Morgunblaðið - 16.01.2000, Page 8
8 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ég skal sko láta Dabba koma þeim í skilning um allar þær hörmungar og landnauð sem af
því leiddi ef dómur þeirra félli á sömu leið, frekjurnar ykkar.
Nýtt ár leggst vel í Islendinga
NYTT ár leggst vel í Islendinga ef
marka má niðustöður úr þjóðapúlsi
Gallups, sem fyrirtækið hefur
kynnt. Kemur þar fram að 47% Is-
lendinga telur að árið 2000 verði
betra fyrir þá persónulega en
1999. 42% telja að árin verði svip-
uð, en um 8% telja að nýja árið
verði verra en það gamla.
Gallup-fyrirtæki víða um heim
könnuðu fyrir áramót hvernig nýtt
ár legðist í fólk. I íslensku könnun-
inni kemur fram að tveir af hverj-
um þremur hér á landi telja að
efnahagssástand þjóðarinnar verði
svipað árið 2000 og það var árið
1999. 6% telja að nýja árið verði
betra en um 23% eru svartsýn á
nýja árið í efnahagslegu tilliti.
Meirihluti þjóðarinnar telur að
atvinnuleysi muni standa í stað
milli ára, 15% telja að atvinnuleysi
muni minnka og sami fjöldi telur
að það muni aukast. Næstum
helmingur þjóðarinnar á von á
fleiri verkföllum en á árinu en í
fyrra og Iandsmenn telja einnig að
alþjóðadeilur verði með svipuðum
hætti og á síðasta ári.
Þegar litið er á niðurstöður ann-
arra þjóða kemur í ljós að Banda-
ríkjamenn eru allra þjóða
bjartsýnastir á eigin hag á nýju ári
- 62% þeirra telja árið 2000 verða
betra fyrir sig persónulega en árið
1999.
Lavamat 74620
Lavamat W 1030
* ábyt4
á þvottavélum
Taumagn: 5 kg • Vindutíraði: 1000/600 sn/mín.
Fuzzy- loglc: Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi, notar aidrei
meira vatn en þörf er á • Ryöfrír belgur og tramla.
Öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi. • Ullarvagga.
Taumagn: 5 kg • Vinduhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín.
fiyðfrír belgur og tromla. • Fuzzy- Logic: Sjálfvirkt
magnskynjunarkerfi, notar aldrei meira vatn en þörf er á
UKS: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu.
öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi. • Ullarvagga.
jílk.
Lógmúla 8 • Simi 530 2800 www.ormsson.is
Geislagötu 14 • Sfmi 462 1300
UMBOÐSMENN
I Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfirði. Asubúö,
l Búöardal. Vestfirðin Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Pokahomiö, Tálknafirði. Norðurfand:
IRadionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjaröai; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkrókl. Urö, Raufarhöfn.
Austurfand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafiröi. Kf. Stöðfiröinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfirði.
KASK, Höfn, KASK Djúpavoai. Suðurtand: Mosfell, Heílu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þoriákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum.
Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Tólf sporin - andlegt ferðalag
Endurheimt
erfðaréttar
mikilvæg
Margrét Eggertsdóttir
T ER komin bókin
Tólf sporin - and-
legt ferðalag.
Hópurinn Vinir í bata gef-
ur út þessa bók, sem að
sögn Margrétar Eggerts-
dóttur þýðanda hennar, er
ætluð sem handbók fyrir
þá sem „eiga í erfiðleikum
með að fóta sig í tilverunni
og lifa lífinu í gleði og fullri
gnægð eins og þeir eru
skapaðir til“, eins og Mar-
grét orðar það. En hvaðan
skyldi þessi bók vera kom-
in í hendur Vina í bata?
„Ein úr hópnum rakst á
þessa bók í Ameríku en
nafn hennar á ensku er
The Twelve Steps - A
Spiritual Journey. Konan
sem fann þessa bók í bóka-
búð í Ameríku hafði lengi
gert sér grein fyrir að tólf
sporin væru gott verkfæri
til að bæta tilfinningalega
líðan fólks og styrkja kristna trú
þess. Henni fannst hún finna i
þessari bók það sem hún hafði
verið að leita að og tók hana með
sér til íslands. Fyrst var reynt að
vinna eftir henni á ensku en það
gekk ekki og þá tók ég mig til og
þýddi hana um leið og við unnum
okkur í gegnum hana.“
- Eru aðstæður sem lýst er í
þessari bók heimfæranlegar á ís-
lenskar aðstæður?
„Bókin kennir okkar að horfast
í augu við aðstæður okkar sem
einstaklingar og í fjölskyldum
okkar. Hún á við í öllu mannlegu
umhverfi, eins hér á landi sem er-
lendis."
- Veistu eitthvað um höfund
bókarinnar?
„Þar sem unnið er að svona efni
í hópum þarf að ríkja nafnleynd
og útgefendur hennar erlendis
kalla sig líka Vini í bata. Bókin er
samstarfsverkefni fólks sem hef-
ur komið út úr tilfinningalegri
vinnu með tólf sporin í Kanada og
Bandaríkjunum. Bókin snýst um
tvennt, að fólk nái góðri tilfinn-
ingalegri líðan og vaxi sem kristið
fólk. Trúarþátturinn er mjög rík-
ur.“
-Pið kallið þetta vinnubók til
að lækna skaddaðar tilfinningar -
h vemig er það gert ?
„Þetta er bók sem er með
markvisst uppbyggðar spurning-
ar og fetar sig eftir tólf sporunum
sem þekkt eru hjá AA-samtökun-
um. Síðan eru myndaðir hópar
sem kallaðir eru fjölskylduhópar
þar sem myndast trúnaður og
traust, umhyggja og kærleikur. I
þessu umhverfi lærir fólk að tak-
ast á við sína vankanta, það sem
aflaga hefur farið í lífinu og vinna
sig hægt og rólega út úr því. Bók-
in er í raun markviss kennslubók
til enduruppbyggingar einstakl-
ingsins.
- Eru ekki til álíka bækur hérá
íslensku?
„Við höfum ekki rek-
ið okkur á neina sam-
bærilega. Það er til
eitthvað efni sem gefið
hefur verið út á vegum
AA-samtakanna og SÁÁ, en það
einskorðast við að losna við vímu-
vanda. Þessi bók er ekki ætluð
drykkjufólki fremur en öðru fólki.
Fyrsta sporið í AA segir: Við við-
urkenndum vanmátt okkar gegn
áfengi og að okkur var orðið um
megn að stjóma eigin lífi. En í
þessari bók er fyrsta sporið: Við
viðurkenndum vanmátt okkar
vegna aðskilnaðar frá Guði og ...
► Margrét Eggertsdóttir fædd-
ist á Akureyri 23. apríl 1950.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla íslands 1971, eft-
ir nám hóf hún störf á skrifstof-
um, var á lögmannsstofu, rak
eigið fyrirtæki en vinnur núna
hjá innflutningsverslun og sér
um skrifstofuhald Meinatækna-
félags íslands. Margrét á fjögur
börn.
Ef hægt er að tala um markmið í
bókinni má segja að þau séu fjög-
ur. 1. Að öðlast frið gagnvart
Guði. 2. Að öðlast frið gagnvart
okkur sjálfum. 3. Að öðlast frið
gagnvart öðrum. 4. Að viðhalda
þessum friði.“
-Er langt síðan þið byrjuðuð
að vinna eftir þessari bók?
„Þessi hópur sem nú stendur
eftir byrjaði fyrir þremur árum.
Þess má geta að í Laugarnes-
kirkju hefur svona starf verið við
lýði í fyrravetur og núna í vetur
og gefið góðan árangur. Það er
opinn kynningarfundur þar núna
á mánudagskvöldið klukkan 20.00
og eru allir velkomnir sem vilja
kynnast svona starfi. Af því að
grunntónn bókarinnar er kristi-
legur þá buðum við upp á sam-
starf við kirkjuna og það er að
hefjast."
- Er þessi bók skrifuð fyrir þá
sem hafa orðið illa úti tilfinninga-
lega af öllum möguleikum ástæð-
um?
„Já hún er það. I bókinni segir:
„Þetta efni er fyrst og fremst ætl-
að fullorðnum sem í uppvexti sín-
um hafa orðið fyrir neikvæðum
áhrifum af umhverfi sem hvorki
var uppbyggjandi né nærandi."
Slík reynsla getur verið af mjög
margvíslegu tagi. Þess má geta
að það eru margar biblíutilvitnan-
ir i bókinni sem vísa í það efni sem
verið er að vinna hverju sinni. I
bókinni segir ennfrem-
ur: „Vinna í tólf spor-
unum hjálpar okkur að
endurheimta erfðarétt
okkar sem börn ástúð-
legs Guðs. Við vorum
sköpuð í hans mynd og hlutum
frjálsan vilja að gjöf. Ferð sú sem
við erum að leggja upp í er til
þess ætluð að vekja okkur til
meðvitundar um náð Guðs og
gefa okkur tækifæri til að reyna
friðsælt og skapandi líf. Tilfinn-
ingar um vanvirðu, kvíða og
minnimáttarkennd víkja fyrir
andlegum styrk og öðrum dyggð-
um.“
Kvíði og
minnimáttar-
kennd víkja