Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Skál verður
skúlptúr
NEYTENDUR
Auðgunarbrot algeng þegar eign er seld
í gegnum smáauglýsingar
Ekki láta eign af hendi
• ^ 1
nema gegn greiðslu
Fólk á alls ekki að láta eignir sínar af hendi nema gegn beinni
greiðslu eða alveg öruggri tryggingu.
MYJVDLIST
Listasafn ASÍ/
Ásmundarsalur
GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR
Sýningin er opin frá 14 til 18 og
stendur til sunnudags.
SKÁL, SKÚLPTÚR, VASI er yf-
irskrift sýningar Guðnýjar Magnús-
dóttur í Listasafni ASI og lýsir það
vel þeim flóknu umbreytingum sem
orðið hafa í leirlistinni hér á íslandi,
ekki síður en þeim fínlegu blæbrigð-
um sem sjá má í verkum Guðnýjar
sjálfrar. Hér er unnið í stórum skala
og stökum einingum raðað saman í
stóra myndræna heild. Pað á kannski
sérstaklega við um heljarmikið vegg-
verk sem þekur stóran flöt og nær
upp undir loft í þessum háa sal. Þar
vinnur Guðný með þrívíð form sem
hún leiðir af lögun snjóskafla sem
vindurinn hefur mótað. Einingamar
eru allar hvítar eins og við á og hver
þeirra er eins konar stúdía í vindmót-
un svo líta má á verkið allt sem yfirlit
yfir hinar ýmsu tegundir skafla. Þetta
kann að virðast fremur þurrt - frem-
ur verkefni fyrir veðurfræðinga en
listamenn - en verkið vekur sterk
náttúruhrif og er heillandi einmitt
vegna þess að í því birtast form nátt-
úrunnar ófegruð og án tilgerðai-, end-
ursköpuð af djúpri virðingu fyrir
vetramáttúrunni sjálfri. A gólfi salar-
ERLEIVDAR
BÆKUR
Spunnusaga
LOFTBELGSMAÐURINN
„THE BALLOON MAN“
eftir Charlotte MacLeod. Warner-
Books 2000.276 síður.
CHARLOTTE MacLeod heitir
bandarískur spennusagnahöfundur
sem skrifar um spæjarahjón að nafni
Sara Kelling og Max Bittersohn.
Hún hefur skrifað langt á þriðja tug
bóka um þau hjónin og ævintýrin
sem þau lenda í en sú nýjasta heitir
Loftbelgsmaðurinn eða „The Balloon
Man“ og kom nýlega út í vasabroti
hjá WarnerBooks-útgáfunni. Um er
að ræða glæpasögu sem á að vera
gamansöm og skopleg þar sem kem-
ur við sögu fjöldinn allur af persón-
um sem sumar hverjar eru skrítnar í
háttum og heita jafnvel enn skrítnari
nöfnum. Minni áhersla er lögð á að
halda athygli lesandans með spennu
og er það einn helsti galli sögunnar.
Loftbelgsmaðurinn er skondinn
samsetningur sem virkar eins og
furðulegt sambland af verkum Ag-
öthu Christie, Dashiell Hammett og
jafnvel P.G. Wodehouse. Eins og ein-
hver hefur bent á minna hjónin Max
og Sara á önnur fræg hjón glæpa-
sagnanna, Nick og Nóru Charles úr
sögum Hammetts, plottið er fengið
frá Christie og Wodehouse er greini-
leg fyrirmynd höfundarins þegar
hann lýsir kynjaliði á meðal hinna
ríku og sérvitru.
Max og Sara eru glæsileg hjón
sem reka ábatasama einkaspæjara-
stofu og lenda í ýmsum ævintýrum.
Þau lifa fremur áhyggjulausu lífi,
hafa ætíð gamanyrði á vörum og það
virðist sama hvaða hættur steðja að,
rósemi þeirra, sérstaklega Max, er
ætíð hin sama. Sagan gerist í nútím-
anum en það er einhver kæruleysis-
legur djassaldarblær yfir lífi þeirra,
sem erfitt er að átta sig á.
Þessi nýja saga um spæjarahjónin
hefst á því að Sara og Max undirbúa
ins sitja sex verk sem hvert um sig er
með því stærsta sem alla jafna er
unnið í leir en mynda jafnframt sam-
an eina heild, þótt með öðrum hætti
sé en í veggverkinu. Hér vinnur Guð-
ný aftur með náttúrinnlifun og dregur
bæði lögun og lit verkanna af kraum-
andi eldgígum. Yst er dökkleit skái en
innan í henni eldrautt og gljándi form
sem líkt og þrengir sé upp úr skálinni.
Gígarnir sex annars vegar og skafl-
arnir mörgu á veggnum mynda sam-
an þá mótsagnakenndu tvennu sem
helst einkennir íslenska náttúru - eld
og ís - en hér verður það ekki að
klisju að tefla þeim saman vegna þess
hve fínlega og yfirvegað Guðný hefur
unnið úr viðfangsefninu.
Náttúran og hinar virku mótsagnir
hennar birtast í þessum verkum en
viðfangsefni Guðnýjar er þó umfram
allt hin formræna úrvinnsla og það
sést ekki síður í röð vasa sem hún
sýnir á neðri hæð safnsins. Þessir
vasar drag form sitt af mannslíkam-
anum og verka allt að því erótískir
þar sem þeir rísa upp af stöplunum í
ávölum bugðum og eggjandi hnykkj-
um.
í heild er sýning Guðnýjar ákaflega
falleg og formhrein. Agaða hugsun og
næmt auga listamannsins má greina í
hveiju verki og jafnframt skýra til-
finningu fyrir heildarmyndinni. Hér
er á ferðinni einstaklega vönduð og
vel hugsuð leirlistarsýning.
Jón Proppé
heilmikið brúðkaup frænda Söru við
stórhýsi þeirra skammt utan við
Boston. Allt gengur það samkvæmt
áætlun nema tvennt gerist gersam-
lega óútskýranlegt. A meðal gjaf-
anna finnst heilmikið skart sem áður
var í eigu Kelling-fjölskyldunnar en
var henni glatað. Ekki er vitað hver
skilaði því eða hvers vegna en það
gæti þó tengst mannleysunni sem
finnst undir borði skammt frá og
kemur í ljós að er innbrotsþjófur.
Hitt er kannski enn furðulegra að
þegar líða fer á brúðkaupsveisluna
birtist stór loftbelgur svífandi yfir
veislugestum og hrapar á stærsta
tjaldið í garðinum. Þegar betur er að
gáð finnst lík af ókunnugum manni
undir loftbelgnum og í ljós kemur að
hann hefur verið myrtur með barefli.
Hver var hann? Hvemig tengist
hann Kelling-unum? Hvers vegna
var hann myrtur?
Það er ekki nema fyrir súperspæj-
ara eins og Söru og Max að finna út
úr þessu en þau fara að því með
mestu hægð þar til Max hverfur á
einhvern dularfullan máta og sagan
tekur næsta furðulega stefnu.
Charlotte MacLeod varðar reynd-
ar minnst um sakamálið og virðist
gersamlega fyrirmunað að búa til
spennu. Morðið er rifjað upp endrum
og sinnum á milli langra lýsinga á því
fólki sem kemur við sögu og sam-
skiptum Kelling-anna í gegnum tíð-
ina. Stíllinn er kaldhæðnislegur og
spaugsamur, fólk heldur mjög ró
sinni og stillingu og yfirvegun sama
hvað á dynur. Lýsir það sér best í því
þegar Max raknar úr roti og er þá
staddur einn úti á ballarhafi; það hef-
ur ekki meiri áhrif á hann en ef hann
hefði lokast tímabundið inni í vín-
kjallaranum sínum. Þannig skapast
engin hætta og engin spenna. Hins-
vegar lærir maður að taka lífshætt-
unni með bros á vör.
Charlotte er hvað leiknust í að
fínna nöfn á persónur sínar, þau eru
mörg hver hin skemmtilegustu:
Tweeters Arbuthnot og Mevrouw
Vanderwoude eru dæmigerð mann-
anöfn. Bara að sagan væri eins
skemmtileg.
Arnaldur Indriðason
EKKI verður of oft
brýnt fyrir fólki að hafa
vaðið fyrir neðan sig í
viðskiptum með eignir,
því fjölmörg dæmi eru
um að seljendur hafí
tapað miklum fjármun-
um við að treysta kaup-
endum um of.
Að sögn Gylfa Dýrmundssonar,
rannsóknarlögreglumanns hjá
auðgunarbrotadeild Lögreglunn-
ar í Reykjavík, er nokkuð um að
fólk sem selur eignir í gegnum
smáauglýsingar dagblaðanna
verði fyrir barðinu á fjársvika-
mönnum.
Pappírar einskis virði
Hann býr til dæmi um mann
sem selur bílinn sinn í gegnum
smáauglýsingu og gengur frá
kaupsamningi og afsali í samvinnu
við kaupandann. Þeir ákveða sín á
milli hvernig greiðslufyrirkomu-
lagi skuli háttað, bíllinn verði
greiddur með sex jöfnum afborg-
unum á sex mánuðum t.a.m. og
báðir skrifa undir.
í kaupsamninginn er jafnframt
sett inn klausa þar sem segir að
standi kaupandi ekki við greiðsl-
ur, geti seljandi gert kröfu um að
endurheimta bílinn.
Kaupandi bílsins selur hann
undir eins aftur, ef til vill gegn
staðgreiðslu, en stendur ekki við
greiðslur til upphaflega seljand-
ans og hagnast þannig á svikun-
um.
„Þegar upprunalegi seljandinn
ætlar að láta að reyna á klausuna í
Nýtt
P. Kárason í Faxafeni
Yarahlutir
í landbún-
aðarvélar
NÝSTOFNAÐ íyrirtæki, P. Kára-
son, hefur opnað verslun með vara-
hluti í landbúnaðarvélar í Faxafeni
14 í Reykjavík. í versluninni verður
meðal annars hægt að fá þekktar
vörur frá Sparex, Lister og fleiri
viðurkenndum framleiðendum.
Eigandi, fyrirtækisins er Pálmi
Kárason. f fréttatilkynningu frá P.
Kárasyni kemur fram að Pálmi hafi
lengi starfað í þessum geira. Fyrst
sem bóndi og síðan hjá verslunum
tengdum landbúnaði.
Verslunin verður opin alla virka
daga og á laugardögum. Sérstök
áhersla verður lögð að veita við-
skiptavinum úti á landsbyggðinni
góða símaþjónustu.
samningnum og gerir kröfu um að
fá bílinn endurheimtan, hefur
hann hins vegar engan rétt, því
kaupandinn er búinn að selja hann
aftur og er því ekki raunverulegur
eigandi bílsins," segir Gylfi.
„Hann getur svo verið búinn að
eyða andvirði bílsins, eða sagst
vera búinn að eyða því, og þá er
ekki hægt að ná bílnum aftur,
nema þriðji aðilinn fallist á það
sem er mjög ólíklegt því hann hef-
ur greitt fyrir gripinn í góðri trú.“
Seljandinn getur ekki gert
kröfu til þriðja aðila
Gylfi segir að í fjársvikamálum
gildi aðrar reglur en þegar um
þjófnað er að ræða. „Ef einhverju
er stolið og það selt, er hægt að
leggja hald á þýfið ef það finnst í
höndum þriðja aðila. Þetta gildir
hins vegar ekki um fjársvik.“
í tilfellinu með bílinn hafi þriðji
aðilinn keypt bílinn í góðri trú.
Seljandinn hafi að sjálfsögðu verið
búinn að skrá hann á sig og allir
pappírar verið í lagi.
„Það þætti nú súrt í broti að láta
gripinn af hendi og sitja uppi með
fjárhagslegan skaða,“ segir hann.
„Auðvitað er hægt að gera kröfu á
hendur þrjótnum, en hann er
sjaldnast borgunarmaður fyrir
henni.“
Hann segir það varla koma fyrir
að bílum sé skilað til upphaflegu
seljandanna, enda sé ekki farið
fram á að svo sé gert.
Þegar Gylfi er spurður um hvað
seljendur eigna geti gert til að
tryggja sig gegn því að lenda í
klóm fjárglæpamanna, segir hann
að fólk eigi aldrei að láta eignir af
hendi nema gegn beinni greiðslu
eða öruggri tryggingu.
„Það er ekki útlit fólks sem ger-
ir það að glæpamönnum og því á
aldrei að treysta fólki af þeim sök-
um.
11
Eldhús sannleikans
Gestir í sjónvarpsþættinum Eldhús sannleikans sem sýndur var í gær voru sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Gunnar Steinn Pálsson almannatengill. Nautakjöt með heitri ska- lottu-olíusósu, grænmeti árstíðarinnar og kaldri gráðostasósu inn glær og mjúkur. Þá er fínt söxuðum hvítlauknum sáldað yfir og laukarnir steiktir áfram í 2 mínútur. Hellið hvítvínsedikinu á pönnuna og hrærið steinseljuna saman við. Látið sósuna sjóða við vægan hita í 2 mínútur. Að lokum er ólífuolían hrærð sam- an við sósuna.
Nautakjöt: Gráðostasósa:
1 kg nautakjöt, beinlaust, i dl valhnetuolía
Herbamare-kryddsalt. 2 msk. estragon vínedik
Blandaður pipar. (fáfnisgrass vínedik)
Kjötið er kryddað og steikt í smjöri og olíu á pönnu þar til það er orðið fallega brúnt. Kjötið er svo sett inn í 180 gráðu heitan ofn í 15-25 mín., það fer eftir því hvað kjötbitinn er þykkur. Ef um þykkan vöðva er að ræða er best að nota kjöt- hitamæli. Kjötið er þá tilbúið þegar kjarnahitinn er 60 gráð- ur. Skalottu-olíusósa: 50 g gráðostur, mulinn niður í bita 1 msk. saxað estragon
(fáfnisgras)
1 tsk. Worchester-sósa
Salt og pipar
Olíu, vínediki og Worchester- sósu er hrært saman í skál. Kryddað með salti og pipar. Gráðosti og fáfnisgrasi er blandað saman við sósuna. Þegar búið er að steikja kjöt- ið er það látið jafna sig í 10 mín. Grænmetinu, salatblöðum, léttsoðnu spergilkáli (broccoli)
4 msk. smjör
4 skalottulaukar, fínt saxaðir
2 hvítlauksrif, fínt söxuð sykurbaunum og gulrótum ásamt paprikum og tómötum, er raðað á fat. Nautakjötið er skorið í þunnar sneiðar og lagt
4 msk. hvítvínsedik
2 msk. söxuð steinselja
1 dl ólífuolía á grænmetið á fatinu. Skalottu- olíusósunni ausið yfir kjötið. Gráðostasósunni er svo komið haganlega fyrir á grænmetinu til hliðar við kjötið.
Bræðið smjörið í potti, steikið skalottulaukinn við vægan hita, eða þar til að laukurinn er orð-
Kynjasögur
Kellinganna