Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 47 Ingjaldur segir að það fé sem notað sé í rekstur HI sé óeðlilega lítið mið- að við rekstur háskóla í öðrum löndum. Mikil ábyrgð en lítil völd FJÁRMÁL Háskóla íslands voru á dagskrá kennslumálaráðstefnu SHI og kennslumálanefndar HI í janúar sl., „Betri kennsla. Betra nám“. Þar _____ kom greinilega fram að ánægjan með reiknilíkanið og deililikanið er mismikil. Þar kom m.a. fram sú skoðun að í líkaninu væri sú rangfærsla innbyggð að gera ráð fyrir að kennsla í smærri hópum sé ódýrari en í stórum. Sagt var að reiknilíkanið væri í raun pólitískt tæki til að fá meira fé til há- skólans. Einnig að ef ríkið ákveði að styðja sérstaklega við ákveðnar greinar eins og t.d. íslensku ætti ekki að taka það af fjár- magni til annarra greina, heldur bæta við. Kom fram að gildi kennslunnar væri van- metið í HÍ, svo fátt eitt sé nefnt. Margrét Jóns- dóttir lektor í spænsku í heimspekideild kvaddi sér hljóðs um sérstöðu tungumála kennslunn- ar. Hún var ein af þeim sem undirbjó ráðstefn- una. „Búið er að tálga tungumálakennslu inn að beini,“ segir Mar- grét Jónsdóttir en í hennar skor eru franska, gríska latína, ítalska, rússneska og spænska. Hún segir að reiknilíkanið komi illa við skor rómverskra og slavneskra mála, og fái málin fimm aðeins þrjá kassa fyrir fimm námsgreinar. Það veldur því að ekki er hægt að bjóða nemendum upp á nógu margar kennslustundir og ekki er gott að þurfa að bíða til 2003 til að fá því breytt með næstu samningum við menntamálaráðuneytið, því kröfur um tungumálakunnáttu hafa aukist hratt. „Svo dæmi sé tekið geta nem- endur í spænsku ekki valið neitt inn- an greinarinnar og allir verða að taka sömu námskeiðin. Spænska er kennd til 60 eininga við HI en mögu- legt er að bæta við sig 30 einingum við spænska háskóla vegna samn- ings HÍ við þá. Þannig geta nemend- ur útskrifast með 90 einingar og hafa auk þess kynnst landi og þjóð. Sífellt fleiri nemendur velja þennan kost því atvinnumarkaðurinn vill fólk sem hefur búið erlendis," segir hún. Margrét segir að við flesta er- lenda háskóla fái tungumálanem- endur 20 tíma kennslu á viku auk vettvangsferða. „Hér fá þeir 12 tíma á viku. Þetta staðfestir að tungumál eru talin léttvæg og þar að auki er ekki gert ráð fyrir því að nemendur Margrét Jónsdóttir þurfi að heimsækja landið þar sem málið er talað.“ Margrét segir að í haust hafi rekt- or veitt skorinni 500 þúsund til að efla hagnýtt tungumálanám og brá hún á það ráð að auka fjölda fyrir- lestra í ákveðnu námskeiði í stað þess að fjölga einingum. Niðurstað- an var sú að 23 nemendur luku þessu námskeiði á meðan 10 luku öðrum sambærilegum námskeiðum. „Því fleiri stundir, því fleiri nemendur, það er regla sem kemur mörgum á óvart,“ segir hún og nefnir annað dæmi um mikilvægi talþjálfunar í tungumálanámi. Spænskunemar fóru í Húsafell eina helgi og var öll- um Spánverjum í HÍ boðið með. Nemendum fannst þessi helgi á við heilt talnámskeið. „Svona nokkuð á að vera innbyggt í nám- ið,“ segir Margrét. Hún segir að reikni- líkanið komi mjög illa við kennara sem noti símat því þeir fá ekki þreyttar einingar fyrir þá nemendur sem gera sér grein fyrir því um mitt misseri að þeir eiga enga möguleika á að ná námskeiðinu. Þar að auki fá kennar- ar ekki greidda próf- vinnu fyrir sömu nem- endur eftir að hafa farið yfir verkefni þeirra hálft misserið. Margrét hefur undanfarin ár verið lektor í spænsku en það er núna eina staðan í málinu. Hún er með rúm- lega 40 nemendur og hafði umsjón með tíu BA-ritgerðum á síðasta ári. „Kannski er aðalvandinn," segir hún, „sá að þeir sem stjóma greinum hafa mikla ábyrgð en ekki fjárhags- leg völd.“ Hún nefnir sem dæmi að hún hafi fengið hingað gistikennara en verið neitað um risnu fyrir þá. Umbun fyrir kennslu og uppbygg- ingu greina er engin. Breytingar merkja aðeins meira vinnuálag og þar að auki skapast sú hætta að kennarar sem eru metnaðarfullir fyrir sína grein festist í stjórnun vegna þess að það vantar þjónustu við þá. „Aðalmælistikan er rann- sóknir og er það því ósjálfrátt hvetj- andi fyrir kennara að leggja minni áherslu á stjómun og kennsluna sjálfa,“ segir hún. Margrét segir að barátta tungu- málakennara hljóti að vera framund- an, til að fá betri aðstöðu og tæki, og fá fleiri kennslustundir handa nem- endum. Lykilatriðið er þó að gera sjálfsmynd þeirra sterkari og bjart- ari. Reksturinn verður í járnum árið 2000 í heimspekideild Háskóla íslands hefur þurft að draga saman seglin vegna fjárskorts. í flestum skomm hefur þurft að grípa til ráðstafana til að láta enda ná saman. „Heim- spekideild fær nánast sömu fjárveitingu fyrir árið 2000 og árið 1999, en hins vegar hefur kostnaður aukist nokkuð vegna samningsbundinna hækkana á launum, og því er lítið svigrúm í tilteknum skor- um,“ segir Jón G. Friðjónsson, deildarforseti heimspekideild- ar. Hann vísar til þess að kjaranefnd úrskurðaði árið 1998 um talsverða launahækk- un til prófessora. „Reksturinn er í járnum en rétt er að fram komi að við skiptingu fjár- veitingar fyrir árið 2000 var leitast við að koma til móts við þarfir ein- stakra skora eftir því sem kostur var,“ segir hann og vonast til að vandinn sé tímabundinn og að úr rætist í næstu samningalotu við menntamálaráðuneytið og eftir nýj- an rannsóknarsamning sem unnið verður að. „Ég er þó ekki sáttur við menntastefnu sem ekki tekur tillit til hins séríslenska. Sumar greinar verðum við að kenna óháð fjölda stúdenta,_þetta á t.d. við um greinar þar sem íslendingar geta lagt mikið af mörkum, svo sem á ýmsum svið- um íslenskra fræða.“ Hann telur að reiknilíkanið sé að mörgu leyti til bóta, með því sé rennt traustari stoðum undir fjárv'eitingar til Háskólans, en ekki megi fylgja því blint auk þess sem endurskoða þurfi ýmsar forsendur sem að baki liggi. Jón segir að fjárskorturinn bitni með mismunandi hætti á einstökum skorum, og að hlutur sagnfræðiskor- ar sé vissulega í minna lagi miðað við starfsemi hennar og fjölda starfs- Jón G. Friðjónsson Guðmundur Jónsson manna. Þar hafi því þurft að skera talsvert niður þótt hlutur skorarinn- ar hafi verið hækkaður við afgreiðslu deildarinnar eins og áður gat. Hann segir að heimspekideild hafi fengið 280 milljónir króna fyrir árið 2000 og hlutur sagnfræðiskorar sé 41,7 m.kr. Miðað við hefðbundna starfsemi er ljóst að sagnfræðiskor á við nokkra erfiðleika að glíma. Eru of dýrir starfskraftar í sagnfræðiskor? Guðmundur Jónsson, formaður sagnfræðiskorar, segir að fjárhagur skorarinnar hafi ekki verið góður á síðasta ári og horfur séu slæmar fyr- ir árið framundan. „Sagnfræðiskor kemur illa út með þeirri aðferð sem notuð er til að reikna henni fé,“ segir hann og vísar í deililíkanið sem Há- skóli íslands notar til að skipta fé milli deilda. „Sagnfræðin telst lítil námsbraut þótt í henni séu 180 nem- endur,“ segir hann. Sagnfræðin hefur notið vinsælda mörg undanfarin ár og kennarar skorarinnar hafa einnig verið virkir í fræðistörfum. Nefna má sem dæmi að á liðnu ári komu út bæk- ur eftir fjóra þeirra: Þór Whitehead, Helga Þorláksson, Guðmund Jónsson og Gunnar Karlsson. Fé til skora fer að mestu leyti í að greiða laun og að litlu leyti til reksturs. í deililíkani er gert ráð fyrir ákveðnum meðallaun- um og skorum úthlutað í samræmi við það. í greinum eins og sagn- fræði þar sem hlutfall prófessora er hátt skapast fjárhagserfiðleikar og svig- rúm til kennslu minnkar. „Segja má að deililíkanið vinni á móti því að námsbrautir séu skipaðar reyndum mönnum sem sýnt hafa árangur í starfi með rannsóknum, vegna þess að þeir eru dýr starfskraftur.“ Ríkisvaldið ætlaði að bæta HÍ kostnaðaraukann vegna launahækk- ana sem fólust í úrskurði kjara- nefndar en áhöld eru um hvort við það hafi verið staðið. „Ríkisvaldið hefur ekki efnt að fullu loforð um að fjármagna þennan útgjaldaauka," segir Guðmundur, „og í kjölfarið hef- ur sagnfræðiskor þurft að draga saman seglin, m.a. með því að leggja niður þrjú námskeið sem voru á kennsluskrá á vormisseri. Einnig höfum við fækkað valnámskeiðum á næsta haustmisseri, og loks má nefna að kennarar taka á sig nokkra skerðingu.“ Augljóst er að þetta dregur úr fjölbreytni náms í sagnfræði og minnkar möguleika ungra fræði- manna á að koma rannsóknum sín- um og hugmyndum á framfæri. Hætt við námskeið í útgefinni kennsluskrá FJÁRHAGSSTAÐA sagnfræði- skorar í heimspekideild Háskóla íslands varð til þess að ákveðið var í byrjun janúar fella niður þrjú val- námskeið á þessari vorönn. Guðmundur Hálfdanarson dósent verður með alþjóð- legt seminar (2 !4 ein) í vor um þjóðarvitund í Evrópu í sögulegu ljós. Hann ætlaði einnig að bjóða upp á 2 14 eininga námskeið í tengslum við hana á vorönn (samtals 5 ein). Halldór Bjarnason átti að fjalla um utanríkisverslun á námskeiðinu Þættir úr utan- landsverslun íslendinga 1855-1913). Halldór er að ljúka doktorsprófi í Skotlandi. Sigurður Gylfi Magnússon, stundakennari og fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni, átti einnig að vera með námskeið „Ég fékk tilkynningu í des. 1998 eða jan. 1999, um að ég myndi fá að kenna við skorina, og þá var ákveð- ið að námskeiðið yrði haldið á vormisserinu 2000. Eg hafði því ár til að undirbúa mig og námskeiðið var nefnt: Póstmódernismi í sagn- fræði.“ Sigurður hóf undirbúning- inn með því að kaupa 15 bækur sem hann ætlaði að nota á nám- skeiðinu, m.a. með því lána nem- endum bækurnar til aflestrar og umfjöllunar í námskeiðinu. Bæk- urnar kostuðu u.þ.b. 40 þús. kr. „Á miðju ári átti ég frumkvæði, ásamt nokkrum vinum mínum, að leshóp um póstmódernismann og við hittumst vikulega í um tveggja mánaða skeið og ræddum ákveðnar bækur og greinar. Margir sem þarna voru ætluðu síðan að taka námskeiðið mitt og innrituðu sig í það í lok ársins,“ segir hann, og ákvað á sama tíma að leggja í mik- Guðbrandur Benediktsson Sigurður Gylfi Magnússon inn kostnað vegna heimasíðu sem ætluð var til að gera tilraunir með í sambandi við kennsluna. „Þetta tókst afar vel og ég lagði mikinn metnað í uppbyggingu síðunnar og setti þar m.a. hugmyndir mínar um kennslu, fyrri námskeið og annað sem kom nálægt mínum rannsókn- um og miðlun þeirra,“ segir hann. Heimasíðan er á slóðinni www.aka- demia.is/sigm og undir liðnum Námskeið í HÍ má finna dagskrá námskeiðsins, en hann tók saman ítarlega dagskrá námskeiðsins upp á 25 bls. og setti hana inn á heima- síðuna og skrifaði síðan öllum nem- endum sagnfræðiskorar og vakti athygli á að þeir gætu farið inn á á síðuna og hugleitt efni námskeiðs- ins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir létu í sér heyra og lýstu yfir áhuga á efninu. „Ég spyr,“ segir hann, „hvort það sé siðferðilega stætt á því að koma svona fram við stundakennara og í raun nemendur? Menn leggja í kostnað og leggja drög að sínu lífi með svona námskeið í huga og síð- an 3 dögum áður en menn eiga að ganga inn í kennslustofuna er það fellt niður? Ég veit að skorarformað- ur sagnfræðiskorar og aðrir kennara deildarinnar eru mjög leiðir yfir þessu, það virðast hins vegar önnur öfl ráða ferðinni sem erf- itt er að átta sig á.“ Guðbrandur Bene- diktsson, sagnfræði- nemi og starfsmaður hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, ætlaði að vera á námskeið- inu um póstmodern- en hann er á MA-stiginu í ísma, sagnfræði. „Námskeiðið hefði nýst mér mjög vel vegna MA-ritgerðar- innar, og hjálpað mér með að rannsaka ljósmyndir sem sagn- fræðilega heimild," segir hann, „mér finnst það ótækt, gagnvart nemendum og kennurum að HÍ skuli auglýsa námskeið í útgefinni kennsluskrá og hætta svo við þau á elleftu stundu. Hvernig eiga nem- endur að skipuleggja nám sitt? Mér finnst að útgefin kennsluskrá eigi að vera bindandi." Guðbrandur hefur einnig efa- semdir um skráningarkerfi HÍ og leggur til að það verði skoðað bet- ur. Nemendur skrá sig seint í nám- skeið og það kemur oft ekki í ljós hversu fjölmenn þau verða fyrr en í fyrstu kennsluviku, hvort nem- endur verði 5 eða 50. „Svona val- námskeið eru þess eðlis að þau verða sjaldan fjölmenn. „Þrátt fyr- ir að spurst hafi út að námskeiðið sem ég ætlaði í yrði fellt niður mættum við 8 í fyrsta tímann," segir hann. «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.