Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mark Willes, stjórnarformaöur og aðalstjórnandi útgáfufélagsins Ti- mes Mirror Co., og Kathryn M. Downing, útgefandi Los Angeles Times. Downing hefur verið harkalega gagnrýnd fyrir þátt sinn í málinu. Gífurleg reiði braust út áritstjómar- skrifstofunum þegar sagan var loks á allra vitorði. Kathryn Downing útgef- andi birti afsökunarbeiðni í blaðinu 27. október og á fundi með blaða- mönnum sagði hún skelfilegt að ráð- vendni dagblaðsins skyldi dregin í efa. Hún bæri ábyrgð á því skýi sem hvíldi yflr ritstjóminni og það væri al- gjörlega óafsakanlegt að hafa komið ritstjóminni í þessa stöðu. Hún lofaði að samningur af þessu tagi yrði aldrei gerður aftur og ákvæðið í samning- num við Staples Center um árlegt samstarfsverkefni, báðum til hags- bóta, yrði fellt úr gildi. A þessum fundi urðu margir til að krefjast þess að blaðið léti rannsaka málið frá upphafi til enda og birti þá úttekt á síðum blaðsins. Downing féllst ekki á það og Parks ritstjóri ekki heldur. Eftir áskomn frá rit- stjóm snerist Parks hins vegar hug- ur. Hann fól blaðamanninum og Puli- tzer verðlaunahafanum David Shaw að rannsaka málið, en Shaw hafði áð- ur farið fram á að fá að gera það. George Cotliar, fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins, tók að sér að ritstýra skrifunum. Þeir völdu sér sjálfir sam- starfsmenn til að ganga frá greinun- um til prentunar. Enginn yfirmanna Los Angeles Times, ekki Parks rit- stjóri, Downing útgefandi eða Willes stjómarformaðm-, fékk svo mikið sem að sjá textann áður en hann birtist í blaðinu, hinn 20. desember sl. Svo við- amikil og opinber úttekt dagblaðs á því hvað fór úrskeiðis innan eigin veggja hlýtur að vera einsdæmi, en lýsir því um leið hve mikið var í húfi. Areiðanleika Los Angeles Times sem dagblaðs hafði verið ógnað og beita varð öllum ráðum til að bæta fyrir þau mistök, hversu sársaukafullt sem það yrði. Sérstaða dagblaða sem fyrirtækja í úttekt Davids Shaws kemur fram, að hjá blöðum, sem stunda vandaðan fréttaflutning, er lögð mikil áhersla á að auglýsingadeildir geri sér grein fyrir sérstöðu dagblaða sem fyrir- tækja. Ritstjórar New York Times segja að auglýsingadefidin þar geri sér grein fyrir að ekkert sé blaðinu, og þar með öllum defidum þess, mikil- vægara en að varðveita orðspor þess sem sjálfstæðs og hlutlauss frétta- miðils. Trúverðugleiki blaðsins í aug- um lesenda sé auglýsendum ekki síð- ur mikfivægur en öðrum og því standi auglýsingadeildin vörð um hann. Þá kemur einnig fram, að útgefandi Washington Post gæti þess að yfir- mönnum auglýsingadeildarinnar sé jafn annt um orðspor blaðsins og rit- stjórum þess. Hins vegar kemur einnig fram, að á milli auglýsinga- defida og ritstjóma sé oft togstreita, sem erfitt getur verið að takast á við. Vísað er tfi ýmissa atriða, þessu til stuðnings. Ritstjóri bókatíðinda Los Angeles Times segist tfi dæmis hafa fengið ábendingar um að sinna betur bókum frá útgáfúfyrirtækjum, sem leggi mildð fé í auglýsingar. Á heima- síðu Los Angeles Times var sá háttur hafður á þar til fyrir skömmu, að les- endur síðunnar gátu tengst beint inn Otis Chandler, fyrrverandi út- gefandi Los Angeles Times. á heimasíðu bókakeðjunnar Barnes & Noble. Ef þeir fóru þá leið og keyptu bók, runnu 6% af kaupverðinu til Los Angeles Times. Þar með átti dagblað- ið fjárhagslegra hagsmuna að gæta vegna sölu bóka, sem um leið varpaði skugga á bókatíðindi þess. Því er ekki haldið fram, að stjórnendur bókatíð- indanna hafi látið undan þessum þrýstingi, en möguleikinn á slíku nægir til þess að rýra trúverðugleika blaðsins. Annað mál, sem Shaw rifjar upp í úttekt sinni, varðar pistil sem einn blaðamanna Los Ángeles Times skrifaði um viðskipti manns við bíla- sölu. Áður en pistillinn birtist sendi bílasalan tölvupóst til auglýsinga- deildar, þar sem kvartað var undan ágengum spumingum blaðamanns- ins. Pósturinn var sendur til Parks ritstjóra, sem sendi hann áfram til undirritstjóra, en hann sagðist hafa gert það eingöngu til þess að kannað yrði hvort blaðamaðurinn hefði komið ófaglega fram. Þegar pistillinn var tfi- búinn taldi undirritstjórinn, og Parks raunar líka, að hann ætti ekki að birt- ast, þar sem þeir sæu ekki tilganginn með honum og skrifin væru ekki rétt- lát. Blaðamaðurinn hótaði að hætta að skrifa reglulega pistla og skýra frá málinu opinberlega, ef pistillinn birt- Angeles Times. ist ekki. Hann var birtur, með nokkr- um breytingum, en blaðamaðurinn var sannfærður um að reynt hefði verið að stöðva birtinguna vegna hagsmuna auglýsanda, þótt ritstjórar segi annað. Þetta mál kom upp á yfir- borðið á ný eftir að Staples Center málið varð á allra vitorði. Staples Center aflaði auglýsinga Blaðamönnum á Los Angeles Tim- es og þótt víðar væri leitað þótti nógu alvarlegt í sjálfu sér að blaðið hefði samþykkt að deila ágóðanum af sunnudagsblaðinu með umfjöllunar- efni blaðsins. Hins vegar kom í ljós, við úttekt Davids Shaws, að málið var jafnvel enn alvarlegra. Staples Cent- er hafði til dæmis lagt sitt lóð á vogar- skálamar við öflun auglýsinga í blað- ið. Eigendur miðstöðvarinnar höfðu samband við styrktaraðila sína og hvöttu þá til að auglýsa í blaðinu. Blaðamenn dagblaðsins segja að þessi afskipti Staples Center hafi ekki aðeins gefið öðrum fyrirtækjum tfi kynna að Staples Center ætti fjár- hagslegra hagsmuna að gæta við út- gáfuna, heldur einnig að miðstöðin hefði hönd í bagga með því efni sem birtist, eða væri a.m.k. sannfærð um að efnið yrði ekki neikvætt. Auk þessa ritaði forstjóri miðstöðv- arinnar bréf, sem dagblaðið sendi til væntanlegra auglýsenda ásamt öðr- um gögnum. I bréftnu hvatti hann móttakendur tfi að auglýsa í um- ræddu sunnudagsblaði. Aðstoðarfor- stjóri Staples Center bætti um betur, því hann sendi 50 bréf til allra verk- taka og undirverktaka, sem unnu við byggingu íþróttamiðstöðvarinnar, þar sem hann sagði að blaðið væri gefið út til að auglýsa opnun mið- stöðvarinnar. Hann bað verktakana að kaupa auglýsingu í blaðinu og að hvetja undirverktaka sína og birgja til að gera slíkt hið sama. Blaðamenn Los Angeles Times sögðu að þessi hvatningarorð aðstoð- arforstjórans hefðu enn svert orðspor dagblaðsins. Staples Center hefði ráðið þessa verktaka í vinnu og greitt þeim laun fyrir, en síðan hvatt þá tfi að eyða hluta þeirra peninga í auglýs- ingar, sem Staples Center hagnaðist á. Þetta mætti túlka sem bakgreiðsl- ur og að Los Angeles Times tæki þátt í peningaþvætti. Múr og „mannleg mistök“ Hinn hefðbundni Múr, sem hefur skilið að auglýsingadeildir og rit- stjómir dagblaða, hefur víða látið á sjá á undanfömum árum og hefur ekki þurft nýja yfirmenn með sprengjuvörpu tfi. Dagblöð eru sífellt að leita nýrra leiða til að auka út- breiðslu sína, en til þess þarf peninga. Vandinn, sem Staples Center útgáfan olli Los Angeles Times, er fjarri því að vera bundinn við það blað. í byrjun síðasta árs fjallaði fagritið Columbia Joumalism Review, sem gefið er út af blaðamannaháskólanum innan Col- umbia-háskóla í New York, um Múr- inn og afleiðingar þess að brjóta hann niður. Þar ritaði William F. Woo, íýrrverandi ritstjóri St. Louis Post- Dispatch og núverandi kennari í blaðamennsku við tvo af þekktustu háskólum Bandaiíkjanna, Berkeley og Stanford, grein sem hét ,y\f hverju Willes hefur rangt fyrir sér“. í grein- inni fjallar Woo um það yfirlýsta takmark þáverandi útgefanda „Los Angeles Times“ að ijúfa Múrinn. Woo vísar til þeirra ummæla tveggja yfirmanna fréttadeildar Los Angeles Times, Jeffrey Kleins og Michaels Parks, að ráðvendni starfsmanna dagblaðsins muni tryggja að fréttum verði aldrei hagrætt af viðskiptaleg- um ástæðum. Woo segir þessa röks- emd ekki skipta máli, enda efaðist enginn um heiðarleika þessa fólks. „Þetta er ekki spuming um hvort fólkið sem stýrir Times gerir það af heiðarlegum ásetningi, heldur hvort það kerfi, sem Wfiles hefur komið á, er gott fyrir blaðið og hvort það ætti að vera öðrum blöðum fyrirmynd,“ segirWoo. Hann vísar til þess, að starfsmaður auglýsingadeildar dagblaðsins hafi orðið uppvís að því að spytja blaða- mann á viðskiptakálfi blaðsins hvort tiltekin fréttatilkynning gæti ekki birst á ákveðinni síðu. „Þessi starfs- maður hlaut ávítur og atvikinu var vísað á bug sem „mannlegum mistök- um“. „Hvi er ég ekki sannfærður?" spyr Woo. „Hefðu þessi mistök getað átt sér stað á meðan gamla kerfið var við lýði? Ég efast um það. Nýja kerf- ið, sem miðstýrir ritstjóm og auglýs- ingum, hlýtur að auka líkumar á „mannlegum mistökum“. Ef fólk gengur að því sem vísu að enginn Múr sé lengur til, þá flytur það gildi sín, menningu, forsendur og vanda- mál yfir þau mörk, sem áður vom sett til að koma í veg fyrir slíkt. Hvað ger- ist ef upp koma aðstæður, sem era ekki eins augljóslega óviðeigandi og þetta dæmi; þegar ágreiningurinn snýst um að sætta misjafnar skoðanir og lausnin felst í málamiðlun? Það er barnalegt að halda því fram, að hægt verði að einangra fréttalegar ákvarð- anir frá ófréttalegum sjónarmiðum, þegar vinnuumhverfið er raglings- legt, eins og það gæti orðið á Times. Woo lýkur grein sinni á þeim orð- um, að breytingar þær sem Willes hafi komið á innan dagblaðsins séu til ills. „Þrátt fyrir það mun blaðamenn- skan halda velli. Við höfum áður glímt við slæmar hugmyndir af þessu tagi innan fagsins, en gömul gildi munu standa þær af sér; mikið sjálfstæði, einlæg þjónusta við almenning og barátta fyrir gildi frétta, sem við þurfum ekki aðeins að verja fyrir andstæðingum okkar, heldur ekki síður samherjum, sem vilja skipa þessum gildum skör lægra, þynna þau út og þrengja og breyta þeim í eitthvað sem hæfir tíðarandanum betur. Breyta í eitthvað minna, eitt- hvað sem hefur ekki annan tilgang en að fylla dálitla eyðu í lífi lesenda. Það hefur ávallt verið erfitt að standa vörð um þessi gildi. Ég vildi aðeins óska að Times hefði ekki gert þá baráttu enn erfíðari,“ segii’ Woo í greininni, sem var birt 10 mánuðum áðm- en Staples Center hneykslið skók Los Angeles Times. Otrúleg-a heimskulegt og ófaglegt Woo reyndist svo sannarlega sann- spár um hætturnar, sem leynast í hverju horni þegar Múrinn er rofinn. Annar maður, sem stóð enn nær Los Angeles Times, skóf heldur ekki utan af hlutunum þegar Staples Center málið upplýstist. Það var Otis Chand- ler, sem var útgefandi dagblaðsins frá 1960 til 1980, en fjölskylda hans á stærstan hlut í blaðinu. Honum er fyrst og fremst þakkað, að Los Angel- es Times er það virta stórblað sem raun ber vitni. Átta dögum eftfr að skýrt var frá málinu opinberlega sendi hann yfirlýsingu til dagblaðs- ins, þar sem hann réðst harkalega að Mark Willes stjómarformanni og Katryn Downing útgefanda. I fyrsta lagi sagði hann ekki hægt að reka stórblað eins og Los Angeles Times ef við stjómvölinn sæti fólk, sem hefði alls enga reynslu af rekstri dagblaða. Þá sagði hann meðhöndlun Staples Center málsins ótrúlega heimskulega og ófaglega, hún væri hneykslanlegt klúður, sem væri mesta ógnun við framtíð og vöxt blaðsins, sem hann hefði upplifað á þeirri hálfu öld sem hann hefði tengst blaðinu. Hann kvaðst ekki geta ímyndað sér alvar- legri aðstæður en ef dagblað glataði trúverðugleika sínum í samfélaginu, hjá lesendum, auglýsendum og eig- endum. Missti dagblað virðingu sína og trúverðugleika væri skaðinn óbæt- anlegur. Yfirmenn Los Angeles Times segj- ast hafa lært af þessum mistökum og hafa beðist afsökunar á síðum blaðs- ins. Þá hefúr blaðið einnig birt gnmd- vallarreglur, sem það hefur sett sér eftir hneykslið. Megininntakið í þeim grundvallarreglum er að ritstjóminni skuli ávallt búnar aðstæður til að starfa sjálfstætt, með hag lesenda í huga, og að dagblaðið muni gæta þess að halda sig fjarri öllu viðskiptasam- starfi, sem geti ógnað trúverðugleika þess. Dagblaðið hefur einnig í hyggju að halda námskeið fyrir starfsmenn sína, þar sem grandvallaratriði blaða- mennsku verða skýrð og raunar ætl- ar fjöldi dagblaða í Bandaríkjunum að nota tækifærið og gera slíkt hið sama. Sumfr hafa raunar á orði að Staples Center hneykslið hafi gefið blaðamönnum kærkomið tækifæri til að endurreisa Múrinn, sem svo víða hafi kvamast úr. Slegið á höndina sem fæðir í úttekt sinni fjallar David Shaw um þann grandvallarmun, sem er á útgáfu dagblaðs og öðrum fyrirtækja- rekstri. „Flest fyrirtæki leitast við að uppfylla óskir viðskiptavina sinna. Vandað dagblað veitir viðskiptavin- um sínum, - lesendum -, það sem rit- stjórar álíta að þeir þurfi til að geta tekið upplýstar ákvarðanir sem þjóð- félagsþegnar og neytendur, jafnvel þótt lesendur vilji ekki endilega þær upplýsingar." Shaw vísar til þess að fjöldi dagblaða hafi þurft að líða fyrir þessa afstöðu sína, t.d. hafi meirihluti lesenda ekkert kært sig um að lesa um réttindabaráttu svartra á sjötta og sjöunda áratugnum og blöð sem hafi stutt þá baráttu hafi orðið fyrir miklu aðkasti og jafnvel orðið gjald- þrota. Sama hafi verið uppi á tening- num vegna annarra mála, allt frá mótmælum vegna Víetnamstríðsins að Watergate-málinu, sem velti for- seta Bandaríkjanna úr sessi. Blöðin hafi ekki haft viðskiptalega hagsmuni sína í huga, heldur þá skyldu sína að fræða lesendur. Hann segir: „Þetta er ef til vill sá eiginleiki sem skilur dag- blöð frá öðram fyrirtækjum, þessi vilji og skylda til að slá á höndina sem fæðir þau.“ UTSAL Jakkar frá.......................kr. 5.000 Buxur frá ......................kr. 1.800 Blússur frá ....................kr. 1.800 Pilsfrá..........................kr. 1.800 Opið í dag, sunnudag, frá kl. 13 til 17 , NÝTT KORTATÍMABIL Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.