Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 16. JANUAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rauðvik MYNDLIST KjarvalsstaAir MÁLVERK-CLAUS EG- EMOSE, NINA ROOS, TUMIMAGNÚSSON og JOHAN VAN OORD Til 12. mars. Opið daglega frá kl. 10-18. Aðgangur kr. 300. Ókeypis mánudaga. RAUÐVIK kallast fyrirbærið þegar litróf fjarlægrar stjörnu, eða stjörnuþoku sveigist til rauðs litar. Yfirleitt er fyrirbærið skýrt með svokölluðum Doppler-hrifum, en austurríski eðlisfræðingurinn Christian Johann Doppler, gerði sér fyrstur manna grein íyrir fyrirbær- inu árið 1842. Doppler-hrifin leiða í ljós breytingar sem verða á bylgju- tíðni þegar sá hinn sami hreyfist í takt við bylgjuna sem nemur hana. Þannig eykst tíðnin þegar hann nálg- ast uppruna bylgjunnar, en þverr ef hann fjarlægist staðinn. Hvað varðar hljóðbylgjur þá orsaka Doppler-hrif- in fall á tónhæð eimpípu þegar járn- brautarlest æðir framhjá, og hljóð- hvell þegar stuðbylgjur frá hljóðfrárri þotu skella á hlustum áheyrenda á jörðu niðri. Hvellirnir geta verið tveir; þegar nef þotunnar rífur keilulaga bylgjusveiminn með því að halda framúr honum og aftur; þegar stél hennar klýfur hann. Þá getur þotan verið horfin sjónum okk- ar þegar hvellunum þóknast að skella til jarðar. Rauðvikin sýna að stjömur og stjörnuþokur fjarlægjast okkur. Þannig era þau helstu rök okkar fyr- ir útþenslu alheimsins og bjúglögun hans. Blávik skynjum við hins vegar þegar hlutir nálgast okkur utan úr geimnum. Undirtitillinn á sýningu fjórmenn- inganna, Egemose, Roos, van Oord og Tuma Magnússonar - „Málverk í og út úr fókus“ - verður því ekki skil- inn öðruvísi en svo að þar fari verk sem búi yfir áhrifamætti sjálfra him- intunglanna. Það er allsérstakt því yfirleitt kjósa listamenn að vitna til hugans og ímyndunaraflsins innra með okkur fremur en óravíddanna utan og ofan okkar. En þegar texti Tom Juul Andersen, dósents í stjam- eðlisfræði, er lesinn í ágætri íslenskri þýðingu - og sannar að sýningar- skráin er góðra gjalda verð - verður manni hugsað til orða Johns heitins Constable, hins mikla rómantíska, 19. aldar málara: „Imyndunaraflið má sín lítils frammi fyrir óendanlegu ríkidæmi raunveruleikans." Sýning Claus, Nínu, Jóhanns og Tuma sýnir svo ekki verður um villst að abstraktmálverkið lifir góðu lífi í trássi við allar hrakspár og barlóm listunnenda, sem eru býsna ötulir við að klifa á bágri stöðu málverksins þessum „síðustu ogverstu...“ En málverkið lifir góðu lífi, og síst væsir um það á sýningunni í vestur- sal Kjarvalsstaða. Norrænu málar- amir þrír og hollenskur gestur þeirra era að vísu af þeim gæðastaðli sem er alltof sjaldgæfur í hinu dag- lega haframélssulli sem líka vill láta kalla sig málaralist, þótt þar sé að- eins tjaldað til einnar nætur, eða nægilega lengi til að blekið á ávísun- inni þorni sem ríkir menn era stöð- ugt að fleygja í verðlausa vitleysu, KVDLDl KOMVOGS^ NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2000 TUNGUMÁL 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum ENSKA Enska I Enska I frh Enska II Enska II frh Enska III—IV Tal og leshópur DANSKA Upprifjun á grunnskóladönsku Tal og leshópur NORSKA Norska I—II Norska III SÆNSKA Sænska fyrir tvítyngd börn 9-12 ára Sænska I—II Sænska III FRANSKA Franska I Franska I frh Tal og leshópur ÍTALSKA ítalska I ítalska I frh. SPÆNSKA Spænska I Spænska I frh Spænska II ÍSLENSKA fyrir údendinga Byrjendur 10 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir KÁNTRÝ FÖNDUR Gluggahlerar 8 kennslust. Dagatal 8 kennslust. Klukka 8 kennslust. KÖRFUGERÐ Laukkarfa 5 kennslust. Eplakarfa 10 kennslust. Melónukarfa og brauðbakki LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir SKRAUTRITUN 10 vikna námskeið 20 kennslustundir LJ ÓSM YNDATAKA 3 vikna námskeið 9 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir TRÖLLADEIG 2 vikna námskeið 8 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir FRÍSTUN DAMÁLUN 8 vikna námskeiðO 32 kcnnslustundir VIDEOTAKA 1 viku námskeið 14 kennslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMSTEPPI 4 vikna námskeið 16 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir VÉLRITUN 10 vikna námskeið 20 kennslustundir RÉTTRITUN OG MÁLFRÆÐI 8 vikna námskeið 16 kennslustundir Tölvunámskeið: WORD og WINDOWS fyrir byrjendur 4 vikna námskeið 20 kennslustundir WORD II 4 vikna námskeið 20 kennslustundir EXCEL fyrir byrjendur 3 vikna námskeið 20 kennslustundir INTERNETIÐ OG TÖLVUPÓSTUR 1 viku námskeið 8 kcnnslustundir FITUSNAUTT GRÆNMETISFÆÐI 3 vikna námskeið 12 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir Byrjenda- og framhalds námskeið 3 vikna námskeið 12 kennslustundir BRAUÐBAKSTUR 1 viku námskeið 5 kennslustundir FRÖNSK MATARGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir HEIMILISGARÐURINN 2 viku námskeið 8 kennslustundir TRJÁKLIPPINGAR 1 viku námskeið 5 kennslustundir EIGIN ATVINNUREKSTUR 2 vikna námskeið 20 kennslustundir REKSTUR OG STJÓRNUN FYRIRÆKJA Námskeið í samvinnu við Atvinnumálanefnd Kóp. og útibú Búnaðarbankans í Kóp. • Fjármögnun atvinnufyrirtækja • Markaðssetning og sala • Viðskipti á Internetinu Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöidskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Sókn, Dagsbrtin, Framsókn - stéttarfélag, VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Fyrstu námskeiðin hefjast 24. janúar Innritun og upplýsingar um ndntskeiðin 10.-20. janúar Id. 17—21 í si'mum 564 1507, 564 1527 og 554 4391 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla. Ónefnt málverk eftir Ninu Roos, 1998. Olía á akrýlgler, 30 x 35 cm. sennilega af því þeim finnst þenslan ekki næg og draslið ekki njóta sann- mælis. Claus Egemose spilar í verkum sínum á mismunandi glans og áferð. Eitt af verkum hans líkist meir að segja húddi af bíl, enda fagurlega málað með bílalakki. Frá nætur- dökkum og möttum litum til áferðar- ríkra, hálfglansandi og þykkra smumingsverka liggur leið Egemose áfram gegnum framskóg aðferðar- fræðinnar þar sem hann varðveitir frelsi sitt og gefur sjálfum sér leyfi til að gera eitt í dag og annað á morgun. Nina Roos er einnig smituð af þessum leikandi frelsisanda sem fólginn er í ómælisvíddum alheims- ins. Hún hefur ekki áður leyft sér jafnhikiaus vinnubrögð á plexiglerið, sem ljær verkum hennar sérkenni- lega mjólkurlitan og þokukenndan svip. Frammi fyrir verkum hennar finnst áhorfandanum sem hann sé í þann mund að höndla hlutveraleik- ann, en verður þess jafnskjótt ás- kynja að allt hrekkur undan sjónum hans af því að veröldin er ekki kyrr- stæð. Heillandi og næsta barnaleg kerfi Johans van Oord búa hins vegar yfir litrænum blæbrigðum sem kallast á við verk Ninu um leið og þau gefa til kynna að ef til vill njóti málaralistin sín best þegar hún er laus við drama- tískar áætlanir og stórbrotin áform, en leyfir sér að umfaðma látleysið og hversdagsleikann, trú töfrum andar- taks og augnabliks. Og Tumi Magnússon ítrekar þann skilning með myndröð sinni sem fjallar um lit kaffisins og vökvanna sem undan okkur renna þegar kaffi- drykkjan hefur náð hámarki. Móti þessari myndröð leikur hann sér svo með nýstárleg jaðarverk; aftnyndað- ar litastúdíur af óæðri enda ýmissa tækja sem við getum ekki án verið, svo sem síma og vekjaraklukku. Þessum litastúdíum, útfærðum með blekspraututækni á renninga, finnur hann svo dásamlega látlausan stað á jöðrum skilveggjanna í salnum. Rauðvik, eða „Málverk í og út úr fókus“, er sýning sem sýnir okkur hvemig málaralistin artar sig, og hversu mjög ferli hennar svipar til rauðvika og blávika, allt eftir því hvernig við eram innstillt gagnvart óendanlegum möguleikum hennar. Halldór Björn Runólfsson Barnabóka- verðlaun Æsk- unnar 2000 ÆSKAN, Búnaðarbankinn og Sjó- vá-Almennar standa að verðlauna- samkeppni um besta handrit að myndskreyttri sögu handa ungum lesendum á aldrinum 6-8 ára. Verð- launaféð er að upphæð 300.000 krónur. Utgáfa myndskreyttra barna- bóka er gjarnan dýrari en útgáfa sem ætluð er eldri lesendum en þol- ir ekki svipaða verðlagningu og aðr- ar bækur. Með þessari verðlauna- samkeppni er reynt að örva íslenska höfunda til að semja verk handa yngri lesendum og eins til að auka fjölbreytni í þeirri útgáfu. Jafnframt er vonast til þess að sam- keppnin hvetji til samvinnu teikn- ara og textahöfunda. Skilafrestur í samkeppninni er til 1. maí næst- komandi og verða úrslit tilkynnt 30. júní 2000. Æskilegt er að handrit verði ekki lengra en 5-10 tölvuprentaðar síður Stjörnuspá á Netinu mbl.is _ALLTA/= eiTTHVAÐ NÝTT (A4). Höfundar hafa frjálsar hend- ur um efni sögunnar en það'skal vera framsamið og ekki hafa heyrst né verið birt áður. Ekki er nauðsyn- legt að höfundar skili endanlega unnum myndum með handritinu, en æskilegt að skissur að myndum fylgi og að minnsta kosti ein full- unnin mynd sem og umbrotstillaga að verkinu. Höfundar skulu merkja verk sín dulnefni en láta rétt nafn og heimilisfang fylgja með í lokuðu umslagi. Handritum ásamt mynd- um verði skilað ekki seinna en 1. maí næstkomandi til Æskunnar ehf. Stangarhyl 4 í Reykjavík - merkt Samkeppni 2000. Dómnefnd skipa þrír einstakling- ar frá þeim aðilum sem standa að verðlaunasamkeppninni; Búnaðar- bankanum, Sjóvá-Almennum og Æskunni. Það verk sem dómnefnd telur skara fram úr hlýtur verð- launin og verður samningur um út- gáfu verksins undirritaður þegar úrslit verða kynnt. Höfundarlaun verða greidd sérstaklega. Vinni textahöfundur og myndahöfundur verkið í sameiningu er gengið út frá því að þeir skipti jafnt með sér höf- undarlaunum fyrir verkið. Um höf- undarlaun fer að öðru leyti skv. 14. grein útgáfusamnings Félags ís- lenskra bókaútgefenda og Rithöf- undasambands Islands. Verðlaunin verða afhent við útkomu bókar í september 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.