR hundruð sjúklingar hafa notað offitulyfið xenical síðan notkun þess hófst hér á landi um mitt síðasta ár, að sögn Stefáns Gissurasonar, lyfjafræðings hjá Thorarensen Lyf ehf., sem flytur lyfið inn. Lyfið er fyrsta lyfið sem skráð er til notkunar við offitu hér á landi. Borist hafa fréttir af því að velta svissneska lyfjafyrirtækisins Hoff- mann-LaRoche hafi aukist um 12% á síðasta ári frá árinu á undan og num- ið 27,6 milljörðum svissneskra franka, eða nærri 1.300 milljörðum króna. Söluaukning fyrirtækisins er einkum offítulyfinu xenical að þakka en það lyf seldist fyrir næiri 1 millj- arð franka, eða 46 milljarða króna. Xenical er lyf sem hemur virkni emsímsins lípasa í meltingarvegi og kemur þannig í veg fyrir að hluti af fitu í fæðunni brotni niður. Þessi hluti fítunnar skilst óbreyttur í gegnum meltingarveginn. Stefán sagði að lyfið leiddi til þess að fitu- upptaka £ líkamanum væri 30% minni en ef lyfsins er ekki neytt. Stefán sagði að reynslan af þessu lyfi væri nokkuð góð. Fólk væri að ná heldur betri árangri en af megrun án sérstakra hjálparmeðala. Inntaka lyfsins hefði einnig jákvæð áhrif á blóðfitu og fleira. Hann sagði að samhliða því að taka lyfið væri nauð- synlegt fyrir sjúklinginn að halda í við sig í mat. Lyfið gæti því hjálpað fólki að ná tökum á mataræði, en það væri með þetta eins og annað að ef fólk tæki upp fyrra líferni eftir að töku lyfsins væri hætt félli allt í sama far. Lyfið væri því engin töfralausn fyrir þá sem ættu við offituvandamál að stríða. Lyfið er lyfseðilsskylt. Mánaðar- skammturinn kostar frá 7.500-9.000 krónur. Innflytjandinn mælir með notkun lyfsins í a.m.k. 12 vikur og ekki lengur en £ tvö ár samfleytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.