Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eru með eigin heimasíður á N etinu og að- dáendaklúbb BOLABÍTARNIR Móna og Mfmir voru í hátíðarskapi þar sem þeir voru í göngutúr með „ömmu“ sinni Heiðdísi Norðíjörð í Víðilundinum á Akureyri. Hundarnir eru í eigu sonar Heiðdísar, Jóhanns Norð- fjörð, en hún fer stundum með þá út að ganga þegar vel viðrar. Ekki er hægt að segja að hundarnir sóu beint andlitsfríðir en Heiðdís sagði að þeir væru bráðgáfaðir og barn- góðir. Móna og Mímir eru nokkuð sér- stakir hundar að því leyti að þeir eiga báðir sinar heimasíður á Net- inu og er síða Mónu skrifuð í dag- bókarformi og því eins og hús sé sjálf að segja frá lífí sínu á norður- hjara. Þá er Móna með aðdáenda- klúbb á heimasiðu sinni, þar sem fjölmargir einstaklingar, hérlendis og erlendis, og hafa skráð nöfn sín. Jóhann sagði að upphafið af þessu hefði verið að ræktendur hundanna í Reykjavík hefðu viljað fylgjast með þeim og í stað þess að vera alltaf að hringja í þá með fréttir hefði hann sett upp heima- síðu. Jóhann sagði að trúlega væru ekki margir íslenskir hundar með eigin heimasíður á Netinu en á þeim eru jafnframt fjölmargar myndir fjölskyldunni. „Tíkin, sem er að verða fjögurra ára, hefur haldið dagbók í um tvö ár og þegar ég ætlaði að hætta þessu fór fólk að kvarta, því marg- ir foreldrar voru farnir að lesa þetta fyrir börnin sín. Heimasíð- urnar hafa verið geysilegar vin- sælar og eru um tíu þúsund heim- sóknir skráðar á þær á þessum tveimur árum. Þá hafa margir haft gaman af því að heilsa upp á hund- ana í eigin persónu, eftir að hafa kynnst þeim á Netinu og eitt sinn kom heill bekkur af skólakrökkum frá Hornafirði til að heilsa upp á tíkina eftir slík kynni.“ Jóhann sagði ekki svo erfitt að vera með tvo hunda og að það væri sennilega minna mál en að vera með einn hund, þeir hefðu félag- skap hvor af öðrum og sá eldri sið- aði þann yngri. Og þessir hundar gæfu honum meira en þeir þæðu. Eyða meiri tíma í sófanum en húsbóndinn „Það hefur oft verið sagt að þessi tegund sé hundur lata mannsins, enda eyða þeir meiri tíma i sófanum en húsbóndinn. Það er því oft slegist um fjarstýringuna en Móna er sú eina á heimilinu sem hefur áhuga á ensku knattspyrn- unni og einnig hefur hún gaman af dýralífsþáttum. Mímir horfir hins vegar ekki á sjónvarp. Hundarnir eru latir að fara út en finnst þó gaman þegar þeir eru komnir af stað. Ég þorði nú ekki með tíkina út fyrir garðinn í upphafi því hún komst ekki kringum húsið án þess að hvíla sig og hún á það til að hlamma sér á belginn í tíma og ótíma.“ Jóhann sagði að þessir hundar myndu seint vinna fegurðar- samkeppni en þetta væru engu að síður fallegir persónuleikar, ljúfir og góðir. „Sambýliskona mín hefur sagt að hundarnir séu nokkuð líkir húsbónda sínum en í þeim er mikill vindgangur og hroturnar í þeim mælast á jarðskálftamælum. Það gengur því ekki að hafa þá inni í svefnherbergi á nóttunni. Þá eiga þeir það til að sofa á bakinu, þann- ig að þeir eru svolítið mennskir í háttum." Upphaflega voru þetta víga- Bolabítarnir Móna og Mímir eru engir venjulegir hundar Morgunblaðið/Kristján Heiðdis Norðfjörð, „amma“ Mónu og Mímis, með hundana í heilsubótar- göngu í Viðilundinum á Akureyri. Þessir hundar eru þó frekar latir og kunna mun betur við sig heima í sófa. Má ekki fara heim á virðis- auka- skatts-bfl HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur og sýknað ríkið af kröfum fyrir- tækisins Kólus. Fyrirtækið vildi ekki sætta sig við að virðisauka- skattur og álag vegna sendibifreið- ar í eigu þess var endurákvarðað, eftir að bifreiðin sást ítrekað að næturlagi fyrir utan náttstað sölu- manns fyrirtækisins. Kólus keypti sendibifreið í þágu atvinnurekstrar síns og fékk endur- greiddan innskatt af kaupverði hennar. Eftir kaupin fór fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins þess á leit við þann sölumann, sem annað- ist sölu og dreifingu á framleiðslu- vörum fyrirtækisins, sem er aðal- lega lakkrís, að hann legði bifreiðinni að næturlagi við heimili sitt þar sem bifreiðin væri öruggari fyrir innbrotum þar heldur en við óvaktaða og ógirta lóð stefnanda á Tunguhálsi 5. Einnig þótti þetta til hagræðingar, þar sem þá gat sölu- maðurinn farið í söluferðir strax að morgni, án þess að þurfa að koma fyrst við hjá fyrirtækinu. Virðisaukaskattur og álag vegna bifreiðarinnar var endurskoðað, þar sem reglugerð um innskatt leggur bann við að telja til innskatts virðis- aukaskatt af þeim bifreiðum, sem þar eru tilgreindar, nema þær séu eingöngu notaðar vegna sölu á vör- um og skattskyldri þjónustu. Einn- ig er þar kveðið á um, að ökutæki skuli ekki talið notað eingöngu vegna sölu á vörum eða skatt- skyldri þjónustu, ef það er notað af eiganda þess eða starfsmanni hans til einkanota, þar með talinn akstur milli heimilis og vinnustaðar. Hæstiréttur vísaði til fyrri dóma sinna um að reglugerðin ætti sér næga lagastoð í lögum um virðis- aukaskatt og sagði ósannað að nauðsynlegt hefði verið að hafa bif- reiðina fyrir utan aðsetursstað sölumannsins. hundar og þeim att gegn nautum og sagði Jóhann ekki svo svo langt síðan að þannig nautaat var bann- að í Bretlandi. „Þeir voru sérlega kjarkmiklir og gáfust aldrei upp en síðan hefur þetta grimmlyndi verið ræktað úr þeim og þetta eru öðlingar í dag.“ Jóhann segir að nafnið bolabítur gefi ranga mynd af þessum hundum og að eigendur þeirra kjósi fremur að kalla þá bolahunda. Jóhann sagði að þessi hundar væru dýrir og að aðeins væru um 30 slíkir til hér á landi. Fyrir þá sem áhuga hafa á kynn- ast þeim Mónu og Mími enn frekar, þó er slóð þeirra á Netinu; wwwnett.is/~jonor/mona.html. Þátttakendur námskeiða NLFÍ gegn reykingum Þriðjungur enn reyklaus eftir eitt til þrjú ár ÞRIÐJUNGUR þeirra sem sótt hafa námskeið Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags íslands (NLFI) í Hveragerði á undanförn- um árum er enn reyklaus. Þetta kemur fram í könnun sem NLFÍ lét gera nýlega meðal þeirra sem sótt hafa námskeiðin frá því þau hófu göngu sína árið 1996. Þar kemur einnig fram að svo virðist sem fíkn ráði mestu um það að fólk hefji aft- ur reykingar eftir bindindi. Guðmundur Björnsson, yfir- læknir Heilsustofnunarinnar, segir að tilgangur könnunarinnar hafi verið að meta árangur námskeið- anna og sjá hvort eitthvað mætti betur fara. Alls var úrtakið 229 manns, karlar og konur af landinu öllu. Kom í Ijós að flestir þeirra sem. byrja aftur að reykja eftir að hafa sótt námskeið, gera það innan mán- aðar og yfirgnæfandi meirihluti hóf aftur reykingar stuttu eftir að hafa sótt námskeiðið. Þeir sem á annað borð héldu sér reyklausum fyrstu mánuðina á eftir eru flestir enn reyklausir í dag. Af þeim sem sóttu námskeiðið fyrir einu til þremur árum eru ríf- Úr könnun NLFÍ: Spurning: Hefur þú þyngst við að hætta að reykja? Úr könnun NLFÍ; _ Spurning: Finnstþérþú vera orðin(n) háð(ur) nikótínlyfjum? Háð nikótfnlyfjum að eigin mati Svöruðu ekki Ekki háð nikótfnlyfjum að eigin mati Úr könnun NLFÍ: Spurning: Af hverju byrjaðir þú aftur að reykja? Aukin þyngd Fráhvarfseinkenni Löngun Annað Eirðarleysi Depurð Streita annarra 6% Veit ekki lega 30% enn reyklausir, en 70% hófu reykingar að nýju. Flestir nefndu að níkótínlyf hefðu hjálpað sér við bindindið, en fjölskyldan var einnig nefnd í því sambandi. Þegar reykingafólk var spurt hvar það hefði fallið kom í ljós að flestir féllu á bindindinu heima, eða 50%. Um 19% nefndu vinnustaðinn, en 11% skemmtistaði. Löngun og aukin þyngd Athygli vekur að flestir nefndu löngun helstu ástæðu þess að byrja aftur að reykja, en aukin þyngd kom þar á eftir. Þá kom í ljós að 31% svarenda taldi sig vera orðið háð nikótínlyfjum. „Niðurstöður þessarar könnunar eru mjög fróðlegar,“ segir Guð- mundur. „Við teljum mjög viðun- andi að 30% svarenda séu enn reyk- laus. Borið saman við önnur lönd er það mjög góður árangur, enda sækja þessi námskeið oftast stór- reykingamenn, sem reykt hafa frá barnsaldri, stundum í áratugi. Hins vegar kemur í ljós að flestir falla á bindindinu skömmu eftir að nám- skeiðinu lýkur. Það bendir til þess að við verðum að auka eftirfylgd með fólki, t.d. með hringingum og fundum. Það munum við gera.“ 356 sótt námskeið Á þeim fjórum árum sem liðin eru hafa 36 hópar komið á heilsu- hælið til vikudvalar í þeim tilgangi að hætta að reykja, alls 356 manns á aldrinum 23 til 70 ára. Er tilhög- un námskeiða þannig að hver hópur kemur á mánudegi og fer aftur á sunnudegi. Á námskeiðinu er yfir- lýst markmið allra að hætta að reykja fyrir lífstíð og breyta jafn- framt lífsstíl sínum á heilsusamleg- an hátt. Lögð er áhersla á hreyfingu og útivist, hollt mataræði, fræðslu, hvíld og slökun. Fólk nýtir sér breytt umhverfi til slökunar, fjarri daglegum erli og nýtir hópeflið til að ná settu marki. „Aðalatriðið er að fólki líði vel og hafi jafnframt nóg að gera svo það gleymi löngun í sígarettu,“ segir Hulda Sigurlín Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsustofnunarinnar. Hún segir að skilyrði sé að fólk hafi reykt sína síðustu sígarettu áður en nám- skeiðið hefst og sé reiðubúið sjálft til að hætta að reykja. „Það er heil- mikil starfsemi í kringum þetta hjá okkur, heilt teymi fylgir hverju námskeiði eftir. í því eru læknar, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálf- ari, íþróttakennari, næringarfræð- ingur og sjúkraliði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.