Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR12. FEBRÚAR 2000
MORGUNF.LAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
Innanlands- og millilandaflug fór tir skorðum vegna veðurofsans í gær.
Sjö Flugleiðavéium snúið frá
landinu vegna óveðurs
Nærri þúsund
farþegar tepptir
í Glasgow
Verslunarráð íslands segir kostnaðarvitund
almennings litla í heilbrigðismálum
Brýnt að flytj a
kostnað á notend-
ur þjónustunnar
MIKIL röskun varð á innanlands- og
millilandaflugi seinni partinn í gær
vegna óveðurs. Flugfélag íslands og
íslandsflug aflýstu öllu innanlands-
flugi þar til í morgun og millilanda-
flug Flugleiða fór úr skorðum.
Einar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri hjá Flugleiðum, sagði í gær-
kvöld að sjö flugvélum á leiðinni til
landsins hefði verið snúið til Glasgow
vegna veðursins þegar þær voru
staddar suður af landinu. Alls væru
960 farþegar í vélunum, þar af 540
sem hugðust fara út í Keflavík. Hann
sagði að allt útlit væri fyrir að takast
myndi að útvega öllum hótelgistingu
sem þyrftu.
Áttu að halda frá Glasgow í
morgun
Ráðgert var að flugvélamar héldu
frá Glasgow um kl. 5.30-6 í morgun,
þegar áhafnir hefðu fengið tilskilda
hvíld. „Tvær vélar fara beint vestur
um haf; önnur til Boston og hin til
New York,“ sagði Einar. Þá átti ein
vél að fara til Orlando með viðkomu á
Keflavíkurflugvelli í morgun til að
sækja farþega.
Sameiginlegt flug til Amsterdam
► Er áskrifandi 500 þús. kr. viröi?
► 308 m.kr. netverslun hér 1999
► 25,2% netverja keyptu á Netinu
MORGUNBLAÐINU fylgir í
dag sérblað um netviðskipti.
Efni blaðsins er jafnframt að
finna á sérstökum vef á mbl.is
og Glasgow var á áætlun kl. 7.40 í
morgun og flug til London kl. 9.
Búist var við að fluginu til Kaup-
mannahafnar seinkaði um klukku-
tíma og var það áætlað kl. 9 i morg-
un; sömuleiðis til Óslóar og
Stokkhólms.
Síðdegis fara tvær vélar til Banda-
ríkjanna; til Baltimore/Boston og
New York. Búist er við klukkutíma
töf á þessum leiðum.
Einar kveðst vona að seinni part-
inn í dag verði millilandaflugið komið
mikið til í samt lag. Hann segir óger-
legt að áætla kostnað fyrirtækisins
vegna þessarar röskunar sem er hin
mesta í langan tíma. Þar sé bæði um
að ræða kostnað vegna gistingar fyr-
ir farþega og að senda þá með öðrum
flugfélögum. Búist er við að innan-
landsflug geti gengið þokkalega vel
þegar líður á daginn.
Egjisstödum. Morgunblaðið.
HER á landi verða starfandi 5-6
stór sjávarútvegsfyrirtæki sem
hvert um sig veltir 10 til 15 mil-
ljörðum á ári. Þessi framtíðarsýn
kom fram hjá Björgólfi Jóhanns-
syni, framkvæmdastjóra Síldar-
vinnslunnar hf. í Neskaupstað, á at-
vinnumálaráðstefnu sem
Landsbankinn stóð fyrir á Egils-
stöðum í gær.
Um áttatíu gestir voru á ráð-
stefnu Landsbankans um atvinnulíf
á Austurlandi í upphafi nýrrar al-
dar sem haldin var á Hótel Héraði.
Björgólfur Jóhannsson var meðal
átta fyrirlesara. Hann sagði að
framtíð sjávarútvegsins byggðist á
rekstrarumhverfinu. Lýsti hann
þeirri skoðun sinni að kvótakerfið
hefði skilað góðum árangri og
KOSTNAÐARVITUND almennings
í heilbrigðismálum er nú lítil sem
engin og brýnt að breyting verði þar
á og kostnaður fluttur í einhverjum
mæli frá ríkinu til þeirra sem þjón-
ustunnar njóta, segir í skýrslu Versl-
unarráðs Islands til Viðskiptaþings
2000.
Þar segir að nauðsynlegt sé að skil-
greina hvaða heilbrigðisþjónusta
felst í sjúkratryggingum á vegum
hins opinbera og hvaða þjónusta sé
utan sjúkratrygginga. Þjónustu hins
opinbera fái einstaklingurinn end-
urgjaldslaust og eigi að geta valið
hvert hann sækir hana.
Tilbúin vandamál
„Þannig getur fólk valið að tryggja
sig sérstaklega vegna meðferðar sem
fellur utan sjúkratrygginga. í þeim
efnum þarf að leiða hugann að því
hvort eðlilegt geti talist að ríkið greiði
fyrir læknishjálp óháð því hvort hún
er tilkomin af biýnni nauðsyn vegna
veikinda og slysa eða vegna tilbúinna
vandamála svo sem á við um læknis-
þjónustu vegna afleiðinga slagsmála.
Má í því sambandi benda á möguleika
heilbrigðisþjónustunnar að gera
einkaréttarlegar kröfur í opinberum
málum vegna líkamsmeiðinga," segir
í skýrslunni þar sem bent er á að hluti
heilbrigðisþjónustunnar, t.d. tann-
læknaþjónusta að miklu leyti, sé utan
við samtryggingu.
kvaðst leyfa sér að ganga út frá því
sem vísu að því yrði haldið óbreyttu
eða að minnsta kosti að reglurnar
yrðu skýrar til langs tíma.
Fyrirtækjakjarnar myndast
í umfjöllun um framtíðarhorfur
sagðist Björgólfur reikna með að
sú þróun héldi áfram að fyrirtækin
stækkuðu og þeim fækkaði. Taldi
hann ekki ósennilegt að með náinni
samvinnu eða sameiningu fyrir-
tækja mynduðust fyrirtækjakjarn-
ar, eins og kjarninn sem Grandi er
miðstöðin í er gott dæmi um. Við
það gætu orðið til stór og öflug fyr-
irtæki og mikið hagræði. Spáði
hann því að 5-6 stór sjávarútvegs-
fyrirtæki yrðu starfandi í landinu,
hvert um sig með 10-15 milljarða
í skýrslunni segir ennfremur að
framkvæma þurfi víðtæka einkavæð-
ingu í heilbrigðisrekstri svo að um
hana sé almenn sátt í þjóðfélaginu.
Slíkri sátt megi ná með því að byrja á
einkavæðingu á þeim sviðum heil-
brigðisþjónustunnar þar sem sam-
keppni er um verkefni, hægt er að
vinna að verkefnum óháð öðrum
þjónustuþáttum, margir geta tekið
þjónustuna að sér og auðvelt er að
skilgreina, afmarka og kostnaðar-
greina þjónustuna. Þá þurfi jöfn og
mikil eftirspum að vera eftir þjónust-
unni og auðvelt að fela einkafyrir-
tækjum hana.
Einkavæðing
Sem dæmi um þjónustu sem vel sé
fallin til þess að flytja hana úr hönd-
um ríkis til einkaaðila megi nefna
endurhæfingu og hæfingu, félagslega
þjónustu, heimahjúkrun og langlegu-
deildir eða hvfldarinnlagnir.
Þá segir að strax sé hægt að bjóða
út ýmsa þjónustu innan sjúkrastofn-
ana sem engin rök eru fyrir að rfldð
reki. „Rekstur þvottahúsa, öryggis-
gæslu, apóteks og mötuneytis er mun
betur fyrir komið í höndum aðila sem
sérþekídngu hafa á slfloim rekstri.
Einnig er hægur vandi að koma bók-
haldi og launauppgjöri sjúkrastofn-
a[n]a, útgáfustarfsemi og tölvuþjón-
ustu, sem þar fer fram, til
einkaaðila,“ segir í skýrslunni.
króna ársveltu. Fyrirtækin yrðu
öflugar vinnslueiningar á eigin veg-
um eða í samvinnu við erlendar
verslunarkeðjur og þau yrðu áber-
andi á erlendum vettvangi. Þessi
sjávarútvegsfyrirtæki yrðu öflug-
ustu fyrirtæki landsins.
Taldi Björgólfur að þessi stóru
fyrirtæki yrðu góðir valkostir fyrir
fjárfesta, enda yrðu þau ekki
mynduð nema eigendurnir hefðu af
því hag og fengju meiri arð af fjár-
festingu sinni, og að gott yrði að
vinna hjá þeim og eiga við þau við-
skipti.
Björgólfur kvaðst jafnframt sjá
fyrir sér að áfram yrðu starfandi
mörg smærri fyrirtæki sem gætu
vaxið og veitt stórfyrirtækjunum
aðhald.
í skýrslunni er einnig fjallað um
fyrirkomulag fjármögnunar heil-
brigðisþjónustu og sagt að kosturinn
við föst fjárframlög úr rfldssjóði sé að
þau dragi úr stjómunarkostnaði en
gallamir séu þeir að framlögin séu
sjaldan í takt við raunvemlegan
kostnað. Öll vestræn lönd hafi enda
aflagt föst framlög sem fjármögnun-
arleið í heilbrigðisþjónustu.
ítarleg kostnaðargreining
„Aðrir 0g betri kostir em þjón-
ustusamningar og/eða sjúkratrygg-
ingakerfi. Hvomgt er þó hægt að
taka upp án undangenginnar gaum-
gæfilegrar endurskoðunar á kostnað-
arþátttöku rfldsins í heilbrigðisþjón-
ustu. Slík endurskoðun þarf reyndar
að fara fram jafnvel þótt haldið væri í
núverandi fjármögnunarfyrirkomu-
lag,“ segir í skýrslunni. „Einnig þarf
að fara fram ítarleg kostnaðargrein-
ing á þjónustuþáttum í heilbrigðis-
kerfinu. Er það reyndar forsenda
þess að um einhvers konar einkavæð-
ingu verði að ræða að kostnaður við
einstaka þætti heilbrigðisþjónustu sé
skilgreindur," segir í skýrslunni.
Rfltis-
stjórnin
styrkir
starf Evu
Klonowski
í Bosníu
RÍKISSTJÓRNIN sam-
þykkti á fundi sínum í gær að
verða við erindi bandaríska
öldungadeildarþingmannsins
Bobs Doles sem fór þess á
leit að íslenska ríkisstjórnin
styrkti starf Alþjóða
kennslunefndarinnar í Bosn-
íu en Eva Klonowski réttar-
meinafræðingur starfar með
nefndinni. Samþykkti ríkis-
stjórnin að veita nefndinni
tveggja milljóna króna styrk.
Starf Alþjóða kennslun-
efndarinnar í Bosníu-
Herzegovínu snýst um að
bera kennsl á jarðneskar leif-
ar sem fundist hafa í fjölda-
gröfum eftir borgarastríðið
þar í landi. Ríkisstjórn ís-
lands hefur áður styrkt
nefndina með fjárframlögum.
Ráðstefna um atvinnumál á Austurlandi
5-6 stór sjávarútvegs-
fyrirtæki í framtíðinni
Sérblöð í dag
2»SlmiR
ALAUGARDOGUM
Með Morgun-
blaðinu í dag
er dreift blaði
frá Ferða-
skrifstofunni
Prímu, „Fagra
veröid 2000“.
Þormóður Egilsson
íþróttamaður Reykjavíkur/Bl
Guðjón hefur augastað á
Ríkharði Daðasyni/Bl