Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 40
10 f LÁUGAEDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MÖRGUNBLÁÐIÐ MARGMIÐLUN Skjala- skanni í vasann Þeir sem eru á ferð og flugi þurfa að tækni- væðast til að missa sem minnstan tíma úr vinnu. Arni Matthíasson skoðaði skjala- skanna í vasastærð. EKKI FER milli mála að Hewlett- Packard ætlar sér að ná árangri á far- og fistölusviðinu og þá ekki bara með tölvunum sjálfum. Gott dæmi um það er „vasaskanni“ sem fyrirtækið kynnti á siðasta ári og kominn er á markað hér á landi. Capshare skanninn vekur athygli hvarvetna er hann er dreginn upp- úr skjóðunni, enda er hann sér- kennilegur ásýndar, nokkru minni en meðal pappírskilja og heldur þykkari. Hann er um 400 grömm með rafhlöðum og traustbyggður. Með fylgir mjúkur poki sem kemur í veg fyrir að skjárinn á honum rispist í meðförum. Capshare tekur einskonar mynd af viðkomandi síðu eða skjali og þó leshausinn sé ekki nema 12 senti- metrar getur hann lesið mun stærri síður með því einfaldlega að lesa fyrst 12 sentimetra ræmu, og eftir að notandinn færir skannann tæpa hausbreiddina til hliðar les hann áfram og hugbúnaður í skannanum sér um að skeyta myndunum sam- an. Ef skanna á stærri síður en A4 er stillt á sérstakan lesham sem les þá með minni upplausn frá hægri til vinstri, en skannanum er hnikað niður eftir því sem vindur fram. Hægt er að skanna í meiri upp- lausn ef mikið er um smáatriði en þá kemst vitanlega minna fyrir í skannanum. Hægt er að geyma um 50 síður í innra minni skannans í venjulegri upplausn, upp undir 150 síður í minni upplausninni og tíu til fimm- tán síður í mestu upplausn. Hægt er að skoða myndimar sem búið er að skanna á litlum skjá á hlið skannanas og stækka myndirnar til að kanna smáatriði. Lítillega er hægt að vinna með myndirnar, snúa þeim til og skera utan af þeim, sem borgar sig að gera til að minnka þær eins og kostur er, ekki síst ef senda á þær með tölvupósti eða innrauða tenginu. Hægt er að senda myndir úr skannanum í prentara með inn- rauðu tengi og einnig í fartölvur, lófatölvur og vasatölvur. Þannig gekk mjög vel að senda mynd í Jornada-fartölvu, sem er reyndar frá HP, og einnig að senda mynd í Psion 5 tölvu, þó þar hefur þurft að sækja á Netið hugbúnað til að lesa TIFF-gagnasniðið en Capshare vistar og sendir myndir á því sniði. Það kemur þó ekki að sök, enda hugbúnaður til að skoða TIFF- skjöl auðfáanlegur og jafnvel ókeypis. Samkvæmt því sem fram kemur á vefsetri skannans ættu hleðslur- afhlöðumar tvær sem passa í skannann að duga í um 100 síður, en með fylgir hleðslutæki og auka- rafhlöður og hægt að hlaða allar fjórar í einu ef svo ber undir. Hægt er að senda skjölin í prent- ara eða fartölvu með innrauðu tengi svo dæmi séu tekin, en einnig er að sögn hægt að senda skjöl í Nokia Communicator. Skamman tíma tók að ná tökum á skannanum og vel fyrir öllu hugs- að. Eins og er með góðan búnað þarf varla að lesa leiðbeingarnar til að ná að nýta tólið, það útskýrir að segja sjálft. Skanninn er líka þægi- lega hraðvirkur þótt lítill sé og til að mynda tók ekki ekki nema nokkrar sekúndur að skanna A4- síðu með nokkra af myndum. Notagildi Capshare skannans er mjög mikið og því meira sem menn venja sig á að nota hann. Þannig er hægt að skanna inn leiðbeiningar og útskýringar og senda í tölvu- pósti eða símbréfi, prenta út eða einfaldlega eiga í tölvutæku formi. Með fylgir einnig hugbúnaður til að lesa texta sem skannaður er inn, en ræður illa við séríslenska bókstafi, en má líkastil bæta með frekari stillingum. Connectix leggur Sony Sound- Blaster fyrir Makka FYRIR EKKI svo löngu lögðu frammámenn hjá Apple áherslu á að Macintosh tölvur hentuðu til leikja ekki síður en PC-samhæfðar tölvur. í kjölfar sérstaks átaks Apple var mikið um að vera á markaði fyrir Makkaleiki um tíma og sumir framleiðendur snera PC-leikj- um í Makkaform. Helstu jaðar- tækjaframleiðendur hafa þó ekki tekið eins vel við sér, en Makkavinir geta glaðst því Creative, einn helsti framleið- andi hijóð- og skjákorta, slóst í hóp þeirra fyrir skemmstu. Creative byrjar Makka- stuðning sinn með SoundBlast- er Live!-kortum sínum, Web- Cam-tölvumyndavélinni og Nomad MP3-spilaranum, en að sögn frammámanna fyrírtæk- isins fylgir annar vamingur í kjölfarið innan skamms. Margir muna eflaust eftir PlayStation-herminum sem bandaríska fyrirtækið Connectix setti á markað fyrir nokkrum ár- um. Sony, sem á höfundarétt á PlayStation, tók herminum frek- ar Ula, enda taldi það Connectix hafa beitt ólöglegum aðferðum til að komast yfir viðskiptaleyndar- mál. Svo fór að Sony stefndi Conn- ectix og krafðist Iögbanns á herminum og fékk því framgengt. Connectix-menn þurftu því að hætta sölu á herminum snimm- hendis meðan málarekstur vegna lögbannsins gengi yfir. f gær féll svo dómur í málinu þar sem lög- bannið var fellt úr gildi og Conn- ectix heimilað að hefja sölu á herminum aftur. Fyrirtækið var ekki lengi á sér að hefja söluna aftur, því nú geta þeir sem vilja keypt sér herminn á vefsetri fyr- irtækisins og skammt að bíða þess, að sögn starfsmanna fyrir- tækisins, að hann verði fáanlegur hvarvetna. Ekki er bara að Connectix fagni því að mega loks selja PlayStation-hermi fyrir Makka heldur hyggur fyrirtækið á fram- leiðslu á slíkum hermi fyrir Windows-stýrikerfið og er vænt- anlegur á næstu dögum. Á því sviði verður Connectix í sam- keppni við Bleem! sem hefur líka orðið fyrir barðinu á Sony í hermisframleiðslu sinni. Connectix framleiðir þó fleira en leikjatölvuherma, því fyrir- tækið vakti fyrst athygli fyrir Windows-hermi fyrir Makka sem kallast Virtual PC. Fyrir stuttu kom út útgáfa af Virtual PC sem styður Windows 2000, en einnig kom á markað útgáfa af Virtual PC sem keyrir Linux. IBM blæs til sóknar IBM hefur gengið brösulega á borðtölvumarkaði og hyggst snúa þeirri þróun við ef marka má yfirlýsingar um veralegar breytingar á framleiðslulínu fyr- irtækisins. Á næstu mánuðum hyggst fyrirtækið breyta vera- lega PC-framleiðslulínu sinni, kynna nýjar gerðir tölva með breyttu útliti og á lægra verði en hingað til.IBM hyggst kynna á CeBIT-tölvu- og tæknisýning- unni í Hannover undir lok mán- aðarins ýmsar nýjungar, þar á meðal nýjar gerðir tölva sem koma á markað á næstu mánuð- um. f apríl kemur þannig á markað ný tölvugerð, kölluð Luxor sem stendur, sem verður sambyggð tölva með flötum skjá og optical-drifi. Þannig verður tölvan sambyggð skjánum ef svo má segja, en drifið sígur niður undan skjánum sé smellt á við- eigandi hnapp. Um líkt leyti kemur á markað fyrirtækja borðtölva, sem IBM- menn kalla Stardust, sem á að kosta innan við 40.000 kr. vestan hafs, en verðinu er náð niður meðal annars með því að sleppa ýmislegum gamaldags tengi- möguleikum, til að mynda ISA- og PCI-raufum. Þriðja tölvan er svo iCruiser, sem er nokkurskona nettölva sem keyrt getur ýmis stýrikerfi, til að mynda Linux, og verðlögð með það í huga að netþjónustur geti gefið viðskiptavinum sínum slíkar tölvur eða selt gegn vægu verði. VERSLUIMIIM HÆTTIR á Laugavegi 49 Rýmingarsala Opið laugard, kl. 10-18, sunnud. kl. 10-21 Allt að 70°/c O , . . , . SPORTVORUVERSLUNIN ' afslattur SPARTA Laugaveyi 49 -101 Reyklavik - slmi 5S1 2024 síðustu dagarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.