Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÍJÁR 2000 ' l’l Aðalheiður ásamt syninum Ágiísti Inga Aðalheiðarsyni. Það hljómar kannski kaldranalega o g fjarlægt en í framtíð- inni þá tel ég að umhverfismálin í heiminum muni fyrst og fremst snúast um matvæli og vatn en manníjöldaspár eru nánast ógnvekjandi. in skili sér á hagnýtan hátt. Ef við skoðum ís- lenskan rétt sjáum við nú þegar nokkra nýja lagabálka á sviði umhverfisréttar sem vísa til sjálfbærrar þróunar. Til dæmis nýju náttúru- verndarlögin. Islendingar ekki eftirbátar annarra Þegar verið er að semja ný lög þarf undir- búningur löggjafar að vera ákaflega vandað- ur, ekki aðeins tillagan að lagatextanum held- ur einnig greinargerðir sem fylgja honum. Að mínu mati þarf að leggja enn meiri vinnu í smáatriði til dæmis ákveðin viðmið í lagatexta til þess að auðvelda framkværpd laga og reglugerðasmíð. Jafnframt þarf gð skýra og útfæra meginreglur umhverfisréttar; :Það er ekki nóg að setja fram meginreglur án þess að útfæra þær í viðeigandi lögum.Og hafa verður í huga að framl»æmdin getur ekki orðið fyllri en lögin gefa tííefni tiL Samt sem áður tel ég að við íslendingar séum engir eftirbátar nágrannalanda okkar í þessum efnum nema ef vera kynni Finna, en þeir hafa á síðustu tíu árum lagt mikla áherslu á umhverfísrétt og hefur tekist vel til hjá þeim. Ein af meginreglunum sem er í umræðunni um umhverfisrétt er varúðarreglan það er því nauðsynlegt að hún sé vel skilgreind í lögum. Síðan er afar mikilvægt að menn geri sér grein fyrir muninum á varúðarreglu (precaut- ionary principle) og klassískri verndarreglu í umhverfisrétti (preventive principle). Innihald varúðarreglanna er að mörgu leyti óljóst en það eru til margar varúðarregl- ur í alþjóðlegum umhverfisrétti. í frumvarpi til laga sem lagt var fyrir Alþingi 1997-98 kveður varúðarreglan á um að; „Ef hætta er talin á alvarlegu óbætanlegu umhverfistjóni má ekki beita fyrir sig skorti á vísindalegri fullvissu sem rökum fyrir því að fresta að- gerðum er koma í veg fyrir hugsanlegt tjón.“ Varúðarreglan mikilvæg Það eru fáir fræðimenn í þjóðarétti sem viðurkenna að varúðarreglan, hvort sem hún er ein eða fleiri, hafi öðlast þann sess að hægt sé að vísa til hennar sem þjóðréttarvenju. Hins vegar fallast flestir á ákveðinn kjarna sem felst í því að taka tillit til óvissra orsaka- tengsla á milli tiltekinna athafna og afleiðinga þeirra. Sú óvissa á að vera grundvöllur ákvörðunartöku, þá væntanlega í þá átt að að- hafast ekki. Til að skýra þetta betur má taka dæmi um ýmis eiturefni sem voru á markaði fyrr á þessari öld og voru leyfð þótt ýmislegt benti til þess að þau væru hættuleg. Ef varðúrregl- an hefði verið til og henni beitt þá hefðu efnin ekki verið leyfð þótt neikvæð áhrif þeirra væru ekki full sönnuð.“ Grunnhugsunin í varúðarreglunni í íslensk- um rétti hefur eins og áður segir ekki verið lögfest hins vegar eru ýmsar lagalegar leiðir eins og til dæmis mat á umhverfisáhrifum sem gera það auðveldara að meta afleiðingar athafna sem hafa áhrif á umhverfið. Það er nauðsynlegt að útfæra varúðarregl- una í allri íslenskri umhverfislöggjöf og tengja hana sjálfbærri þróun svo hægt sé að gera hugsunina urh sjálfbæra þróun lagalega framkvæmanlega. Nauðsynlegt að semja heildarlöggjöf um umhverfisvernd Ég tel mig að minnsta kosti hafa séð eina tilraun til að nota hugsunina í varúðarregl- unni í framkvæmd. En veruleikinn er sá að lagaramminn sem útfærslan byggir á nægir að mínu mati ekki ef á reyndi í dómsmáli.“ „Ég er hér að ræða um lögin um mat á um- hverfisáhrifum sérstaklega 10. grein laganna og úrskurð um kísilgúrvinnslu úr Mývatni. í úrskurðinum segir m.a.: „ ...að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrirhugað kísilgúrnám í Mý- vatni kunni ekki að hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif." Ég fæ ekki betur séð en að þarna sé verið að snúa sönnunar- byrðinni við án þess að lögin gefi tilefni til þess. Ég vil því ítreka að það er afar áríðandi að útfæra kjarnann í varúðarreglunni. Ekki einungis hvað varðar löggjöf sem tilheyrir umhverfisráðherra heldur einnig í umhverfislöggjöf sem aðrir ráðherrar bera ábyrgð á.“ Aðalheiður er spurð að því hvað þyrfti að hennar mati að gera hér á landi til að gera ís- lenska umhverfislöggjöf betri? „Það yrði til bóta að semja heildarlöggjöf um umhverfis- vernd. Það sem vinnst með því er að auðveldara væri að sam- ræma markmið og meginregl- urnar. Þá yrði stærsti hluti löggjafarinnar í einum bálki. Framkvæmdalega getur það verið hentugt. Loks verða menn að gera sér grein fyrir því að framkvæmd góðrar umhverfislöggjafar hefur í för með sér kostnað sem á end- anum lendir á skattgreiðendum eða neytendum. Það er áríðandi að aukinn kostnaður vegna um- hverfisverndar hafi ekki haml- andi áhrif á atvinnulífið og kröf- ur sem lagðar á það séu sanngjamar og eðlilegar. Gott að ala upp börn í Svíþjöð Ég tel íslenska umhverfislög- gjöf vera á réttri leið en það þarf að leggja meiri áherslu á að gera sér grein fyrir afleiðingum fram- kvæmda.“ Aðalheiður er hér í stuttri heimsókn ásamt þriggja ára syni sínum, Ágústi Inga Aðalheiðarsjmi. Að heim- sókninni lokinni heldur hún aftur til Svíþjóð- ar þar sem þau búa ásamt íslenskri heimilis- hjálp sem aðstoðar við heimilishaldið. Aðalheiður segir gott að búa í Svíþjóð, þar sé vel hlúð að námsmönnum og ágætis umhverfi til að ala upp börn. Segist hún hafa kynnst nokkmm íslenskum fjölskyldum í Uppsölum en þar sé ekki eins mikið af íslendingum eins og hér á árum áður. Þeir sem þarna stundi nám nú séu einkum í líffræði læknisfræði og í málvísindum. Aðalheiður er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir hjónanna Ingibjargar Sigurðardóttur, handmenntakennara og Jóhanns Ágústar Gunnarssonar, rafvirkja, en hann starfaði lengi sem verktaki í Reykjavík en þau em lát- in. Aðalheiður er því Reykvíkingur í húð og hár. En hvemig er það fyrir hana að vera í ströngu námi og ala ein önn fyrir þriggja ára barni? „Námið er eins og hver önnur vinna og það þykir ekki tíðindum sæta þótt einstætt foreldri vinni fullan vinnudag. Ég lít á það sem hrein forréttindi að mega ala upp son minn og stunda þessa vinnu mína.“ UTSALAN HEFST 4 MORGUN ÚTSALAN HEFST Á MORGUN ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Jakkafót Stakir jakkar Buxur Skyrtur 2 fyrir | 30-50% afsláttur af öllum vörum m H ERRAFATAVERSLUN BIRGIS FAKAFENI 11 • 108 REYKJAVIK • SIMI 553 1170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.