Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 35
MENNTUN
NEYTENDUR
Mikilvægt að
nota umbúðir
á réttan hátt
Það er mikilvægt að framleiðendur mat-
væla velji réttar umbúðir fyrir vörur sínar
en Astfríður Sigurðardóttir matvælafræð-
ingur segir að það sé ekki síður mikilvægt
að neytendur noti umbúðir á réttan hátt
þegar heim er komið.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Hvað er að
vera fljúg-
andi fær?
VIÐMIÐ eða vísitöhir, samkvæmt
reynslunni í Morningside, á því
hvað nemandinn þarf að vinna
hratt til að frammistaðan teljist
vera hiklaus og reiprennandi:
• Les tölustafi og segir þá upp-
hátt. Hraði tvöfaldast þar til hrað-
anum 180 til 200 tölustöfum á mín-
útu er náð.
• Les bókstafi og segir hljóð
þeirra upphátt. Hraði tvöfaldast
þar til hraðanum 80 til 100 hljóð-
um á mínútu er náð.
• Les og skrifar texta í
óbundnu máli. Hraði eykst 1,25
sinnum þar til hraðanum 160 til
180 stöfum á mi'nútu er náð.
• Heyrir tölustafi sagða og
skrifar þá. Hraði eykst 1,25 sinn-
um þar til hraðanum 130 til 150
tölustöfum á mínútu er náð.
Upplýsinga-
skrifstofur um
Evrópumál
Annað útboð verkefnisstyrkja í IST
áætlun ESB um upplýsingatækni-
samfélagið var formlega opnað 1.
október á heimasíðu IST áætlunar-
innar. Aðaláhersla þessa útboðs er á
aðgerðir á tíu afmörkuðum sviðum
sem eru: Stjórnun flutningatækni;
Nýir vinnuhættir og rafræn við-
skipti; Margmiðlunarútgáfukerfi;
Einstaklingsbundin kennsla og
þjálfun; Fjöltyngd tungutækni, staf-
rænt efni og þjónusta; Hugbúnaðar-
kerfiseiningar; Opin háþróuð við-
mót/skil; Aðgengi að og tilraunir
með nauðsynlega tækni og innviði;
Tilraunir með skjákerfi, örkerfi og
örtölvutækni; Úttektir/mat á hálf-
leiðarabúnaði sem er að komast á
framleiðslustig.
Nánari upplýsingar má fá hjá
Rannsóknarráði Islands s. 562 1320
Margmiðlun og kvikmyndir
MEDIA II. Styrkir til margmiðl-
unarverkefna, kvik-, heimilda- og
teiknimynda.
Næsti skilafrestur til undirbún-
ings margmiðlunarverkefna og
kvik-, heimilda- og teiknimynda er
14. aprfl. Næsti skilafrestur fyrir
dreifingu kvikmynda er 28. janúar,
fyrir dreifingu sjónvarpsefnis 21.
janúar, fyiir dreifingu myndbanda
og margmiðlunarverkefna 7. aprfl.
MEDIA PLUS 2001-2005
MEDIA PLUS, ný sjónvarps-,
kvikmynda- og margmiðlunaráætlun
var samþykkt á þingi Evrópusam;
bandsins þann 14. desember sl. í
áætlunina verða veittar 400 milljónir
Evra á tímabilinu. Helstu breytingar
frá MEDIA II eru þær að veittir
verða styrkir til að gefa út tónlist úr
evrópskum bíómyndum og að komið
verður á sjálfvirku kerfi fyrir dreif-
ingu á evrópskum myndböndum og
DVD. Einnig verður hleypt af stokk-
unum tilraunaverkefni til að styrkja
kvikmyndasöfn til að koma efni á
stafrænt form. Aukin áhersla verður
lögð á margmiðlun og nýja tækni.
Umsóknargögn og nánari upplýs-
ingar í síma 562 6366, netfang media-
desk@centrum.is
Ungt fólk í Evrópu
Ungt fólk í Evrópu og Evrópsk
sjálfboðaþjónusta hafa nú runnið sitt
skeið á enda. Áætlað er að ný áætl-
un, YOUTH, hefjist áður en árið er
hálfnað.
Þessi nýja áætlun mun bjóða upp
á samskonar verkefni og undanfarar
hennar. Landsskrifstofa Ungs fólks í
Evrópu og Evrópskrar sjálfboða-
þjónustu er enn starfandi í Hinu
Húsinu, enda mörgu ólokið varðandi
frágang áætlananna og sumum verk-
efnum langt frá því lokið. Undirbún-
ingur varðandi YOUTH er að sjálf-
sögðu í fullum gangi.
Nánari uþplýsingar í síma 551
5353.
UMBÚÐUM er ætlað að varð-
veita öryggi og gæði matvæla, svo
sem útlit, samsetningu og næring-
argildi og að vernda þau fyrir ut-
anaðkomandi mengun og
skemmdum. Einnig er æskilegt að
varan sé meðfærileg, auðveld í
flutningum og aðlaðandi í augum
neytenda. A umbúðum þurfa jafn-
framt að koma fram upplýsingar
um innihaldið. Síðast en ekki síst
þarf að gæta þess að umbúðirnar
valdi ekki meng-
un þ.e. að ekki
séu í þeim óæski-
leg efni sem geta
borist í matvælin
og valdið heilsu-
tjóni.
Umbúðir á að
nota á réttan
hátt og aðeins í
samræmi við
merkingar. Ef umbúðir eru aðeins
gerðar til að geyma ákveðna teg-
und matvæla á það að koma fram í
merkingu umbúðanna, þar sem
röng notkun, t.d. pökkun fituríkari
matvæla og/eða geymsla við of
hátt hitastig, getur leitt til þess að
efni úr umbúðum berast í of miklu
magni í matvælin. Helstu þættir
sem geta haft áhrif á slíkt flæði
eru eiginleikar og samsetning um-
búðanna sjálfra, hitastig við
geymslu og tími, gerð matvæl-
anna, einkum magn fitu og hlut-
Gestir í sjónvarpsþættinum Eld-
hús sannleikans, sem sýndur var í
gærkvöldi, voru Margrét Frí-
mannsdóttir alþingiskona og
Steingrímur J. Sigfússon alþing-
ismaður.
Svona gerir Steingrímur:
Saltkiöt ad
norðan
1,2 kg vænir saltkjötsbitar
_____ 4 lárviðarlauf________
6 korn allrahanda *______
_________6 hvít piparkorn_______
1 teningur grænmetiskraftur
Saltkjötið er skolað undir
kaldri vatnsbunu.
Setjið vatn í pott+lárviðarlauf,
allrahanda, pipar og grænmetis-
kraft.
Þegar grænmetisteningurinn
hefur leyst upp í vatninu er kjötið
sett í pottinn og það soðið við
vægan hita í 60 mín.
Með kjötinu er haft gott græn-
meti - gulrætur, rófur, kartöflur,
blómkál, spergilkál og sykur-
baunir eða það grænmeti sem í
boði er.
Útáhelling (sósa)
Rífið niður vel af piparrót eða 1
msk. á mann. Takið 2 1/2 dl af
soðinu af saltkjötinu og setjið í
pott. Leysið 3 msk. af smjöri upp
í soðinu og svo eru 2-4 msk. (eftir
fallsleg stærð yfirborðs sem er í
snertingu við matvælin.
Rétt og rangt
Það er nauðsynlegt að framleið-
endur matvæla velji réttar um-
búðir fyrir framleiðsluna í samráði
við umbúðaframleiðendur en það
er ekki síður mikilvægt að neyt-
endur noti umbúðir á réttan hátt
þegar heim er komið. Það eru
sjálfsagt margir sem muna eftir
því þegar dag-
blöð voru notuð
til að vefja utan
um eitt og annað,
t.d. fisk. Slíkt
sést ekki í dag
enda á prent-
sverta ekki að
komast í snert-
ingu við matvæli.
Það er góð regla
að nota eingöngu umbúðir sem
mega vera í beinni snertingu við
matvæli. Innkaupapokar eru
dæmi um umbúðir sem ekki eru
ætlaðar til þess og geta innihaldið
óæskileg aukefni svo sem litarefni.
Það sama gildir um ruslapoka. Á
umbúðum fyrir matvæli má gjarn-
an sjá glas-og-gaffal-merkið sem
vísar til notkunar fyrir matvæli en
einnig getur staðið „ætlað fyrir
matvæli" eða það komið fram í
nafni vörunnar, t.d. nestispokar
eða bökunarpappír. Mikilvægt er
smekk) hrært saman við soðið.
*Allrahanda er krydd sem
stundum er kallað pimento.
Svona gerir Margrét:
Humarhalar
(um 3-4 á mann)
_________1 rauð paprika________
_____________Smjör_____________
Salt
_____________Pipar_____________
_________2 1 /2 dl rjómi_______
_________Tómatkraftur__________
1 teningur kjúklingakraftur
Orlítið af hvítvíni (má sleppa)
Nokkrar smjördeigskollur
____________Agúrka_____________
____________Tómatar____________
_______Salathöfuð (iœberg)_____
Paprikan léttsteikt á pönnu í
smjöri. Humarhalarnir eru skel-
flettir, þeir kryddaðir með salti
og pipar og steiktir á pönnu
ásamt paprikunni.
Rjóma er hellt yfir og örlitlum
tómatakrafti bætt út í, svo og ten-
ingi af kjúklingakrafti og hvítvíni
ef það er notað.
Humrinum hellt í heitar smjör-
deigskollur. Skreytt með agúrku,
tómötum og salatblöðum.
að plastfilma með mýkingarefni sé
notuð á viðeigandi hátt og reynt
að komast hjá því að hún komist í
beina snertingu við fiturík mat-
væli eða heit matvæli. Slíka filmu
skal ekki nota í örbylgjuofn. Fyrir
fiturík matvæli er t.d. hægt að
nota polyetylenfilmu eða -poka
(„venjulegir" plastpokar) eða ál-
pappír. Heit matvæli er betra að
setja í skál og breiða filmu yfir.
Álpappír hentar vel fyrir margvís-
leg matvæli en með ákveðnum
undantekningum þó. Forðast ber
að nota hann fyrir súr matvæli svo
sem sítrónur eða niðurlögð mat-
væli þar sem ál getur losnað úr
umbúðum við slíkar aðstæður. Af
sömu ástæðu ber einnig að varast
að nota álpotta fyrir súr matvæli,
t.d. ávaxtagi’aut. Slík matvæli
geymast best í gleri, postulíni eða
plastílátum.
Endurnotkun
Margvísleg flát, einkum úr
ýmiskonar plasti, má nota til að
geyma matvæli en þó með það í
huga að samsetning matvælanna
og sýrustig sé ekki mjög frá-
brugðið því sem áður var í umbúð-
unum og hitastig sé svipað. Plast-
ílát undan ís eða mjólkurvörum
eru t.d. mjög hentug fyrir matvæli
til frystingar eða geymslu í kæli.
Forðast ætti að nota mjúkt og/eða
litað plast fyrir feit og heit mat-
væli. Glerflöskur sem ekki fara til
endurvinnslu má nota heima við
eftir tilheyrandi þvott.
★Athugið merki á umbúðum
★Fylgið leiðbeiningum um
notkun
★Athugið vel hvaða hitastig
umbúðirnar þola
★Endurnotið aðeins það sem
hæft er og við svipaðar
aðstæður
Höfundur er matvælafræðingur
hjá Hollustuvemd ríkisins.
í Húsasmidjuimi
H3 Electrolux
• Kælir og frystir
• Hæð 200 sm
j • Tvær pressur
• Digital stiórnborð
• Hlióðlátur
• Viðvörunarkerfi
fyrir frysti
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Margir muna eftir því
þegar dagblöð voru not-
uð til að vefja utan um
t.d. fisk. Slíkt sést ekki i
dag enda á prentsverta
ekki að komast í snert-
ingu við matvæli
Eldhús sannleikans